Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 2
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. _____________________________________________________________________________PV Davíð Oddsson gefur kost á sér sem formaður SjálfstæðisfLokksins: Harður f ormannsslagur framundan á landsfundi „Ég haföi áöur rætt þessa niður- stööu á allmörgum ágætum fundum meö Þorsteini Pálssyni, núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Ég á ekki von á því aö þessi ákvöröun þurfi í sjálfu sér að koma mikið á óvart. Þaö hefur á liðnum árum, misserum og mánuöum, verið rætt töluvert um þaö að hlutir kynnu að skipast svo aö eftir því yrði leitað að ég gæfi kost á mér sem formaður flokksins. Á landsfundi eru allir menn í kjöri. Það veröur enginn einn einstaklingur sjáifkrafa formaður. Þó allir landsfundarfulltrúar séu sjálfkrafa í framboði þá hefur það nú tíðkast að sumir eru pínulítið meira í framboði en aörir og láta vita aö þeir munu ekki leggjast gegn því að þeir verði studdir til þeirrar for- ystu sem kosið er um,“ sagði Davíð Oddsson meðal annars á blaða- mannafundi eftir aö hann hafði til- kynnt fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík að hann gæfi kost á sér í kjöri til formanns á komandi landsfundi flokksins. Yfirlýsing Davíös kom fáum á óvart en nær öruggt var talið að hún yrði á þennan veg. Vangaveltum síð- ustu vikna er lokið og við blasir kosningabarátta milli Davíðs og Þor- steins Pálssonar um formannssætið. Þykir sýnt að þar verður ekkert gefið eftir. Davíð sagði að úr því sem komið væri hefði hann metiö stöðuna svo að réttast væri að kjósa um formann- inn, láta landsfundinn skera á hnút- inn. ítrekaði hann að ekki væri neinn málefnaiegur ágreiningur milli hans - og Þorsteins, aðéins yrði kosið um þær persónur sem landsfundarfull- trúar teldu líklegasta til að leiöa flokkinn tii sigurs í kosningum. Davíð vildi ekki spá í þá stöðu er kæmi upp ef hann tapaði kosning- unni fyrir Þorsteini, livort hann yrði áfram varaformaður. Þá vildi hann ekki spá í hvort hann héldi áfram sem borgarstjóri ef hann færi með sigur af hólmi eða um líkiegan eftir- mann sinn í því embætti. -hlh Þorsteinn Pálsson: Óbreytt forystuskipan verður staðfest „Ég átti ekki von á þessu og vissi ekkert um mögulegt framboð Davíðs fyrr en DV spurði mig um það fyrir bráöum hálfum mánuði. Ég hef fund- ið fyrir því mjög ákveðið á undan- förnum vikum að fólkið í Sjálfstæðis- flokknum hefur gert ráð fyrir að við leiddum þessa kosningabaráttu sam- an. Ég hygg að það mat sé stutt þeirri augljósu staðreynd að við höfum ver- ið í mikilli sókn og það tókst að sam- eina flokkinn og ná sáttum," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, við DV. Þorsteinn var spurður um viðbrögð sín við yfir- lýsingu Davíðs Oddssonar um að hann byði sig fram til formanns á landsfundi flokksins í mars. Þorsteinn sagði kosningu um for- mann taka mikinn tíma og orku frá sjálfstæðisfólki og þaö sæist strax að andstæðingarnir skemmtu sér. Hann sagðist finna mikinn stuðning frá flokksfólki og hinum almenna borg- ara og að hann haggaðist ekki hið minnsta þó þetta gengi yfir. - Ertu uggandi um flokkinn eftir harða kosningabaráttu um for- mannssætið?’ „Ég geri ráð fyrir að landsfundur- inn staðfesti óbreytta forystuskipan og við náum okkur aftur á strik." -hlh Daviö Oddsson tilkynnir um framboð sitt til formanns Sjálfstæöisflokksins á fréttamannafundi i gær. DV-mynd BG Slysavarnafélag íslands vlll breytingar á sjóðshappdrætti: Yfirlýsing fundar Fangavaröafélags íslands: Öhæf a að loka geðsjúka í einangrun í fangelsum - ástandið í dag er yfirvöldum til vansæmdar DV hefur borist eftirfarandi ályktun frá fundi Fangavarðafé- lags íslands sem haldinn var um helgina: í lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988 segir í 8. grein: „Fangi, sem á við andlega eða líkamlega fötlun að stríða eða þarfnast af öðr- um ástæðum sérstaks aðbúnaðar, skal afplána í því fangelsi sem upp- fyllir þau skilyröi um slíkan að- búnað.