Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 9 dv Útlönd Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, hefur verið á ferð um Sovétríkin. Honum líst ekki á ástand þar. Simamynd Reuter Douglas Hurd efins um umbætur í Sovétríkjunum: Engin merki um umbótastefnu - sagði Hurd eftir að hafa rætt við ráðamenn í Moskvu Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, segir að vart komi til greina að veita Sovétmönnum efnahagsað- stoð meðan þeir hafi engar skýrar áætlanir um umbætur í landinu. Hurd er nú í Sovétríkjunum og ræð- ir þar við ráðamenn. Hann hóf för sína í Kænugarði í Úkraínu en hélt síðan til Moskvu. Hurd sagði einnig að fyrirtæki á Vesturlöndum hikuðu við að fjár- festa í Sovétríkjunum meðan þar ríkti upplausnarástand. Enginn vissi hver réði og alltaf mætti búast við að KGB gripi í taumana. „Ég hef ekki til þessa orðið var við að nokkur efnahagsáætlun væri við lýði í Sovétríkjunum. Án hennar er ekki hægt að réttlæta aöstoð frá Vest- urlöndum," sagði Hurd á fundi með fréttamönnum eftir aö hann hafði rætt við ráðamenn í Moskvu. Hurd sagði að aðstoð Evrópu- bandalagsins við Sovétmenn beindist að einstökum þáttum þjóðlífsins en ekki aö því að styrkja hagkerfið í heild því enginn vissi hvert Sovét- menn stefndu. Ríki Evrópubanda- lagsins ákváðu í desember á síðasta ári að verja verulegum íjárhæðum til aðstoðar við Sovétríkin. Þegar ráðist var gegn sjálfstæðis- sinnum í Eystrasaltsríkjunum eftir áramótin var ákveðið að slá áætlun- inni á frest um óákveðinn tíma. Fyrr í þessum mánuði var þó ákveðið að snúa aftur að upphaflegum hung- myndum um aðstoö. Mikail Gorbatsjov Sovétforseti sagði í síðustu viku að allar áætlanir um uppbyggingu efnahagslífsins væru enn í fullu gildi. Þar á meðal er að markaðsvæða atvinnulífið. Enginn veit þó með vissu hvernig forsetinn hyggst koma því i kring eða hvort hann hefur í raun hug á því. Reuter Nefskatturinn úr sögunni Stjórn íhaldsmanna í Bretlandi hefur endanlega ákveðið að hætta við hinn umdeilda nefskatt. í staðinn verður tekinn upp hhðstæður skatt- ur þar sem þó er tekið tillit til efna- hags fólks. Margrét Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, barðist hart fyrir að koma skattinum á. Það tókst henni við miklar og vaxandi óvinsældir en nú hefur John Major, eftirmaður hennar, ákveðið að kúvenda og koma til móts við vilja meirihluta lands- manna. Nefskatturinn átti að leggjast af jöfnum þunga á öll heimili í landinu og renna til sveitarfélaganna. Nýi skatturinn á að skila þeim svipuöum tekjum en við álagningu hans verður tekið tillit til fjölskyldustærðar auk tekna. Allt frá því John Major myndaði stjórn hefur legið í loftinu að nef- skatturinn yrði afnuminn. Michael Heseltine umhverfisráðherra var fa- lið aö endurskoða skattlagninguna en hann var alla tíð andstæðingur nefskattsins. í nýju fjárlagafrumvarpi var braut- in rudd fyrir stefnubreytinguna og í gær tilkynnti Heseltine við mikinn fögnuð í breska þinginu að skattur- inn væri úr sögunni. Reuter Spákaupmennska á hrávörumörkuðum: Kaff iverð stórhækkar - eftir að stjóm Brasilíu bannaði útflutning í morgun Allur útflutningur á brasilísku kaffi var stöðvaður í morgun og stjóm Brasilíu tilkynnti að hún ætl- aöi að leita eftir alþjóðlegri samstöðu um að draga úr framboði á kaffi. Til- gangurinn er að knýja fram hærra verð eftir stöðuga verðlækkun síð- ustu vikur. Kaffikaupmenn segja að þetta geti orðið til að kaffi verði mun dýrara í sumar en verið hefur. Ákvörðun stjórnarinnar kom mjög á óvart og er orsakanna að leita í stöðugt hnign- andi efnahag í Brasilíu. Edgard Pereira, efnahagsmálaráð- herra Brasilíu, segir að þessi ákvörð- un sé hluti af viðleitni stjórnarinnar til að auka tekjur ríkisins. Áður hafði hann tilkynnt að ekki stæði til að sækja fjármagn í ríkiskassann með þessum hætti. Þótt enginn skortur verði á kaffi á heimsmarkaði í bráð þá varð þess þegar vart á hrávörumörkuðum í Lundúnum í morgun að kaffikaup- menn höfðu hug á að hamstra sér kaffi. Hvergi í heiminum er framleitt meira af kaffi en í Brasilíu og hefur framboð þaðan úrslitaáhrif á verðið um allan heim. Búist er við að bann við útflutningi á kaffi frá Brasilíu geti staðið í marga mánuði því óvíst er að önnur ríki, sem eiga mikið undir kaffisölu, fallist á að takmarka framboðið. En þótt ekkert samkomulag komist á hækk- ar verið örugglega meðan útflutn- ingsbannið frá Brasilíu stendur. Fram til ársins 1989 var í gildi sam- komulag milli kaffiframleiðenda og kaupmanna um kvóta fyrir hvert ríki. Það samkomulag fór út um þúf- ur þegar framleiðendur urðu ósáttir um hvernig ætti að skipta kvótunum. í kjölfarið fylgdi stóraukið framboð á kaffi og verð lækkaði. Brasilíu- menn höfðu áður um 30% af kaffi- kvótanum en á þá var gengið að deila einhverju af honum með minni fram- leiðsluríkjum. Því var neitað og þá rofnaði samstaða framleiðenda. Útflutningstekjur Brasilíumanna hafa rýrnað töluvert eftir aö frjáls samkeppni komst á. Nú vilja þeir rétta við fjárhaginn með því að hækka verðið og draga úr framboði. Reuter 3 góðar fermingar- gjafir tilbúið beint inn í herbergi með fjarstýringu og inniloftneti. Mjög skörp myndgæði. Verð aðeins 26.990 kr. stgr. ajlllHJÍlak. draumasæng og koddar. Ajungilak sængin er fyllt með mjúkri Quallofil fyllingu, sem andar vel og má þvo við 60° C. 5 ára ábyrgð segir allt um gæðin. Gegn framvísun Ajungilak tilboðsins í Tilboðstíðindum færðu Ajungilak Quallofil draumasæng á aðeins 9-320 kr. HEIMILISKAU P H F • HEIMIUSTÆKJtDEILD FALKANS • Suðurlondsbraut 8 - sími 84670 Umboðsmenn um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.