Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBÍIÚAR 1991. Fólk í fréttum Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir, leikritahöfundur og nemi í leikhúsfræðum við Sorbonne í Par- ís, hlaut að þessu sinni Menningar- verðlaun DV fyrir leikritið Ég er meistarinn, sem er frumraun höf- undarins. Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Reykjavík 30.3.1965 og ólst þar upp í foreldra- húsum auk þess sem hún dvaldi oft yflr sumartímann hjá foðurmóður í Bolungarvík á bams- og unghngsár- unum. Hún lauk stúdentsprófum frá MR 1985 og brottfararprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1986 þar sem hún lagði stund á gítamám. Þá hélt hún til Spánar og stundaöi þar framhaldsnám í gítarleik í hálft ár en lagði þá gítarinn á hilluna og sneri sér að leikritun. Hrafnhildur stundaði frönskunám við útlendingadeildina í Sorbonne í París 1989-90 og hóf síðan nám í leik- húsfræðum við Sorbonne-háskóla sl. haust. Hún hefur einkum unnið við fararstjóm á Spáni á sumrin. Leikrit Hrafnhildar var gefið út hjá Máli og menningu nú í ársbyrj- un. Fjölskylda Hálfsystir Hrafnhildar, sam- mæðra, er Kristín Ólafsdóttir, f. 1949, bókasafnsfræðingur í Reykja- vík, gift Bimi Vigni Sigurpálssyni, blaðamanni við Morgunblaðið og eiga þau tvö börn. Sigríði Hagalín Bjömsdóttur, f. 11.2.1974 ogKolbein Atla Bjömsson, f. 2.5.1979. ForeldrarHrafnhildar: Guðmund- ur Pálsson, f. 12.8.1927, d. 5.8.1987, leikari og lengi framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur, ogkona hans, Sigríður Hagalín, f. 7.12.1926, leikkona. Ætt Guðmundur var sonur Páls, sjó- manns í Bolungarvík, Sólmunds- sonar, úr Helgafellssveit, Guð- mundssonar. Móðir Páls var Guð- rún, hálfsystir Magnúsar, langafa Torfeyjar Steinsdóttur leikritaþýð- anda. Guðrún var dóttir Pálma, vinnumanns í Klukkulandi, Jóns- sonar og Ólafar Ámadóttur frá Dalshúsum. Móðir Guðmundar leikara er Ingi- björg, systir Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns. Ingibjörg er dóttir Guðfinns, b. í Hvítanesi í Ogur- hreppi, Einarssonar, hreppstjóra í Hvítanesi, bróður Helga lektors og skálds, fóður Jóns biskups og lang- afa Ragnhildar Helgadóttur alþing- ismanns og Sigurðar Líndal prófess- ors. Annar bróðir Einars var Guö- jón, afi Helga Hálfdanarsonar lyf- sala og skálds. Einar var sonur Hálf- dánar, prófasts á Eyri í Skutuls- firði, Einarssonar. Móðir Guðfinns var Kristín, systir Bergs Thorbergs landshöfðingja og Hjalta, langafa Jóhannesar Nordal seðlabanka- stjóra. Kristín var dóttir Ólafs Thor- berg, prests á Breiðabólstað í Vest- urhópi, Hjaltasonar. Móðir Ingi- bjargar var Halldóra Jóhannsdóttir frá Rein í Hegranesi í Skagafirði. Sigríður Hagaiín er dóttir Guð- mundar G. Hagahn rithöfundar, bróður Þorbjargar, móður Gísla Sig- urðssonar læknis. Guðmundur var sonur Gísla í Lokinhömrum í Arn- arfirði, bróður Odds, afa Þráins Bertelssonar. Gísli var sonur Kristj- áns, b. í Lokinhömmm, Oddssonar. Móðir Guðmundar Hagalín var Guðný Guðmundsdóttir Hagalín, b. á Mýrum í Dýrafirði, Guðmunds- sonar,dbrm.áMýmm,Brynjólfs- • sonar, hreppstjóra á Mýrum, bróður Hákonar, afa Guðmundar, afa Ólafs skólastjóra í Hafnarfirði og skáld- anna Guðmundar Inga og Halldórs frá Kirkjubóli Kristjánssona. Hákon var afi Solveigar, ömmu Gils Guð- mundssonar rithöfundar. Annar bróðir Brynjólfs var Guðmundur, faðir Margrétar, langömmu Jennu Jensdóttur rithöfundar. Hrafnhildur Hagalin Guðmundsdótt- ir. Móðir Sigríðar Hagalín er Kristín, systir Jóns, tónskálds frá Hvanná. Kristín er dóttir Jóns, alþingis- manns á Hvanná í Jökuldal, Jóns- sonar, b. í Fossdölum, Jónssonar. Móðir Kristínar var Gunnþórunn Kristjánsdóttir, b. á Hvanná, Jó- ■ hannssonar Kröyer. Afmæli Werner ívan Rasmusson Werner ívan Rasmusson lyfjafræð- ingur, Birkigrand 53, Kópavogi, er sextugur í dag. Starfsferill Wemer fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræði- deild MR1950, stundaði nám við Lyfjafræðiskóla íslands 1950-53 og verknám í Reykjavíkurapóteki 1950-53 en hann lauk exam. pharm.