Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991. 17 Iþróttir Stúfarfrá Englandi Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: • Peter Beagrie, útherji Ever- ton, hefur ekld beínlínis veriö á skotskónum frá því hann kom til Goodison Park frá Stoke City, fyrir 760 þúsund pund. Það tók hann heilt ár að skora sitt fyrsta mark fyrir Everton og á laugar- daginn bætti hann öðru marki í safnið. Til að fagna markinu fór hann heljarstökk fyrir stuðnings- menn Everton en sagði siðan eftir leikinn að stökkið hefði verið til- einkað dóttur sinni sem fæddist sama dag. Beagrie kom reyndar beint í leikinn frá sjúkrahúsinu, Chapman meiddist illa og missir af nokkrum leikjum • Lee Chapman, framherii Leeds United, meiddist illa í leik Leeds og Tottenham -á laugardaginn. Chapman ætlaði að skalla knött- inn í sama mund og Steve Sedge- ley, vamarmaður Spurs, ætlaði að þrusa honum frá eigin raarki. Ekki var aö sökum aö spyrja. Sedgeley sparkaði beint í höfuöiö á Chapman sem steinrotaðist og nefbrotnaöi og hlaut fleíri meiösl. Gert er ráð fyrir því að Chapman missi af nokkrum mikilvægum leikjum en um næstu helgi á félag hans að mæta Manchester United í fyrri undanúrslítaleiknum í deildabikamum. Chapman mun einnig missa af þriðja undanúr- slitaleiknum í bikarkeppninni gegn Arsenal um aðra helgi. Gemmill eða Shilton til Filbert Street? • Archie GemmiU er nú talinn eiga ágæta möguleika á að verða næsti framkvæmdastjóri hjá Leicester City eftir að David Pleat var látinn taka pokann. sinn. Gemmill hefur undanfarin sex ár verið viö þjálfún hjá Nottingham Forest og býr yflr mjög mikilli reynslu, Sömu sögu má reyndar segja um Peter Shilton, markvörð Derby County, sem einnig hefur verið nefndur til sögunnar en hann hóf einmitt feril sinn á Fil- bert Street með^Leicester City. Leeds og Man. United deila um aðgöngumiða • Leeds United og Manchester United deila nú hart um miðaút- hlutun á leiki liðanna í undanúr- slitum deildabikarsins. Leeds- arar segja að United geti aðeins fengið 2500 miða fyrir leikinn á EUand Road og segja að sú ákvörðun sé tilkomin af öryggisá- stæðum og vegna tilmæla lög- regluyfirvalda. Man. United er ósátt við þessa yfirlýsingu og hef- ur hótað Leeds því að félagið fái enga aðgöngumiða á leikinn á Old Trafford. Lausn í þessu deilumáli liggur ekki fyrir en það mun væntanlega koma í hlut stjómar deildakeppninnar að finna lausn á þessu vandamáli. Meiðsli hrjá lið Englendinga • Paul Gascoigne missti af leik Tottenham og Leeds á laugardag- inn vegna hitavellu en gert er ráö fyrir því að kappinn verði tilbú- inn í slaginn á miðvikudaginn þegar Englendingar mæta Ka- merún á Wembley. Tveir leik- menn eru þegar úr leik hvað þann landsleik varðar en það eru þeir David Platt hjá Aston Villa og NeiJ Webb í Manchester Un- ited sem meiddist gegn Liverpool á sunnudaginn. Hibernian ertilsölu • Skoska félagiö Hibernian er nú til sölu fyrir litlar 100 milljónir króna eða eina miiijón punda, Sá böggull fylgir þó skammrifi aö kaupandinn erfir skuldir félags- ins sem taldar era vera um tvær milljónir punda eða um 200 millj- ónir króna. Iþróttir Á síðustu vikum hefur staðan í riðlunum fjórum í bandaríska körfu- knattleiknum ekki tekið umtalsverð- um breytingum. Portland Trail Blaz- ers heldur sem fyrr sínu striki. Port- land