Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 25 iríð þá Guðmund Bragason og Dan Krebbs arfráköst í leiknum og skoraði 25 stig. DV-mynd Brynjar Gauti C-keppnin í handknattleik: Enn „Mikil taugaspenna einkenndi leikinn enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Eftir leikinn hélt taugastríðið áfram því við þurftum að bíða úrslita í leik ítala og Finna og þar urðu úr- slit okkur hagstæð þannig að við leikum við Spánveija um 5. sætið á laugardag. Að þessu var stefnt frá upphafi,“ sagði Gústaf Bjömsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, en í gærlivöldi sigraði ísland lið Belg- íu, 15-14, í C-keppni heimsmeistara- móts kvenna í handknattleik á Ítalíu. ísland hafði fmmkvæðið í leiknum gegn Belgíu en í hálfleik var staðan jöfn, 7-7. Þegar skammt var til leiks- loka voru Islendingar með þriggja marka forystu, 15-12, en Belgar lög- uðu aðeins stöðuna fyrir leikslok. Fimm vítaköst fóm forgörðum hjá von íslensku stúlkunum í leiknum. • Mörk íslands: Rut Baldursdóttir 5, Erla Rafnsdóttir 4, Guðríður Guð- jónsóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1. Holland sigraði í riðlinum, hlaut átta stig, en Holland tapaði óvænt fyrir Portúgal í gær, 9-8. Ítalía fékk 7 stig, ísland, Finnland og Portúgal fengu 4 stig en ísland var með besta markahlutfallið. Belgía rak lestina með 3 stig. Ungveijar og Hollendingar leika um 1.-2. sætið, Tékkar og Italar um 3.-4. sætið og íslendingar og Spán- verjar um 5.-6. sætið. Fimm efstu sætin gefa sæti í B-keppni og 6. sætið ef næsta keppni verður haldin í Evr- ópu. -JKS • Rut Baldursdóttir var markahæst gegn Belgum í gærkvöldi og skoraði fimm mörk. Stjarnan og íA ganga frá samningum við leikmenn Tvö knattspymufélög hafa geng- hafa verið samþykktir af KSÍ: Bjarki Gunnlaugsson, Brandur ið frá samningum við leikmenn Bjarni Benediktsson, Bjarni Jóns- Sígurjónsson, Einar Árni Pálsson, fyrir komandi keppnistímabil og son, Egill Örn Einarsson, Eyþór Gísli Eyleifsson, Haraldur Hinriks- fengiðþásamþykktahjáhinninýju Sigfússon, JónOttiJónsson.Loftur son, Heimir Guðmundsson, Karl samninga- og félagaskiptanefnd Steinar Loftsson, Lúðvik Örn Þórðarson, Kristján Finnbogason, KSÍ. 1. deildar lið Stjörnunnar varö Steinarsson, Sigurður Guðmunds- Sigurður Sigursteinsson, Sigur- fyrst til og tilkynnti samninga yiö son, Sigurður Hilmarsson, Svein- steinn Gíslason, Stefán Viöarsson, 11 leikmenn en 2. deildar lið ÍA bjöm Hákonarson og Valgeir Bald- Stefán Þórðarson, Sturlaugur Har- bætti síðan um betur og tilkynnti ursson. aldsson, Sveinbjörn Allansson, samninga við 19 leikmenn. Eftirtaldir leikmenn ÍA hafa TheodórFreyr Hervarsson, Þórður Eftirtaldir leikmenn Sljörnunnar skrifað undir samning: Alexander Guðjónsson og Þórður Þórðarson. hafa skrifaö undir samninga sem Högnason, Arnar Gunnlaugsson, -VS irfuknattleik: ngar tuði La auðveldlega, 86-69 Friðrik Rúnarsson: „Ég er mjög ánægður með leik minna • Sigmar Þröstur Óskarsson varði af stakri snilld i marki Eyjamanna í Garðabæ. manna. Leikmenn voru tilbúnir í leikinn frá fyrstu mínútu og þetta er fyrsti sigur okkar í fyrsta leik í úrslitakeppni í tvö