Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. 13 Fréttir Sigurður Sigurjónsson fær tilnefn- ingu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ryð. Guðjón Petersen og Hafliði Arn- grímsson eru tilnefndir fyrir leik- stjórnarvinnu, einkum i sýningu Nemendaleikhússins á Óþelló. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdótt- ir er tilnefnd fyrir leikrit sitt, Ég er meistarinn. VETRARTILBOÐ HAFIÐ SAMBAND í SÍMA 91 -61 -44-00 BÍLALEIGA ARNARFLUGS Menningarverölaun D V: Tilnef ningar til leiklistarverðlauna Eins og endranær voru störf leiklist- amefndar einkar ánægjuleg þegar riflaðar voru upp leiksýningar ársins 1990 og framlag þeirra fjölmörgu listamanna sem þar komu við sögu. Starfið spannar vítt svið og margar ef ekki allar listgreinar koma við sögu í leikhúsinu. Sú sérstaka sam- vinna, sem þar fer fram, á sér engan líka í öðram listgreinum og galdur leikhússins er ekki hvað síst fólginn í þessum samruna ólíkra listforma í eina órofa heild. Það setti svip á leikhúslífið á árinu að Þjóðleikhúsið, sjálft flaggskip ís- lenskrar leiklistar, var í shpp stærst- an hluta ársins og var þar óneitan- lega skarð fyrir skildi. En við því var brugðist á ýmsan hátt og þegar litið er yfir árið svona í heild vekur það sérstaka athygli að hlutur innlendr- ar leikritunar er harla góöur. Leik- félag Akureyrar sýndi eingöngu ís- lensk verk og flest verkefni Borgar- leikhússins voru líka frumflutt ís- lensk leikrit. Framlag Ríkisútvarps- ins, bæði hljóðvarps og sjónvarps, var myndarlegt og íjöldi íslenskra verka, eldri sem yngri, fluttur þar. Starfsemi atvinnuleikhópanna var ekki j afn gr óskumikil eins og oft áður og ekki ólíklegt að þar gæti þreytu vegna aðstöðuleysis og óvissu um framtíð. Tilnefningar leiklistarnefndar fyr- ir árið 1990 eru þessar: Guðjón Petersen og Hafliði Arn- grímsson eru tilnefndir fyrir leik- stjórnarvinnu, einkum í sýningu Nemendaleikhússins á Óþelló síðast- liðið vor. Þetta var sérstaklega eftir- tektarverð og lifandi útfærsla, sniðin að þeim forsendum sem þarna voru fyrir hendi. Þeir Guðjón og Hafhði unnu saman að fleiri verkefnum á árinu, t.d. Ég er hættur, farinn, í Borgarleikhúsinu, og bæði þar og í öðrum verkum þeirra má finna mjög ákveðið samhengi sem byggist á sterkum stíl óg snjöllum lausnum. En þeir sýndu líka á sér aöra hhð þegar þeir leikstýrðu ópe- runni Systur Angehcu sem sýnd var í leikhúsi Frú Emilíu í vor. Þá er Hranfhildur Hagalín Guð- mundsdóttir tilnefnd fyrir leikrit sitt, Ég er meistarinn, sem sýnt hefur veriö í vetur í Borgarleikhiísinu. Þetta verk er merkilegt framlag til íslenskrar leikritunar, mótað af mannlegu innsæi og skrifað af næmri tilfinningu fyrir eðli leik- hússins. Sýning þess sætti tíðindum í íslensku leikhúslífi og er varla of- mælt þó að sagt sé að þetta leikrit verði ánægjuleg viðmiðun þeim sem á eftir koma. Ég er meistarinn er óvenjulega glæsilegt verk og ber vott um grósku í nútímaleikritun hér á landi. Leikhópurinn, sem vann Nætur- galann, sýningu Þjóöleikhússins, upp úr ævintýri H.C. Andersen, fær tilnefningu fyrir fallega og innihalds- ríka sýningu, vönduð efnistök og það að færa ungum áhorfendum erindi listar og fagurfræði á tímum síbylju og fjöldaframleiddrar afþreyingar. Erindi sýningarinnar við samfélag- ið er brýnt, en þó er öllum predikun- um og innrætingu sleppt. Hér byggir leiklistin fyrst og fremst á sínum eig- in forsendum og