Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 26
34 . *:(;i Æiuv. .lí. TiTJ - i i-i J .í J >. FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. Afmæli Guðjón Helgason Guöjón Helgason bóndi, nú til heim- ilis aö Ártúni 8 á Hellu, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðjón fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíö og ólst þar upp en hann stundaði síðan búskap þar með for- eldrum sínum fram til þrítugs. Guð- jón byggði nýbýlið Rauðuskriður á Markarfljótsaurum 1946 og bjó þar í tvö ár en flutti þá í Borgarfjörðinn þar sem hann bjó í Stafholti í fimm ár. Guðjón flutti að Hólum í Bisk- upstungum 1953 og bjó þar til 1958 er hann flutti að Hrauni í Gríms- nesi þar sem hann bjó í tvö ár. Þá flutti hann að Mosfelli í Grímsnesi og bjó þar í þrjú ár en flutti þá aftur á nýbýli sitt, Rauðuskriður, og bjó þar til 1983 er þau hjónin fluttu á Hellu þar sem þau hafa búið síðan. Guðjón er vel hagmæltur og á efni í margar bækur. Hann gaf út ljóða- bókina Ljóð frá liðnum árum, 1985. Þá er Guðjón söngelskur og hefur hann sungið í fjölda kirkjukóra um árabil. Fjölskylda Fyrri kona Guðjóns var Sigriður Björnsdóttir, f. 18.3.1920, d. 15.7. 1964, húsfreyja, en hún var dóttir Bjöms Guðmundssonar, b. á Rauð- nefsstöðum á Rangárvöllum, og Elínar Hjartardóttur. Börn Guðjóns og Sigríðar eru Hjörtur, f. 28.8.1943, bifreiðastjóri á Hellu, kvæntur Solveigu Stolzen- wald húsmóður og eiga þau tvö börn; Örn Helgi, f. 6.12.1945, raf- fræöingur í Reykjavík, og á hann tvær dætur; Björn, f. 15.1.1947, tré- smíðameistari og b. á Höfrum í Ása- hreppi, kvæntur Vigdísi Þorsteins- dóttur húsfreyju og eiga þau íjögur börn; Sigurveig, f. 6.7.1948, húsmóð- ir í Grindavík, gift Sigfúsi Trausta- syni sjómanni og eiga þau flmm börn. Sonur Guðjóns með Sigurveigu Ólafsdóttur er Pálmi, f. 6.6.1948, vélstjóri og farmaöur í Reykjavík. Seinni kona Guðjóns er Þóra Ágústsdóttir, f. 24.7.1932, húsfreyja, dóttir Ágústs Þórarinssonar, hrepp- stjóra á Saxhóh í Breiðuvík, og Sig- urlaugar Sigurgeirsdóttur hús- freyju. Börn Guðjóns og Þóm eru Ágústa, f. 16.6.1953, snyrtisérfræðingurá Hvolsvelli, gift Guðjóni Guðmunds- syni, kjötiðnaðarmanni og verk- stjóra í Sláturhúsinu á Hvolsvehi, og eiga þau tvö börn; Ragnheiður, f. 19.6.1954, d. 19.1.1974; Bergþór, f. 24.10.1956, starfsmaður í Slátur- húsinu á Hvolsvelli, kvæntur Olgu Guðmundsdóttur húsmóður og eiga þau eina dóttur; ísleifur Helgi, f. 23.4.1959, trésmiður á Egilsstöðum, kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur; Þorsteinn, f. 5.4.1961, b. á Rauöu- skriðum, kvæntur Ingveldi Sveins- dóttur húsfreyju og eiga þau tvo syni; Sigurgeir, f. 4.1.1968, gröfu- stjóri í Reykjavík, en unnusta hans er Ingibjörg Grétarsdóttir. Systkini Guðjóns á lífi: Svava Helgadóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Ingvari Þórðarsyni, fyrrv. vagn- stjóra og kaupmanni, og eiga þau þrjú börn, og Gunnar Helgason, ráðningarstjóriReykjavíkurborgar, kvæntur Sigríði Pálmadóttur hús- móður og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðjóns: Helgi Erlends- son, b. á Hlíðarenda í Fljótshlíð, og