Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Page 3
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991.
3
Fréttir
mt Birgir Bjöm Sigmjónsson, hagfræðingur BHMR, um lánsflárlögin:
Ottast um sparifé bundið
í ríkisskuldabréf um
„Lánsfjárlögin taka ekki beint á
okkar samningamálum að öðru leyti
en því að í lánsfjárlögum hafa fram-
lög til Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins verið skert. Þar er verið að
stefna þeim sjóði í geigvænlegan fjár-
mögnunarvanda sem er sams konar
vandi og húsnæðiskerímu hefur ver-
ið stefnt í. Það vita allir að það er
stutt í gjaldþrot þess kerfis ef framlög
til þess eru skert áfram með þessum
hætti,“ sagði Birgir Björn Sigurjóns-
son, hagfræðingur BHMR, vegna
nýsamþykktra lansfjárlaga upp á um
25 milljarða króna.
„Á síðustu dögum þingsins hafa
verið samþykktar óhemju stórar íjár-
hæðir sem munu, ef ekki verða gerð-
ar aðrai' breytingar, leiða til verð-
bólgu og verulegrar þenslu. Ef ég
væri spariijáreigandi mundi ég óttast
að fjárfesta frekar í skuldabréfum
ríkisins. Þær ábyrgðir sem ríkið er
að takast á hendur með þessum láns-
fjárlögum og þeim milljörðum sem
fyrir eru leiða sjálfsagt til þess að
þeir hjá ríkinu segja við sparifláreig-
endur það sama og við launamenn í
BHMR: „Við borgum þetta ekki“.
Kannski kemur sá dagur að þeir
skella inn bráðabirgalögum og segjast
annaðhvort ekki borga þetta eða að
vaxtaprósentan sé 2 prósent en ekki
6 prósent eins og nú. Auk þessa er
fullt tilefni til að óttast verulegar
vaxtahækkanir sem munu koma
verulega illa við launafólk. Launafólk skerðingu og ég held að það megi
hefur tekið á sig mikla kaupmáttar- ekki við fekari röskun." -hlh
Ogmundur Jónasson, formaður BSRB:
Áhrif laganna réttlæta
ekki okurvaxtastef nuna
„Við höfum áhyggjur af halla ríkis-
sjóðs og samkvæmt lánsfjárlögum er
verið að auka hann um 1,2 milljarða
króna. Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja hefur lagt ríka áherslu á að
leita leiða til að draga úr þessum
halla en við þurfum að hyggja að því
hvernig ríkisútgjöldin eru samansett
í heild. Það sem kemur til viðbótar
með lánsflárlögum á sumt fyllilega
rétt á sér eins og margt sem áður var
inni í fjárlögum. Má þar nefna fram-
lag til aldraðra og fatlaðra. Veikleiki
þessarar umræðu er hve alhæfinga-
söm hún er. Það þarf að skoða dæm-
ið í heild sinni, bæði útgjöld, tekjur
og samsetningu þeirra. Sumt má
skera stórlega niður hjá ríkinu sem
hægt er að gera án þess að þjónusta
sé stórlega skert. Annað þarf að efla
og setja meiri fhjármuni í,“ sgði Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB.
„Það hefur verið bent réttilega á
að halli á ríkissjóði, sem fjármagnað-
ur hefur verið innanlands, hefur
áhrif á vexti. Það réttlætir hins vegar
ekki okurvaxtastefnu fjármagns-
markaðarins sem nú hleypur fagn-
andi fram til að réttlæta eigin okur-
prósentu."
-hlh
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda:
Ríkið stóð við
búvörusamninginn
„Ég er ekki búinn að sjá lánsfjár-
lögin í endanlegri mynd. Eg veit hins
vegar að það sem snýr að fyrsta
áfanga búvörusamningsins er inni í
lögunum. Ég er út af fyrir sig ánægð-
ur með að það skuli sett í lánsfjárlög-
in sem þurfti að vera til að hægt
væri að byrja á þessari aðlögun sauð-
fjárframleiðslu að innanlandsmark-
aði. Þar er ég að tala um heimild til
fjármálaráðherra til að gefa út
skuldabréf að upphæð allt að 1.700
milljónir. Ríkisvaldið stóð við það
sem gert var ráð fyrir við undirritun
búvörusamningsins, að þessi heimild
yrði veitt á lánsfjárlögum,“ sagði
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda.
