Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR 21.' MARS 1991. Útlönd Connor, sonur Erics Claptons og Lory del Santo, beid bana þegar hann féll út um glugga á 53. hæð i háhýsi á Manhattan. Símamynd Reutsr Fimm ára sorvur rokkstjörnunnar Erics Clapton féll út um glugga á ibúð í háhýsi á Manhattan. Clapton býr á 53. hæð í húsinu sem alls er 60 hæðir. Lögreglan segir aö hreingemingarfólk hafi gleymt að loka glugga rétt á meðan það brá sér út úr herberginu. Sonurinn hét Connor. Hann var í íbúðinni með móður sinni, Lory Del Santo, en Clapton var á hóteli í borginni. Clapton og Del Santo hafa búiö saman frá árinu 1986 þegar hjónabandi hans og Patti Boyd lauk. Clapton er af mörgum talinn einn af fremstu gítarleikurum rokksögunnar. Enn barist á heimavígstöðvunum „Því fer fjarri að stríðinu sé lokið. Það geisar enn hér í stórborgunum þar sem fleiri menn falla á degi hvetjum en í Persafióastríðinu," er haft eftir borgarráðsmanni í Detroit í Bandaríkjunum. Tilefnið var að einn þeirra hermanna, sem fýrstir komu heim frá Persaflóanum, fannst myrt- ur utan við borgina. Morðinginn eða morðingjarnir eru enn ófundnir enda er algengt að morð i borginni upplýsist aldrei. Hermaðurinn, sem þama féll, hét Anthony Riggs og var 22 ára gamall. Hann tók bíl á leigu kvöldið fyrir morðið og ætlaði í útilegu með fjölskyld- unni. í Persaflóastríðinu var Anthony einn þeirra sem sljómuðu Patriot- gagnflaugum Bandaríkjamanna. Fyrir nokkram dögum lýsti George Bush Bandaríkjaforseti því yfir að hermennimir ættu skilið að koma heim til lands þar sem óhætt væri aö ganga á götunum. í Detroit er ástandinu lýst þannig að þar sé hættulegra aö vera á ferli að næturlagi en að berjasí viö lýðveldisverði Saddams Hussein. Fagnað með söng og eftirgjöf skulda Lech Walesa, forseta Póllands, og Danutu, konu hans, hefur verið tekið meö kostum og kynjum í Bandaríkjunum. George Bush fagnaði starl'sbróður sínum við komuna til landsins með fyrirheiti um að gefa Pólverjum eftir 70% af skuldum þeirra í Bandaríkjunum. Bush sagöi að þetta værí framlag Bandaríkjamanna til að styrkja stoðir lýðræðis i Póllandi og koma í veg fyrir að þjóðin yrði að liöa vegna gífurlegra skulda. Walesa þakkaði fyrir sig og sagði að sér sýndist bandarískt þjóðfélag til fyTirmyndar á alla lund. „Við munum hafa Bandarikin sem fyrir- mynd við uppbygginguna í Pól- Iandi,“ sagði hann. í gærkvöld að staðartíma var Walesa og förunautum hans haldin herleg veisla í Hvíta húsinu. Þar skemmti m.a. pólskættaða söngkonan Karen Akers forsetanum til heið- urs. Flutti hún lög úr söngleikjum bæði á pólsku og ensku. Lech Walesa þakkar söngkonunni Karen Akers fyrir iramlag hennar I veislunni I Hvíta húsinu I gær- kveldi. Simamynd Reuter Fengu sovéskan kafbál í trollið Sjómenn á litlum pólskum togbát urðu undrandi þegar trollið hjá þeim flaut skyndilega upp þar sem þeir vora aö veiðum á Eystrasalti. Feng- urinn reyndist vera um 90 metra langur sovéskur kafbátur. Við þessar aðstæður hafa oft orðið alvarleg slys þegar kafbátar hafa dregið litla fiski- báta í kaf. í þessu tilviki lá kafbáturínn hreyfingarlaus á hafsbotninum og kom upp á yfirborðið um leiö og trollið festist í honum. Reuter Eftirsóttur baksvipur „Ég þori varla að lita framan í nokkurn mann. Þetta er hræðilegt," segir Warren Thompson, breski hermaðurinn úr Persaflóastríðinu sem varð frægur í heimalandi sínu þegar mynd birtist af honum í sturtu. Hann var þá i herbúðum sinum í eyðimörkinni í Saudi-Arabíu. í fyrstu vissi hann ekkert um hvaða áhrif myndin hafði en því kynnt- ist móðir hans heima í Bretlandi þeim mun betur. Mörgum stúlkum þar þótti