kona hans, Kristín Eyjólfsdóttir húsfreyja. Ætt Helgi var sonur Erlends, b. á Hlíðarenda, bróður Bóelar, langömmu Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Borgarnesi. Erlendur var sonur Erlends, b. á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Árnasonar, b. á Fitja- mýri undir Eyjafjöllum, ísleifsson- ar, b. í Ytri-Skógum, Jónssonar, lög- réttumanns í Selkoti, ísleifssonar, ættfóður Selkotsættarinnar. Móðir Erlends yngri var Bóel Eyjólfsdótt- Guðjón Helgason. ir, b. í Múlakoti, Arnbjörnssonar, b. á Kvoslæk, Eyjólfssonar, ættfóður Kvoslækjarættarinnar. Móðir Helga var Margrét Guðmundsdóttir frá Smærnavöllum í Garði. Kristín var dóttir Eyjólfs Eyjólfs- sonar, b. á Hofi í Öræfum, og Guð- laugarOddsdóttur. Guðjón verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmæliö 22. mars 80 ára Pálína Guðrún Einarsdóttir, Túngötu 28, Tálknaílrði. 70 ára Óskar Matthiasson, Hlugagötu 2, Vestmannaeyjum. 50 ára Magnús Magnússon, Möðrufelli 1, Reykjavík. Hafsteinn Rósinkarsson, Bohagötu 3, Reykjavik. Agnar Traustason, Reykjum, Ytri-Torfustaðahreppi. Guðmundur Rey nir Guðmunds- son. Kveldúlfsgötu 21, Borgarnesi. John Stephen Rastrick, Skipholti 54, Reykjavík. 40ára Hrönn Ámadóttir, Ásabraut 6, Keflavik. Benedikt Vilhjálmsson, Selási 13,Egilsstöðum. Hafsteinn Númason, Túngötu 6, Súðavík. Árni Sigurðsson, Hjai-ðarholti 9, Akranesi. Sigríður Kristín Óladóttir, Reynigrund 24, Akranesi. Tryggvi Jónasson, Stóragerði 27, Reykjavík. Katrin Svala Jensdóttir, Lyngbergi 15, Hafnarfirði. VETRARTILB0Ð HAFIÐ SAMBAND í SÍMA 91-61-44-00 BÍLALEIGA ARNARFLUGS LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! UMFERÐAR RÁÐ Ingileif Friðleifsdóttir Ingileif Friðleifsdóttir, fyrrv. matr- áðskona við Kennaraháskóla ís- lands, til heimilis að Hátúni 6, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Ingileif fæddist á Leifsstöðum við Kaplaskjólsveg í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var í Miðbæjarskólanum og stundaði síðan nám viö Kvennaskólann í Reykjavík. Á unghngsárunum var hún í þrjú sumur vinnukona hjá Agli VUhjálmssyni og konu hans og starfaði síðan um skeið í verksmiðj- unni Magna í Þingholtsstræti. Fjölskylda IngUeif giftist Svavari Kristjáns- syni, f. 24.8.1913, en hann er látinn fyrir nokkrum árum, veitinga- manni. Sambýlismaður Ingileifar er Birg- ir Guðmundsson, f. 16.7.1918, fyrrv. bryti hjá Landhelgisgæslunni. For- eldrar Birgis voru Guðmundur Ól- afsson hrl. og Sigríður Grímsdóttir húsmóðir. Börn Ingileifar og Svavars eru Garðar Svavarsson, f. 10.12.1941, matsveinn á Fáskrúðsfirði, kvænt- ur Höllu Júlíusdóttur og eiga þaú tvo syni; Hreiðar Svavarsson, f. 29.12.1943, veitingamaöur i Garöabæ, kvæntur Erlu Bjarnadótt- ur og eiga þau þrjú börn; Edda Sva- varsdóttir, f. 1.8.1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Þorsteinssyni bankastarfsmanni og á hún þrjú böm; Smári, f. 29.5.1947, d. 1957; Hulda, f. 10.7.1950, látin. Ingileif átti sjö systkini og eru sex þeirra á lífi. Systkini hennar em Friðrik Magnús Friðleifsson, f. 10.7. 