Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1991.
/
11
Utlönd
Þjóðhetjaífangelsi
Dórastóll í ísrael hefur dæmt eina af þjóðhetjum landsins á síöustu
mánuðum í 20 ára fangelsi fyrir síendurtekin bankarán. Maðurinn gat
sér frægðarorð á síðasta ári fyrir að ræna 22 banka og komast upp með
þaö þar til í síðustu tilrauninni. Maðurinn heítir Ronne Leibovitz og fór
allra sinna ferða á rauðu mótorhjóli. Hann varð frægur fyrir að geysast
um á hjólinu, stökkva inn í banka og stinga lögregluna af á flóttanum.
Leibovitz rændi aldrei miklu í einu og hann gat bent á það sér til máls-
bóta að aldreí gerði hami nokkrum manni miska á glæpaferli sínum.
Talið er að hann hafi í allt stolið um 150 þúsund doUurum en það svarar
til um 45 milljóna íslenskra króna. Leibovitz þurfti þó ekki sérstaklega á
peningunum að halda því hann var af efnuðu fólki kominn. Hann var
handtekinn í október á síðasta ári og viðurkenndi glæpi sína.
Almenningur í ísrael stóð með Leibovitz og henti gaman að lögreglunni
í tilraunum hennar til að hafa hendur í hári ræningjans. Dómstóllinn
ákvað að dæma hann til þyngstu refsingar til að koma í veg fyrir að aðr-
ir lékju sama leikinn eftir. Fjölskylda mannsins ætlar að áfrýja dóminum.
Dagblað í ísrael útnefndi Leibovitz íþróttamann ársins á síðasta ári fyrir
fæmi sína á mótorhjóli.
Todor Zhivkoz er orðinn 79 ára gamall en bar sig samt vel þegar hann
kom til réttarhaldanna í Sófíu. Simamynd Reuter
Hermenn skutu á
óbreytta borgara
Albanía:
Starfsmönnum stjórnarandstöðuflokka hafa borist hótanir eftir að Ramiz
Alia, forseti Albaníu, varð við kröfum námsmanna um meira lýðræði.
Simamynd Reuter
Skriðdrekar umkringdu stjórnar-
byggingar í Tirana, höfuðborg Alba-
níu, í gærmorgun en þeir hurfu er
líða tók á daginn. Þó mátti sjá her-
menn á götum úti. Mikil spenna var
sögð ríkja í borginni þó allt væri ró-
legt.
I gær greindi talsmaður Lýðræðis-
flokksins frá því aö óbreyttur borg-
ari hefði verið skotinn til bana og
annar særst alvarlega á sunnudags-
kvöld eftir að hermenn hefðu farið
með þá inn á hliðargötu til að kanna
skilríki þeirra. Samkvæmt opin-
berum fréttum létu fjórir lífið í átök-
um á föstudaginn milli liðsforingja
og harðlínumanna kringum herskól-
ann í Tirana. Harðlínumenn vildu
endurreisa risastóra styttu af Enver
Hoxha, fyrrum leiðtoga landsins,
sem felld var af stalli í síðustu viku.
í yfirlýsingu yfirvalda sagði að
þrjátíu manns hefðu verið hand-
teknir í kjölfar óeirðanna við her-
skólann en talsmaður Lýðræðis-
flokksins, Genc Polo, sagði að á milli
sextíu og sjötíu manns hefðu verið
handteknir. Hann kvað þá fáu er-
lendu fréttamenn sem eru í Tirana
hafa verið beðna um að yfirgefa
landið eftir að yfirvöld tjáðu þeim að
ekki væri lengur hægt að tryggja
öryggi þeirra. Polo sagði jafnframt
aö starfsmönnum Lýðræðisflokksins
og fjölskyldum þeirra hefðu borist
nafnlausar hótanir.
Hann kvaðst telja harðlínumenn
hafa kynt undir óeirðunum til að
auðvelda yfirvöldum að bæla niður
stjórnarandstööuhreyfmguna. Hann
efaðist um að hægt yrði að halda fyr-
irhugaðar fjölflokkakosningar 31.
mars næstkomandi ef ástandiö
breyttist ekki.
Reuter
Sexmenmngamir frá Birmingham:
Todor Zhivkov, fyrrum leiðtogi húlgarskra kommúnista og einvaldur
í landinu um árabil, kom fyrir rétt í gær sakaöur um fjárdrátt. Hann er
fyrsti leiðtogi kommúnisti i Austur-Evrópu sem verður að svara fyrir
dómi til saka fyrír gerðir sínar á valdastóli. Zhivkov var hrakinn frá
völdum í lok ársins 1989 eftir að hafa verið við völd í Búlgaríu í 35 ár,
Hann á yfir höföi sér dóm fyrir að hafa flutt úr landi háar fjárhæðir úr
opínberum sjóðum og keypt fyrir þýfið ýmsan munað á Vesturlöndum
handa sér og sínum mánustu.
Manníjöldi safnaðist saman fyrir utan hús hæstaréttar Búlgaríu í Sófíu
þegar Zhivkov kom til réttarins. Mannfjöldinn hrópaði að honum ókvæð-
isorð og kallaði hann morðingja. Zhivkov virtist samt hress i bragði og
ekki var að sjá sem honum væri brugðið þrátt fyrir að hann sé nær áttræð-
ur og að sögn sjúkur maður. Hann var áberandi vel klæddur og virtist
ekki láta á sig fá að vera skipað á sakamannabekk.