ár og menn hungraði í sigur. Ég vona aö við tryggjum okkur sæti í úrslitaleik en það verður eflaust erfitt því Grindvík- ingar munu örugglega mæta grimmir til leiks,“ sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við DV. • Góðir dómarar leiksins voru Krist- inn Albertsson og Leifur Garðarsson. • Gangur leiksins: 3-0, 3-7, 17-7, 21-16, 25-27, 29-27, 39-29, (48-31) 61-43, 70-54, 74-60, 78-62, 80-69, 86-69. Stig Njarðvíkur: Ronday Robinson 25, Teitur Örlygsson 24, Friðrik Ragnarsson 10, ísak Tómasson 9, Hreiðar Hreiðars- son 7, Kristinn Einarsson 6, Gunnar Örlygsson 5. Stig Grindavíkur:Dan Krebbs 24, Jó- hannes Kristbjörnsson 11, Hjálmar Hall- grímsson 9, Marel Guölaugsson 7, Guð- mundur Bragason 7, Rúnar Árnason 7, Sveinbjörn Sigurðsson 4. Áhorfendur: 600. * Handbolti Úrslifakeppni: Stjaman-ÍBV............23-37 Valur...... 5 5 0 0 131-99 12 Vikingur... 5 2 1 2 135-134 9 ÍBV........ 5 3 1 1 132-127 7 Stjarnan.,.. 5 12 2 ni-127 5 Haukar..... 5 1 0 4 116-126 2 FH......... 5 0 2 3 117-129 2 Fallkeppni: ÍR-Selfoss..................20-22 KA......... 5 3 0 2 134-118 8 Fram....... 5 3 11 110-111 7 Selfoss.... 5 3 0 2 112-111 6 Grótta..... 5 2 1 2 120-122 6 ÍR......... 5 2 12 116-112 5 KR......... 5 0 1 4 109-121 5 • Hlé verður gert á úrslitakeppn- inni fram yfir páska en keppni hefst að nýju 5. apríi nk. Yfirburðir hjá ÍBV „Þetta er með ólíkindum, ég trúi þessu varla,“ sagði Gylfi Birgisson, leikmaður ÍBV, eftir að Eyjamenn höfðu burstaö Stjörnuna, 23-37, í Garðabænum í gærkvöldi. „Við lék- um mjög vel og þetta var besti leikur okkar síðan í úrslitum bikarsins en mínir fyrrum félagar í Stjörnunni voru ótrúlega slakir," sagði Gylfi, ánægður með sigurinn, og Eyjamenn eru nú komnir í 3. sæti deildarinnar. Það var með ólíkindum hversu mikla yfirburði Eyjamenn höfðu í leiknum þegar til þess er litið að bæði lið voru með jafnmörg stig fyrir leikinn. Síðast, þegar undirritaður sá Stjömuna leika, náði hún jafntefli gegn Víkingum í mjög góðum leik. Það var erfitt að ímynda sér að þetta væri sama lið. Leikur liðsins í gær- kvöldi var vægast sagt hrikalega lé- legur og vörnin og markvarslan eins og gatasigti allan leikinn. Eyjamenn léku geysivel bæði í vörn og sókn og virtust geta skorað að vild. Fyrir aftan sterkan varnar- múr liðsins var Sigmar Þröstur í banastuði í markinu og gerði Garð- bæingum erfitt fyrir. Leikurinn var aldrei spennandi og Eyjamenn náðu strax góöri forystu. í leikhléi var staðan 12-17 og fljótlega í síðari hálfleik var munurinn orðinn 11 mörk. Áhangendur Garðbæinga voru farnir að streyma út úr húsinu löngu fyrir leikslok enda hrein mar- tröð fyrir þá að horfa upp á lið sitt. Éyjamenn slökuðu ekki á klónni og juku muninn í 14 mörk undir lokin en þá var leikurinn reyndar orðinn ansi skrautlegur. „Þetta var frábær sigur góðrar liðs- heildar. Titilinn er kannski ekki raunhæft takmark í augnablikinu en við stefnum á verðlaunasæti. Við eig- um Val í næsta leik og ætlum að taka vel á móti þeim,“ sagði Sigbjörn Óskarsson eftir leikinn. Lið Eyjamanna var mjög jafnt að getu með þá Gylfa og Sigmar Þröst sem bestu menn. Allir leikmenn