1922, myndskeri í Reykjavík, nú lát- inn; Hjörleifur Rúnar Friðleifsson, f. 8.11.1923, vagnstjóri hjá SVR, bú- settur í Reykjavík; Margrét Kristín Friðleifsdóttir, f. 20.11.1924, hús- móðir í Reykjavík; Guðjón Ágúst Friðleifsson, f. 4.6.1926, bryti á rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni; Leifur Friðleifsson, f. 16.12.1929, vagnstjóri hjá SVR, búsettur í Reykjavík; Dóra Friðleifsdóttir, f. 11.12.1930, húsmóðir í Reykjavík; Franklín Friðleifur Friðleifsson, f. 8.1.1945, bifvélavirki í Reykjavík. Foreldrar Ingileifar: Friðleifur Ingvar Friðriksson, f. 25.8.1900, d. 9.3.1970, vörubifreiðastjóri í Reykja- vík, formaður Þróttar um langt skeið og formaöur Óöins, og kona hans, Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir, f. 14.10.1902, húsmóðir. Ætt Friðleifur var sonur Friðriks, sjó- manns og verkamanns í Reykjavík, lengst af á Hóli við Kaplaskjólsveg Ingileif Friöleifsdóttir. Friðrikssonar, b. og formanns á Hóli á Stokkseyri, Guðmundssonar í Gerðum Jónssonar söngs. Móðir Friðriks við Kaplaskjólsveg var Margrét Eyjólfsdóttir, á Efrahól undir Eyjaljöllum, Egilssonar. Móðir Friðleifs var Alfifa Ingileif Magnúsdóttir, frá Hóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Halldóra Kristín var dóttir Eyjólfs, á Skeggjastöðum í Jökuldal, Einars- sonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Hellulandi í Suður- sveit. Irigileif verður að heiman á af- mæhsdaginn. Leifur Þorbjömsson Leifur Þorbjörnsson bókbindari, Espigerði 2, Reykjavík, verður sjö- tugurámorgun. Starfsferill Leifur fæddist á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp við almenn sveitastörf í foreldrahúsum. Hann flutti til Reykjavikur 1941 og hóf þar störf í bókbandi hjá föður- bróður sínum, Guðjóni Guðjónssyni bókbindara, og hóf síðan nám í bók- bandi á bókbandsvinnustofu Bjarna Gestssonar í Reykjavík 1943 en nám- inu lauk hann 1947. Hann stofnaði bókbandsvinnustofuna Arnarfell ásamt Guðjóni, Jóni Kjartanssyni og Bjarna Gestssyni og rak hana að mestu einn frá 1954 og þar til hann seldi stofuna um miöjan áttunda' áratuginn. Leifur hefur síöan unnið við bókband hjá Prentsmiðju G.B. Fjölskylda Leifur kvæntist 16.6.1972 Huldu Reynhlíð Jörundsdóttur, f. 1.11. 1921, dóttur Jörundar Jóhannesson ar og Jónínu Eyleifsdóttur, en stjúp- faðir Huldu var Ingimundur Bern- harðsson. Hulda á íjögur böm frá fyrra hjónabandi og sjö bamabörn en hún missti fyrri mann sinn. Leifur átti fjögur systkini og eru þrjú þeirra á lífi. Systkini Leifs: Unnur Þorbjörnsdóttir sem nú er nýlega látin, húsmóðir í Garðinum, var gift Ingvari Jóhannessyni fisk- vinnslumanni; Engilbert Þorbjörns- son, bifreiðastjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Nansy Magnúsdóttur hús- móður; Bjöm, húsgagnabólstrari í Reykjavík, kvæntur Kristínu Vil- hjálmsdóttur húsmóður; Ingi, vöru- bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Dóru Jóhannesdóttur húsmóður. Foreldrar Leifs: Þorbjörn Guö- Leifur Þorbjörnsson. jónsson, f. 6.10.1891, b. á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, og kona hans, Guðleif Helga Þorsteinsdóttir, f. 22.9.1898, húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.