-prófi haustið 1953. Þá stund- aði hann nám við Danmarks Farmaceutiske Höjskole 1953-55 og lauk þaðan cand. pharm.-prófi haustið 1955. Wemer var lyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1955-56, yfir- lyíjafræöingur í Apóteki Austur- bæjar 1956-63, yfirlyfjafræðingur í Laugavegsapóteki 1963-73, fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. 1972-76 og lyfsali í Ingólfsapóteki frá 1976. Wemer var lyfjakynnir Lövens Kemiske Fabrik 1957-63, lyfjakynn- ir fyrir Schering AG1963-67, sat í stjórn Lífeyrissjóðs apótekara og lyfjafræðinga 1963-76, formaður Nordisk Farmaeutisk Union 1971-72, formaður Lyíjafræðingafé- lags íslands 1972-74, sat í stjórn Apótekarafélags Reykjavíkur frá 1977 og formaður þess frá 1978, situr í lyíjaverðlagsnefnd frá 1977, for- maður Apótekarafélags íslands 1978-81, í stjóm Lyfsölusjóðs frá stofnun 1979 og formaður stjómar Lífeyrissjóös apótekara og lyfja- fræðinga 1980-90. Wemer sat í stjórn Skátafélags Reykjavíkur og Skátasambands Reykjavíkur 1966-69, situr í stjórn Húsfélags Kringlunnar frá 1988, var forseti Rotaryklúbbs Kópavogs 1987-88, í Polio Plus nefnd Rotary- hreyfingarinnar 1986-89. Hann hef- ur verið stjómarformaður í fyrir- tækjunum Ýhr hf., Parmaco hf., Kemikaiia hf., Delta hf., Medis hf., Deiglan hf„ Staðarstaður hf„ Reyk- vísk trygging hf„ Reykvísk líftrygg- inghfi, Megahfi, Gosdrykkjaverk- smiðjan Sanitas hf. og Ortölvutækni - Tölvukaup hf. Þá situr hann í stjórn Genís hf. frá stofnun 1988 og í stjórn Reykvískrar endurtrygging- arhf. Fjölskylda Werner kvæntist 17.10.1953 Önnu Kristjönu Karlsdóttur, f. í Reykjavík 2.1.1932, en hún er dóttir Karls Guðmundssonar, sýningarstjóra í Reykjavík, og konu hans, Margrétar Tómásdóttur húsmóður. Börn Werners og Önnu eru Ólafur Ivan, f. 17.12.1957, tæknifræðingur; Anna Margrét, f. 21.8.1960, kennari, gift Hauki Svavarssyni kennara og eiga þau tvær dætur; Karl Emil, f. 24.10.1962, viðskiptafræðingur; Ing- unn Gyða, f. 30.4.1964, hjúkrunar- fræðingur, gift Óskari Gunnlaugs- syni verslunarmanni og eiga þau einn son; Steingrímur, f. 1.4.1966, lyfjafræðinemi. Bróðir Werners er Carl B. Ras- musson flugvélstjóri, búsettur í Garðabæ, kvæntur Eddu Gústafs- dóttur. Foreldrar Wemers: Ivan Hugo Rasmusson, f. 21.9.1903, d. 3.8.1977, rennismiður í Reykjavík, og kona hans, Óhna Bj amadóttir Rasmus- son, fi 8.8.1904, d. 18.4.1981, húsmóð- ir. Ætt Ivan var sonur Carls Emils Ras- musson, kjötiðnaðarmanns í Sví- þjóð og Danmörku, og Betty Henri- ette Philstrand. Werner ívan Rasmusson. Ólína var dóttir Bjarna Pétursson- ar, kennara á Þingeyri og síðar verkstjóra í Reykjavík, og Margrét- ar Egilsdóttúr húsmóður. 80 ára Guðleif Einarsdóttir, Miðtúni 6, Höfn Hornafiröi. Gestur Guðjónsson. Gestur Guójónsson Gestur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, nú til heimilis að Stangarholti 3, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Kona hans er Svava Hannesdóttir frá Keflavík. Gestur verður að heiman á af- mælisdaginn. 75 ára Sigurborg Ólafsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. 70 ára Vigfús Þráinn Bjarnason Hlíöarholti, Staðarsveit. 10 26. 60ára 40ára Engilráð Óskarsdóttir, Elin Þóra Geirsdóttir, Laufvangi 12, Hafnarfirði, Kirkjubraut 23, Akranesi. tekur á móti gestum að heimili sínu Ómar Þór Guðmundsson, áafmælisdaginneftirkl. 20.00. Vestursíðu4B,Akureyri. Erla Guðmundsdóttir, Eðvald H. Magnússon, Þorsteínsstöðum, Svarfaðardals- Garðavegi 23, Hvammstanga. hreppi. Herbjört Pótursdóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Melstað, Ytri-Torfustaðahreppi. Heiðarvegi 1, Reyðarfirði. Jón M. Benediktsson, Reykjabyggð 11, Mosfehsbæ. 50 ára Jónas Skaftason, Blöndubyggð 10, BJönduósi. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.