Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1991, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími'27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991. urskemmdir á Heimaey Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum voru í gær að reyna að ná heildar- yfirsýn yflr tjón sem varð í ofsaveðr- inu síðastliðinn sunnudag í Eyjum. Alls var tilkynnt um tjón, stór og smá, á 50 stöðum í bænum, að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra. Þá er einnig ljóst að miklar gróður- skemmdir hafa orðið á Heimaey og er Eldfellið bókstaflega svart. Al- mannavamanefnd Vestmannaeyja var kölluð saman á sunnudaginn til að stýra aðgerðum og er það í fyrsta skipti frá því í Heimaeyjargosinu 1973 sem slíkt hefur verið gert. „Ég vil þakka hinum snöggu við- brögðum björgunarsveita og al- mennings, sem vann þarna frábært starf, að ekki fór verr en raun ber vitni,“ segir Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. stig í dag Rafmagns- truf lanir víða Rafmagnstruflanir eru enn víða á -alandinu vegna hvassviðris. í morgun kom upp eldur í rafmagnsstaur hjá Hitaveitu Suðurnesja og olli það raf- magnsleysi og truflunum í Keflavík og víðar. Vegna roks varð samsláttur á línum í austanverðum Eyjafirði, í Borgarfirði og á Mýrum í morgun. Af þessu hlutust truflanir og á þess- um stöðum varð rafmagnslaust af og til. Að sögn Birgis Guðmannssonar, álagsstjóra hjá Landsvirkjun, var ekki kunnugt um neinar alvarlegar bilanir í orkuveitunni í morgun. Enn er þó leitað að bilun sem varð á Mjólkárveitulínunni í óveörinu um helgina en hún tengir Vestfirðinga við orkukerfi Landsvirkjunar. Þar til : *bilunin finnst sér Orkubú Vestfjarða um rafmagnsframleiðsluna. -kaa LOKI Hörmungar Hafnar- fjarðar-sjötta bindi! Veðurstofan spáir hvassri sunnan- átt í dag, 8 til 10 vindstigum. Klukkan átta í morgun voru skil yfir Vestur- landi og munu þau ganga yflr landið í dag. Það getur orðið mjög hvasst víða fyrir norðan og ekki er útlit fyr- ir neitt ferðaveður á fjallvegum. Á morgun er hins vegar útlit fyrir hæg- ari vind vestanlands og slyddu. -J.Mar Jóhann Einvarðsson, formaður utanríkismálanefndar: Litháar horfa vonaraugum til Islendinga þeir líta ekki svo á að bíða þurfi með viðurkenningu „Það er ekki sjónarmið manna í málatengsl þegar samningur milh Litháen að ljúka þurfi milliríkja- Litháens ogRússlands, sem Jeltsín samningum milli Rússlands og Lit- vinnur að, lægi fyrir. Ekki náðist í háens áður en íslendingar víður- Jón Baldvin í morgun til að fá nán- kenna sjálfstæði Litháens. Þeir ari skýringar á þessu. leggja áherslu á að Ijúka sem allra Jóhann Einvarðsson sagði að fyrst samningum við íslendinga,“ þingmannanefndin, sem var í Lát- sagði Jóhann Einvarðsson, for- háen um helgina, hefði orðið þess maður utanríkismálanefndar Al- greinilega vör að Litháar horfðu þingis, i samtali við DV í morgun. vonaraugum til okkar íslendinga. Jón Baldvin Hannibalsson utan- „Við hittum mikinn íjölda manna ríkisráðherra segir í blaðaviðtali í í feröinni. Allir sem við híttum dag að hann hafi gert Litháum vissu nákvæmlega um afskipti ís- grein fyrir því að íslendingar reki lendinga af málum þar eystra. Og þetta mál á þjóðréttarlegum grund- allar móttökur og viðmót sýndi að velli. Hann segist hafa gert þeim þeirvoruaötakaámótivinumsem grein fyrir því að íslendingar miklar vonir eru bundnar við. Síð- myndu skoða það vandlega að taka asta kvöldið, sem við vorum þarna, upp formlegar viðræður um stjórn- var haldinn mjög stór fréttamanna- fundur