Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 3 mrnwm Fréttir Leikskólapláss í Hafnarfirði: Hækka um tíu prósent Gjald fyrir barn á leikskóla í Hafn- arfirði hækkaði nýlega um 10% eða úr 4.800 krónum í 5.300 krónur. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, bæjar- ritari í Hafnarfirði segir aðalástæðu þessarar hækkunar vera þá að leik- skólagjöld hafi ekki hækkað frá því í ágúst 1989. „Leikskólagjöldin hér í Hafnarfirði eru þau lægstu sem þekkjast hjá sveitarfélögum, jafnvel eftir þessa hækkun," segir Gunnar Rafn. Aðspurður um hvort ekki sé var- hugavert að hækká þessi gjöld á tím- um þjóðarsáttar sagði Gunnar að frekar ætti að spyrja stjórnmála- menn um hvað væri varhugavert og hvað ekki. „Þetta er ákvörðun bæjar- stjórnar og hún hefur auðvitað sínar ástæður.“ -ns I I I NYTT FYRIR KRAKKA A OLLUM ALDRI I BMNAMX sss siis ÍSHÖULIN KRINGLUNNI 8-12. Fordkeppnin: Skilaf restur er að renna út Kiúklungabiti, franskar og Kók. Sleikjó,blaðra oa 25% arsláttur af barnaís hjá Is hölíinni í Kringlunni. A&eins KR 465 shmox Skilafrestur í Fordkeppninni renn- ur út á fimmtudag. Þær stúlkur sem áhuga hafa á að vera með þurfa því að senda myndir ekki síðar en á fimmtudagskvöld. Myndirnar verða síðan sendar til Ford Models skrif- stofunnar í New York þar sem tíu til tólf stúlkur verða valdar í úrslit. Skýrt verður frá úrslitum um miðjan mars en sjálf keppnin fer fram í april. Sigurvegari keppninnar hér heima fer síðan til Los Angeles um miðjan júlí þar sem hún tekur þátt í keppn- inni Supermodel of the World. Þar eru keppendur um fjörutíu frá jafn mörgum löndum. Sigurvegari þeirr- ar keppni á ævintýraleg ár framund- an því hún hlýtur rúmlega tíu millj- óna króna samning við Ford Models, hundrað og fimmtíu þúsund króna Bryndís Ólafsdóttir, Fordsigurvegari 1990. demantshring frá Cartier auk ann- arra verðlauna. Þrisvar hafa stúlkur frá Norðurlöndum unnið Supermod- el of the World keppnina en hún hef- ur verið haldin árlega frá árinu 1980. -ELA Burrito, franskar og Kók. Sleikjó, blaðpa og 25% afsláttur af barnaís hjá Ishölfinni í Kringlunni. Aðeins KR 465 VEITINGASTAÐURINN & 0 mur eð --“ m- Getum afgreitt þessa bresku skemmtibáta og skútur á öllum byggingarstigum. Verð frá 2.100.000,- HELCO Borgartum 29 Reykjavik Sími 62-82-20 Loksins gátu Seyd- f irðingar rennt sér Jóhaivn Jónsson, DV, Seyðisfirði: Skíðasvæði Seyðfirðinga í Stafdal var í fyrsta sinn á þessum vetri opn- að á sunnudag. Snjóleysi hefur fram að þessu hamlað siuðaiðkun en held- ur hefur ræst úr síðustu daga. Aðsókn aö skíðasvæðinu var góð þennan fyrsta dag og mættu um 100 manns. Mikið hefur verið unnið við 3 að bæta aðstöðuna upp á síðkastið og nú er að verða lokið lagfæringum á skíðaskála sem þarna er. Á síðasta ári var tekin í notkun ný skíðalyfta sem hefur gjörbreytt allri aðsíöðu. Að sögn Bjargar Blöndal, formanns skíðadeildar Hugins, er ætlunin að vera með lyftuna opna hvern dag síð- degis og lengur um helgar. Fordkeppnin - þátttökuseði 11 Nafn:................................ Fæðingardagur og ár.................. Heimilisfang......................... Sími................................. Staða................................ Hæð.................................. Þyngd................................ Utanáskriftin er: Fordkeppnin, helgarblað DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.