Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. Utlönd Náinn samstarfsmaöur Gorbatsjovs bendir á þriðju leiðina: Tökum Suður-Kóreu og Chile til f yrirmyndar - áfram ætlunin að vinna að pólitískum og efnahagslegum umbótum Náinn samstarfsmaður Michails Gorbatsjovs„ forseta Sovétríkjanna, segir að ráðlegast sé að taka hag- stjóm í Suður-Kóreu og Chile til fyr- irmyndar þegar Sovétmenn hugi að framtíðarskipulagi efnahagsmála. Til skamms tima voru bæði þessi ríki fordæmd í Sovétríkjunum fyrir harð- stjóm. Sá sem hér á í hlut er Júrí Prokofi- ev, leiðtogi kommúnistaflokksins í Moskvu. Hann er einn þeirra manna sem forsetinn hallar sér nú að eftir að fyrri sérfræðingar um efnahags- mál hafa yfirgeflð foruneyti hans. Þar munar mestu um Stanislav Sjatalin, höfund 500 daga áætlunar- innar svokölluðu, en hann er hættur afskiptum af sovéskum stjórnmálum eftir að Gorbatsjov tók að halla sér að harðlínumönnum nú í upphafi árs. Prokofiev sagði á blaðamanna- fundi að áfram yrði unnið að pólitísk- um og efnahagslegum umbótum og neitaðið því að stjórnin í Kreml ætl- aði.að hverfa aftur til harðlínustefnu aö hætti fyrri leiðtoga í Sovétríkjun- um. Flokksleiðtoginn sagði að mikil af- skipti ríkisvaldsins af efnahagsmál- um, líkt og beitt hefði veriö með góð- Michail Gorbatsjov er nú talinn hafa komið auga á þriðju leiðina í efnahags- málum. Hann ætlar að taka riki, sem áður voru fordæmd fyrir harðstjórn, til fyrirmyndar. Símamynd Reuter um árangri í Suður-Kóreu og Chile, væru miklu betri fyrirmynd fyrir Sovétríkin en óheftur markaðsbú- skapur að hætti Vesturlandabúa. „Við verðum að gera okkur ljóst að ekki kemur til greina að snúa aft- ur til hagstjórnar eins og hún var fyrir daga Perestrojkunnar," sagði Prokofiev. Hann sagðist telja sig til miðjumanna í flokknum og hefði allt- af fylgt Gorbatsjov að málum frá því að hann hóf umbætur í landinu árið 1985. „Við ætlum að feta okkur til mark- aðsbúskapar og fjölflokkakerfi í stjórnmálunum mun þróast. Flokk- urinn nær aldrei aftur þeim völdum sem hann hafði áður,“ sagði hann ennfremur. Flest þykir benda til að ræða Pro- kofievs sé í samræmi við vilja Gor- batsjovs. Miklar vangaveltur hafa undanfarið verið um hvort forsetinn ætlaði sér að taka upp fyrri hag- stjórnaraðferðir og treysta á völd harölínumanna og hersins. Nú þykir allt benda til að Gorbatsjov hugsi sér þriðju leiðina og ætli sér að markaðs- væða landið á lengri tíma en áður var gert ráð fyrir og ríkið eigi að vera í lykilhlutverki efnahagsmál- annaánæstuárum. Reuter Elísabet Englandsdrottning er ríkasta kona heims: Þénar 180 milljónir í vexti hvern dag - greiðir enga skatta GriMdand: Kuldakast drepurfimm Mikiö kuldakast, það mesta í flögur ár, er nú í Grikklandi og hefur þegar orðið fimra manns að bana. F'jögurra daga snjókoma og allt að 20 gráða frost hefur ein- angraö fiallahéruð í norðurhluta Grikklands og þar hafa þrír lát- ist. Þá hafa tveir látist í Aþenu þar sem frostiö fór niður í þrjár gráður. Yfirvöld ráðlögðu fólki að halda sig innandyra en mörg úthverfi Aþenu voru illfær vegna snjóa. Neyðarástandi hefur víða veriö lýst yfir og er starfsfólk sjúkra- húsa í viðbragösstöðu. Indland: Þingað um fullnægingu Um 500 kynlífsfræöingar viða að úr heiminum hófu að þinga um kynferðislega fullnægingu í Nýju Delhí á Indlandi í gær. Að sögn bandarískra kynlífsfræð- inga hafa sjúkdómar eins og eyöni og herpes ógnað starfi kyn- lífsfræðinga verulega. Þá hefur andkynlífshreyfing sú sem komið hefur í kjölfar þessara sjúkdóma haft hótanir og ýmsa óáran í för með sér þannig að kynlífsfræð- ingar óttast jafhvel um líf sitt og limi. „Fullnægingar eru nfiög hættu- legar,“ er haft eftir einum barida- rískum kynlífsfræðingi þar sem hann lýsti ógnunum þeim er starfsbræður hans hefðu orðiö fyrir. Þannig fengu tveir fræðing- amir hótanir i gegn um sima á ráöstefnunni. Þing kyniífsfræðinganna mun vera það fyrsta sinnar tegundar- sem haldið er í heiminum. Iifieg umræða hefur veriö um hinar ýmsu hliðar fullnægingarinnar. Orkumálaráðherra Indlands setti ráðstefhuna. Reuter Elísabet Englandsdrottning er langríkasta kona heims ef