Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22, MARS1991. Fréttir Alþingi dýrt í lok þinghalds: Síðasti kvöldf undurinn kostaði sjö milljarða Síðasti kvöldfundur Alþingis var þjóðinni dýr en þá voru 26 milljarða króna lánsfjárlög þessa árs sam- þykkt. Voru samþykktar breyting- artillögur viö frumvarpið, sem reyndar hafði hækkað verulega í meðförum þingsins síðustu þrjár vikurnar, úr 12 í um 20 miOjarða. Síðasta kvöldið voru samþykktar lánsfjárheimildir og heimOdir tO rík- isábyrgöa sem nema 6.269 milljónum. í þessari upphæð er að finna heim- Odir til að taka erlend lán upp á 735 milljónir sem síðan verða endurlán- uð Fiskveiðasjóði, Síldarverksmiðj- um ríkisins, Byggðastofnun vegna rækjuverksmiðja og Lánasjóði sveit- arfélaga. Þykir óvíst hvort þetta fé skilar sér aftur. Af ríkisábyrgðum eru 1.200 millj- ónir vegna Landsvirkjunar sem greiðast aftur. 45 milljónir tO djúp- bátsins munu varla greiðast þar sem sú upphæð skoðast venjulega sem vegagerð. Þannig mun lánsfé vegna Vestmannaeyjaferju og Akranes- ferju aldrei hafa veriö endurgreitt. Undir liðnum íjárskuldbindingar er að finna skuldbindingar vegna búvörussamnings og yfirtöku lána Byggðastofnunar. Nemur sá liður 2.900 milljónum og skoðast sem ný skuld fyrir ríkissjóð. Að viðbættum þessum 6.269 millj- ónum bætist síöan milljaröur sem eykur enn á lánsfjárþörfina og halla ríkissjóðs. í fjáraukaiögum, sem ekki fengust rædd á síðustu dögum þings- ins, var reiknað með 500-600 milljóna króna sparnaði vegna aðgerða til að draga úr kostnaði við lyfjadreifingu. Óvíst er hvort sá sparnaður muni skila sér. Þá voru samþykkt lög um breytingar á tekju- og eignaskatti síð- asta kvöld þingsins sem þýða munu tekjuminnkun upp á 300-400 mOljón- ir. Með þessu hefur síðasta kvöld þingsins kostað um 7.300 mOljónir. Ríkisstjórnin hefur samþykkt fjár- veitingar af ráðstöfunarfé ríkis- stjórnarinnar upp á 50 milljónir. Af þeirri upphæð er gert ráð fyrir að sækja um 11 milljónir í frumvarp til fjáraukalaga síðar á árinu. Þá liggja fyrir aukafjárveitingar umfram fjár- lög þessa árs frá ráðuneytunum upp á 337,6 milljónir. Samkvæmt svari Þjóðhagsstofnun- ar til fjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis nemur lánsfjárþörf opin- berra aðila á innlendum márkaði um 7 prósentum af landsframleiðslu. 1990 nam lánsfjárþörfin 14,4 mOljörð- um eða 4,3 prósentum af landsfram- leiðslu. Munu lántökur opinberra aðOa nema um 65 prósentum af aukningu peningalegs sparnaðar á þessu ári samanborið við 40 prósent í fyrra. -hlh Þessi fiskur fór í götuna í gær en var strax settur i gúanó. Fiskflutningabifreiðum er skylt að vera með yfirbreiðslu og lögreglan stöðvar þá sem brjóta þá reglugerð. DV-mynd S Sáttaviðræður flugmanna og Flugleiða: Sátu hvorir í sínu herberginu og ræddust ekki við - fundur 1 dag um hvort ganga eigi til samninga Samninganefndir flugmanna og Flugleiða sátu hvor í sínu herberginu hjá ríkissáttasemjara í gær og töluð- ust ekki við, nema í gegnum Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara. Enn er verið að reyna að ná samn- ingum um það hvort ganga eigi til samningaviðræðna en samninga- nefnd flugmanna neitar enn að ræöa viö samninganefnd Flugleiða. Flug- menn segja aö á meðan aðilar VSÍ sitji í nefndinni tali þeir ekki við samninganefndina. Geir Garðars- son, formaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, segir aö afstaða þeirra hafi ekki breyst hvað þetta varðar. Guðlaugur Þorvaldsson segir að sér virðist heldur léttara vera yfir mönnum en verið hefur en hins veg- ar sé ekki hægt að segja til um hve- nær hægt veröi að halda sameigin- legan fund með samninganefndun- um. Annar