Ben Bella stydur Saddam
Ben Bella sést hér í mótmælagöngu með hópi námsmanna í Algeirs-
borg. Þeir voru að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af málefnum
araba. Símamynd Reuter
Ahmed Ben Bella, fyrrum leiðtogi Alsírs, er einn ákafasti stuðnings-
maður Saddams Hussein í löndum araba. Hann hefur farið til fundar við
Saddam i Bagdad og reynt að verða honum að liði á alþjóðavettvangi.
Ben Bella er þó valdalaus því honum hefur ekki tekist að fylkja Alsíring-
um að baki sér þrátt fyrir glæsta fór til heimalandíns á síðasta ári. Ben
Bella haföi þá verið aldarfjórðung í útlegð. Hann er ein helsta frelsis-
hetja lands síns eftir að hafa leitt þjóöina til sigurs gegn Frökkum í ný-
lendustríði þeirra á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar
Reuter
í stjórnmálin á ný þráttfyrir hótanir
Skemmtigarðseigandinn Bert Karlsson, sem fyrir rúmri viku sagði af
sér formennsku í nýja óánægjuflokknum í Svíþjóð vegna hótana, er nú
kominn í stjórnmálín á ný. Hann ætlar að verða aðstoðarformaður Nýs
lýðræðis, það er nýja óánægjuflokksins, en við formennskunni hefur tek-
ið greifinn Ian Wachtmeister.
Karlsson kvaðst hafa fengið svo margar stuöningsyfirlýsingar að sér
hefði fundist það rangt að draga sig í hlé. Hann taldi ekki að vikubrott-
hvarf hans hefði skaöað íloklúnn og þykist viss um aö hljóta allt að tlu
prósent fylgi í kosningunum í haust. tt
Hafa setið inni saklausir í 16 ár
Saksóknari í Bretlandi hefur boðað
að dómar yfir sex írum, sem dæmdir
voru í fangelsi fyrir 16 árum, verði
felldir úr gildi. Mennimir voru grun-
aðir um að hafa staðið fyrir sprengju-
tilræði í Birmingham haustið 1974.
Þeir voru þá taldir hryðjuverkamenn
á snærum írska lýðveldishersins og
dæmdir fyrir verknaðinn. í tilræðinu
lét 21 maður lífið og 162 særðust.
Sexmenningarnir hafa alltaf haldið
fram sakleysi sínu og ættingjar
þeirra hafa í öll þessi ár barist fyrir
að fá þá sýknaða. Saksóknari hefur
nú komist aö þeirri niðurstöðu að
sönnunargögn gegn þeim séu í meira
lagi-ótraust og að lögreglan hafi beitt
þá oíbeldi til að fá fram játningar.
Dómnum yfir mönnunum hefur
verið áfrýjað tvívegis og var mál
þeirra tekið upp að nýju þegar sann-
að þótti að lögreglan hefði beitt ólög-
legum aðferðum við rannsóknina og
falsað sönnunargögn. Stjórn írlands
Jazov, varnarmálaráðherra Sovétrikjanna, við upphaf fundar Varsjárbanda-
lagsins i Búdapest í gær þar sem undirritað var samkomulag um að leggja
bandalagið niður í marslok. simamynd Reuter
Varsjárbandalagiö:
Hernaðarsamstarfi hætt
Utanríkis- og varnarmálaráðherr-
ar Varsjárbandalagsins undirrituðu
í gær í Búdapest samkomulag um að
hætta allri hernaöarlegri samvinnu
og leggja bandalagið niður þann 31.
mars næstkomandi. Varsjárbanda-
lagið var myndað árið 1955.
Fulltrúar aðildarríkja Varsjár-
bandalagsins, Sovétríkjanna, Pól-
lands, Rúmeníu, Ungverjalands,
Búlgaríu og Tékkóslóvakíu, sam-
þykktu einnig að hittast aftur þann
1. júlí til að ræða endalok pólitísks
samstarfs rikjanna.
Tilkynnt var í Búdapest í gær að
frestað yrði fundi forsætisráðherra
Comecon, Efnahagsbandalags Aust-
ur-Evrópuríkja, sem halda átti á
morgun. Á þeim fundi átti að leysa
formlega upp bandalagið og setja á
laggirnar nýtt og sveigjanlegra. Yfir-
völd í Moskvu tilkynntu hins vegar
í gærmorgun að þau vildu meiri tíma
til undirbúnings. Ágreiningur hefur
ríkt um það meðal aðildarríkja
Comecon hvernig bandalag eigi að
koma í staðinn.
Reuter
hefur hvatt til að mál mannanna
verði tekið upp að nýju og niðurstöðu
saksóknara var fagnað á írlandi þeg-
ar hún var kunngjörð.
Búist er við að mennirnir verði
látnir lausir á næstu vikum. í Bretv
landi er jafnan talað um þá sem sex-
menningana frá Birmingham og hef-
ur mál þeirra vakið mikla athygli.
Reuter
eS\t og betri bl/asa/a„__
/bílasala garðars)
BORGARTÚN11 — 105 REYKJAVlK
SlMAR 19615 & 18085
MMC Pajero turbo dísil, grár, ek.
105.000. Verð 950.000.
Suzuki Swift '88, siifurgrár, ek. 27.
ús. V. 470.000.
Ch.
530.000.
Wagoneer LTD 1985, dökkblár, ek.
79 þús. V. 1.390.000.
Vantar bíla á staðinn