Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Síða 23
23 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. DV Akranes: Haförn kaupir togara Siguröur Sverrisson, DV, Akxanesi: Samningar hafa tekist á milli Haf- amarins og eigenda togarans Þrastar HU 48 á Bíldudal um kaup á skipinu. Aö sögn Guðmundar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Hafarnarins, verður að líkindum gengið formlega frá kaupunum bráðlega. Þröstur HU 48 er 230 lesta togari og hefur verið gerður út frá Blöndu- ósi, aðallega á rækju. Hann hét áður Jökull SH. Togarinn er með 1300 þorskígilda kvóta. Hann veröur af- hentur fljótlega. Þar með er farsæll endi bundinn á margra mánaða leit Hafarnarmanna að togara. Guðmundur sagði í samtali við DV að koma togarans kæmi til með að breyta miklu fyrir Hafórninn. Hinn togari fyrirtækisins, Höfðavíkin, er með 2150 þorskígilda kvóta þannig að nærri lætur að um 60% kvóta- aukningu sé að ræða með kaupunum á Þresti. Skortur á afla til vinnslu hefur háð Haferninum mjög undanfarin miss- eri. Fyrirtækið hefur yfir að ráða ipjög fullkomnu fiskvinnslukerfi og getur afkastað mun meiru en það gerir í dag. Akranes: Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Þrír harðir árekstrar hafa orðið á gatnamótum Stillholts og Kirkjubrautar/Kalmansbrautar á skömmum tíma, þar af tveír eftir aö umferðarljósin - þau einu sem eru í bænum - fóru úr sam- bandi í óveðrinu á dögunum. Mikið eignatjón varð í þessum þreraur árekstrum og meiðsl urðu á fólki í tveimur tilvikum. Svanur Geirdal yíirlögreglu- þjónn sagði í samtali við DV að leiða mætti líkur að því að tveir síðari árekstrarnir hefðu ekki oröið ef umferðarljósin hefði ver- ið virk. Sagði hann ákaílega brýnt að fá þau í gagnið á ný eða í það minnsta gul blikkandi ijós sem vektu athygli ökumanna. Áður en Jjósin voru sett upp voru árekstrar tlöir á þessu horni en mjög dró úr þeim eftir það. Dómhús í Reykjavik er nú orðið að veruleika eftir að ríkið keypti Útvegsbankahúsið við Lækjartorg. Kaupverð hússins var tæpar 200 milljónir og fermetrinn kostar þvi 47.200 krónur. Með kaupum þessa hússhefur verið tryggt húsnæði undirréttar í Reykjavík en í því koma til með að verða Borgardómur, Sakadómur Reykjavíkur, Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum og að hluta til embætti borgarfógeta. Á myndinni sést Brynjólfur Bjarnason, formað- ur bankaráðs íslandsbanka, taka í hönd Óla Þ. Guðbjartssonar dómsmálaráðherra eftir að kaupsamningurinn var undirritaður. Á milli þeirra stendur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. DV-mynd S Menning Bara venjulegur, lítill strákur Atriði úr leikritinu „Halló, Einar Áskell" sem sýnt er á Litla sviði Borgarleikhússins. Bækurnar um Einar Askel eru vel þekktar og vinsælar meðal yngstu kynslóða íslendinga og þess vegna er eins og börnin hitti fyrir gamlan kunningja þessa dagana þegar þeim gefst kostur á að sjá htla leiksýningu sem byggð er á þremur sögum um strákinn þann. Frásagnaraðferð bókanna er yfirfærð á leik- sviðið og einkennist af hógværri lýsingu á ósköp venjulegum litlum snáða og hversdagsævintýr- um hans sem virðast kannske ekki stórvægileg í augum hinna fullorðnu en hitta beint í mark hjá htlu leikhúsgestunum. „Hvað er hann eiginlega gamah, þessi strák- Leiklist Auður Eydal ur?“ spurði einn lítill patti stundarhátt á sýning- unni, sem ég sá, þegar pabbi Einars Áskels kom með koppinn og fannst víst Stefán Jónsson ekk- ert of góður til þess að skreppa fram á klósett. Og gagnrýnar raddir heyrðust líka: „Á hann svo kannski að spýta á gólfið?