fundur hefur verið boð- aður í dag hjá ríkissáttasemjara. -ns Fiskikör detta af flutningabílum: Bílarnir eiga að vera með yf irbreiðslu - lögreglan fylgist með reglugerðarbijótum fyrir hráefnið og svo fyrir ímynd ís „Þaö er að vísu ekki algengt en gerist þó að fiskikör detti af fiskflutn- ingabílum og fiskurinn fari í götuna. En ef okkur berst tilkynning um slíkt förum við á vettvang og sá fiskur sem mengast af óhreinindum dæmist óhæfur til manneldis. Hann er þá settur í gúanó eða honum eytt,“ seg- ir Gústaf Kristinsson, fulltrúi for- stöðumanns afurðadeildar Ríkis- mats sjávarafurða. Samkvæmt reglugerð eiga fisk- flutningabílar að vera með yfir- breiðslu þegar fiskur er fluttur. Gúst- af segir að misbrestur sé á að eftir þessari reglugerð sé farið. „Því miður eru til aöilar sem ekki breiða yfir bifreiðarnar en flestir standa sig þó vel. En þegar svona slys verða er það náttúrlega slæmt lensks sjávarútvegs. Lögreglan hefur hins vegar gengið til liðs viö okkur og tekið upp það vinnulag að láta okkur vita þegar þessi slys verða og eins stöðvar hún bifreiðar sem ekki eru með yfirbreiðslu,“ segir Gústaf. -ns Slysatíðni á sjó 1947-1980 áíslandi 25 700 «• * SJO- menn Á sama tíma sem 250.000 íbúum í f ust af völdum fell sjómenn lífiö viö 25 af hverjum teiminum fór- ibylja létu 700 siand. Náttúruverndarráð: í viðræðum við bandarískt listagallerí Nú standa yfir viðræður á mOli Náttúruverndarráðs og listagall- erísins Grisams Art í Arkansas í Bandaríkjunum um útgáfu á end- urprentun á málverki eftir David Maas, einn frægasta fuglamálara Ameríku, svo og útgáfu á auka- merki á bréf. Aö sögn Þórodds Þóroddssonar hjá Náttúruverndarráði er það mynd af húsöndum á flugi yfir Mývatni, sem Maas málaði á þessu ári, sem verður gefin út á eftir- prentuninni og sama mynd mun prýða aukamerkið. Eftirprentunin og aukamerkið verða einkum seld í Bandaríkjun- um og rennur ágóðinn af sölunni til umhverfismála. -J.Mar Sjómennska við Island hættuleg: Mannskæðari en fellibyljir jarðar - nýjum vindaskeytum frá fiskiskipum ætlað að bæta veðurspár A árunum 1947-1980 fórust 700 sjó- menn hér við land. Á sama tíma urðu mannskaðar af völdum allra felli- bylja í heiminum sem svarar 25 á hverja 250 þúsund íbúa jaröar. Þessar hrikalegu tölur má lesa í upplýsingum Veðurstofunnar í til- efni af veðurdeginum sem er laugar- dagurinn 23. mars. Hefur Veðurstofan aukiö mjög söfnun gagna um vindafar á fiski- miðunum í kringum landið. Tals- menn hennar segja aö þetta sé fram- lag Veöurstofunnar til átaks á vegum Sameinuðu þjóöanna á þessum ára- tug en markmið þess er aö draga úr hættu af náttúruhamförum. Um 20 skipstjórar senda vinda- skeyti klukkan 12 og 21 hvenær sem þeir eru á sjó. Slysavarnafélag ís- lands hefur samþykkt aö þessum upplýsingum sé bætt viö skeytin sem send eru Tilkynningaskyldunni. Skipin sem taka þátt í þessari gagna- söfnun eru sérstaklega valin svo þau dreifist jafnt í kringum landið. Skip- stjórar hafa sýnt þessari gagnasöfn- un um vindafar mikinn áhuga og taka enga greiðslu fyrir. Segja Veðurstofumenn að sjómenn viti það manna best aö vindur er oft annar á sjó en landi. Þó ekki sé hvasst við ströndina geti verið harð- ur strengur til hafsins. „Spár um vind á miðunum eru ein- hvetjar þær þýðingarmestu sem Veðurstofan sendir frá sér því að iðu- lega eru 500-1000 skip með þúsund- um sjómanna á sjó samtimis. Vonast er til að þessi nýju skeyti verði til að gera næstu veðurspá á eftir ná- kvæmari en auk þess ættu þau að auka þekkingu veðurfræðinga á al- mennu samhengi milli vindanna á sjónum og á landstöövum," segja veðurfræðingar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.