Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Page 11
II FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Meiming Fróðleg ferðasaga Hér fyrr á árum, áöur en íslending- ar tóku að leggjast í ferðalög að nokkru ráði og Kaupmannahöfn var nafli alheimsins, þótti fengur að öllum ferðasögum landans ef hann fór eitthvað lengra en til Dan- merkur. Margar slíkar ferðasögur eru frægar. Nú eru íslendingar orðnir ferðaglaðir og fjöldi þeirra ferðast um heiminn þveran og endilangan. Ekki þykir lengur tíð- indum sæta þótt skrifuö sé feröa- saga. Og þó. Undanfari Persaflóastríðsins Því verður ekki á móti mælt að það er fengur í feröasögu Jóhönnu Kristjónsdóttur, Flugleiðin til Bagdad, sem kom út fyrir skömmu. Af ýmsum ástæðum hafa íslend- ingar hvað minnst ferðast um þann heimshluta sem Jóhanna íjallar um í bók sinni. Hún hefur haldið upp á þetta landssvæði, ferðast þangað oft á liðnum árum og þekk- ir því orðið æði vel til í Austurlönd- um nær. í bókinni Elugleiðin til Bagdad segir hún frá kynnum sínum af Qölmörgu fólki í löndunum við Fló- ann og víðar í arabaheiminum. í bókinni skýrir Jóhanna ýmislegt varðandi undanfara innrásarinnar í Kúvæt og Persaflóastríðsins sem fylgdi í kjölfarið. Hún segist gjarn- an velja þá leið, til að aíla sér réttra upplýsinga um ástand mála, að ræða við almenning í þessum lönd- um. Hún fer á markaðinn og ræðir við fólk. Hún spyr leigubifreiða- stjóra spjörunum úr og síðan ræðir hún við þá embættismenn sem eru í kallfæri hverju sinni. Þetta er án efa langskynsamlegasta leiðin til að fá sem réttasta mynd af gangi mála. Fróðlegur kafli um Bagdad Besti kafli bókarinnar þykir mér frásögnin af heimsókn hennar til Bagdad á síðastliðnu hausti. Lýsing hennar á ástandinu þar er bæði Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson fróðleg og skemmtilega skrifuð. Það er greinilegt af lestri bókarinn- ar aö Jóhönnu er hlýtt til fólksins í Austurlöndum nær. Hún hefur gert mikið til að skilja hugarheim og menningu þessa. Og svó virðist sem henni hafl tekist þaö, annars hefði hún aldrei getað aflað sér jafngóðra sambanda þar eystra og raun ber vitni. Leióinlegt Mogga-grobb Hún segir frá kynnum sínum og kunningsskap við einn af valda- mestu mönnum í írak, ritstjórann og skáldiö Hamid Saeed. Hann er ritstjóri stærsta dagblaðs íraks, Byltingarinnar. Þegar óskir bárust í gegnum sænska sendiráðið í írak um að láta Gísla Sigurðsson lausan fékk ■ Jóhanna skeyti um aö hún hefði fengið vegabréfsáritun til íraks. Það var að sjálfsögðu í gegnum rit- stjórann, Hamid Saeed. Jóhanna var eina manneskjan sem hann þekkti á íslandi og Hussein íraks- forseti vildi að sendimaður kæmi frá öllum þeim löndum sem áttu gísla í írak á þessum tíma. Því var sent eftir Jóhönnu. Þaö er því heldur leiðinlegt að blanda þessu eitthvað saman við Mogga-grobb eins og Jóhanna gerir á bls. 172. Hún var að vonum hissa þegar hún fékk skeyti um að hún hefði fengið vegabréfsáritun til ír- aks sem hún hafði ekki beðið um. Þá lætur hún vinnufélaga sinn segja: „Veistu hvað ég held?“ sagði hann. „Þeir ætla að leyfa Gísla að fara ef þú kemur. Þeir átta sig á að Morgunblaðið er á við mörg ráðuneyti annars staðar.“ Skrítin þula að tarna. Með fullri virðingu fyrir Mogganum leyfl ég mér að efast um að nokkur maður í írak, nema ritstjórinn, kunningi Jóhönnu, hafi hugmynd um að þetta annars ágæta blað sé til. En hann vissi hvar hún var og lét senda skeytið til hennar. Enda var hún eina manneskjan á íslandi sem hann þekkti. Svona leiðinda Mogga-grobb kemur fyrir á öðrum stað í bókinni og .er lýti á annars fróðlegri og skemmtilegri ferða- sögu. í kapphlaupi við stríðið Ég þykist þess fullviss að ef Jó- hanna hefði haft lengri tíma til að skrifa þessa bók hefði hún orðið enn fróðlegri og skemmtilegri. Jó- hanna hefur greinilega verið í mik- illi tímaþröng viö að koma bókinni út áður en Persaflóastríðinu lauk. Það tókst næstum því. Jóhanna Kristjónsdóttir Flugleiðin til Bagdad 208 bls. Almenna bókafélagið 1991 Jóhanna Kristjónsdóttir. Brennsluofnar fyrir postulín, keramik o.fl. Verð frá kr. 47.600 stgr. Listasmidjnn Norðurbraut41, Hafnarf. símar 91 -652105 og 91-53170 V © 160 WATTA HLJOMTÆKJA SAMSTÆÐA Geislaspilari Fjarstýring Stafrænt útvarp Tvöfalt kassettutæki Plötuspilari Tónjafnari 2 djúpbassa hátalarar VÖNDUÐ VERSLUN FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 SERTILBOÐ 39.950.- sigr. (ÁN GEISLASPILARA 26.495,- stgr.) Afborgunarskilmálar HUGSAÐU UM BÆTIEFNIN — en gleymdu ehhi undirstööunni! osfóri, ýmsum B-vítamínum og gefur auk þess zink, magníum, kalíum, A-vítamín og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. ^^mjólkurdagsnefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.