Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. '3 Fréttir Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Nýtt samningaform verður tekið upp - samningar gerðir á grundvelli starfsgreina, segir Magnús L. Sveinsson „Að undanfórnu hefur verið unnið að því innan Verslunarmannafélags Reykjavíkur að skipta innra starfi félagsins upp eftir starfsgreinum og alls verða starfsgreinafélögin 12. í komandi kjarasamningum munum við leggja áherslu á að samningar verði gerðir á grundvelli starfs- greina. Það felur í sér að það verði skoðað hversu há laun hver grein þohr að borga og það verði tekið mið af stööu og getu hverrar starfsgrein- ar fyrir sig. í stað þess að það komi ein flöt prósentuhækkun á laun allra félagsmanna," segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Stjórn félagsins átti nýlega fund með Vinnuveitendasambandinu þar sem nýjar hugmyndir að gerð nýrra kjarasamninga voru kynntar. Á fundinum var ekki komið fram með nýjar kaupkröfur heldur einungis unnið að því að kynna nýtt form á kjarasamningum Verslunarmanna- félagsins. „Það er úrelt fyrirkomulag við gerð kjarasamninga að þrír eða fjórir menn setjist niður við borð og reikni út hversu miklar launahækkanir fiskvinnslan í landinu þolir. Þeir út- reikningar eru svo notaðir sem for- skrift að launum fyrir allar aðrar starfsgreinar. í annan stað leggjum við áherslu á að horfið verði frá því fyrirkomulagi að launataxtar verslunar- og skrif- stofufólks séu notaðir sem sökklar fyrir bónuskerfin. Þær reiknikúnstir miða að því að halda launum þessa hóps niðri því þeir atvinnurekendur sem nota okkar taxta græða á því að þeir séu sem allra lægstir vegna þess að eftir er að reikna bónus eða önnur launahvetjandi kerfi ofan á þessa taxta. Þessar reikniaðferðir hafa á undanfómum árum stórlega skaðað hagsmuni okkar fólks,“ segir Magn- ús. -J.Mar „Nýttblað myndi seljast munbeturen 'r Dagur“ - segir Halldór Blöndal Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er tvennt til í þessu, annars vegar að breyta Degi í óháð dagblað og hins vegar að menn taki sig saman og stofni nýtt óháð dagblað á Norður- landi,“ segir Halldór Blöndal alþing- ismaður, en hann hefur lýst áhuga á að beita sér fyrir því að komið verði á fót óháðu dagblaði á Norðurlandi. Halldór sagði í samtali við DV aö hann væri ekki einn um þá hugmynd að Degi yrði breytt í óháð dagblað og m.a. hefðu ýmsir framsóknar- menn rætt þann möguleika. „Hins vegar er einfalt að stofna nýtt dag- blað fyrir norðan ef menn taka sig saman, ekki síst á meðan blaðastyrk- ur Alþingis er eins hár og hann er. Það er alveg grundvöllur fyrir tveim- ur dagblööum fyrir norðan, og ég er ekki í vafa um að nýtt óháð dagblað myndi seljast mun betur en Dagur. Ég vildi gjarnan beita mér í þessu máh ef það finnast menn sem vilja hrinda þessu í framkvæmd. Það er ekki viðunandi að Framsóknarflokk- urinn gefi út tvö dagblöð fyrir opin- bert fé. Ég þykist þess líka fullviss að samvinnuhreyfmgin yrði því feg- in að geta beint viðskiptum sínum til óháðs dagblaðs sem yrði komið á fót fyrir norðan,“ sagði Halldór. Fjórðungssamband Norðlendinga: Akureyri ekki útaðsvo stöddu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri telja eðli- legt að ákvörðun um áframhaldandi aðild að Fjórðungssambandi Norð- lendinga verði tekin þegar niðurstöð- ur endurskoðunar á starfsemi sam- bandsins hggja fyrir, en þær verða lagðar fyrir fjórðungsþing í haust. Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfuh- trúi Alþýðuflokksins á Akureyri, flutti um það tihögu að Akureyrar- bær segði sig úr fjórðungssamtökun um á þeim forsendum m.a. að þeim fjármunum, sem þátttaka í samband- inu kosti bæinn, væri betur varið á annan hátt, en framlag Akureyrar- hæjar til sambandsins á þessu ári er 4 mUljónir króna. Á síðasta fjórðungsþingi var ákveðið að vinna að endurskoðun á starfsemi sambandsins. Bæjaryfir- völd á Akureyri hafa því samþykkt að ákvörðun um áframhaldandi að- Ud verði tekin þegar niðurstöður þeirrar endurskoðunar liggi fyrir. V.W. ,,Rúgbrauöiö“ þekkja allir. Þaö er bíll sem hefur veriö lítiö breyttur í rúm 40 ár. NÚ ER ALLT BREYTT NEMA NAFNIÐ ■ Ný innrétting - 5,4m3 ■ Nýr vélbúnaður - Hreyfill frammí sambyggður við gírkassa og drif ■ Ný yfirbygging - Vindstuðull = 0,36 ■ Nýir aksturseiginleikar - Framhjóladrif ■ Nýir notkunarmöguleikar - Með eða ánvsk. ■ Nýtt og hagstætt verð: m. vsk. frá kr. 1.316.889 vsk. kr. 259.137 ánvsk. kr. 1.057.752 GREIÐSLUKJÖR: 25% út, eftirst. á allt aö 36 mán. . a Fjöldi möguleika Ymsar gerðir 9-1 2m fólksbíll/sendlt>íll Háþekja Pallbfll. lengrl gerö Pallbíll m 6m. húsl HEKLA Vængjahurðir aö aftan Rennihurðir á hliöum Sama gólfhæö afturúr LAUGAVEGI 174 SÍMI695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.