Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Úúönd Yfirlýsing frá foringja í herliði bandamanna við Persaflóa: Aðeins tíundi hluti heraff la íraka ónýtur - Schwartskopf svartsýnn á að írakar bugist undir loftárásunum Yílrmaður í her bandamanna í Saudi-Arabíu segir að aðeins tíundi hluti af herafla íraka hafi verið eyði- lagður í loftárásunum á landiö síð- ustu þijár vikur. Þá er það mat for- ingjans aö þjóðvarölið Saddams í og við Kúvæt standi enn óhaggað og sé að fullu bardagahæft þrátt fyrir að hafa setið undir mestu loftárásum sögunnar. A síðasta sólarhring gerðu banda- menn 26 sinnum loftárásir á þjóð- varðliðið með B-52 sprengjuflugvél- um. Árásimar komu í lotum og eru einhveijar þær hörðustu í stríðinu til þessa. Einn af yfirmönnum úr her Bandaríkjanna sagði aö þrátt fyrir þetta sæjust engin merki þess að þjóðvarðliöið væri á mörkum þess að gefast upp. Skothríð af gömlum striðsjálkum í gær hófst skothríð af skipum á Persaflóa á stöðvar þjóðvarðliðanna. Floti íraka er nú nánast allur úr sög- unni þannig að stór herskip hafa hætt sér upp að strönd Kúvæts. í gær var skotið 1200 kílóa fallbyssuskot- um af orrustuskipunum Missouri og New Jersey. Fallbyssur skipanna draga fast að 40 kílómetra. Orrustu- skip þessi hafa ekki verið notuð til árása frá því í Kóreustríðinu. Útvarpið í Bagdad sagði í hvatning- arávarpi seint í gærkveldi að „varð- Uðar réttlætisins" biðu þess aö fá boð um að sækja. „Þá verða hausar skild- ir frá búkum,“ sagði í útvarpinu. í allan gærdag hljómuðu hvatningar frá Bagdad til landsmanna. Óvíst er hvort það ber að túlka sem ótta yfir- valda í írak við að landsmenn séu að gefast upp. Baráttuviljinn óskertur Norman Schwartskopf, hershöfð- ingi og yfirmaður herafla banda- manna við Persaflóa, efast um að hægt verði að bijóta baráttuvilja Saddams Hussein á bak aftur með viðstöðulausum loftárásum. Sagt er frá þessu áUti hershöfðingjans í New York Times í dag en hann ekki bor- inn fyrir því sjáflur. Orð hans þykja enn frekar stað- festa en áður var að bandamenn ætli sér áður en langt um Uður að blása til sóknar gegn írökum á landi og gera út um stríðið þar. Schwartskopf hefur oft lýst því yfir á blaðamannafundum að árásir bandamanna bijóti baráttuvilja ír- aka smátt og smátt niöur. Ekkert bendir þó til að svo sé enn og ef miö- að er við reynsluna af loftárásum 1 síðari heimsstyijöldinni þá duga loft- arásir ekki til. Baráttuvilji Þjóðveija Orrustuskipin Missouri og New Jersey skutu í gær 1200 kílóa fallbyssuskot- um að herliði íraka i Kúvæt. Þessi skip voru smíðuð i siðari heimsstyrjöld- inni en hafa litið verið notuð í sjóorrustu. Þau eru um 40 þúsund lestir að stærð. Hér sést skot ríða af úr byssu New Jersey. Simamynd Reuter var til að mynda aldrei meiri en þeg- ar loftárásir voru mestar á landiö. Það álit sem fram kemur í New York Times þykir því mun raunsærra. Saddam á eftir aö nota efnavopn Á blaöamannafundi í Ríjad í Saudi-Arabíu sagöi Schwartskopf aö Saddam ætti efdr aö grípa til allra hugsanlegra ráöa til aö veijast sókn bandamanna. Hann sagöi að Saddam hugsaði ekkert um mannslíf og ætl- aði sér aö snúa stríðinu upp í bar- daga þar sem maður berðist við mann. Hershöfðinginn sagði að hann ætl- aði ekki að ana út í landorrustur við her íraka og ítrekaði að bandamenn ætluðu að fóma sem fæstum manns- lífum. Hann sagðist einnig eiga von á að írakar beittu efnavopnum um leið og út í alvarlega bardaga á landi kæmi. Reuter Norman Schwartskopf hershöfðingl er svarstýnni nú á órangur af loftárósum en áður. Sfmamynd Reuter Persaflóastríðið: Atburðarásin 4. febrúar 8.40 - Yfirmenn Bandaríkjahers segja frá vopnaðri árás á banda- ríska herrútu í hafnarborginni Jeddah í Saudi-Arabíu. Tveir Bandaríkjamenn og einn saudi- arabískur öryggisvörður særð- ust. Taliö er að hermdarverka- menn hafi verið aö verki. 