Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Stríðið gengur vel Gagnsókn bandamanna við Persaflóa gengur nokkuð vel, að minnsta kosti nógu vel til sigurs. Senn má búast við hernaði á landi, ef diplómötum tekst ekki að breyta hernaðarsigri í stjórnmálaósigur. Eina alvarlega hættan í ófriðnum er, að það bresti á með ótímabærum friði. Víða um heim er verið að reyna að fá sleginn botn í stríðið á einhvern þann hátt, að valdahópurinn í kring- um Saddam Hussein haldi stöðu sinni og geti farið að undirbúa nýtt stríð gegn nágrönnum sínum. Sovét- stjórnin er fremst í flokki þeirra, sem að þessu vinna. Tareq Aziz, utanríkisráðherra Saddams Hussein, var í Kreml í gær til að ræða undankomuleiðir. Gömul og ný reynsla segir, að orð hans binda ekki hendur Sadd- ams Hussein. Utanríkisráðherrann er valdalaus sýning- argripur, sem á að slá ryki í augu útlendinga. Það væri sterkasti leikur Saddams Hussein í skák- inni að lýsa yfir skilyrðislausri brottför herja sinna frá Kúvæt. Hann getur lýst yfir sigri og farið heim. Þá vand- ast hlutur bandamanna, ef óargadýrið hggur enn í greni sínu og bíður næsta færis til að kúga nágranna sína. Vandinn felst meðal annars í, að ályktanir öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna fjalla um, að ná megi Kúvæt úr klóm Saddams Hussein. Þær íjalla ekki um, að velta eigi honum og gengi hans úr sessi í írak. En það er ein- mitt verkið, sem bandamenn mega til með að vinna. Eftir því sem stríðið dregst'á langinn, aukast friðar- möguleikar diplómata frá Sovétríkjunum og öðrum ríkj- um, sem hyggjast gera sátt við Saddam Hussein eftir stríð. Þess vegna er mikilvægt, að í tæka tíð heíjist land- hernaður bandamanna innan landamæra íraks. En herstjórar bandamanna verða að sjálfsögðu um leið að haga stríðinu á þann hátt, að hermenn banda- manna verði fyrir sem minnstu tjóni. Landhernaður leiðir til aukinnar hættu á notkun efna- og eiturvopna, nema stríðið hafi áður verið að mestu unnið úr lofti. Hingað til hefur töfin verið í lagi. ísrael hefur ekki verið flækt inn í stríðið og bandalagið milli Vesturlanda og íslamskra landa hefur ekki bilað. Aðeins íjórðungur fólks í íslömskum aðildarríkjum bandalagsins Týsir í skoðanakönnunum stuðningi við Saddam Hussein. í fyrsta skipti í hernaðarsögunni hefur loftárásum verið hagað af tillitssemi við íbúa landsins, sem árásun- um er beint að. Má heita furðulegt, hversu vel banda- mönnum hefur tekizt að koma í veg fyrir mannfall óbreyttra borgara í írak. Undantekningar eru fáar. Ekkert hefur enn komið fyrir, sem hindrar, að Vest- urlönd og framfarasinnuð ríki íslams geti unnið friðinn að loknu stríði. Mestu máli skiptir, að lýðræðissinnuð öfl nái saman yfir múrinn milli vesturs og íslams og að reynt verði að koma af stað lýðræði í írak. Síðan verða Vesturlönd í sínum hópi að koma á fót virku eftirliti og takmörkunum á vopnasölu til harð- stjóra í þriðja heiminum. Það er ófært, að Vesturlönd framleiði Frankensteina á borð við Saddam Hussein, sem síðan kostar blóðbað og morð Qár að losna við. Þessa dagana verða herstjórar bandamanna að fmna jafnvægi milli umhyggjunnar um velferð landhermanna sinna gagnvart efna- og eiturvopnum og hins hvikula almenningsálits í löndum íslams og á Vesturlöndum. Þeir þurfa fyrr en síðar að fara í stríð á landi. Bandamenn eru núna hársbreidd frá sigri í stríðinu við Persaflóa. Mikilvægt er, að sigurinn Qari ekki út í diplómatískum milhleikjum úr áhorfendapöllum. Jónas Kristjánsson Á meðfylgjandi korti sést svæði sem á að vera sem næst alveg rúið háreistum mannvirkjum. Hálendis- hundur Sumt finnst okkur eiga að vera sameign. Þingvellir eru sameign þjóöarinnar, Gullfoss er það líka. Handritin sömuleiðis og svo er um djúphita í jörðu; mikinn orkuforða. Sumir a.m.k. telja fiskimiðin og fiskinn þar sameign (en hann er það ekki). Ferðamennska er auðg- andi tekjulind. Ferðalög verða æ algengari og á það viö um ferðir útlendra manna um landið jafnt sem ferðir okkar sjálfra. Og auðvitað eru ferðaiög ekki bara tekjulind margra heldur auðga þau og hvfia andann og oftar en ekki efla þau styrk og þor. Ferðafrelsi er hluti eins konar rétt- inda sem okkur finnast sjálfsögö. Sem betur fer. Dýrmætar ferðaslóðir Mönnum finnast flest af því sem stendur hér á undan ósköp sjálf- sögð