Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991. 5 Aflabrögð lélegalltfrá áramótum Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Aflabrögð togara Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. hafa verið léleg allt frá áraraótum, og má að verulegu leyti rekja ástæðu þess til óhagstæðs tíðarfars. Aflinn tvo fyrstu mánuði ársins verður að sögn Einars Óskars- sonar hjá ÚA svipaður og tvo fyrstu mánuði sl. árs, en þá nam samanlagður afli þessa mánuði rúmlega 1800 tonnum. Hinsvegar rættist mjög úr eftir það, og aflinn tvöfaldaðist í mars og apríl. Útgerðarfélag Akureyringa hf. gerir út 7 togara, fimm sem eru á ísfiskveíðum og tvo sem vinna og frysta aflann um borð. Öllum afla ísfisktogaranna er landað á Akureyri til vinnslu, og greiðir félagið sjómönnum 30% heima- löndunarálag. Minnstasem- entssala i 20 ár Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Nýliðið ár var hið lélegasta undanfarin 20 ár hjá Sements- verksmiðju ríkisins hvað varðaði sementssölu. Sala á sementi dróst saman um 7000 tonn frá árinu áður, úr 117.500 tonnum í 110.500 tonn. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar, sagði i samtali við DV að aðalástæðan fyrir minni sölu væri almennur samdráttur í byggingariðnaði. Fréttir Oddsskarð: Stórbætt aðstaða f yrir skíðafólk Skíðalyfturnar tvær eru nú 1300 metrar á lengd. Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: . Unnendur skíðaíþróttarinnar á Austurlandi hafa verið svekktir það sem af er vetri vegna þess snjóleysis sem gætt hefur hér eins og víðast annars staðar á landinu. Veturinn hefur verið í mildara lagi og snjór með minnsta móti enda langvarandi suðlægar áttir með tilheyrandi hlý- indum, þannig að elstu menn muna vart annað eins. Austfirðingar hafa verið að blóta þorrann í blíðskaparveðri og hita þótt dagatahð segi að nú sé hávetur. Skíðafólk kemst hins vegar ekki á skíðin sín. Illt er til þess að vita þar sem Skíðamiðstöðin í Oddsdal hefur aldrei verið glæsilegri en einmitt nú. Sl. sumar var kostað um 16 milljón- um króna í lengingu á lyftu og bygg- ingu nýrrar lyftu. Að sögn Stefáns Pálmasonar, for- manns stjórnar Skíðamiðstöðvar- innar, var gamla lyftan lengd um 100 metra og er nú 700 metrar. Síðan var ný lyfta byggð í framhaldi af þeirri gömlu, í átt að Goðatindi, og er hún 500 metrar. Alls eru því þessar 3 lyft- ur 1.300 metrar á lengd og jókst flutn- ingsgetan við þessar kostnaðarsömu Skíðamiðstööin í Oddsdal. brey tingar frá því í fy rra úr 450 í 1.280 manns á klst. Faflhæðin úr 180 metr- um í 330 metra. Stefán sagði að til viðbótar þessu væri byrjendalyfta norðan við veg- inn, sem væri 400 metra löng og flytti hún 600 manns á klst. Þá er á svæð- inu glæsileg þjónustumiðstöð, þar sem hægt er að fá mat og drykk handa skíðamönnum og ferðafólki auk gistingar. Lokið var við fram- kvæmdirnar í byrjun nóvember sl. Svæðið var opnað 12. janúar og þá var aðsókn góð, en síðan fór snjórinn DV-myndirEmil hraðminnkandi þannig að loka varð lyftunum. Austfirðingar hafa vel kunnað að meta útiveruna og skíðaiðkunina þegar gefið hefur og sagði Stefán í því sambandi að 10 þúsund manns hafi sótt svæðið sl. vetur en þá var snjórinn að mestu eftir jól. Þrjú sveitarfélög eiga Skíðamiðstöð Austurlands, Oddskarði, það er Nes- kaupstaður 50%, Eskiijörður 30% og Reyöarfjörður 20%. Eignaraðilar hafa lagt til lyfturnar og aðrar eignir og tæki, en reksturinn hefur að öðru leyti staðið undir sér. Jersey - Ermarsundseyjan skammt undan strönd Frakklands, Bretagneskaga. * Veðursæl, fyrsta flokks gistingar, hótel, gistiheimili, ibúð- ir, góður matur, góðar baðstrendur og alltaf eitthvað að gerast. * Litið þjóðfélag með sjálfsstjórn að öllu leyti. * Yfir ein milljón ferðamanna kemur þar árlega. * Við tryggjum þér þotuflug i áætlunarflugi Flug- leiða og British Airways, sama daginn. Hægt að stansa í London á heimleið. * Verð á hótelum frá kr. 1500,- á dag. * Flug um kr. 37.000,- fram og til baka. * Fyrsta flokks sumarleyfi - upplagt að taka börnin með. * Fáið ykkur bæklinga og verðlista. Sjá Stöð 1, föstudaga. Lærið frönsku í Frakklandi: í Frakklandi bjóðum við upp á frönsku- nám fyrir útlendinga sem hafa fengist eitthvað við frönskunám áður, þ.e. eru ekki algjörir byrjendur. Eru þetta árs- skólar og hver og einn getur stundað nám sitt hversu lengi sem hann vill. Próf eru tekin að námi loknu. Skóli þessi er í Hyéres sem er smábær á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands, skammt frá Tou- lon. Við fljúgum til Parísar með Flugleiðum og síðan til Toulon, en þang- að er náð í nemendur. Hægt er einnig að fljúga til Lúxemborgar og taka þaðan lest til Hyéres en þá þarf að skipta i París. Einnig kemur til greina að fljúga til London og þaðan til Toulon. Gist er á einkaheimilum og eru allar upplýsing- ar á íslensku til reiðu ásamt verðlistum og bæklingum. - Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar, / j;endum Gnoðarvogi 44 - sími 68-62-55 / og verðlista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.