9.00 - Bandaríska orrustuskipið Missouri skýtur 1,25 tonna sprengjum á skotmörk í Kúvæt. Er þaö fyrsta slík árás á Kúvæt. 9.10 - írakar tilkynna aö þeir hafi skotið níu orrustuþotur banda- manna niður. Á ein að hafa falliö tíl jarðar í Sýrlandi og önnur í Persaflóa. Bandamenn tilkynna að þeir hafi ekki misst neinar orrustuvélar. 10.55 - Franskar Jagúar og Mirage omstuþotur ráðast á hemaðarmannvirki í írak og snúa aftur heilar á húfi. 11.50 - Jórdanar saka ísraela um að fæla Palstínumenn frá heima- landi sinu með því að hindra alla umferð inn á herteknu svæðin. 11.59 - Tshiki Kaifu, forsætisráð- herra Japans, ver áætlun sína um að veita hersveitum bandamanna við Persaflóa níu milljarða Bandarikjadala. Hann gat ekki lofað að peningarnir yrðu ekki notaðir til annars en hernaðar. 12.42 - Tilkynnt um þrjár árásar- ferðir bandamanna til Bagdad þar sem borgin skókst í sprengju- gný. Meðal árásarvélanna vom B-52 sprengjuvélar. 13.00 - Alo Akbar Rafsanjani ír- ansforseti býðst til að hitta Sadd- am Hussein í von um að binda enda á Persaflóastriðið. 14.01 - Breskar Jagúar orrustu- þotur ráðast á miðstöðvar íraks- hers og skotpalla Silkiormaeld- flauga í Kúvæt. 14.15 - Nawas Sharif, forseti Pak- istan, hvetur til vopnahlés og ver afstööu sína gegn Irökum. 14.59 - Hvíta húsið tekur boði ír- ansforseta um að miðla málum í stríöinu heldur fálega. 16.24 - Bandarískar ormstuvélar kasta 12 sprengjum á íbúðar- hverfi í írak um 5 kílómetra frá einu helgasta hofi íslama. Að minnsta kosti 20 létust og um tólf særðust í árásinni. 16.57 - írakar ásaka forseta Sam- einuðu þjóðanna um aö halda að sér höndum meðan bandamenn gera sprengjuárásir á íraska borgara. 17.15 - Vitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, segir 1 ísraelska þinginu að ísraelar muni aldrei taka þátt í alþjóðlegri ráðstefhu um friö í Miöausturlöndum. 18.03 - Vopnaöir menn skjóta aö heimili saudi-arabísks diplómats í Karachi. 18.27 - írakar segja bandamenn hafa gert 150 loftárásir á sig frá því á sunnudag en að þeir hafi skotið 13 vélar bandamanna til jaröar. 20.51 - Bandaríkjamenn ásaka íraka um að fela herflugvélar og önnur hernaðarlega mikilvæg tæki i íbúðarhverfum. Þeir segj- ast hins vegar ekki ætla að gera árás á ibúðarhverfi. 22.06 - Útvarpið í Bagdad sendí út fjölda leyndardómsfullra til- kynninga frá „aðalstöðvunum“. „Þettaer úrslitadagurinn... dag- urinn ykkar allra... framkvæm- ið áætlun síðustu samkomunn- ar“, sagði meðal annars í tilkynn- ingunum. Bandamenn voru ekki vissir um hvort hér var á ferðinni hernaðarlegt dulraál eða hvort tilkynningamar væru þáttur í sálfræöiiegum hernaði íraka. 2.03 - Saudi-Arabar tilkynna að hver sá sem ber jvröi að þvi að grafa undan öryggi landsins yröi líflátinn. Tilkynningin kemur í kjölfar árásar á bandarfska her- rútu í Jeddah. 5.15 - Stjórnarandstaöan og al- menningur í Japan er mjög mót- fallinn fjárhagslegum stuöningi Japana við heri bandamanna viö Persaflóa. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.