Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1991, Síða 36
44
FÖSTUDAGUR 18, JANÚAR 1991.
Merming________________
Fræðirit um
Snorra Hjartarson
Undanfarna áratugi hefur Snorri Hjartarson verið
eitt virtasta skáld íslendinga. Hann var einn hinna
fremstu í hópi skáldmæringa, þar sem auk hans bar
mest á þeim Jóni Helgasyni, Guðmundi Böðvarssyni,
Hannesi Péturssyni og Þorsteini frá Hamri, að
ógleymdum sjálfum Jóhannesi úr Kötlum, og enn
mætti ýmsa upp telja. í stórum dráttum mótuðust ljóð
þessara skálda af dýrkun á náttúrunni, einkum ís-
lenskri náttúru, og á íslenskum menningararfi. Þessi
þjóðerniskennd nær djúpt í ljóðunum, ræður yrkisefn-
um, myndmáh og orðaforða. Einkum var dáðst að
Snorra fyrir vandvirkni, mörg ljóða hans urðu mjög
vinsæl.
Snorri fæddist 1906 og dó í árslok 1986. Hann var í
myndUstarnámi framan af, bjó í Noregi á fyrra hluta
4. áratugsins, og fyrsta bók hans var skáldsaga á
norsku, 1934. Tveimur árum síðar fluttist hann til ís-
lands, og fyrsta ljóðabók lians birtist 1944. Sú síðasta
kom 35 árum síðar, þær urðu ekki nema fjórar, sam-
tals um 250 bls. í venjulegri gisinni ljóðaprentun.
Þessi ártöl gefa töluverða vísbendingu um ljóð
Snorra. Þau bera svip af lýðveldisstofnun og kalda
stríðinu, ótta við helsprengjuna, andstöðu við herstöð
á íslandi, og vörn íslenskrar menningar. Ekki svo að
skUja að Snorri yrki um atburði líðandi stundar, fjarri
því. Ljóð hans eru yflrleitt eintal manns við náttúru
landsins, svo rækilega sé nú alhæft. En ofangreindur
bakgrunnur kemur oft fram.
Umfjöllun
í þessari bók fjallar Páll um æskuljóð Snorra og
skáldsögu í stuttum inngangskafla, einkum til að draga
fram vísbendingar um ljóðabækumar. En um þær
fjailar hann í þremur meginköflum. Sá fyrsti lýsir ljóð-
formi, annar myndmáli og stíl, en hinn þriöji helstu
hugmyndum. Þessir kaflar skiptast svo í undirkafla,
svo sem „Stíll“ og „Táknheimur“ í myndmálskaflán-
um, þár er síðan skipulega gert grein fyrir myndefni,
litum og fleiri einkennum. í hverjum undirkafla er svo
venjulega fjallað um ljóðabækurnar í tímaröð. Þannig
kemur þróun ljóðageröar Snorra glöggt fram og Páll
gerir efninu rækileg skil. Sérlega ítarleg er umfjöllun-
in um kveðskaparform en þar er rakið hvernig ljóð
Snorra greindust frá formhefð síns tíma - yflrleitt með
því að taka upp gömul atriði sem lítt voru notuð svo
sem hálfrím. Annað dæmi um nákvæma umfjöllun
Páls er að hann rekur hve mikið er um vísanir (til
fyrri bókmenntaverka) í hverri bók Snorra og greinir
þær í „útleitnar vísanir og innri vísanir". Utleitnar
vísanir eru til að varpa Ijósi á umhverfi höfundar, en
innri vísanir virðast fyrst og fremst vera tilgangur í
sjálfum sér, saga er rifjuð upp sjálfrar sín vegna. Auk
þess er m.a. rakinn munurinn á hughyggju Snorra og
Platóns, hraktar kenningar sr. Gunnars Kristjánsson-
ar um kristilega þætti í ljóðum Snorra svo fáein dæmi
séu talin. Ennfremur sýnir ritið hvað líkt er í mynd-
máli Snorra og atómskáldanna (bls. 64) - að láta mynd-
ina tala, útskýringalaust, en einnig hitt, hvað ólíkt er,
myndhverfingar Snorra „eru skýrari, skiljanlegri og
birta jákvæðari lífssýn. Hann er í leit að jafnvægi
náttúrunnar meðan atómskáldin eru að lýsa glund-
roða og firringu borgarmenningar".
Þessi síðasta fullyrðing Páls held ég að sé einum of
alhæfandi því hvorki á hún viö atómskáldin Einar
Braga, Stefán Hörð né Jón Óskar, hvað sem öðrum
líður.