hefur fagnað sigri í 38 skipti en aðeins tapað átta viðureignum. Los Angeles Lakers er í öðra sæti í Kyrrhafsriðlinum. Eins og fram hefur komið byrjaði liðið tímabilið illa en gengi þess hefur vaxið eftir því sem á hefur liðið. Boston Celtics hefur yfirburðafor- ystu í Atlantshafsriðlinum, hefur 33 sigra og tólf töp en Philadelphia 76’ers, sem er í öðru sæti, hefur unn- ið 24 sigra en tapað í tólf skipti. Meistaramir í Detroit Pistons leiða í miðriðli en Chicago Bulls fylgja fast á eftir. Á sama tíma í fyrra hafði Petroit betri stöðu en meiðsli nokk- urra lykilmanna hafa sett strik í, reikninginn í ár. í fyrrinótt fóra fram sex leikir og þurfti að framlengja tvo tvívegis til að knýja fram úrslit, annars vegar í leik Minnesota og 76’ers og hins veg- ar viðureign Houston Rockets og Golden State Warrios. Úrslit í leikjunum sex urðu þessi, í framhaldi fylgir staðan í riðlinum íjórum. í stöðunni koma fyrst fram unnir leikir, síðan tapaðir og loks vinningshlutfall í prósentum. Boston - Washington........119-101 Detroit - Phoenix.......... 97-112 Milwaukee - Charlotte....120-111 LA Lakers - Chicago...... 99-89 Minnesota - 76ers........110-102 Houston - Golden State...143-135 Atlantshafsriðill Boston Celtics ....33 12 73,3% Philadelphia 76ers ....24 20 54,5% New YorkKnicks ....20 25 44,4% Washington Bullets... ....20 26 43,5% New Jersey Nets ....14 31 31,1% Miami Heat . ...12 34 26,1% Miðriðill Detroit Pistons ....33 14 70,2% Chicago Bulls ....30 14 68,2% Milwaukee Bucks ....29 18 61,7% AtlantaHawks ....24 21 53,3% Indiana Pacers ....19 25 43,2% Cleveland Cavaliers... ....15 29 34,1% Charlotte Hornets ....14 30 31,8% Miðvesturriðill San Antonio Spurs....31 12 72,1% UtahJazz.............30 15 66,7% Houston Rockets......25 21 54,3% Dallas Mavericks.....15 27 35,7% MinnesotaTimberw.....15 28 34,9% Denver Nuggets.......14 30 31,8% OrlandoMagic.........12 33 26,7% Kyrrahafsriðill PortlandTrailBlazers...38 8 82,6% Los Angeles Lakers...34 11 75,6% PhoenixSuns..........29 15 65,9% Golden State Warriors...25 19 56,8% Seattle SuperSonics..20 23 46,5% Los Angeles Clippers.15 30 33,3% SacramentoKings......12 31 27,9% -JKS Stjarnan og Fram áfram - í bikarkeppni kvenna í handknattleik • Maurice Cheeks, leikmaður New York Knicks, og Bernard King frá Washington Bullets eltast við boltann í leik liðanna í síðustu viku. Liðin eru með áþekka stöðu í Atlantshafsriðlinum og berjast um sæti í úrslitakeppn- inni. Símamynd/Reuter Portiand hefur tapað 8 leikjum - með langbesta stöðu 1NB A-deiIdinni Stjarnan sigraði Víking, 25-21, í skemmtilegum leik í 8-hða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik sem fram fór í Garðabæ í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var jafn og staðan í hléi 12-11, Stjömunni í hag. Stjarn- an var siðan 2-4 mörkum yfir allan síðari hálfleikinn en VíkingsstúJk- umar fóru mjög illa með góð færi til að minnka muninn. Erla Rafnsdóttir og Guðný Gunn- steinsdóttir áttu ágætan leik í jöfnu liði Stjömunnar en Inga Lára Þóris- dóttir var best hjá Víkingi. Mörk Stjömunnar: Margrét The- odórsdóttir 8/6, Erla Rafnsdóttir 5/1, Ragnheiður Stephensen 3, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Guðný Gunn- steinsdóttir 3, Ásta Kristjánsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 1. Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 8/4, Inga Lára Þórisdóttir 6/1, Andrea Atladóttir 3, Heiða Erhngsdóttir 2, Matthildur Hannesdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1. Ingunn Bernótusdóttir - 8 mörk. Keflavíkurstúlkurnar sprungu gegn Fram Fram tryggði sér einnig sæti í undan- úrslitum með því að sigra 2. deildar- lið Keflvíkinga, sem nær öragglega leikur í 1. deild að ári, 15-28 í Kefla- vík. Lokatölurnar segja þó ekki allt um leikinn því staðan var jöfn, 14-14, um miðjan síðari hálfleik en þá náðu íslandsmeistaramir heldur betur að hrista heimaliðið af sér og unnu stór- sigur. Staðan í hálfleik var 11-11, og leik- urinn var lengi vel spennandi og skemmtilegur. Keflavíkurstúlkurn- ar stóðu sig vel og eiga hrós skihð fyrir frammistöðu sína en það var reynsla Framara sem skildi á milli á ‘ síðasta kortérinu. Bestar hjá Kefla- vík vora Þuríður Þorkelsdóttir, sem átti stórleik, og Ásta Sölvadóttir. Hjá Fram vora Ingunn Bemótusdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir bestar. Mörk Keflavíkur: Þuríður Þorkels- dóttir 6, Ásta Sölvadóttir 4, Ingibjörg Þorvaldsdóttir 2, Eva Sveinsdóttir 2, Brynja Thorsdóttir 1. Mörk Fram: Ingunn Bemótusdótt- ir 8, Guðríður Guðjónsdóttir 6, Haf- dís Guðjónsdóttir 4, Sigrún Blomst- erberg 4, Arna Steinsen 3, Ósk Víðis- dóttir 3. Gunnar Kjartansson og Árni Sverrisson dæmdu ifla og virtust hræddir við að dæma á 1. deildar lið- ið. Árni kórónaði frammistöðu sína með því að sýna áhorfendum mikla óvirðingu. -ÁBS/ÆMK/VS Diisseldorf áfram efst í 2. deild Héðinn Gilsson og félagar hans í Dússeldorf era enn í efsta sæti í 2. deild þýska handboltans. Á sunnu- daginn sigraði Dússeldorf hð WuptT ertal á heimavelh sínum, 21-13, eftir að hafa leitt í hálfleik, 11-6. Héðinn náði ekkf að komast á blað, lék fyrstu 15 mínútur leiksins en var hvíldur eftir það og kom ekki meira við sögu. Lið Dússeldorf hefur tveggja stiga forskot á Hameln sem á þó einn leik th góða. Þessi tvö lið mætast á heima- velli Hameln um næstu helgi og það lið, sem sigrar, stendur væntanlega uppi sem sigurvegari í 2. deildinni. Héðinn er væntanlegur til íslands á mánudaginn og leikur með íslenska landsliðinu í það minnsta annan leik- inn gegn Ungverjum í Laugardals- höll. ísland og Ungverjaland leika tvo leiki, þann fyrri á mánudaginn og þann síðari á þriðjudaginn eftir viku. GH íslenskir júdómenn í Belgíu: Féllu strax úr keppni - Bj ami á franska meistaramótið Halldór Hafsteinsson og Þórir Rúnarsson féllu báðir úr keppni í 1. umferð á opna belgíska júdómótinu sem lauk í bænum Vise í Belgíu á sunnudaginn. Bjarni Friðriksson, íþróttamaöur ársins 1990, var ekki á meðal kepp- enda en um næstu helgi keppir Bjarni á franska meistaramótinu í júdó. Þetta er boðsmót þar sem bestu júdómönnum heims er boðin þátt- taka. Bjarni hefur keppt á þessu móti allar götur síðan 1984 og verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegn- ar um næstu helgi. -GH KA fær Einar - og leitað að sóknarmanni erlendis Einar Einarsson knattspyrnumað- ur hefur ákveðið að ganga til liðs við KA frá Akureyri og mun hann leika með félaginu í 1. deildinni í sumar. Einar lék með Víkingi á síðasta keppnistímabili og hefur ahs leikið 50 leiki í 1. deild með Hæðagarðslið- inu og skorað 3 mörk. • Þá er Stefán Ólafsson genginn