Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Tímabærar kosningar Alþingi tókst aö hækka lánsfjárlögin um tvo milljarða á síöasta sprettinum. Samtals hafa lánsijárlögin hækkað úr fimmtán milljörðum króna í tuttugu og fimm frá því frumvarpið var lagt fram. Allir eru sammála um að þessar hækkanir feh í sér sprengihættu í vöxtum og þenslu. Ýmsir hópar launþega eru farnir að ókyrrast. Flug- menn hóta skyndiverkföllum og fiskvinnslufólk leggur niður vinnu vegna óánægju með kjörin. Verslunarmenn hafa lagt línur um nýja sókn í launakjörum sínum. Eft- ir að fiskverkendur í Grundarfirði samþykktu tíu pró- sent hækkun launa til starfsfólks síns hefur þeirri kröfu verið hreyft að sú hækkun gangi yfir alla línuna. Enda þótt fyrirtæki Guðmundar Runólfssonar og Sæfang hf. í Grundarfirði séu ein um það að hækka taxtana hjá sínu fólki er ljóst að atvinnurekendur eru að gefa eftir og það er kominn brestur í varnarmúrinn. Samanlagt verður að álíta að þjóðarsáttin sé á undan- haldi. Sjómenn hafa fengið umtalsverðar hækkanir í vetur á sínum skiptahlut sem að vísu tengdist olíuverð- inu og fiskverðinu, en skýringin er fyrst og fremst sú að sjávarútvegurinn hefur tekið kipp til hins betra. Þjóð- artekjur hafa aukist og auðvitað fer ekki hjá því að laun- þegar geri kröfu til að tekjuaukinn komi að einhverju leyti í þeirra hlut. Fiskvinnslufólkið hefur nokkuð til síns máls. Athyghsvert er að verkfah fiskvinnslufólks á dögun- um var gert til að knýja á um hærri skattleysismörk. Fólk gerir sér grein fyrir því að einhliða launahækkun getur verið skammgóður vermir og þess í stað fer það fram á minni skatta. Sú aðferð er vitaskuld skynsam- legri í ljósi þess að skattalækkanir eru ekki verðbólgu- hvetjandi og fara auk þess saman við þá gagnrýni að skattar af almennum tekjum séu of háir. Þá ályktun er hægt að draga af þessari mótmælaaðgerð fiskvinnslu- fólksins að fólk kunni að meta lágt verðbólgustig og vilji ekki kaha yfir sig nýja verðbólguskriðu. í þessari afstöðu felst ábyrgð og heilmikil skynsemi. Sannleikurinn er sá að ríkisvaldið hefur gengið of langt í skattheimtu, sérstaklega í ljósi þess að launþegar hafa lagt á sig kjaraskerðingar og búsiíjar án þess að ríkið hafi sýnt nein samsvarandi viðbrögð. Þvert á móti hefur ekkert lát verið á útgjöldum ríkisins og það langt umfram tekjur. Ríkissjóðshallinn er króniskasta vandamál íslenskra efnahagsmála. Kjósendur eiga að gera þá háværu og eindregnu kröfu til þeirra stjórnmálaflokka, sem nú ganga til kosninga, að loforð séu gefm og loforð verði efnd um sparnað og samdrátt í ríkisumsvifum. Sá samdráttur á að leiða til skattalækkunar, sem er sú kjarabót sem hinn almenni launþegi biður um. Þjóðarsáttin stendur og fellur með þessu lykilatriði. Ef ekki, munu launakröfurnar magnast og böndin bresta. Þeir stjórnmálaflokkar, sem gerast talsmenn áframhaldandi þjóðarsáttar með þeim formerkjum að lækka skatta og auka hlut launþega í þjóðartekjunum með þeim hætti, munu fá góðan byr. Þá munu þeir tala því máli sem kjósendur skilja og vhja. Að þessu leyti koma kosningar á réttum tíma að almenningur í landinu fær tækifæri til að stilla frambjóðendum upp við vegg. Kosningarnar snúast um þjóðarsáttina og þá spurningu hvernig bæta megi lífskjörin í landinu án þess að stofna þjóðarsáttinni í hættu. Ellert B. Schram „Á kvennaráðstefnu í Osló, Nordisk Forum, vakti slagorðið „Vil vill ha sex, vil vill ha sex timmars arbets- dag“ mikla athygli. Styttum vinnudaginn Kvennalistinn hefur frá upphafi lagt megináherslu á að bæta kjör hinn lægst launuðu. Konur eru langfjölmennastar í láglaunastörf- um á íslandi sem annars staðar og því engin furða þótt þessi krafa sé brennandi í málflutningi Kvenna- hstans. Svo brennandi raunar að kvennalistakonur hafa í tvígang hafnað stjórnarþátttöku frekar en að láta verða af henni. Vonandi mun ekki aftur þurfa að heyra þaö í stjórnarmyndunarviðræðum að menn séu ekki tilbúnir