Takmarkanir
Sundurgreining Páls á einkennum ljóðanna er mik-
ilsverð, en aðferðin leiðir ekki til heildartúlkunar á
einstökum ljóðum. Páll nefnir þó t.d. að „í Úlfdölum"
Snorri Hjartarson.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
sé hægt að túlka á ýmsa vegu. Ég tók hins vegar ekki
eftir annarri túlkun hér en að kvæðið fjalli um skáld-
skap (bls. 158). En hitt virðist mjög líklegt að kvæði
sem lýsir svo mikið eyðileggingu og vonum um endur-
reisn - og birtist á árinu 1944 - fjalli um heimsstyrjöld-
ina sem þá var á lokaskeiði. Þetta er eitt dæmi um að
fróðlegt hefði verið að bera saman mismunandi túlk-
anir og rökræða hvort önnur sé líklegri en hin eða
hvort báðar geti farið saman.
Stundum fannst mér skorta á túlkanir, svo sem þeg-
ar sagt er um ljóðið „Hús í Róm“ (bls. 135): „í þessu
tilviki er vísunin nánast lykill að ljóðinu. Þeir sem
ekkert vita um John Keats njóta ekki nema hluta
þess“. Hér heföi þá þurft að segja hvað þurfti að vita
um Keats til að njóta ljóðsins til fulls.
Þegar tekin eru fyrir svo mörg atriði í kvæðasafni
er þess að gæta að fleiri en eitt birtast í einu vísu-
broti eða erindi. Það gæti í senn verið gott dæmi um
myndvísi, um yrkisefni, viðhorf, algengt tákn, o.s.frv.
Því verður oft álitamál hvar hvert dæmi ætti best
heima. Páll leysir yfirleitt svo úr þeim vanda að til-
færa þaö þá í hverjum kafla með ítarlegum útskýring-
um hverju sinni. Af því hljótast svo miklar endurtekn-
ingar að það verður ansi þreytandi lestur. Þarna hefði
bara átt að tilfæra dæmið þar sem það þykir sýna
mest en láta nægja að vísa til þess á öðrum stöðum,
þyki þess þurfa. Enda eru oftast mörg dæmi um hvert
þessara einkenna. En auk þessa er allt of mikið um
endurtekningar í beinum texta höfundar, t.d. er þrisv-
ar sagt í 8 lína samfelldum texta að í ljóðum Snorra
sé náttúrunni oft lýst sjálfrar hennar vegna (á bls. 59,
auk þess á bls. 103). Að þessu leyti er bókin ekki fulls-
amin.
í meginatriðum er efnisskipan þó ljós. Yfirleitt er
umfjöllunin svo ítarleg og nákvæm að ekki virðist
neinu við að bæta um skáldskap Snorra. Því er góður
fengur í þessu riti enda er þetta skáld svo mikilvægt
í íslenskum bókmenntum 20. aldar að umfjöllunin
hefur mikið gildi til samanburðar við önnur skáld og
þá ekki síst þau sem ég taldi fyrst hér.
Páll Valsson: Þögnin er eins og þaninn strengur.
Þróun og samfella i skáldskap Snorra Hjartarsonar.
íslensk fræði 48, BMÞ 1990, 214 bls.
Andlát
Ingibergur Sveinsson lést á St. Jós-
efsspítala 17. janúar sl.
Svava Haraldsdóttir, Asparfelli 10,
Reykjavík, lést á heimili sínu 16. jan-
úar.
Ingibjörg L. Guðmundsdóttir, Kötlu-
felh 3, lést á heimili sínu miðvikudag-
inn 16. janúar.
Kristín Ingvarsdóttir, Drápuhlíð 2,
Reykjavík, lést á Landspítalanum
þann 16. janúar.
Jarðarfarir
Elín Margrét Jónsdóttir, Borgar-
braut 37, Borgarnesi, lést á heimili
sínu sunnudaginn 13. janúar. Útför
hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 19. janúar kl. 14.
Alexander Gíslason, Ölkeldu, verður
jarðsettur að Staðarstað laugardag-
inn 19. janúar kl. 14.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Hásteins-
vegi 15b, Vestmannaeyjum, verður
jarðsungin frá Landakirkju laugar-
daginn 19. janúar kl. 14.
TOkyimingar
Félag íslenskra
náttúrufræðinga
í tilefni af reglum um greiðslur fyrir
stundakennslu við Háskóla íslands, út-
gefnum af menntamálaráðuneytinu 10.
janúar 1991 vill stjórn Félags íslenskra
náttúrufræðinga taka fram að þær reglur
breyta engu um stöðu stundakennara-
deilunnar. Skorað er á félagsmenn og
aðra háskólamenn að láta ekki blekkjast
af þessum sjónhverfmgum. Jafnframt
samþykkir stjórn Félags íslenskra nátt-
úrufræðinga að mælast til þess við stjóm
kjaradeilusjóðs félagsins að halda áfram
fyrst um sinn greiðslum til stundakenn-
ara í Félagi íslenskra náttúrufræðinga
með sama hætti og á haustmisseri.