framlag hópsins er til þess ætlað að byggja upp tilfinn- ingu.fyrir leikhúsinu og kynna börn- unum, áhorfendum framtíðar, hvað er list í sínu tærasta formi. Sigurður Siguijónsson leikari hlýt- ur tilnefningu fyrir leik sinn í kvik- myndinni Ryð. Túlkun hans í hlut- verki Ragga náði fágætri dýpt og bendir skýrt á mikilsvert framlag ís- lenskra leikara til kvikmyndagerðar. Sigurður kom víðar við á árinu og sýndi ótrúlega breidd í túlkun mjög ólíkra hlutverka. Má þar nefna til hlutverk hans í Endurbyggingu, eftir Havel, oghtið hlutverk líkkistusmiðs í gamansýningu Þjóðleikhússins, Örfá sæti laus. Þá fær Ríkisútvarpið, hljóðvarp- sjónvarp, tilnefningu fyrir mikils- vert framlag til leiklistar í landinu, einkum hvernig brugðist hefur verið við breyttum aðstæöum með nýjung- um og endurnýjun byggðri á hefð. Endurvaktar voru beinar útsending- ar leikrita í útvarpi, þar sem áheyr- endum var gefinn kostur á að vera viðstaddir upptöku og einnig voru hlustendur hafðir með í ráðum þegar valin voru leikrit úr safni útvarpsins til endurflutnings. Þá var í hverjum mánuði kynntur leikari mánaðarins, kynnt voru leikrit frá Suður-Amer- íku og svo mætti lengi telja. í Sjónvarpinu var líka bryddað upp á athyghsverðri nýjung þegar þrír atvinnuleikhópar fengu fijálsar hendur með vinnslu á efni upp úr þjóðsögum. Þegar upp var staðið og tilnefning- ar höföu verið ákveðnar kom sú ánægjulega staðreynd í ljós að allar tengjast þær með einum eða öðrum hætti flutningi nýrra íslenskra verka, þó að það hafi ekki verið neitt markmið nefndarmanna. Vonandi eru þetta góð tíðindi fyrir frumsköp- un í listgreininni og hvatning lista- mönnum til frekari afreka. Næstkomandi fimmtudag kemur síðan í ljós hver hinna tilnefndu hlýt- ur Menningarverðlaun DV fyrir leik- list árið 1990. -AE FJARFESTINGARFELAG ÍSIANDS HF. Aðalfundur Aðalfundur Fjárfestingarfélags Islands hf. árið 1991 verður haldinn á Hótel Holiday Inn þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 16.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til aukningar á hlutafé með útgáfu nýrra hluta um allt að 30 milljónir króna. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er sá að tryggja næga dreifingu hlutafjár samanber reglur Verð- bréfaþings íslands þar um. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á fundinum, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir fundardag. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjárfestingarfélagsins að Hafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir aðalfund og á íundardegi. Stjórnin LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! ilæ1 í Aukablað Hljómtæki DV-hljómtæki, sérstakt aukablað um hljómtæki, er fyrirhugað miðvikudaginn 27. febrúar nk. í DV-hljómtækjum er ætlunin að segja frá hljómtælg- um, sem eru á markaðinum, og skýra út fyrir lesend- um hin mismunandi gæði hljómtælga. Bent er á að auglýsingum í þetta upplýsingablað þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 21. febrúar. ATH.I Póstfaxnúmerið okkar er 27079 og auglýsingasíminn 27022. Leikhópurinn, sem vann að sýningu Næturgalans, fær tilnefningu fyrir fallega og innihaldsrika sýningu. Ríkisútvarpið hljóðvarp-sjónvarp fær tilnefningu fyrir mikilsvert fram- lag til leiklistar i landinu. Á mynd- inni, fyrir miðju, er Jón Viðar Jóns- son, leiklistarstjóri Rikisútvarpsins. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.