til hðs við KA að nýju en hann lék með ÍR í 2. deild á síðasta keppnistíma- bih. Stefán hefur leikið 32 leiki í 1. deild með KA og skorað í þeim 1 mark. KA leitar að sóknar- manni í Austur-Evrópu Forráðamenn KA eru að leita að sóknarmanni og hafa þeir þreifað fyrir sér í Tékkóslóvakíu, Póhandi og Júgó'slavíu. Menn frá félaginu halda væntanlega utan síðar í þess- um mánuði og þá ætti að koma í ljós hvort Akureyrarhðið verður skipað erlendum leikmanni í sumar. -GH • Einar Einarsson. Teka sleppir ekki Kristjáni í leikina viö Ungverja • Kenny Dalglish hefur fært Liverpool mikla velgengni á undanförnum árum. Nú hefur hann eyft tveimur milljónum punda í nýja leikmenn til að styrkja liðið fyrir loka- slaginn í ensku knattspyrnunni. Nú er ljóst að Kristján Arason leikur ekki með íslenska landslið- inu gegn Ungverjum í Laugar- dalshöh í næstu viku. Mikið álag hefur verið á Kristjáni og félögum hans í Teka og forráðamenn spánska hðsins vilja að Kristján taki það eins rólega og kostur er því úrshtakeppnin er komin á fuht og stutt er í Evrópuleiki Teka gegn júgóslavneska hðinu Zagreb. Teka sigraði á sunnudaginn hð Arrate, 22-23, á útivelh. Teka hafði undirtökin ahan leikinn og leiddi með þetta þremur til flór- um mörkum. Kristján lék mjög vel í vörninni og skoraði 2 af mörkum Teka. Höfum ekki verið að leika nógu vel „Við höfum ekki verið að leika nógu vel í undanfórnum leikjum. Leikurinn gegn Arrate vannst á góðri vöm og markvörslu og við skoraðum 12 af mörkum okkar úr hraðaupphlaupum. Næsti leikur okkar í úrslitakeppninni er gegn Sigga Sveins og félögum hans í Atletico Madrid og verður það mjög erfiður leikur," sagði Kristján Arason í samtah við DV. Evrópuleikir Teka og Zagreb eiga að fara fram síðar í þessum mánuði og mjög líklegt er að báð- ir leikirnir fari fram á Spáni. -GH Dalglish eyðir og eyðir - Liverpool með stóran hóp miðjmnanna en vantar sterkan miðvörð Gunnar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool, kom nokkuð á óvart þegar hann keypti David Speedie í síðustu viku frá Coventry og greiddi fyrir hann 675 þúsund pund. Speedie fékk þó óska- byrjun í sínum fyrsta leik með Liverpool á sunnudaginn og skoraði jöfnunarmark hðsins gegn Manchester United. Dalglish hefureytt 2 milljónum í leikmenn Með kaupunum á Speedie hefur Dalgl- ish nú eytt yfir tveimur tveimur mihj- ónum punda í leikmenn á mjög skömm- um tíma. Jimmy Carter kom frá Mill- wall fyrir 800 þúsund pund og þá vora keyptir tveir ungir leikmenn sem kost- uðu samanlagt vel yfir hálfa milljón punda. Athygh vekur að alhr þessir leikmenn era miðvallarspilarar en Speedie lék reyndar í fremstu víghnu gegn United en hann hefur yfirleitt leik- ið á miðjunni hjá Coventry. Stuðningsmenn Liverpool vilja sterkan miðvörð Áhangendur Liverpool vita varla hvað gengur á enda er' það þeirra mat að fé- lagið vanti fyrst og fremst góðan mið- vörð en Dalghsh er reyndar á öðru máh. Kaupæði framkvæmdastjórans gerir það þó að verkum að óhjákvæmi- legt verður að selja einhverja leikmenn því það era ekki ahir sem sætta sig við að spila með varaliðinu. í leiknum gegn Man. Utd vakti það mikla athygli að hvorki Ronnie Rosenthal né Peter Be- ardsley komust á bekkinn þrátt fyrir að vera heilir hehsu en þeir þykja þó ekki líklegastir th að verða seldir. Að vísu eru þeir