Hjónaband
Þann 22. október sl. vom gefin saman í
hjónaband í Háteigskirkju af séra Tómasi
Sveinssyni, Guðrún Jónsdóttir og Rik-
hard Eyfeld Ómarsson. Heimili þeirra
er að Álakvísl 37, Reykjavík.
Ljóðatónleikar i Gerðubergi
Þriðju tónleikamir í ljóðatónleikaröð
Geröubergs, sem vera áttu mánudaginn
Fjörá
Vínartónleikum
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt nýárstónleika í Háskólabíói í gærkvöldi
þar sem flutt var svonefnd Vínartónlist. Stjórnandi var Vínarbúinn Peter
Guth. Þá komu fram 10 einleikarar úr röðum hljómsveitarinnar, auk
nokkurra af yngstu kynslóðinni.
Peter Guth kynnti tónlistina og gat þess i upphafi að á efnisskránni
væri ekki aðeins tónhst frá Austurríki heldur einnig öðrum Evrópulönd-
um og'væri það í samræmi við opnum landamæra og samruna Evrópu
sem á sér stað nú á tímum. Leikin voru verk eftir 12 höfunda og að von-
um var sjálfur valsakóngurinn Jóhann Strauss þar fyrirferðarmestur
Guth stjómaði hljómsveitinni af miklum eldmóði og íjöri sem hreif bæði
hljóðfæraleikara og áheyrendur. Auk þess er hann greinilega mjög snjall
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
fiðluleikari enda þótt það sem hann spilaði þarna væri auðvitað í léttari
kantinum. Tónlist áf þessu tagi er stundum kölluð Um-pa-ba tónhst en
Það breytir því ekki að hún er glaðvær og oft litrík og fátt er betur th
þess fallið að koma fólki i gott skap.
Einleikarar hljómsveitarinnar fengu nóg að spreyta sig. Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari sýndi að hún getur spilað Vínartónlist ekki
síður en hvað annað í dúettum sem hún lék á móti Guth. Bryndís Halla,
fyrsti sellóleikari hljómsveitarinnar, lék sérlega fallega í lagi eftir von
Suppé og rómönsku eftir Strauss. Sama er að segja um flutning Hafsteins
Guðmundssonar á polka fyrir fagott og hljómsveit og fékk hann stóran
bangsa að launum. Trompetleikararnir Lárus Sveinsson, Ásgeir Stein-
grímsson og Jón Sigurðsson tróðu upp með rauðbrydda pípuhatta og blésu
Buglers Holiday með miklum glæsibrag. Mesta kátínu vakti kontrabassa-
kvartett þeirra Jóns Sigurðssonar, Richards Korns, Deans Ferrel og
Krzystztofs Panus í laginu Strauss í hundakofanum. Hins vegar var senni-
lega hlustað af mestri athygh á nútímatónverk Lucianos Berios sem var
dúettar fyrir fiðlur. Ekki var það þó beinlínis verkanna vegna heldur
vegna þess að flytjendur voru ungir og upprennandi flðluleikarar, Álf-
heiður Hafsteinsdóttir, Freyja Auðunsdóttir og Elínborg Ingunn Ólafs-
dóttir ásamt kennara þeirra, Martin Frewer. Mest voru eyrun þó sperrt
þegar Elfa Rún Kristinsdóttir og Hanna Björg Konráðsdóttir léku því þær
virtust svo litlar umkringdar þessu stóra hljómsveitarfólki. En allt fór
vel og þær spiluðu eins og þetta væri daglegt brauð hjá þeimi Meðal þess
sem hljómsveitarstjórinn fékk hljómsveitarmenn til að gera var að reka
upp heróp og var það svo hressilegt að hrollur fór um áheyrendur. Þeir
mega þakka fyrir það írakar að ekki eru hljómsveitarmenn úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands að berjast með frönsku útlendingahersveitinni suður
í áhu þessa dagana. í lok tónleikanna sannaði Peter Guth það sem marga
tónleikagesti hefur löngum grunað að hljómsveitarstjórar eru óþarfir.
Meðan hljómsveitin lék síðasta lagið gekk hann í rólegheitum út í salinn,
fann þar á einum af fremri bekkjunum litla stúlku og leiddi hana upp á
sviðið þar sem hann fékk henni í hendur fiðluboga sem sprota stjórn-
anda. Stjórnaði hún síðan hljómsveitinni út lagið og varð ekki heyrt að
hljómsveitin spilaði verr eða öðruvísi en þegar Guth sjálfur stjórnaði. Ef
th vhl er hér komið efni í íslenskan hljómsveitarstjóra framtíðarinnar.
