Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Síða 24
32 FiSÍÍiT'Í/dÁGUIÍí21. KíA^RS 199Í!1 Memiing Skúli Sverrisson bassaleikari: Leikur í Full Circle og í eigin hljómsveit Skúli Sverrisson er hér ásamt tveimur félögum sinum í Full Circle, Karli Lundberg og Philip Hamilton. í kvöld og annað kvöld mun hljóm- sveitin Full Circle halda tónleika í Púlsinum á vegum Jazzvakningar. Full Circle er hljómsveit ungra og -tnetnaðarfullra tónlistarmanna sem vakið hefur mikla athygli allt frá því fyrsta plata hennar kom út 1988. Koma hljómsveitarinnar er mikill viðburður í djasslifi höfuðborgarinn- ar og ekki spillir fyrir að einn með- limur hennar er íslenskur í húð og hár. Skúli Sverrisson heitir hann og vakti strax á unga aldri mikla at- hygli en hann byrjaði aö leika á bassa tíu ára gamall. Eftir að hafa gert stuttan stans í popphljómsveitinni Pax Vobis fór hann í nám í FÍH-skólanum og lék einnig með tríói Guðmundar Ingólfs- sonar. Þaðan lá leið hans til Boston þar sem hann hóf nám í Berklee College of Music. Hann lauk námi þar með miklum glæsibrag, fékk meðal annars verðlaun sem besti bassanemandi skólans. Meðan á námi hans stóð lék hann með gítar- leikaranum Christian Rover og unnu þeir til fyrstu verðlauna á tónlistahá- tíð í Fíladelfíu. Vel menntaðir og þrautþjálfaðir Þeir sem leika með Skúla í Full Circle eru engir aukvisar í tónlistar- heiminum, allir þrautþjálfaðir og vei menntaöir tónlistarmenn. Fyrstan ber að telja Karl Lundberg sem er fæddur í Bandaríkjunum en hann er, eins og nafnið bendir til, af skandin- avískum ættum. Lundberg semur öll lög sveitarinnar og leikur á hijóm- borð. Hann hefur unnið til margra verðlauna fyrir tónsmíðar sínar en auk þess að semja lög Full Circle hefur hann samið stærri verk og tón- list fyrir kvikmyndir og ballett. Anders Bostrom er flautuleikari og hljómborðsleikari. Hann er sænskur og var, eins og Skúli, við nám í Berklee College í Boston. Eftir að hafa útskrifast þaðan lék hann með Gary Burton og fleiri þekktum djass- mönnum. Hann hefur verið heiðrað- ur af Down Beat (1985) og National American Music Award (1987). Philip Hamilton er aðalsöngvari Full Circle en leikur einnig á áslátt- arhljóðfæri. Hann hefur, auk þess að syngja í Full Circle, sungið og leikið með mörgum öðrum hljómsveitum. Má þar nefna Afro-fúsíon-hljómsveit Lofty Amao (þess sama og stofnaði Osibisa á sínum tíma) og Duke Ell- ington-hljómsveitinni. Auk þess að vera meðlimur í Full Circle kemur hann fram í hinu mikla tónlistapró- grammi Donalds Fagens, New York Rock and Soul Review, ásamt Phoepe Snow, Michael McDonald, Patty Austin og Bob Scaggs. Trommuleikarinn Dan Rieser gekk til liðs við Full Circle 1989. Hann fór einnig með miklum glans í gegnum Berklee College eins og Skúli og fékk mörg verðlaun. Hann hefur meðal annars leikið með Clark 'Terry og Louis Belson. Plata með eigin hljómsveit væntanleg DV náði að spjalla aðeins viö Skúla Sverrisson í gegnum síma en hann býr í New York. Rætt var við hann rétt áður en hann hélt til íslands. Skúli var fyrst spurður hvort sú tón- list, sem Full Circle léki, væri það sem honum fyndist mest spennandi: „Mér finnst margt spennandi í tón- list, meðal annars tónlist Full Circle. Ég fæst að vísu við annað meðfram þátttöku minni í Full Circle. Ég er til dæmis með eigin hljómsveit og er að fara út í það að gera plötu með því bandi. Þar er hljóðfæraskipanin öðruvísi eða bassi, trommur, gítar og söngur. Ég hef einnig verið að vinna að plötum með ýmsum öðrum hér í New York, meðal annars flink- um náunga sem heitir Peter Sherer.