liðs- ins eiga hrós skilið og baráttan og leikgleðin var til fyrirmyndar. Lið Stjörnunnar var aldrei með á nótunum og ekki er hægt að hrósa neinum leikmanna liðsins fyrir frammistöðuna. Dómarar voru Hákon Siguijónsson og Guðjón Sigurðsson og dæmdu þeir leikinn mjög vel. • Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarnason 5, Axel Björnsson 5, Pat- rekur Jóhannesson 4, Magnús Sig- urðsson 4/2, Magnús Eggertsson 2, Hilmar Hjaltason 2/1 og Hafsteinn Bragason 1. • Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 8/2, Guðfinnur Kristmannsson 8, Erling- ur Richardson 5, Jóhann Pétursson 5, Sigurður Friðriksson 5, Sigurður Gunnarsson 2, Helgi Bragason 2, Haraldur Hannesson 1 og Sigbjörn Óskarsson 1. -RR ______íþróttir Webster hættur hjá UÍA Magnús Jónasson, DV, Egilsstöðum: ívar Webster, sem hefur þjálfað 1. deildarlið UÍA í körfuknattleik í vet- ur, var látinn hætta með liðið nú í vikunni. Stjórn körfuknattleiksráðs UÍA ákvað þá að segja honum upp störfum og hann var því ekki með í lokaleik deildarinnar gegn Akranesi á Egilsstöðum í gærkvöldi sem Akur- nesingar unnu, 78-111. Jóhann Gísli Jóhannsson tók við og stýrði liðinu í leiknum. UÍA var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti en var búið að missa af lestinni fyrir leikinn í gærkvöldi því Skallagrímur náði efsta sætinu og Víkverji öðru sætinu um síöustu helgi. Púttmót í Kringlunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Golfsamband íslands og verslunin Sportval gangast fyrir púttmóti í Kringlunni á sunnudag og er hér um að ræða hið árlega „Kringlumót". Hægt verður að spila frá kl. 9 um morguninn til kl. 18 og er hverjum keppanda heimilt aö leika meira en einn 18 holu hring. Níu brautir eru á hvorri hæö Kringlunnar, hannaðar af Magnúsi Thorarynssyni. Það er verslunin Sportval sem gefur öll verðlaun til mótsins, en allur ágóði af því rennur til unglingastarfs Golf- sambands íslands. Tanasic með ÍBK Marko Tanasic, Júgóslavinn sem lék með Keflvíkingum í 2. deildinrii í knattspyrnu í fyrra, er kominn til landsins og spilar áfram með liðinu í sumar. Tanasic er miðjumaður og lék alla leiki Keflavíkur í 2. deild í fyrra og skoraði í þeim þrjú mörk. Keflvíkingar fóru í morgun í tíu daga æfingaferð til Englands og spila þar meðal annars viö varalið Manch- ester United á Old Trafford. -VS Golfsamband íslands: Sextán kylf ingar íæfingaferð til Englands Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: Sextán kylfingar fara á þriðjudag í æfingaferð til Gainsborough í Eng- landi og munu æfa þar undir hand- leiðslu landsliðsþjálfarans í viku- tíiqa. Þeir sem fara eru meistaraflokks- mennirnir Ragnar Ólafsson, GR, Jón Karlsson, GR, Björgvin Sigurbergs- son, GK, Guðmundur Sigurbjörns- son, GK og Sigurður Sigurðsson, GS. Unglingarnir eru Örn Arnarson, GA, Rúnar Gunnarsson, NK, Þröstur Ól- afsson, GL, Sigurpáll Sveinsson, GA, Hjalti Nielsen, GL, Kjartan Gunnars- son, GOS, og Júlíus Hallgrímsson, GV. Konurnar eru Karen Sævars- dóttir, GS, Ragnhildur Sigurðardótt- ir, GR, Herborg Amardóttir, GR, og Svala Óskarsdóttir, GR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.