Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. Viðskipti Sigurður Helgason, stjómarformaður Flugleiða: Tekist hef ur að snúa af braut rekstrartaps laður f miHjónum króna á meðalverðlagi 1990 1500 Eftir stöðugt tap af reglulegri starfsemi á árunum 1987,1988 og 1989, sneru Flugleiðir vörn í sókn á síðasta ári. Hagnaður eftir skatta og sölu eigna varð hins vegar á árunum 1987 og 1988. Sigurður Helgason, stjórnarform- aður Flugleiða, sagði á aðalfundi Flugleiða í gær á Hótel Loftleiðum, að flest benti nú til að tekist hefði að snúa fyrirtækinu af braut rekstr- artaps. Á síðasta ári varð í fyrsta sinn í fjögur ár hagnaður af rekstri félags- ins. Þessi hagnaður af reglubundinni starfsemi nam í fyrra um 362 milljón- um en árið áður, 1989, var tap af reglubundinni starfsemi upp á um 543 milljónir króna, reiknað á sama verðlagi, ársins 1990. Fleiri farþegar, hærri meðal- fargjöld, minni kostnaður Þetta eru ótrúleg umskipti á rekstri á einu ári. Skýringar Sigurðar Helga- sonar stjórnarformanns voru þessar: „Ástæðurnar eru meðal annars fleiri ferðamenn, hærri meðalfargjöld og lægri kostnaður vegna hagkvæmari rekstrar nýja flugflotans í milli- landaflugi." Þrátt fyrir rekstrartap áranna 1987, 1988 og 1989 hefur á sama tíma mátt sjá hagnað af félaginu eftir skatta og sölu eigna. Þetta var sérstaklega áberandi árið 1988 þegar félagið var rekið með tapi en stórhagnaöur varð af sölu flugvéla. Á sama tíma hefur hins vegar mátt sjá hagnað eftir skatta hjá fyrirtæk- inu. Hann hefur fyrst og fremst staf- að af hagnaði á sölu flugvéla. Eldsneytissparnaður nýju vélanna er mikill Fram kom í ræðu Sigurðar Helga- sonar forstjóra að hann teldi elds- neytissparnað vegna nýju vélanna í millilandafluginu meginskýringuna á umskiptunum í rekstri félagsins ásamt nýjum mörkuðum og bættri ímynd vegna nýju vélanna. Félagið fékk flugleiðina til Amst- erdam og þá varð veruleg aukning á hátekjufarþegum frá Norðurlöndum og svæðinu í kringum Lúxemborg. „Tekjur félagsins jukust á síðasta ári um 6 prósent en á sama tíma minnk- uðu gjöld þess um 2 prósent.“ Flugleiðin Norðurlönd- Ísland-Bandaríkin Sigurður forstjóri sagði ennfremur að hann teldi helsta vaxtarbrodd Flugleiða á næstu árum hggja í flugi á hátekjufarþegum frá Norðurlönd- um og Lúxemborg um ísland á leið vestur til Bandaríkjanna. í fyrra hóf félagið að fljúga á milli Stokkhólms í Svíþjóð og Baltimore í Bandaríkjun- um. Hann sagði ennfremur að mikill gengishagnaður Flugleiða á síðasta ári vegna lækkun dollarans kæmi að htlu leyti við sögu í reikningum fé- lagsins vegna þeirra reikningsskila sem félagið notar. Aðeins um 33 prósent farþegatekna koma nú úr Atlantshafsflugi Flug- leiða en fyrir nokkrum árum komu um 70 prósent tekna úr þessu flugi. Sigurður forstjóri telur að nú sé vart hægt að ræöa frekar um Atl- antshafsflug og Evrópuflug félagsins þar sem það sé mjög samtvinnað og styðji hvort annaö. í raun ætti ein- göngu að ræða um millilandaflug. Minni áhugi erlendra á farþegaflugi til íslands Á fundinum í gær kom fram að minni áhugi er nú hjá erlendum stór- flugfélögum á íslandsflugi en áður. SAS eykur að vísu ferðum um eina á næstunni, úr tveimur í viku í þrjár, og fjórða ferðin hangir í loftinu. Þá virðist British Airways líta meira í eigin