“ sagði annar ungur áhorfandi þegar Einar Áskeh hefur gleymt að bursta tennurnar og pabbi kemur með tannburstann og vatnsglas inn að rúmi. En þeir feögar sáu við þessu og Einar Áskell spýtti bara í glasið öllum til nokkurs léttis. Já, litlu leikhúsgestirnir láta óspart til sín heyra og það er fátt sem fer fram hjá þeim. Umbúnaður sýningarinnar er einfaldur, bak- grunnur er málaður á laus tjöld og sviðsmunir, búningar og gervi eru litrík og í stíl við myndirn- ar í bókunum sem krakkarnir þekkja vel. Stefán Jónsson leikur Einar Askel og freistar þess að ná barnalegum tilburðum og hreyfing- um án þess að ýkja um of. Harpa Arnardóttir leikur Viktor og þarf á sama hátt að ná til barn- anna með því að „þykjast“ vera lítill strákur. Ekki bar á öðru en börnin vorkenndu henni af heilum hug þegar Viktor uppgötvar skrámu á hnénu á sér og Einar Áskell kemur til hjálpar. Kjartan Bjargmundsson leikur pabba Einars og einlægt samband feðganna kemur vel fram í túlkun þeirra Stefáns. Helga Þ. Stephensen er sögumaðurinn sem leiðir áhorfendur inn í sög- una og fylgir þeim allt til enda. Upphafstextinn, þegar hún býður börnin velkomin, var að vísu ekki nógu vel undirbúinn og þess vegna fór þarna forgörðum ágætt tækifæri til að kynna börnunum starfið í leikhúsinu í örstuttu máU eins og þó var ætlunin. Jóhann G. Jóhannsson lífgaði upp á sýninguna með léttum undirleik og börnin tóku sýning- unni ósköp vel og þakksamlega. Leikfélag Reykjavikur og Skólamálaráð Reykjavikur sýna á Litla sviði Borgarleikhússins: Halló, Einar Áskell Höfundur: Gunilla Bergström Leikgerð: Hans Kumlien Tónlist: Goerg Riedel Þýðing: Sigrún Árnadóttir Þýðing söngtexta: Þórarinn Hjartarson Leikmynd og búningar: Guðrún Sigriður Haraldsdóttir Lýsing: Egill örn Árnason Leikstjóri: Soffía Jakobsdóttir Fréttir Akureyri: Slökkvistöðin kostar tæpar 60 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Samníngar varðandi kaup Ak- ureyrarbæjar á fasteigninni Ár- stíg 2 eru nú á lokastigi, en þang- að mun slökkvilið bæjarins verða flutt. Kaupverö Árstígs 2 verður 57,6 milljónir króna, en inn í samn- inginn kemur einnig ákvæöi um sölu bæjarsjóðs á H-hluta í Kaup- angi við Mýrarveg en söluverð þeirrar eignar nemur 6,8 miUjón- um. Líkamsárás við Glæsibæ Maður var fluttur á slysadeild í fyrrinótt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við Glæsibæ. Árásar- mennirnir flúðu í bifreið og hafa ekki fundist. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn er slasaður. -ns Hesti misþyrmt Brotist var inn í hesthús í Faxa- bóh aðfaranótt laugardags og hesti þar misþyrmt. Talið er að hestinum hafi verið riðiö út alla nóttina og honum síðan skilað í húsið. -ns Akureyri: Hækkar i „strætó“ Gylfi Kristjánason, DV, Akureyii: Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt hækkun á fargjöldum strætisvagna bæjarins, og á hækkunin að koma til fram- kvæmda um næstu mánaðamót. Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 60 krónum í 65 krónur og barnafargjöld úr 22 í 24 krón- ur. Þá hækka 20 miða kort full- orðinna úr 900 krónum í 1.000 krónur. Samskonar kort aldraðra og öryrkja standa hinsvegar í staö og kosta áfram 450 krónur en 25 miða kort með skólaafslætti hækka úr 840 krónum í 930 krón- ur. Einhell vandaöar vörur Súluborvélar TværstærÖr, hagstætt verö Skeljungsbúðin Síðumúla 33 sími 603878 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.