þar sem meðal annarra fréttamenn frá heimspressunni voru mættir," sagði Jóhann. Hann sagði að þingmannanefnd- in heföi ekki gengið frá einu né neinu. Aftur á móti heföi skilaboð- um um að koma á samskiptum milli þjóðþinganna verið komið á framfæri. „Við buðum þeim að senda þing- mannanefnd til íslands til að ganga frá málunum þegar þeim hentaði. Eins afhentum við bréf frá Hand- knattleikssambandi íslands um viðurkenningu á Handknattleiks- sambandi Litháens. Ferðin Öll var mikil lífsreynsla fyrir okkur ís- lendingana, hreint ógleymanleg,“ sagði Jóhann Einvarðsson. -S.dór „Þegar ég kom frá vinnu í Álverinu í Straumsvík í morgun óð ég heim að húsinu minu og náði vatnið mér upp á mið læri. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Húsin hér eru umflotin vatni og það flæðir inn í þau,“ sagði Sigurgeir Marteinsson, íbúi við Einiberg 23 í Hafnarfirði, í morgun. Mikil flóð voru við Einiberg og Furuberg í Setbergslandinu í morgun eftir að stíflan upp við Urriðakotsvatn brast og lækir sem renna úr vatninu í gegnum Setbergslandið flæddu yfir bakka sína. DV-mynd S Veðrið á morgun: Rigning, snjókoma og slydda A morgun verða líklega hæg- fara skil yfir vestanverðu landinu. Austan þeirra verður hvöss sunnanátt og mjög hlýtt en mun hægari vindur, breytileg átt og kaldara vestan þeirra. Um landið sunnanvert verður rign- ing, líklega snjókoma eða slydda vestanlands en bjart veður norð- austantil á landinu. Hitinn verð- ur 0-9 stig, kaldast á Vestfjörðum en heitast á norðanverðu Aust- urlandi. Líkið við Faxamarkað: Talið vera af Færeyingi r i i i i i i Líkið, sem fannst illa brennt við Faxamarkað á fóstudagskvöld, er tal- ið vera af rúmlega þrítugum Færey- ingi. Hann var ekki búsettur hér á landi en er talinn hafa haft viðkomu í Reykjavík er hann var á leið til Færeyja frá Grænlandi. Færeyska flutningaskipið Rókur lá við Miðbakkann hjá Tollstöðvar- byggingunni þegar maðurinn fannst illa brenndur við Faxamarkað á fostudagskvöld. Rókur lét úr höfn í Reykjavík síðdegis á laugardag og er talið hugsanlegt að maðurinn hafi verið í heimsókn um borð í skipinu á föstudag. Ekki tókst að fá upplýs- ingar um það hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í morgun hvort tahð væri að maðurinn hefði látist af slys- förum þegar hann hefði lagt eld að bensíni eða af öðrum orsökum. -ÓT1 Björgunarsveitarmenn: Fundujeppa- A fólkáKili f Björgunarsveitarmenn frá Selfossi fundu í gær tvenn hjón sem höfðu látið fyrirberast í tveimur jeppum við Bláfell á Kili í óveðrinu um helg- ina. Fólkiö lagði af stað á laugardag. Þegar ekkert spurðist til fjórmenn- inganna í gærmorgun var leit hafin. Fólkið fannst heilt á húfi en annar jeppinn hafði bilað. -ÓTT i i 190 bíða eftirflugi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: Óveðrið hefur sett strik í reikning- inn hjá þeim sem hafa ætlað að ferð- ast innanlands undanfarna daga og í morgun biðu t.d. 190 manns eftir þvi að komast til Reykjavíkur með Flugleiðum. Ekki hefur verið flogið síðan á laugardag. í nótt og í morgun var hávaðarok á Akureyri. i i Eldurítimb- á urhúsi Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Síðdegis í gær kom upp eldur í gömlu timburhúsi, byggðu 1934. Eld urinn kom upp í herbergi á efri hæð hússins og varð talsvert tjón af völd um elds, reyks og vatns. Enginn var heima þegar eldurinn kom upp og eldsupptök eru ókunn. i i > C 72177 \ SMIÐJUKAFFI SmOAI FRÍTT HF/M OPNUM KL. 18VIRKADAGA OG KL. 12 UM HELGAR i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.