barm og huga að sam- drætti fremur en útþenslu. Mörg er- lend flugfélög hafa engu að síður rétt tif að fljúga relgubundið farþegaflug til landsins. Síðasta ár var mjög slæmt í al- þjóðlegum flugrekstri, eitt hið versta í áraraðir. Skýringin er fyrst og fremst hár eldsneytiskostnaður vegna Persaflóastríðsins og færri farþegar af ótta við hryðjuverk. Samningar við Evrópubanda- lagið eru Flugleiðum nauðsynlegir Líklegast hefur Evrópubandalagið mest áhrif á rekstur Flugleiða á næstu árum. Takist samningar á milli EFTA og Evrópubandalagsins á grunni nýrrar flugmálastefnu Evr- ópubandalagsins telur Sigurður Helgason. forstjóri að þeir muni henta félaginu vel. Kröfur verði meiri en jafnframt nýir möguleikar. Vissar hættur eru engu að síður í gangi náist engir samningar við Evr- ópubandalagið þar sem tvíhliða flug- samningar á milli landa eiga að hverfa. Þeir tvíhhðasamningar sem nú þegar eru í gildi munu hins vegar gilda áfram. Þar sem Flugleiðir eru ekki með tvíhhðasamning um flugið til Parísar og Frankfurt gæti félagið þurft að hætta að fljúga til þessara borga ná- ist engir samningar við Evrópu- Færri f erðast Færri erlendir feröamenn komu til landsins fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Áber- andi er hvaö ferðalög íslendinga minnkuðu mikiö á þessu tímabili. Sú minnkun kom öll til í seinni mánuð- inum, febrúar. Líklegt er að Persaflóastríðið hafi dregiö mest úr ferðalögum íslend- inga og útlendinga. Ótti við hryðju- verk á alþjóðlegum flugvöhum hefur þar eflaust ráðiö mestu. Árið í ferðaþjónustunni byrjaði á mjög svipuðu róli og í fyrra og var fjöldi ferðamanna svipaður í janúar bæði árin. í febrúar dró ský fyrir sólu og komu aðeins 5.674 íslendingar að ut- an á móti 7.073 í febrúar í fyrra. Sömu sögu er að segja af komu erlendra ferðamanna til landsins í febrúar. Þeim fækkaði um 500 í ár miðað við febrúar í fyrra. Bandaríkjamenn og Norðurlöndin eru sterkustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu. Bandarikjamenn voru fjölmennastir útlendinga til landsins í febrúar eða um 30 prósent allra. Bæði Svíar og Danir voru með um 14 prósent, hvorir um sig. Eng- lendingar voru um 12 prósent og Norðmenn um 8 prósent. Aðrir voru samanlagt með um 22 prósent hlut- deild. -JGH Ferðamannastraumurinn '91 Til landsins^ fyrstu tvo mánuðina B fslendingar^ □ Útlend. 13.430 12.042 1 8.929 H 8.656 D '90 '91 y Erlendirferða- menn í febrúar Bandar. [ Svíþjóð 1 14°/| Danmörkl 14°/j England Il2%l IMoregur l8°/j Aðrir Islendingar drógu snarlega úr ferðalögum til útlanda í febrúar og varð þvi veruleg fækkun á ferðum þeirra fyrstu tvo mánuðina. Viðræður EB og EFTA: Ágreiningur um upprunareglur í skýrslu utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem lögð var fram til Alþingis á dögunum um stöðu samningaviðræðna EFTA og Evrópubandalagsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES, kemur fram að enn er verulegur ágreiningur um upprunareglur framleiðsluvara. DeUt er um hversu hátt hlutfall í endanlegri vöru þurti að eiga upp- runa sinn í ríkjum evrópska efna- , hagssvæðisins til að hún njóti toll- fríöinda á svæðinu. EFTA-ríkin vilja einfalda núver- andi reglur og auka þann þátt sem má koma frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins en Evrópubanda- lagið vill ganga miklu skemur í þeim efnum. í orkumálum heldur Evrópu- bandalagiö enn fast við að samræmd- ar reglur um orkumál, einkum varð- andi níutíu daga lágmarksbirgðir eldsneytis, séu nauðsynlegar innan evrópska efnahagssvæöisins. EFTA-ríkin telja sig flest hafa tekið á sig nauðsynlegar skuldbindingar innan Alþjóðaorkustofnunarinnar og að skuldbindingar af þessu tagi séu fremur pólitískar en viðskipta- legar. ísland er ekki aðili að Aiþjóða- orkustofnuninni. Þá segir í skýrslunni að tvíhliða viðræður EFTA-ríkja við Evrópu- bandalagiö um landbúnaðinn hafi miðað skammt á veg enn sem komið er. Af hálfu íslands hafi öllum við- ræðum við Evrópubandalagið verið hafnað fyrr en jafnframt verði unnt aö ræða fiskimálin. Enginn ágreiningur mun vera uppi um að öll ákvæði samnings um evr- ópskt efnahagssvæði skuli ná til iðn- aðarvöru samkvæmt köflum 25 til 97 í tollskránni, eins og er í fríverslun- arsamningunum. -JGH bandalagið, hvorki í tvíhliða viðræð- um íslendinga við það né í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERÐTR. Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb ViSITOLUB. REIKN. 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Nema Ib 15-24 mán. 6-6,5 lb,Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.lb Gengisb. reikningar í ECU 8,1 -9 Lb.lb ÓBUNDNIR SERKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5,25-6 ib Sterlingspund 11,5-12,5 ib Vestur-þýskmörk 7,75-8 Ib Danskarkrónur 7,75-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERÐTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 18,75-19 Bb Skuldabréf 7.75-8.25 Lb AFURÐALÁN Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 8,8-9 Sp Sterlingspund 15,5-15.7 Lb.lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalaapríl 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavisitala april 580 stig Byggingavisitala apríl 181,2 stig Framfærsluvísitala mars 150,3 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,439 Einingabréf 2 2,937 Einingabréf 3 3,567 Skammtímabréf 1,822 Kjarabréf 5,332 Markbréf 2,842 Tekjubréf 2,078 Skyndibréf 1,584 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,601 Sjóðsbréf 2 1,822 Sjóðsbréf 3 1,803 Sjóðsbréf 4 1,562 Sjóðsbréf 5 1,086 Vaxtarbréf 1,8463 Valbréf 1,7185 Islandsbréf 1,128 Fjórðungsbréf 1,080 Þingbréf 1,126 Öndvegisbréf 1,115 Sýslubréf 1,135 Reiðubréf 1,104 Heimsbréf 1,042 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7,14 Eimskip 5,27 5,50 Flugleiðir 2,62 2.12 . Hampiðjan 1,80 1,88 Hlutabréfasjóðurinn 1,82 1.91 Eignfél. Iðnaðarb. 2,05 2.15 Eignfél. Alþýöub. 1.47 1,54 Skagstrendingur hf. 4,40 4,60 islandsbanki hf. 1,54 1,60 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Olíufélagið hf. 6,30 6,60 Grandi hf. 2,40 2,50 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,82 4,00 Olís 2,23 2,33 Hlutabréfasjóður ViB 0,98 1,03 Almenni hlutabréfasj. 1,03 1.07 Auðlindarbréf 0,975 1,026 islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Sildarvinnslan, Neskaup. 2,40 2,50 (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðíla, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, íb = Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkad- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.