“ Ekkert fangelsi á íslandi uppfyll- ir þau skilyrði sem þarna er átt við. Það er skoðun félaga í Fanga- varðafélagi íslands að hraöa verði eins og kostur er stofnun sérstakr- ar réttargeðdeildar fyrir geðsjúka afbrotamenn. Yfirvöld hafa nú lýst því yfir að opnun slíkrar deildar sé í undirbúningi. í ljósi fyrri um- ræðna og loforöa vill félagið skora á hlutaðeigandi aðila að standa nú við orð sín og hraða verkinu sem mest. Fangavörðum er fullkunnugt um ástand þeirra einstaklinga sem þurft hefur aö vista í fangelsum landsins um lengri eða skemmri tíma, án þess að þeir hafi hlotið viðeigandi meðferð eða sérfræði- þjónustu. í nútíma þjóðfélagi, sem kennir sig við framfarir og þróun, er óhæfa að geðsjúkt fólk sé lokað inni í einangrunaklefum fangelsa, beinlínis vegna sjúkdóms síns. Það hlýtur að vera krafa okkar, sem starfa við fangelsin, að þessir skjólstæðingar okkar fái þá með- ferð og þjónustu sem þeim ber sam- kvæmt lögum. Ástandið í dag er hlutaðeigandi yfirvöldum tfl van- sæmdar. Agóðinn renni til þyrlukaupa Slysavarnafélag Islands hefur lagt til við allsherjarnefnd efri deildar Alþingis að frumvarpi um sjóðs- happdrætti, sem þar er til meðferðar, verði breytt á þann veg að allur ágóði þess happdrættis renni til þyrlu- kaupa fyrir Landhelgisgæsluna í staö 60% eins og ráð er fyrir gert í frumvarpinu. Upphaflega var gert ráð fyrir því í frumvarpinu að einungis LandSsam- band flugbjörgunarsveita og Skák- samband Islands væru aðilar að þessu sjóðshappdrætti og að þau fengju 40% af ágóða á móti 60% sem færu til þyrlukaupa. Aðrar björgun- ar- og hjálparsveitir voru ekki sáttar við það og spruttu upp deilur vegna þess. Þá var lagt til að frumvarpinu yrði breytt þannig að allir yröu með og er frumvarpið nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd. I ályktun sem Slysavarnafélag ís- lands sendi allsherjarnefnd segir að fundur stjórnar og varastjórnar,* umdæmisstjóra, varaumdæmis- stjóra og starfsmanna SVFÍ, telji miður að félagssamtök nýti sér það ástand sem er í þyrlumálum Land- helgisgæslunnar sér til fjárjöflunar. „Því telur fundurinn eðlilegt að hugsanlegar tekjur af væntanlegu sjóðshappdrætti safnkvæmt frum- varpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi gangi óskiptar til þyrlukaupa Landhelgisgæslunnar a.m.k. næstu fimm árin.“ Örlygur Hálfdánarson, forseti Slysavarnafélagsins, segir að hann telji að þessi aðferð komi til með að höfða mest til þjóðarinnar í stað þess að skipta ágóðanum á milli aðila. Guðmundur Ágústsson, formaður allsherjárnefndar, segir að tillaga Slysavarnafélagsins sé nýr flötur á málinu og sér finnist hún skynsam- leg. „Spurningin við þessa tillögu er sú hver eigi að sjá um framkvæmd happdrættisins ef allur ágóðinn á að renna til þyrlukaupa. Og önnur spurning, sem við verðum að taka afstöðu til varðandi þetta happ- drætti, er hvort leggja eigi í enn eitt happdrættið þar sem sá happdrættis- markaður sem fyrir er, er að fullu mettaður. En tillaga Slysavarnafé- lagsins kemur mér ekki á óvart því ég hef vitað lengi að félagið hefur talið þyrlukaup eitt af brýnustu hagsmunamálum björgunarsveita." Guðmundur segir að hann búist viö að frumvarpið verði afgreitt frá alls- herjarnefnd í vikunni. -ns Ósamið um sölu á loðnuhrognum: Verðhrun á Japansmarkaði „Loðnan verður ekki hæf til hrognatöku og vinnslu fyrr en á fimmtudag. Það er ekki búiö að ganga frá neinum samningum við Japani um kaup á loðnuhrognum og verður ekki gert fyrr en við sjáum hvernig vertíðin þróast. En við telj- um aö við getum selt þeim verulegt magn af hrognum. Það er heldur ekki ljóst á hvaða verði Japanir muni kaupa hrognin. Norðmenn hafa boðið þeim að kaupa kílóið af loðnuhrognum á 126 krónur. Við telj- um aö þaö hafi ekki verið ástæða hjá Norðmönnum að bjóöa svo lágt verð þar sem markaðurinn í Japan er nánast tómur en það mun skýrast á næstu dögum hvernig samið verð- ur,“ segir Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. í fyrra fengu íslendingar 144 krón- ur fyrir kílóið af hrognum og 82 krón- ur fengust fyrir kílóið af heilfrystri loðnu. „Hvað varðar sölu á heilfrystri smáloðnu þá var búið að semja við Japani um kaup á um 800 lestum en við óttumst að ekki verði hægt að framleiða upp í þá samninga því ekki hafa verið fryst nema um 100 tonn það sem af er vertíðinni.“ -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.