Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1991, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1991. Halldór Blöndal: Treysti Þorsteini „Það er í samræmi við leikreglur Sjálfstæðisflokksins að formaður sé kosinn á landsfundi og þar eru allir í kjöri. Davíð Oddsson hefur ákveðið aö gefa kost á sér og ég get ekki séð að það skaði flokkinn þó að kosið sé á milli hæfustu manna hans,“ segir Halldór Blöndal alþingismaður. „Ég treysti Þorsteini Pálssyni full- komlega sem formanni flokksins og ég hef einnig stutt Davíð Oddsson sem varaformann." -J.Mar Sturla Böðvarsson: Kom méráóvart „Þetta kom mér fyrst og fremst á . óvart. Ég mun ekki gefa upp að svo komnu máli hvem ég styð en mun fylgjast með hvernig málin þróast næstu daga. Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi barátta sé slæm fyrir flokkinn. Hún frískar upp á hlutina ef mönnum tekst að halda henni inn- an ákveðinna marka, að harkan verður ekki of mikil,“ sagði Sturla Böðvarsson bæjarstjóri, efsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. -hlh Salóme Þorkelsdóttir: Telformanneiga stuðninginn „Ég hafði gengið út frá því að þeir þyrftu ekki að fara út í slíkar kosn- ingar á þessum fundi þar sem við erum að fara út í kosningabaráttu. Þess vegna eru það mér nokkur von- brigði að hætta sé á að orkan fari meira í það að spá í hver verður kos- inn formaður í stað þess að snúa sér að málefnunum sem þarf að vinna að,“ segir Salóme Þorkelsdóttir. „Ég vil ekki gefa neinar yfirlýsing- ar um hvorn ég muni styðja en ég hef talið aö formaður sem gefur kost ' á sér hefði átt stuðninginn á þessum landsfundi." -ns EgiH Jónsson: Treysti báðum „Framboð Davíðs til formanns skapar tvísýnu um það hver verður næsti formaður flokksins og eykur eftirvæntingu um úrslit kosning- anna. Það er allt of snemmt að full- yrða um áhrif á flokkinn en það gæti orðið til þess að skaða hann. Tíminn einn verður að skera úr um það. Ég hef býsna mikið traust á báð- um þessum mönrium. Þeir eru gagn- „ heiðarlegir og ég treysti þeim hvor- um um sig til þessara verka,“ sagði Egill Jónsson. . jg LOKI Ég vil ekkert segja, og þó, eða ef til vill... Formaður Fangavarðafélagsins um ástandið í málefnum geðsjúkra: Sárt að þurft haf i að f órna mannslíf um erum „Okkur finnst afskaplega sárt að horfa upp á að þaö hafi þurft að fómá mannslífumn til að eitthvað sé gert í málum geösjúkra eins og á undanförnum dögum. Kerfið er stirt og í þessum málum hefur ríkt algjört ófremdarástand. Þegar lög- um um fangelsi og fangavist var breytt á sínum tíma var felld heim- ild úr lögum fyrir því að vista geð- sjúkt fólk i fangelsum. Staðreyndin er hins vegar sú að effcir það höfum viö aldrei haft eins mikið af slíku fólki i fangelsunum. Ég tel að það hafi ríkt algjört fár í þessum mál- um. Á Litla-Hrauni og í Hegningar- húsinu hafa verið allt að fjórir geð- sjúkir einstaklingar innan fangels- isveggjanna í einu. Þarna er lög- leysa búin að eiga sér stað. Fang- elsi eru sísta aðstaðan fyrir þetta fólk,“ sagði Jóhamies Bjarnason, formaður Fangavarðafélags ís- lands, 1 samtali við DV í gær. Fangaverðir telja viðbrögö yfir- valda i fangelsisrnálum, sérstak- lega hvað snertir geðsjúkt afbrota- fólk, hafa verið skammarleg á und- anfómum árum: „Þetta stríð sem ríkt hefur í þess- um málum á railli dóms- og heil- brigðisráðuneytisins er búið að vera okkur til háborinnar skamm- - Hafa geðlæknar verið Þrándur í götu í þessu sambandi? „Ég skal ekki segja hver það er sem hefur staðið í veginum fyrir því að geðsjúkt fólk hefur ekki fengið inni á geðdeildunum. En ein- hver er það sem getur sagt nei og þar við situr." - Telur þú ekki að ástandið muni batna með tilkomu réttargeðdeild- ar? „Jú, það hlýtur að gera það. En ástandið hefur bitnað mikið á fangavörðum og fóngum og verst er það fyrir fólkið sjálft sem fær ekki þá læknisþjónustu sem því ber. Þjónustan er alls ekki fyrir hendi imtan fangelsisveggjanna.“ - Hvert er ykkar álit á þeirri ný- legu ák vörðun að vista þrjár mann- eskjur, sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða, í gæsluvarðhaldi? „Viö horfum til þess með hryll- ingi ef mál þessa fólks á að ganga sama veg og gerst hefur undanfarin ár - að þetta fólk komi inn i fangels- in. Við sem vinnum innan fangels- iskerfisins erum orðin ákaflega vantrúuð. Menn innan ráðuney- tanna hafa gefið yfirlýsingar um að þessi mál séu að leysast, og hafa meira að segja nefnt ákveðin hús til sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur ekkert gerst, allavega ákaflega lítið. Við erum því ekki farin að trúa þeirri staö- reynd ennþá að réttargeðdeild sé að koma,“ sagði Jóhannes Bjarna- son. -ÓTT Matthías Bjamason: Það hlakkar í andstæð- ingunum „Það ræður hver og einn því hvað hann gerir í framboðsmálum fyrir flokksfund. Taflstaöa Sjálfstæðis- flokksins er góð í komandi kosning- um og ágreiningur og barátta um stöður innan Sjálfstæðisflokksins veikir hann fyrir kosningar. Það hlakkar í andstæðingunum yfir þess- um fréttum. Ég er langt frá því ánægður með að þessi átök skuli koma upp nú,“ sagði Matthías Bjarnason. ÍS Pálmi, Eggert og Friðrik: Viljaekkertsegja Fáksmenn héldu vetrarmót á laugardaginn í blíðskaparveðri. Keppt var í tveimur flokkum í tölti barna/unglinga og fullorðinsflokki svo og 150 metra skeiði. Edda Rún Ragnarsdóttir sigraði i töltkeppni barna/unglinga á vetrar- móti Fáks og situr hér gæðinginn Sörla. DV-mynd E.J. „Ég vil ekki segja neitt um skoðan- ir mínar á framboði Davíðs Oddsson- ar,“ sagði Pálmi Jónsson alþingis- maður. Sömu sögu var að segja um Friðrik Sophusson og Eggert Haukdal, þeir vildu heldur ekki tjá sig að svo stöddu. -J.Mar/hlh Veðriðámorgun: Víðast frostlaust Búist er við suðlægri átt á morgun og heldur kólnandi en þó víðast frostlaust að deginum til. Snjó- eða slydduél vestanlands og um sunnanvert landið en bjárt veður að mestu á Norður- og Norðausturlandi. > C 72177 tf SMIÐJUKAFFI SENDUM FRtTT HC/M OPNUM KL. 18 VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.