Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Side 28
36
FÖST-UDAGUR 22. MARS 1991.
Nýaldarhreyfing
eða kristin trú
Svar viö grein Guðrúnar G. Berg-
mann í DV 12. febrúar sl. vegna
viðtals við séra Jónas Gíslason,
prófessor og vígslubiskup, 26. jan-
úar sl.
Guðrún, ég skil vel að þú verjir
nýaldarhreyfinguna því að ég var
sjálf mikill aðdáandi hennar í mörg
ár og á þeim tíma hefði ég verið
þér sammála.
En nú hef ég mætt Jesú Kristi
sem persónulegum frelsara og það
hefur breytt lífi minu. Þess vegna
finnst mér það vera skylda mín að
greina frá þessari nýju reynslu
minni.
Kynni mín af nýaldar-
hreyfingunni
Fyrir rúmum tíu árum keypti ég
bóldna Holistíc Health (Heilræn
heilsa), en þar voru kynntar ýmsar
kenningar, sem nú eru flokkaðar
undir nýaldarfræði. Ég varð hel-
tekin af þessum nýja lærdómi og
las bókina spjaldanna á milli og
keypti fleiri bækur til þess að fá
dýpri þekkingu. Ég fór að prófa
mig áfram með því að reyna að
fylgja leiðbeiningum bókarinnar.
Það sem hreif mig mest var orku-
flæðið og orkustöðvamar og ég
notaði krystalla og fleiri steina til
að efla orkuna. Ég trúði á mátt og
megin jurtalækninga, fann náin
tengsl við „móður jörð“ og laðaðist
að kenningum indíána.
Bókin „Gradual Awakening",
sem Stephen Levine skrifaði um
hugleiðslu og austurlensk fræði,
hafði svo mikii áhrif á mig, að ég
kailaði hana biblíuna mína. Það
varð til þess að ég fór á námskeið
í hugleiðslu hér á landi. í fyrsta
skipti sem ég hugleiddi með því að
horfa (íhuga) á mynd gúrúsins í
háu hugleiðsluástandi varð ég
„ljós“, þ.e. mér fannst ég verða
hluti af öllu í kringum mig. Þetta
var yndisleg upplifun og mér
fannst ég hafa fundið Guö, enda
gerðist ég lærisveinn þessa gúrús.
Við daglega hugleiðslu kvölds og
morgna uppliiði ég margt og hver
hugleiðsla var mér sem kennslu-
stund. Ég las margar bækur eftir
gúrúinn og nærði mig eins og ég
gat á fræðum hans og tónlist. Ég
fékk orku úr fjöllum, sérstaklega
Esjunni, og upplifði samkennd og
kærleika sem yfirvann allt, og mér
lærðist að senda kærleika í eins
konar hringrás í formi ljóss sem
yfirbugaði allt illt.
Barátta
í ágúst 1989 fór ég til New York
á afmælishátíð gúrúsins þar sem
lærisveinar hans voru saman
Kjallarinn
Elín Sigurðardóttir
startsleiðbeinandi
komnir til að hylla hann og jafn-
framt læra af honum. Þar hugleiddi
ég mikið og upplifði andaheiminn
á ótrúlega sterkan hátt. Eftir þijá
daga fór ég til Flórída, þar sem ég
hafði búið áður. Þar lenti ég í mik-
illi baráttu. Þar var eins og lífið
hyrfi úr vinstri helmingi líkama
míns og mér fannst ég vera að
deyja. Ég lét hringja í gúrúinn, en
hjá honum var enga hjálp að fá.
í neyð minni hrópaði ég til Guðs,
sem ég hafði trúað á sem barn:
Góöi Guð! Bjargaðu mér! Taktu
mig ekki frá litlu börnunum mín-
um! Leyfðu mér aö lifa!
Þá fylltist ég þakklæti til Guðs,
þakklætis fyrir það að Jesús hafði
dáiö fyrir mig. Ég var svo þakklát
fyrir það að hann skyldi hafa gefið
son sinn til að deyja á krossinum
fyrir syndir mínar.
Þessi barátta stóð í þrjá daga og
ég svaf lítið. Það var eins og ég
væri í helvití. En'góð vinkona mín
reyndist 'mér ómetanlega og ég
læröi aö verjast með alvæpni Guös
fyrir blóð Jesú Krists. Eftír þetta
var ég leidd inn í lifandi kirkju og
gott kristíð samfélag og seinna fór
ég í lítinn bænahóp.
Hver er mismunurinn?