nefndir th sögunnar en á undan era John Barnes, sem hefur ekki vhja festa sig til langframa á Anfi- eld Road enda með meginlandsdraum- inn ennþá í maganum, Jan Mölby, sem næstum því var farinn til Barcelona í vetur, Barry Venison, sem hefur verið orðaður við annað hvert hð í 1. deild og öhum á óvart varnarmaðurinn Gary Gihespie en þessi skoski landsliðsmað- ur hefur átt í þrálátum meiðslum aht frá því að hann steig fæti inn í herbúð- ir Liverpool fyrir nokkrum árum. Ekki búist við að Daglish selji leikmenn í bráð Ekki eru hugsanlegir kaupendur nefnd- ir th sögunnar en vitað er að Leeds United er tilbúið að kaupa Beardsley og Newcastle vill fá Ronnie Rosenthal. Þá liggur það einnig fyrir að West Ham hefur augastað á Ray Houghton. Þrátt fyrir þessa flóknu stöðu er ekki búist við að Dalglish geti neitt meira í málinu fyrr en slagurinn um Englandsmeist- aratitihnn er afstaðinn. Stórmótið í Kaplakrika -flögur lið beijast um Adidas-bLkarinn og stjömuiið Ómars mætir Stórmót íþróttafréttamanna í innanhússknattspyrnu verður haldið í hinu nýja glæsilega íþróttahúsi í Kaplakrika í kvöld og hefst mótið klukkan 19.30. Fjögur hð taka þátt í mótinu, Fram, Valur, KR og FH. Mót að þessu tagi er haldið árlega en af óviðráðanlegum orsökum féll mótið niður í fyrra. Árið 1989 sigr- aði Fram en þá var mótið haldið á Akranesi. Þá var keppt um nýjan bikar sem Adidas-umboðið á Is- landi gaf. Adidas mun ennfremur gefa aha verðlaunapeninga th mótsins. Stjörnulið Ómars gegn , íþróttafréttamönnum Eins og tíðkast hefur mun stjörnu- lið Ómars Ragnarssonar mæta liði íþróttafréttamanna og er áætlað að sá leikur hefiist klukkan 21. Leikjaniðurröðun á mótinu í kvöld lítur annars þannig út: FH-Fram Kl. 19.30 KR-Valur Kl. 19.52 FH-KR Kl. 20.14 Fram-Valur Kl. 20.36 Stjörnuleikur Kl. 21.00 FH-Valur Kl. 21.18 Fram-KR Kl. 21.40 Verðlaunaafhending.....Kl. 22.00 -JKS Hvað skorar Booker mikið gegn Mikhl fallslagur veröur í kvöld í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Seljaskóla. Þá leika ÍR-ingar gegn Þórsurum frá Akureyri og hefst leik- urinn klukkan átta. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur upp á síökastið og viö stefnum að því að bæta enn einum sigrinum við í kvöld. Þórsarar verða þó örugg- okkur sigur. Ég á von á því að þetta verði hörkuleikur,” sagöi Jón Jör- undsson, þjálfari úrvalsdehdarhðs ÍR, í samtali við DV í gær. ÍR-ingar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni og hðiö hefur verið á mikilh siglingu í síðustu leikj- um. í kvöld bætist hðinu liösauki en þá leikur Jóhannes Sveinsson loks með ÍR eftir að liafa verið frá lengi vegna bakmeiðsla. Þórsarar eru ahs ekki sloppnir við fall í 1. dehd og þuríá nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. • Þrír aðrir leikir fara fram 1 kvöld. Snæfeh leikur á heimavehi stnum í Stykkishólmi gegn Tindastóli, Grind- víkingar leika gegn Haukum í Grinda- vík og loks leika Valur og Njarðvík í Valsheimilinu. Allir leikirnir hefiast klukkanáttaikvöld. -SK Fimm eiga möguleika - eftir sigur UÍA í Borgamesi, 70-71 Fimm af sjö liðum 1. dehdar karla í körfuknattleik eiga raun- hæfa möguleika á sæti í úrvals- dehdinni eftir sigur UÍA á Skalla- grími í Borgamesi í gærkvöldi, 70-71. Leikurinn var æsispennandi, Skallagrímur lengst af yfir en Aust- firðingar skoruðu sigurkörfuna á síðustu stundu. Staðan í 1. dehd er nú þannig: Víkverji... UÍA........ Skallagr.... ÍS......... ..9 6 3 696-661 12 ..10 6 4 681-662 12 ..8 5 3 600-537 10 ..8 4 4 579-543 8 Akranes...... 7 3 4 553-583 6 UBK.......... 8 3 5 536-581 6 Reynir....... 8 2 6 548-626 4 • IS sigraði Keflavík í hörkuspenn- andi leik í bikarkeppni kvenna, 46-45. Keflavík var með tíu stiga for- ystu á tímabili en ÍS seig fram úr, og síðustu þrjár mínúturnar skor- uðu hðin ekki stig. • Þór og Haukar áttu að leika í úr- valsdehdinni á Akureyri en viður- eign liðanna var frestað vegna veð- urs annað kvöldið 1 röð. -VS Sport- stúfar Um nýliðna helgi fór fram fimmta stigamót Bilhardsam- band íslands og Tryggingarmið- stöðvarinnar. Jóhannes B. Jó- hannesson sigraði Gunnar Vals- son í spennandi úrshtaleik, 4-3, og jafnir í þriðja og fiórða sæti urðú Ath Már Bjarnason og Jón- as P. Erhngsson. Staðan eftir fimm mót er sem hér segir: 1. Eðvarð Matthíasson.260,750 2. Brynjar Valdimarsson ...234,950 3. Jónas P. Erlingsson.227,000 4. Arnar Richardsson..201,550 • Ahs verða stigamótín sjö tals- ins en th stiga telja aðeins fimm bestu mót hvers spilara. 32 efstu menn úr stigamótunum munu skipa meistaraflokk á næsta ís- landsmóti. Urban markahæstur í l.deild áSpáni Jan Urban, leikmaður Osasuna, er marka- hæstur í l. dehd spænsku knattspym- unnar. Urban hefur skorað 12 mörk en markahrókurhm, Mex- íkaninn Hugo Sanchez hjá Real Madrid, hefur skorað 11 mörk. Aðrir sera koma í humátt á eftir era Manolo Sanchez, Atletico Madrid, 10 mörk, Emiho Butragueno, Real Madrid, 9 mörk, Anton Polster, Sevilla, 8 mörk, Ivan Zamorano, Sevilla, 8 mörk, Jose Bakero, Barcelona, 8 mörk, Ernesto Valverde, Bilbao, 8 mörk og Miguel Pardeza, Real Zaragoza, 8 mörk. Svisslendingar sigruðu á Miami-Cup Svisslenska landshðið i knatt- spyrnu sigraði um helgina á knattspyrnumóti sem fram fór í Miami í Bandaríkjunum. Auk Svisslendinga tóku Kólumbíu- menn, Bandaríkjamenn ogþýska liöið Bayem Múnchen þátt í mót- inu. Sviss sigraði Kólumbíu í síð- asta leik mótisns, 3-2, sem gaf þeim sigurinn á mótinu. Kólumb- íumeim komust í 2-0 í leiknum, Bayern Múnchen lenti í öðru sæti með þrjú stig, Kólumbía hafnaði í þriðja sæti og Banda- ríkjamenn lentu í neðsta sætinu, Linford Christie setti met í 60 m hlaupi Evrópumeistaxinn, Bretinn Linford Christie, setti á sunnu- dag nýtt breskt met í 60 metra hlaupi á breska innan- hússmeistaramótinu móti í Cos- ford. Christie hljóp vegalengdina á 6,63 sekúndum sem er jafnframt besti tíminn í greininni i ár. Christie sigraöi einnig í 200 metra hlaupi á 21,28 sekúndum. Átta fengu rautt í 9 leikjum í Brasiliu Suöiu-amerískir knattspyrnu- menn hafa í gegnum tíðina verið orðaðir við að vera skapheitir fram í fingurgóma. Þetta kom berlega í ljós í Brasiliu um helg- ina en átta leikmenn fengu að hta rauða spjaldið í níu leikjum. Þrír leikmenn voru sendir í baö í ein- um og sama leiknum fyrir mjög gróf brot. Eyjólfur dæmir í Danmörku Knattspymusamband Evrópu (UEFA) hefur dómara á leik Dan- merkur og San Marlnó, skipað leikmönnum 21 árs og ýngri, í undankeppni ólympíuleikanna. Leikurinn verður í Danmörku 17. apríl. Dómaranefnd KSÍ hefur skipað Óla P. Ólsen og Ara Þórð- arson línuverði með Eyjólfi í þessum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.