- Nú eru formenn launþegahreyf-
inganna uggandi vegna 'vaxtanna
sem spáð er að hækki þegar ríkið
þarf að taka mikil lán hér innan-
lands?
„Auövitað er það slæmt ef sam-
þykkt laganna leiðir til hækkunar
vaxta. Hins vegar má segja að eftir
því sem meira fjármagn er tekiö að
láni innanlands er dregið úr þenslu.
Þannig eru bæði kostir og gallar við
þetta. Ég viðurkenni að þetta ertví-
bent en innlendar lántökur draga úr
þensluáhrifum og þensla hefur líka
áhrif á verðbólguna. Hins vegar
verður erflðara að ná niður vöxtum
þar sem þessar lántökur draga
kannski úr framboði á fjármunum."
Haukur sagði að það væri von hans
að lánsijárlögin væru innan þeirra
marka sem viðráðanleg væru.
„Hvað landbúnaðinn varðar kem-
ur ekkert af þessum fjárhagsskuld-
bindingum til greiðslu á þessu ári þó
heimildir séu til að stofna til þeirra.
Það á ekki að nota heimildina í ár
og því kemur ekki króna inn í þensl-
una á árinu. Fyrsta greiðslan er í
janúar á næsta ári og dreifist restin
á skuldabréf til fjögurra ára. Því hef-
ur heimild fjármálaráðherra til að
stofna til þessara fjárskuldbindinga
ekki áhrif á vexti eða verðbólgu á
þessu ári.“
, -hlh
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans hf., Reykjavík, árið 1991 verður
haldinn í Höfða, Hótel Loftleiðum, Reykjavík,
fimmtudaginn 4. apríl nk. og hefst kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvœðum greinar
3.03 t samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til
útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árínu 1991.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka, Krínglunni 7, dagana 2., 3. og
4. apríl nk.
Ársreikningur félagsins fyrír árið 1990,
ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum
liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir
fundinn, þurfa að hafa borist stjóm félagsins
skriflega í síðasta lagi 27. mars nk.
Reykjavík, 12. mars 1991
Stjórn Eignarhaldsfelags
Verslunarhankans hf.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ:
Hef áhyggjur af
hækkandi vaxtastigi
„Það er alveg ljóst að mikillar lán-
töku ríkisins gætir á lánamarkaði og
hefur gert. Skuldabréfasala ríkisins
hefur leitt til hærri vaxta en viö hefð-
um ella haft. Margt bendir til þess
að af sömu ástæðu verði um tölu-
verðan þrýsting að ræða á því árL
sem er tiltölulega nýbyrjað," sagði
‘Ásmundur Stefánsson, forseti' Al-
þýðusambndsins.
„Ég hef áhyggjur af því að vaxta-
stigið er illilega hátt, ekki bara vegna
þess að það kemur niður á launa-
fólki, heldur bremsar það ýmislegt
af í fyrirtækjunum jiem æskilegt
væri að færi fram. Þá á ég við að
vaxtastigið geti dregið' úr eðlilegri
uppbyggingu í fyrirtækjunum “ < -hlh
k i V i t a r
LIPUR OG ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI
* Aflmikill - bein innspýting
* Vökvastýri - rafmagnsrúður,
-læsingar og -speglar
* Lúxus innrétting
* Grindarbyggður - auðvelt að
breyta
* Eyðsla frá 81 á 100 km
Til afgreiðsiu strax.
Verð:
1.323.000,- beinskiptur.
1.406.000,- sjálfskiptur.
SUZUKI VITARA
VISTVÆNN BÍLL
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF.
SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100