Og það er raunverulega núna
fyrst, sem það lýkst upp fyrir mér,
hver er mismunurinn á nýaldar-
stefnunni og kristinni trú. Jesús
segir:
„Ég er góði hirðirinn; góði hirðir-
inn leggur líf sitt í sölurnar fyrir
sauðina; leiguhðinn, sem ekki er
hirðir og ekki á sauðina, sér úlfmn
koma, og yfirgefur sauðina og ílýr
- og úlfurinn hremmir sauðina og
tvístrar þeim - af því að hann er
leiguliði og honum er ekki annt um
sauðina. Eg er góöi hirðirinn og
þekki mína og mínir þekkja mig.“
Guðrún. Þú spyrð: „Um hvaða
guð eru allir að tala?“
Ég læt Pál postula svara því í I.
Kor. 8:5-6: „Því enda þótt til séu
svonefndir guöir, hvort heldur er á
himni eða á jörðu, - eins og til eru
margir guöir og margir herrar -
þá er ekki nema einn Guð, faðir-
inn, sem allir hlutir eru frá og líf
vort stefnir tíl, og einn Drottinn
Jesús Kristur, sem alhr hlutir eru
til orðnir fyrir, og vér fyrir hann.“
Því miður eru þeir enn alltof
margir okkar á meðal, sem hafa
ahs ekki kynnst kristinni trú í allri
dýrð sinni. Jesús gaf okkur vald til
þess að vinna máttarverk í hans
nafni, líka að reka út illa anda þótt
það virðist oft nánast vera feimnis-
mál í dag. En Biblían er í fullu gildi.
Stórkostlegar fréttir
Guðrún. Þú spyrð einnig: „Bjarg-
ast aðeins einn af hverjum fimm?“
Svarið er nei. Ahir munu fá tæki-
færi tíl þess að velja eða hafna Jesú
Kristi. Þú hefur kannski ekki heyrt
nýjustu fréttir? Stórkostlegir hlutír
eru að gerast víða, ekki síst í þriðja
heiminum. Á seinasta ári frelsuð-
ust t.d. milljónir manna í Argent-
ínu. Guð er að breiða út ríki sitt
og kallar okkur til þess að taka
þátt í því starfi.
Nú líður mér vel. Ég hef báða
fætur á jörðinni og finn daglega
fyrir nærveru Krists, kærleika
hans, gleði og von. Ég hef endur-
fæðst, er orðin ný sköpun, í Kristi.
Guð er að sýna mér stórkostlega
hluti og ekkert jafnast á við Krist.
Góða Guörún. Trúðu mér! Þetta
er raunveruleiki. Baráttan um sál-
irnar er í fullum gangi núna. Ég
er frjáls, í Kristi. Eg þrái að aðrir
megi eignast sama frelsi, líka þú.
Biddu Guð um að vísa þér veginn.
Jesús Kristur er eini vegurinn.
Elín Sigurðardóttir
„Það sem hreif mig mest var orkuflæðið
og orkustöðvarnar og ég notaði kryst-
alla og fleiri steina til að efla orkuna.“
Menning
Háskólabíó - Leningrad Cowboys Go to America -1 Hired a Contract Killer
Bráðfyndin bölsýni að f innskum hætti
Þessa dagana stendur yfir finnsk kvikmyndavika í
Háskólabíói og eru þar einkum sýndar myndir eftir
finnsku bræðurna Aki og Mika Kaurismaki. Undirrit-
aður hefur séð tvær myndir eftír Aki.
Önnur er Leningrad Cowboys Go to America og fiall-
ar um ferðalag einnar verstu hljómsveitar norðan
heimskautsbaugs á vit frægðar og frama í Ameríku.
Þetta er gráglettin mynd í hefðbundnum „roadmovie"
stíl og er hin besta skemmtun. Þó er hún dálítið htuð
af því viðhorfi leikstjórans aö allt fari fyrr eða síðar
á hinn versta veg. Þessi bölsýni er mjög áberandi í
myndum Akis þó gleðin sé heldur yfirsterkari í mynd-
inni um kúrekana frá Leningrad. Nokkrar senur í
þeirri mynd eru svo óborganlega fyndnar aö salurinn
beinlínis grét af hlátri. Mér verður minnisstæðust
sýnin af hljómsveitarmeöhmum með slæma heimþrá
sem þeir reyna að sefa með því að fara og horfa á trakt-
ora við plægingu.
Hin myndin heitir I Hired a Contract Killer og fiall-
ar um lífsleiðan landflótta Frakka í London sem fyrir-
varalaust er sagt upp vinnunni eftír 15 ára starf. Hann
finnur engan tilgang í ömurlegu lífi sínu lengur og þar
sem hann skortir þor til þess að fyrirfara sér ræður
Kvikmyndir
Páll Ásgeirsson
hann leigumorðingja til verksins. Skömmu síðar fær
hann bakþanka og þá fyrst hefiast vandræði hans fyr-
ir alvöru.