14. janúar en fresta varð vega veikinda,
verða haldnir nk. mánudag 21. janúar kl.
20.30. Guöbjörn Guðbjörnsson tenór
syngur og Jónas Ingimundarson annast
meðleikinn. Á efnisskránni aö þessu
sinni eru viðfangsefnin eftir Schubert,
Beethoven, ReSpighi og Tosti auk ís-
lensku höfundanna Jóns Þórarinssonar,
Páls ísólfssonar og Sigvalda Kaldalóns.
Gefin er út mjög vönduð efnisskrá meö
frumtexta ljóðanna ásamt- þýðingum
Reynis Axelssonar. Þær breytingar verða
jafnframt á ljóðatónleikaröðinni aö í stað
Signýjar Sæmundsdóttur mun Sigríður
Ellu Magnúsdóttir koma fram á tónleik-
um sunnudaginn 27. janúar kl. 16. Áskrif-
endum er bent á að febrúarmiðinn gildir
á tónleika Sigríðar Ellu.
Félag austfirskra kvenna
í Reykjavík
heldur þorrablót í Templarahöllinni 23.
janúar kl. 19. Þátttaka tilkynnist í s. 34789
Sigrún, 33470 Sigríður og 33225 Sonja.
Styrkur úr Sögusjóði
stúdenta í Kaupmannahöfn
í febrúarmánuði verður veittur árlegur
styrkur úr Sögusjóði stúdenta í Kaup-
mannahöfn. Upphæð styrksins er að
þessu sinni 7.000 danskar krónur. Sjóður-
inn veitir styrki tib a) Verkefna er tengj-
ast sögu íslenskra námsmanna í Kaup-
mannahöfn. b) Verkefna er að einhveiju
leiti tengjast sögu íslendinga í Kaup-
mannahöfn. c) í sérstökum tilfellum til
annarra verkefna er tengjast dvöl íslend-
inga í Danmörku. Umsóknir um styrkinn
skulu hafa borist stjóm sjóðsins fyrir 20.
febrúar 1991.
Landssamtök ITC á íslandi
Upplýsingar og blaðafulltrúar ITC á ís-
landi eru: Ólöf Jónsdóttir, s. 91-72715,
Guðrún Bergmann, s. 91-672806, Jóna S.
Óladóttir, s. 91-672434 og Elínborg J. Ól-
afsdóttir, s. 91-656790. Hafið samband sem
áhuga hafa á að kynnast ITC.
Ráðstefnur
Siðferði hins opinbera lífs
Ráðstefna um opinbert siðferði verður
haldin í Skálholti 18.-19. janúar. Fjallað
verður um siða- og samskiptareglur
þeirra sem starfa í opinbera þágu. Frum-
mælendur verða: Hrafn Bragason hæsta-
réttadómari, Guörún Agnarsdóttir,
fyrrv. alþingiskona, Baldur Möller, fyrrv.
ráðuneytisstjóri, og Atli Rúnar Halldórs-
son fréttamaður. Ráðstefnustjóri er sr.
Halldór Reynisson, fyrrv. forsetaritari.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, mun heiðra ráðstefnuna með nærveru
sinni.
Ráðstefna um stöðu
sjávarútvegs á
Norðurlöndunum
Dagana 18. og 19. janúar verður haldin
norræn ráöstefna um stööu sjávarútvegs
á Norðurlöndunum á Flughótelinu í
Keflavík. Ráðstefnan er upphafið að
þriggja ára norrænu verkefni um tengsl
fiskveiðistjórnunar, markaðsþróunar og
verðmætaaukningar sjávarafla og þá
sérstaklega með tilliti til þeirra land-
svæða þar sem sjávarútvegur er mikil-
vægasta atvinnugreinin. Ráðstefnan er
haldin af Sjávarútvegsstofnun Háskóla
íslands og Byggðastofnun í samvinnu við
Norrænu rannsóknastofnunina í byggða-
málum (NordRefo) og verður haldin á
Flughótelinu, Hafnargötu 47, Keflavík,
og hefst 18. janúar kl. 9. Þátttakendur á
ráðstefnunni eru sérfræðingar á sviði
sjávarútvegsmála. Erindin verða flutt á
Norðurlandamálum og ensku. Öllum er
frjálst að koma og hlýða á erindin.
Tapað fimdið
Köttur fannst í Kópavogi
Þessi köttur fannst í Kópavógi í síðustu
viku. Er víst búirm að vera lengi á sömu
slóðum. Upplýsingar í síma 73461.