baksvipur mannsins óvenjufagur og þær báðu móðurina endilega aö láta soninn hafa samband þegar hann kæmi heim. Nú er Warren kominn heim og veit ekki hvað hann á af sér að gera því hann er orðinn stjarna í heimabæ sínum vegna baksvipsíns. Sonur Erics Claptons féll af 53. hæð Michael Jackson hefur gert samning við Sony um útgáfu á plötum og kvikmyndum. Talið er að hann hafi ráðið sig fyrir 50 til 60 miiljarða islenskra króna. Símamynd Reuter Stórviðskipti 1 bandarískum skemmtanaiðnaði: Olaf ur Jóhann ræður Michael Jackson til Sony - samningurinn metinn á 50 til 60 milljarða íslenskra króna Bandaríska útgáfufyrirtækiö Col- umbia hefur gert samning við stór- stirnið Michael Jackson um að syngja inn á hljómplötur fyrir fyrir- tækið næstu ár. Jackson á einnig að leika í kvikmyndum og sjónvarps- myndum. Columbia er í eigu jap- önsku samsteypunnar Sony. Ekki er gefið upp hvers virði samn- ingurinn er en sérfræðingar segja ótrúlegt að Jackson hafi kostað minna en einn milljarð Bandaríkja- dala. Það svarar til um 58 milljarða íslenskra króna eöa ríflega hálfra fjárlaga islenska ríkisins. Ólafur Jóhann Ólafsson er einn af aöstoðarforstjórum Sony sem stýrir Columbia og hefur útgáfumál fyrir- tækisins á sinni könnu. Reyndar fel- ur samningurinn við Jackson í sér að nokkrar deildir hjá Sony samein- ast um að dreifa efninu með honum. Þar á meöal er Sony Electroning Publishing en þar er Ólafur fram- kvæmdastjóri. Michael Schulhof, forstjóri Sony í Bandaríkjunum, kynnti samninginn í gær. Hann sagöi aö allt efni með Jackson yrði gefið út undir sérstöku vörumerki. Samningurinn kveður á um aö Jackson gefi í það minnsta út sex hljómplötur undir nýja merkinu. Á síöasta áratug söng Jackson inn á plötur sem seldust í meira en 65 millj- ónum eintaka enda er hann einn vin- sælasti dægurlagasöngvari allra tíma. Reuter Bandaríkjamenn leita að mistökum í Persaflóadeilunni: Vissum ekki hvað Saddam er vitlaus - segir Aprii Glaspie, fyrrum sendiherra í írak April Glaspie, sendiherra Banda- ríkjanna í írak fram að Persaflóa- stríði, neitar að hún hafi gefið Sadd- am Hussein það í skyn að Banda- ríkjamenn létu kyrrt liggja þótt írak- ar réöust inn í Kúvæt. Allt frá því innrásin var gerð í Kúvæt hefur Glaspie legið undir ámæli fyrir að hafa ekki gert Saddam það ljóst með skýrum orðum að Bandaríkjamenn myndu svara meö hervaldi ef írakar legðust í landvinn- inga. Glaspie átti fund með Saddam skömmu fyrir innrásina og írakar segja að hún hafi fullvissað leiðtog- ann um að Bandaríkjamenn hefðu „engan áhuga á landamæradeilum íraka og Kúvæta“ eins og þaö var orðað í skýrslu íraka frá fundinum. Glaspie kom fyrir ransóknnar- April Glaspie, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna i írak, hefur i fyrsta sinn talað um hvað gerðist siðustu dagana fyrir innrás íraka í Kúvæt. Símamynd Reuter nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings í gær og gerði þar grein fyrir máli sínu í fyrsta sinn eftir að átökin við Persaflóa hófust. Þar þvertók hún fyrir aö hafa gefiö Saddam á nokkum hátt til kynna aö Banda- ríkjamenn ætluðu að standa hjá í deilum íraka og KúvætS. „Ég sagði Saddam að við myndum verja hagsmuni okkar í Mið-Austur- löndum, styðja vini okkar þar og veija sjáifstæði þeirra,“ sagði Glaspie við yfirheyrslurnar. Hún sagði að mistök Bandaríkja- stjórnar heföu verið aö ímynda sér ekki að Saddam væri svo vitlaus aö hann teldi sig geta komist upp með að ráöast inn í Kúævt. „Við eins og allar aðrar þjóðir heims skildum ekki hvernig Saddam hugsar. Það voramistökin," sagðiGlaspie. Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.