marka má könnun breska tímaritsins Harper and Queen. Sem merki um ríkidæmi drottningarinnar þénar hún um 180 milljónir á dag í vexti. Tekjur drottn- ingar eru 'af hlutabréfum, verðbréf- um, fasteignum og öðrum persónu- legum eigum eins og veðreiðahest- um. Þessar tekjur jukust um 25 pró- sent í fyrra. Talsmaður drottningar segir þessar tölur stórlega ýktar. Heildareignir Elísabetar drottning- ar eru metnar á um 6,6 milljarða punda eða 666 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að íslensku fiárlögin hljóða upp á um eitt hundrað milljarða króna. Með eignum drottningar eru ekki reikn- aðar eignir bresku krúnunnar, að- eins hennar persónulegu eignir. Það er varla til að spilla ánægju drottningar að hún greiðir enga skatta. Tímaritið hefur birt hsta yfir tíu ríkustu konur heims. Á eftir Elísa- betu koma í réttri röð: 2. Johanna Quandt, 63 ára, á meiri- hluta í þýska bílfyrirtækinu BMW. Eign: Um 250 milljarðar ís- lenskra króna. 3. Imelda Marcos, 61 árs, ekkja Marc- osar, fyrrum forseta Filippseyja. Eign: Um 160 miharðar. 4. Anne Cox Chambers, 70 ára, dótt- ir bandarísks útgefanda. Eign: um 150 milljarðar. 5. Barbara Cox Anthony, systir Anne Cox, 67 ára. Eign: um 150 mihjarð- ar. , 6. LilUan Bettencourt, 67 ára, dótt- ir franska snyrtivöruframleiðand- ans L’Oreal. Eign: Um 140 mfilj- arðar. 7. Jaquline Mars Vogel, 51 árs, dóttir bandaríska iðifiöfursins Mars. Eip: Um 130 milljarðar. 8. Alice Walton, 41 árs, dóttir Sam Walton, eiganda bandarískra af- sláttarverslana. Eign: Um 110 miljjarðar. 9. Heidi Worton, 49 ára, ekkja þýsks verslanaeiganda. Eign: um 105 miUjarðar. 10. Grete Schickedanz, 78 ára, „self made“ miUjónamæringur, stofn- andi Quelle verslunarUstans. Eign: Um 99 miUjarðar. Reuter Elísabet Englandsdrottning þénar 180 milljónir í vaxtatekjur daglega og borgar enga skatta. DV-mynd GVA Dick Cheney sagði að Sovétríkin vaeru enn helsta ógnunin við Bandarikin. Simamynd Reuter Bandaríkin: ognunm Bandaríkjastjóm ætlar að skera niður fiárveitingar tfi varn- armála á næstu fimm árum. Dick Cheney vamarmálaráöherra segir að þessi áætlun byggist fyrst og fremst á vonum um að sam- búöin við Sovétríkin verði þolan- leg áfram. Hins vegar kosti stríð- ið við Persaflóa augljóslega meiri útgjöld. A næsta fiárhagsári, sem hefst 1. október í haust, er ætlunin að verja nærri 300 milljörðum Bandaríkjadala tU varnarraála. Þótt talað sé um niðurskurð þá er hann óverulegur hluti af þess- ari Qárhæð því niöurstaðan er aöeins 3,7 miUjörðum dala lægri en fiárlög þessa árs gera ráð fyrir. „Þegar til lengri tima er litið veldur ástandið í Sovétrfkjunum okkur mestum áhyggjum. Allar langtímaáætlanir okkar miðast við að Sovétríkin séu höfuðóvin- urinn," sagði Cheney þegar hann kynnti sinn hluta fiárlaganna. Cheney sagði að það væri áhyggjuefni ef þróunin í átt tU lýðræðis f Sovétríkjunum stöðv- aðist og stjómin í Kreml færi á nýjan leik að auka framlög til hermála. „Það ríkir mikU óvissa um hvað er að gerast innan Sovétríkjanna. Atburðir síðustu vikna snerta ekki aðeins íbúa Sovétríkjanna heldur gætu þeir einnig haft mUí- il áhrif á þróunina í átt tU af- vopnunar," sagði Cheney. Reuter Leðurblöku' bithollt sjúklinga Bandarískir læknar hafa kom- ist að þeirri niöurstöðu að leður* blökubit geti verið hollt fyrir hjartasjúklinga, sérstaklega þá sem búa við stöðuga ógn af hættu á kransæðastíflu. Læknarnir segja að þegar leð- urblökumar bfti gefi þær frá sér efni sem dregur úr storknun blóðs. Þetta eftri getur átt þátt f aö draga úr þykknun blóðs og þannig komiö í veg fyrir hjartaá- fóU. Efnið frá leðurblökunum er jafrivel talið betra en lyfin sem nú em notuö til að þynna blóð hjá kransæðasjúklingum. Lyfi- unum fylgir hætta á blæðingum en sú viröist ekki vera raunin þegar leðurblökubit er annars vegar. Læknamir segja að lýsa megi efriinu sem náttúrulegu en mjög háþróuðu blóðþynningar- lyfi. Nú er lyfiafyrirtæki í Sviss að kanna möguleikana á aö fram- leiöa lyf sem sett er saman úr sama efni og munnvatn leður- blakna og á að reyna það við lækningar á kransæðasjúkdóm- um. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.