sannindi. En þá má ekki gleyma því að forsenda árangurs- ríkra ferðalaga innanlands er með- al annars greiður aðgangur að mik- Uvægum ferðaslóðum um allt land. Þær eiga að vera sameign þjóðar- innar og svoleiðis eign fylgir sú ábyrgð að varðveita ferðasvæðin eins og viö viljum helst hafa þau. Dýrmæti eignarinnar felst auðvit- að í verndun lands, gróðurs, dýra- lífs eða sögu- og jarðminja. Langflestir ferðamenn telja tíl dæmis að stór hluti miðhálendisins hafi mikið gildi vegna staðhátta þar og mannlausrar víðáttunnar; reyndar ekki aðeins mannlausrar heldur og mannvirkjasnauðrar. Nokkrir vegir og allmargir timbur- skálar eru einu mannvirkin á afar stórum svæðum. í þessu liggur verðmæti feröaslóöanna innantil í landinu; lítt snortin náttúra er að verða sjaldgæf gæði í aUtof mörg- um löndum. Fóður sem manninn vantar. Búið er að stofna þrjá þjóðgarða og friðlýsa mörg afmörkuð svæði. í heild er hér ef til viO um að ræða 15% af óbyggðum landsins. Af- gangurinn er að mestu eyðimerkur eða upprekstrarsvæði bænda; al- menningur. Tvenns konar hætta (kannski þrenns konar) Óbyggðum ferðaslóðum, merki- legu fágæti íslendinga, getur fátt ógnað. Reynslan sýnir þó að tvennt hefur komið til og valdiö hættu á spjöllum. Eitt er vegagerð. Ófá dæmi eru um vanhugsaðar jarð- ýtuferðir eða lagningu óþarfra KjaJlarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur vega. Dæmi um hið fyrra eru næg við Fjallabaksveg nyrðri. Dæmi um hið síðara er t.d. vegurinn um Öxi eystra. Ég get ekki tekið afstööu tO hug- mynda um fleiri (og heOs árs) há- lendisvegi á norðaustanverðu landinu að svo komnu máh. Annað eru línulagnir vegna nauðsynlegra raforkuvera. Þar hefur oftast tekist bærhega. Línan frá Tungnaár- svæðinu tO Hvalfiarðar er vissu- lega til lýta sums staðar en viðast hvar ekki svo mjög. Hún er tO dæmis í hvarfi frá ferðalöngum alls staðar á ÞingvaOasvæöinu uns komið er norður fyrir Skjaldbreið. Línan frá Tungnaársvæðinu suð- ur á land er því miður oftar tO vansa en hitt. Hún er reyndar ema dæmið um veruleg mistök í þessum efnum. Hvað sem kostaði átti aö leggja línuna suður mOdu vestar, niður í Landsveit. Þriðja hættan er bara hugsanleg en ekki staðreynd: Sala stórra landsvæða, sem henta til tekna af erlendum ferðamönn- um, tO útlendra fyrirtækja. Tals- menn þessa eru til. Þeir telja „stór- útveg“ í feröamálum æskilegan og vOja fá tíl þess erlenda hringa. Nóg um það. Engan hálendishund, takk Áætlanir um aö leggja háspennu- Onu frá virkjunarsvæði Fljótdals- virkjunar tii norðvesturs eru frá- leitar í þessu samhengi. Línan Ogg- ur austast um grónar lendur sem Ott freista ferðalanga, a.m.k. sums staðar, en síðan sker hún stór- brotnustu hálendisauðnir lands- ins: Undan Kverkfiöllum, við Herðubreið og Öskju og loks um jaðra Ódáðahrauns. Þarna er ekki nágrennið eitt heiOandi fyrir ferðamanninn held- ur er útsýnið bæði alfa og ómega; hreint einstök blanda af háreistum, stórum eldstöðvum, miklum jökl- um, brunahraunum og blásöndum. Hvergi hefur mannshöndin komið nærri ef frá eru taldir ruddir vega- slóðar, nokkrar vörður, brýr og fáeinir fiaOaskálar, reyndar færri þar á hvem ferkílómetra en víðast annars staðar. Það er algjörlega ónauösynlegt og óhæft að ryðja þarna slétta fleti, leggja enn einn slóðann og reisa há möstur á svæð- inu. Af því er ekki einasta vont rask heldur lýtir það landslag og útsýnið herfilega og það í sjónlínu tíl svo margra af helstu perlunum, séð af ótal ferðaslóöum akandi og gangandi fólks. Það er Landsvirkjun engin afsök- un að ekki vinnst tími til breyt- inga, að þær séu of dýrar, eða að einhveijir voni(!) að ekki verði of mikO lýti af öOu saman. Landvernd er dýr og Landsvirkjun, sem getur státað af margri landverndarað- geröinni, á að sýna gott fordæmi. Á meðfylgjandi korti sést svæöi sem á að vera sem næst alveg rúið há- reistum mannvirkjum. Klárt og kvitt. Ásamt mörgum strandsvæðum, fiörðum, innsveitum og minni há- lendissvæðum er þarna að finna gulleggið í „ferðamálageiranum" margumtalaða. Menn hafa stofnað þjóðgarö af minna tOefni. Ari Trausti Guðmundsson Það er Landsvirkjun engin afsökun að ekki vinnist tími til breytinga, að þær séu of dýrar eða að einhverjir voni(!) að ekki verði of mikil lýti af öllu saman,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.