Eins og sjá má er þarna svipaður gálgahúmor á ferð.
Það er fiallað um grafalvarlega hluti á kæruleysislegan
hátt sem geta komiö hverjum sem er til að hlæja. Aki
Kaurismaki tekst snilldarvel að draga um mynd af
grámyglulegu, gleðisnauöu lífi í einsemd stórborgar-
innar. Tregablandinn húmor á köflum en sýnir snilld-
artök á miölinum.
Það eru að verða síðustu forvöð að skreppa í Háskóla-
bíó og gægjast inn í menningarheim sem okkur er
allajafna lokaður. Hér er stórgott efni á ferð og nokkr-
ar mynda Kaurismaki bræðranna hafa verið marg-
verðlaunaðar á kvikmyndahátíðum.
Andlát
Skemmtanir
Haraldur Guðmundsson Faxabraut
20, Keflavík, lést í Borgarspítalanum
21. mars.
Fimirfætur
Dansæfing verður í Templarahöllinni
sunnudag 24. mars kl. 21.00. Allir vel-
komnlr. Uppl. í síma 54366.
Jónas Gunnlaugsson, Ánahlíð 6,
Borgarnesi, áður á Hvolsvelli, andað-
ist i Sjúkrahúsi Akraness 20. mars.
Ólafur J. Sveinsson loftskeytamaður,
Dunhaga 13, andaðist á Hrafnistu
aðfaranótt 21. mars.
Jarmila V. Friðriksdóttir lést á heim-
ili sínu miðvikudaginn 20. mars.
Petrína Magnúsdóttir Birkimel 6,
lést í Landakotsspítala 20. mars.
Jardarfarir
Jarðarför Meyvants Rögnvaldssonar
Lindargötu 18, Siglufiröi, fer fram frá
Siglufiarðarkirkju laugardaginn 23.
mars kl. 14.00.
Gunnar Guðbjartsson bóndi, Hjarð-
arfelli, verður jarðsunginn frá Fá-
skrúðarbakkakirkju laugardaginn
23. mars kl. 14.00.
Svavmundur Jónsson frá Skaganesi,
Mýrdal, Eyrarvegi 24, Selfossi, verð-
ur jarðsunginn frá Víkurkirkju laug-
ardaginn 23. mars kl. 14.00.
Tilkyrmingar
Afmælishátíð
Verkalýðsfélags
Borgarness
I dag eru liðin sextíu ár frá stofnun
Verkalýðsfélags Borgarness. Félagið
minnist afmælisins með hátíðardagskrá
í Hótel Borgarnesi á afmaelisdaginn. Kl.
20.15 leikur Lúðrasveit Borgarness,
stjórnandi Björn Leifsson. Samkoman
verður sett kl. 20.30. Kveldúlfskórinn
syngur, Jón Agnar Eggertsson, formaður
Verkalýðsfélagsins, heldur ræðu, Óperu-
smiðjan sér um blandaða söngdagskrá.
Þar koma meðal annars fram Sigurður
Bragason, Jóhanna Þórhallsdóttir og
Inga Backman. Flosi Ólafsson flytur hug-
leiðingu, Þorkell Guðbrandsson syngur
gamanvísur. Nokkrir aldraðir félags-
menn verða heiöraöir.
Fyrsta þing
Landssambands
hjartasjúklinga
Landssamtök hjartasjúklinga efna til
síns fyrsta þings að Borgartúni 6 í dag
og á morgun, laugardag. Þingið hefst kl.
17 í dag með þingsetningarræðu Sigurðar
Helgasonar, formanns samtakanna. Þá
mun Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
og tryggingaráðherra flytja ávarp. Á sér-
stöku málþingi, sem um tvö hundruð
manns munu sækja, flytur Þórður Harð-
arson prófessor erindi um kransæða-
sjúkdóma á undanhaldi, Laufey Stein-
grimsdóttir næringarfræðingur flytur
erindi sem hún nefnir íslensk hollusta
og Sofíía S. Sigurðardóttir yfirsjúkra-
þjálfari nefnir sitt erindi endurhæfmg
fyrir alla hjartasjúklinga.
Ráðstefna um
samtímasögurannsóknir
Sagnfræöingafélag íslands heldur ráð-
stefnu mn samtimasögurannsóknir í
Odda, húsi félagsvísindadeildar Há-
askóla íslands, laugardaginn 23. mars kl.
13.30-16.30 í stofu 101. Á ráðstefmmni
verða flutt sex stutt erindi og að þeim
loknum fara fram umræöur.
Aðalfundur NLFR
Aöalfundur Náttúrulækningafélags
Reykjavíkur verður haldinn að Hótel
Loftleiðum á morgun, laugardag 23.
mars, kl. 14.00.