að bæta kjör hinna lægst launuðu. Á meðan stjórnvöld virðast reiðubúin til að krukka í frjálsa samninga til að skerða kjör fólks hlýtur að vera hægt að bæta kjör fólks með stjórnvaldsaðgeröum. Dagvinnulaun dugi til fram- færslu En hvernig er hægt að bæta kjör fólks? Fyrsta sjálfsagða krafan hlýtur alltaf að vera að dagvinnu- laun dugi til framfærslu. En fleira verður að líta á, meðal annars hinn óhóflega langa vinnudag íslend- inga. I stefnuskrá Kvennahstans fyrir komandi kosningar er gerð krafa um styttingu vinnudags án kjara- skerðingar. Það er mikhvægt kjaramál. Þaö er líka eitt mikilvæg- asta málefnið sem varðar velferð fjölskyldunnar. Ýmis vandamál svo sem veglaus börn og vímuefna- vanda má að hluta rekja til þess vinnudýrkunarsamfélags sem við lifum í. En því miöur eiga ekki ah- ir kost á styttri vinnudegi meðan launin eru jafn smánarlega lág og þau eru nú. Vinnudagur íslendinga, jafnt kvenna sem karla, er allt of lang- ur. Þriðjungur kvenna og 40% karla vhja vinna styttri vinnudag utan heimhis skv. upplýsinum úr nýlegri lífskjarakönnun Félagsvís- indastofnunar. Hvers vegna gerir fólk þá ekkert í því að stytta vinnu- dag sinn? Er það vegna þess að afla þarf tekna til heimhisins eða þjóna hagsmunum vinnuveitenda? Eða er um að kenna vinnudýrkun ís- lendinga? Konur að bjarga fjárhag heimila sinna Staðreyndin er sú aö konur vinna KjaUarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson þingkona Kvennalistans. í 1. sæti listans í Reykjanesi nauðbeygðar lengri vinnudag en þær vhja fyrst og fremst th að bjarga fjárhag heimilanna meðan karlarnir laga sig frekar að þörfum vinnumarkaðarins. Það þarf eng- um aö koma á óvart. í báðum tilvik- um þarf breytinga við. Gera þarf fólki kleift að lifa af dagvinnulaun- um. Það er forsenda þess að stytta megi vinnudag beggja kynja. Síðan verður að ráðast að vinnudýrkun- inni í hugsunarhætti íslendinga. Það er óeðlileg skilgreining aö halda því fram að dugnaður sé það að þræla örþreyttur í tólf til sextán tíma á sólarhring. Á þeim tíma af- kastar varla nokkur nema átta til tíu tíma starfi vegna þreytu. Því er mjög mikilvægt aö fara að líta á fleiri gildi lífsins en vinnuþrælkun. Væri vinnudagur dagvinnu styttur án launaskerðingar þá væri stórt skref stigið í þessa átt. Hagsmunir barna og foreldra Á meðan á löngum vinnudegi for- eldra stendur eiga nú aðeins átta prósent barna kost á dagheimih og 30% á leikskóla. 90% fo-eldra fjög- urra og fimm ára bar a óska eftir þessari þjónustu fyrir böm sín. Leikskóli á ekki að vera neyðar- brauð ,heldur val ahra foreldra. Ekki geymslustaður fyrir börn vinnuþrælkaðra foreldra heldur réttur hvers barns. í fjórðu hverri fjölskyldu er barn innan sex ára aldurs. Tvennum af hverjum þrennum foreldrum bama yngri en sex ára finnst stjórnvöld standa sig illa gagnvart barnafjölskyldum. Einungis einir af hverjum fimmtán foreldrum era ánægðir með frammistöðu stjórn- valda í málefnum fjölskyldunnar. Ætli styttri vinnudagur sé ekki of- arlega á óskalista margra foreldra? Þá væri leikskóh val en ekki vandamálalausn. Stytting vinnudags án launa- skerðingar kæmi öhum vel og fátt bendir th að þjóðfélagið myndi skaðast á því. Þegar gripið var til yfirvinnubanns í kjaradehu vorið 1977 kom í ljós að afköst minnkuðu sáralítið. Þá var hljómgrunnur fyr- ir mjög víðtæka samstöðu um stytt- ingu vinnudags án launaskeröing- ar, en því miður færðu sólstöðu- samningamir, sem gerðir voru, launþegum annað. Fyrir liðlega tveimur árum var haldin mikil kvennaráðstefna í Osló, Nordisk Forum. Þar vakti þetta slagorð mikla athygh: Vi vill ha sex, vi vhl ha sex timmars ar- betsdag! - Hvenær verður gerð þjóðarsátt um þessa kröfu? Anna Ólafsdóttir Björnsson ,,Á meðan stjórnvöld virðast reiðubúin til að krukka í frjálsa samninga til að skerða kjör fólks hlýtur að vera hægt að bæta kjör fólks með stjórnvaldsað- gerðum.“ j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.