“ Ný plata Full Circle er Secret Stor- ies: hvernig tónlist er á henni? „Platan er að hlúta til tekin upp í Brasilíu og ber þess merki, enda brasilískir gestaleikarar á plötunni, án þess þó að hægt sé að segja að tónlistin sé suður-amerísk. í heild er Secret Stories fjölbreytt blanda af djassi, rokki, brasilískum og afrísk- um rytma.“ - Hljómsveitin kemur hingað beint frá Bandaríkjunum og þið farið áfram til Evrópu? „í þetta skiptið spilum við ein- DV-mynd BG göngu á Noröurlöndum. Við þurfum að vera komnir aftur til Bandaríkj- anna í apríl þar sem fyrirhugað er tónleikaferðalag, einkum á austur- ströndinni og eitthvað í Los Angeles, til að fylgja Secret Stories eftir. Framhald fer svo að sjálfsögðu eftir hvernig viðtökur platan fær. Hún er svo til nýkomin á markaðinn þannig að viðbrögð hafa sama og engin verið enn sem komið er en við héldum tón- leika í New York í síðustu viku og þar lékum við efni af nýju plötunni sem greinilega féll áhorfendum vel í geð.“ - Tónlistin í Púlsinum í kvöld og annað kvöld? „Hún verður aðallega af Secret Stories en einnig verða leikin lög af fyrri plötunum tveimur." Óhætt er að fullyrða að það verður mikil gæðatónlist sem flutt verður í Púlsinum. Fimmmenningarnir er allir stórgóðir tónlistarmenn og eftir að hafa heyrt í Skúla Sverrissyni á Secret Stories er óhætt að fullyrða að þar er á ferðinni mikill snillingur ásitthljóðfæri. -HK Lars Huldén. Finnskskáld lesa úreigin bókmenntum í kvöld verður dagskrá með flnnskum rithöfundum í Nor- ræna húsinu. Lars Huldén, Kjell Westö og Tapio Koivukari lesa úr skáldverkum sínum og Njörð- ur P. Njarðvík les þýðingu sína á smásögunni Jag ság drottning Sylvia gráta eftir Lars Huldén. Lars Huldén hefur skrifað ijóð og skáldsögur, samið revíur og sjón- varpsleikrit, óperutexta og hátíð- arljóð. Þá hefur hann þýtt mörg sígild verk heimsbókmeimtanna. Fyrsta bók Kjells Westö, Tango Orange, kom út 1986. Hann hlaut almenna viðurkenningu fyrir smásagnasafnið Utsla och andra noveller sem kom út 1989. Tapio Koivukari er guðfræðingur að mennt en starfar nú sem kennari viö grunnskólann á ísafirði. Hann hefur skrifað tvær skáld- sögur, Saariston samurait og Oð- innin Korppí. Dagskráin hefst kl. ! 20.30. Páskatónleikar Sinfóníunnarí Langholtskirkju Þrjú verk verða á páskatónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Langholtskirkju í kvöld. Verkin eru Hljómsveitarsvita nr. 3 eftir Bach, Fiðlukonsert nr. 1 í G dúr eftir Mozart og Síðustu orð frels- ara vors á krossinum eftir Haydn. Hljómeyki mun syngja. Ein- söngvarar eru Marta Halldórs- dóttir, sópran, Sigríður Jónsdótt- ir, mezzosópran, Þorgeir J. Andr- ésson, tenór, og Magnús Bald- vinsson, bassi. Einsöngvararnir eru flestir við nám erlendis. í ílautukonsertinum verður ein- leikari Áshildur Haraldsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Páls- son. Frumflutningur á Baldr eftir Jón Leifs: Risatónverk sem byggt er á Eddukvæðum, seinni heimsstyrjöMinni og Heklugosi Paul Zukofsky er hér ða stjórnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar og kór á æfingu á Baldri. DV-rnynd: GVA. Á pálmasunnudag mun Sinfóniu- hljómsveit æskunnar frumflytja Baldr, annað af stærstu tónverkum sem Jón Leifs samdi (Edduórator- íurnar eru sambærilegar að stærð). Það er snillingurinn Paul Zukofsky sem mun stjórna hljómsveitinni en í henni í þetta skiptið verða niutíu og þrír hljóðfæraleikarar. Þá verður kórinn, sem tekur þátt í flutningn- um, einnig mjög stór. í heild eru það hátt á annað hundrað manns sem taka þátt í þessum viðamikla flutn- ingi sem með sanni má segja að sé heimsviðburður. Eftir helgi verður svo tónverkið, sem tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í flutn- ingi, hljóðritað með útgáfu á geisla- diski í huga. Paul Zukofsky sagði á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í tilefni tón- leikanna, að fyrir um það bil fjórum árum hefði hann fengið þá hugmynd að hægt væri að flytja þetta viðam- ikla tónverk en alvöruvinna við það hófst fyrir einu og hálfu ári. Þótt Baldr sé til á nótum frá höf- undinum þá var mikið verk eftir.við allar raddsetningar og unnu þrjár manneskjur í átta mánuöi að því að gera verkið flutningshæft. Hefur aldrei verið flutt áður í formála Jóns Leifs að Baldri seg- ir: „Baldr er byggður á hugmynd sem höfundurinn var að þróa í huganum síðustu tuttugu árin, innblásinn af Eddukvæðum. Atburðir seinni heimsstyrjaldarinnar og Heklugos 1947 lögðu tfl hugmyndir í endanlegt leikrænt form verksins." Baldr er ópera án orða og fjallar um baráttu góðs og iljs eins og hún birtist í sögunni af Baldri, kristi- legustu persónu fornnorrænu goða- fræðinnar. Zukofsky segir um verk- ið: „Aö mínu áliti er hægt aö halda því fram að Baldr sé eitt hið óvenju- legasta og vissulega eitt af bestu og mest hrærandi verkum Jóns. Það er ekki eitt þessara indælu, stuttu, myndrænu „tækifærisverka“ sem hann samdi síðar. í Baldri eru tón- listarleg og leiklistarleg öfl sameinuð í þeim tilgangi að kynna umheimin- um ísland, sem stóð Jóni nærri og hvatti hann til að leggja vinnu í þessa hugmynd sem þó var svo ólíkleg til að verða að veruleika." Einstak framlag Sinfóníuhljómsveitar æskunnar Um hvers vegna Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar tekur þátt í verkefni af þessu tagi segir Zukofsky: „Eitt svar er að verkiö var til, enginn ann- ar var að vinna það, svo við gátum allt eins gert það. Einnig mætti segja að Sinfóníuhljómsveit æskunnar væri með flutningi sinum að leggja af mörkum einstakt framlag. Sú stað- reynd að tónlistin í Baldri er mjög góð og hefur aldrei heyrst á íslandi gæti enn fremur svarað þessari spurningu. Það er mikilvægt að ung- um íslenskum tónlistarnemum og almennum áheyrendum sé kynnt ís- lensk tónlist. Einnig er nauðsynlegt að þátttakendur heiðri, kunni að meta, virði og láti sér jafnvel þykja vænt um tónlist eigin lands. Aðalá- stæða þess að ég valdi þetta verk til ílutnings er hins vegar mikilvægi þess að þátttakendur kynnist manni sem vann ótrauður að hugmynd þrátt fyrir litlar líkur á því að hún yröi að veruleika." Sem fyrr segir verður Baldr flutt á sunnudaginn og eru tónleikarnir í Háskólabíói. Auk hljómsveitar og kórs kemur fram einn einsöngvari, Ólafur Kjartan Sigurðarson, og sögu- maður sem er Jóhann Sigurðarson leikari. ............................ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.