Tapað-fundið
Ungur högni fannst
við Hafnarhúsið í Tryggvagötu. Hann er
svartur og hvítur, alveg ómerktur en far
eftir hálsól. Upplýsingar í síma 73461.
Kötturinn Gestur,
sem er svart og hvítt fress með svartan
hökutopp, tapaðist 18. mars frá heimili
sínu viö órettisgötu. Var með svarta ól
með gylltri tunnu. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í 17823.
Ferðir
Gelrlaugur Magnúaaon - Gulllevic
Penttt Saarlkoakl • Slgurlaugur Ella.ion
Bókmenntatímaritið Ský
Þriðja tölublað af timaritinu Ský er kom-
iö út. Meðal efnis eru ljóð eftir Hannes
Sigfússon skáld en einnig yrkja í Ský
skáldin Geirlaugur Magnússon, Gyrðir
Elíasson, Sigurlaugur Elíasson, ísak
Haröarson og Gunnar Harðarson. Þá eru
birt ljóö eftir nýgræðingana Erhng Ólafs-
son, Sigurð Júllus Grétarsson og Kjartan
H. Grét. Stefán Steinsson læknir þýðir
upphaf Rökkurdansa eftir eitt þekktasta
ljóðaskáld Finna á síðari árum, Pentti
Saarikoski. Þór Stefánsson þýðir tvö Ijóð
eftir bretónska skáldið Guillevic. EÍías
B. Halldórsson ristir myndir í Ský í tré
og dúk. Um efnisval og ritstjórn þessa
heftis sáu þeir Geirlaugur Magnússon,
Gyrðir Ellasson og Sigurlaugur Elíasson.
Fastaritstjórar eru Oskar Ami Óskars-
son og Jón Hallur Stefánsson. Tímaritið
er til sölu í stærri bókaverslunum og
kostar 300 krónur.
Leikhús
HUGLEIKUR
sýnir að
Brautarholti 8
ofleikinn
Sagan um Svein
sáluga Sveinsson
í Spjör og sam-
sveitunga hans
4. sýn. laugard. 1Z. mars kl. 20.30.
5. sýn. mið. 27. mars kl. 20.30.
6. sýn. fimmtud. 28. mars kl. 20.30.
7. sýn. mánud. 1. apríl kl. 20.30.
8. sýn. fimmtud. 4. apríl kl. 20.30.
9. sýn. laugard. 6. apríl kl. 20.30.
10. sýn. mánud. 8. apríl kl. 20.30.
Aðeins þessar 10 sýningar.
Miðasala i sima 16118 (sím-
svari) og frá kl. 19.00 sýningar-
daga i síma 623047
Athugið breyttan sýningar-
stað
Leikfélag Akureyrar
Söngleikurinn
KYSSTU
MIG,
KATA!
eftir Samuel og
Bellu Spewack
Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter
Þýðing: Böðvar Guðmundsson
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Una Collins
Tónlistarstjórn: Jakob Frimann
Magnússon
Dansar: Nanette Nelms
Lýsing: Ingvar Björnsson
4. sýning föstud. 22. mars kl. 20.30.
5. sýn. laugard. 23. mars kl. 20.30.
Uppselt.
6. sýn. sunnud. 24. mars kl. 20.30.
7. sýn. laugard. 30 mars kl. 15.00.
8. sýn. laugard. 30. mars kl. 20.30.
Uppselt.
9. sýn. mánud. 1. apríl (annan í
páskum) kl. 20.30.
Ferðafélag íslands
Á sunnudag kl. 13.00 verður farið í
skíðagöngu, Bláfiöll - Grindaskörð. Ekið
verður aö þjónustumiðstöðinni í Bláfiöll-
um og gengið þaðan í Grindaskörð. Verö
1.100 krónur.
Á sunnudag kl. 13.00 verður farið í göngu-
ferðr um Sveifluháls og Hrútárdyngju.
Ekið að Vatnsskarði, gengiö þaðan suður
eftir Sveifluhálsi á móts viö Norðlinga-
háls og niður að Hrútagjá. Verð kr. 1.100.
Brottfor í ferðirnar er frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Frítt fyrir
böm-í'fylgd-fultorðinnn. —......- • • •
ÆTTARMOTIÐ
Aukasýningar
35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30.
Uppselt.
36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag)
kl. 15.00.
37. sýning fimmtud. 28. mars (skirdag)
kl. 20.30. Uppselt.
Aðgöngumlðasala: 96-2 40 73.
Miðasalan er opin alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga
kl. 14-20.30.
MUNIÐ PAKKAFERÐIR
FLUGLEIÐA