Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 11 Merming Af uppáhaldi Ádíófíla í fyrri greinum hef ég nokkrum sinnum flutt tíðindi af geisladiskum frá útgáfufyrirtækjum sem standa álengdar við risana DG, Phiflips, Decca, CBS og sinna ýmsum sér- þörfum tónlistarunnenda, oftar en ekki gegn vægara verði en risarnir. Eitt umræddra fyrirtækja er breska útgáfan Gimell, sérhæft í kórsöng frá miðöldum. Annað lítið en virt útgáfufyrirtæki er bandaríska firmaö Dorian, sem sumir nefna „uppáhald ádíófíla", vegna þeirrar ríku áherslu sem eig- endur þess, stærðfræðingurinn Cra- ig Dory og lögfræðingurinn Brian Levine, leggja á vandaðar upptökur, vinnslu og útht geisladiska sinna. Segja mér sérfræðingar að hljóm- gæði á Dorian geisladiskum sé ekki síst að þakka einstakri heyrð nítj- ándu aldar tónlistarhúss í Troy, utan við New York, þar sem upptökur á vegum fyrirtækisins fara að jafnaði fram. Þar að auki hefur fyrirtækið eytt miklum tíma og fjármunum í þróun ofumæmra hljóðnema. Hæsta einkunn í fagblöðum Þessar aðstæður, tækni og metnað- ur aðstandenda, hafa skilað fyrir- tækinu eftirtektarverðum árangri. Til að mynda fá geisladiskar frá Dor- Julianne Baird og Ronn MacFari- ane, tvær af skrautfjöðrum Dorian- útgáfunnar. .ian allajafna hæstu einkunn í fag- blöðum á borð við CD Review, sem margir íslendingar þekkja vel. í efnisvah sníða þeir Dorian-stjórn- endur sér ekki eins þröngan stakk og Gimell, leitast fremur við að koma á framfæri svipmiklum túlkunum sígildrar tónhstar en ákveðnum teg- undum hennar eða höfundum. Fyrirtækið hefur gefið út tónlist frá endurreisn og th nútíðar en mesta áherslu leggur þaö á rómantíska tón- hst 19. aldar. Helsta skrautfjööur Dorians er vísast franski orgelleikar- inn Jean Guillou, sem þenur instrú- ment sitt á fjölmörgum geisladisk- um, í verkum eftir Bach, César Franck, Julius Reubke (lærisveinn Liszts), Schumann, Liszt, Mussorg- sky og fleiri. Sá sem þetta skrifar er því miður ekki ginnkeyptur fyrir orgeltónhst en varð þó furðu lostinn yfir þeim hljómgæðum sem diskur með Mussorgskytúlkunum Guihous skflaði heim í stofu. Lúta, semball, harpa Dorian hefur líka miklar mætur á tékkneska píanóleikaranum Anton- in Kubalek og hefur gefið út nokkra diska með leik hans, bæði á verkum tékkneskra tónskálda (Dvorak, Smetana, Janacek, Suk og Martinu) en einnig með verkum Tsjækovskís, Chopins og Schumanns. Fyrirtækiö hefur einnig komið á framfæri nokkrum frábærum upp- tökum með tónlist fyrir lútu, sembal og hörpu sem hugnuðust undirrituð- um alveg sérstaklega. Enda eru flytj- endur ekki af verri endanum, lútu- leikarinn Ronn MacFarlane (einn og með sópransöngkonunni Julianne Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Baird), sembaheikarinn Colin Tilney og hörpuleikarinn Carol Thompson. Á þessum upptökum er hver nóta kristaltær og öh aukahljóð útilokuð. Dorian er eitt af fáum útgáfufyrir- tækjum sem gefur út nokkurs konar sýnisdiska með úrvah af helstu upp- tökum sem það hefur á boðstólum. Geta tónlistarunnendur keypt sýnis- diska fyrirtækisins gegn vægu verði og gert upp hug sinn varðandi þessar upptökur áður en þeir leggja í frek- ari fjárfestingu í tónhst. Mættu önn- ur sambærfleg útgáfufyrirtæki taka þá tflhögun sér tfl fyrirmyndar. Suzuki Vitara LIPUR O G ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI • Aflmikill - bein innspýting • Vökvastýri - rafmagnsrúður, -læsingar og -speglar • Lúxus innrétting • Grindarbyggður - auðvelt að breyta • Eyðsla frá 81 á 100 km Til afgreiðslu strax. Verð: 1.323.000,- beinskiptur. 1.406.000,- sjálfskiptur. SUZUKI VITARA VISTVÆNN BÍLL $ SUZUKI --.......—...... SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 þý hrjnqjr ^ Smáauglýsingadeildin er i Þverholti II Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 X/íð hirtum laugardaga, 9.00-14.00 VIO Dllium... sunnudaga, 18.00-22.00 ■ Það ber árangur! DV 27022 • • Frábærar fermingargjafír frá Frístund Kringlunni Með þeim vinsælustu, fallegustu, vönduðustu og bestu fermingargjöfunum á íslandi. Fallegur hljómtækjaskápur með stæóunum. Þessi 12.900 kr. hljómtækjaskápur er fóanlegur með hljómtækjum á sérstöku tilboðsverði...............kr. 7.900 SANYO DCX300 60 watta samstæða í .kr. 44.900 Glæsileg samstæða með 12 aðgerða fjarstýringu, 3 geisla geislaspilara, 50watta vönduðum hátölurum, útvarpi með 12 stöðva minni á FM, tvöföldu kassettutæki og plötuspilara.Ein vinsælasta hljómtækjastæða landsins. 14" ELECTRO TECH sjónvarp kr. 23.960 Fallegt litsjónvarpstæki m/inniloftneti og tólf stöðva minni. Einstakt fermingartilboðsverð. AKAI feröatæki á ... kr. 7.990 Vandað útv. kassettutæki m/FM, L, M. Með 5 ára ábyrgð á öllum hlutum. ALTAI SJ44 Höfuötól á kr. 1.995 Falleg og stór höfuðtól fyrir hljómtæki. Rétt verð kr. 2.595. Gjöf sem gleður. íslenska tungumálatölvan á .... kr. 8.490 Þýðir á milli íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku. Ómetanleg fermingargjöf. FRISTMND /H Eitt mesta úrval landsins af fallegum gjafavörum. yj CASIO FX 570 AD f/framh.nám kr. 3.450 Sniðin að þörfum ungs fólks sem stefnir á fram- haldsnám. Hornaföll, tölffræði, brotareikningur, Complex tölureikn. lógarithmaföll, 7minni o.fl. Sendum í póstkröfu. Pantanir og upplýsingar í S: 68 77 20 SAMSUNG SF100 35mm aöeins kr. 3.980 Falleg sjálíþræðandi vél með.sjálfvirku flassi. SAMSUNG AF200 "Auto Focus" kr. 6.580 Góðar vélar á hreint ótrúlegu fermingartilboði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.