Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Qupperneq 12
I 12 Spumingin FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. Hvað óttastu mest? Guðmundur Örn Guðmundsson nemi: Að mistakast. Hulda Egilsdóttir nemi: Að deyja. Eva Lind Jóhannesdóttir nemi: Skor- dýr. Anný Georgsdóttir heimilistæknir: Ekkert í dag, ég fór á námskeið og losnaði við flughræðsluna. Ingunn Björgvinsdóttir húsmóðir: Að enda eldgömul og ósjálfbjarga á elliheimili. Jón Ásgeirsson kennari: Að missa heilsuna. Lesendur Hvers vegna að fara yf ir á rauðu liósi þegar hægt er að fara yfir á grænu? „Silagangur við að taka af stað veldur líka óþarfa hættu og töfum í um- ferðinni." Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, skrifar: Að gefnu tilefni langar mig að láta nokkur orð frá mér fara um um- ferðarmálin. Ég hef reyndar áður gert það - þá um bílbeltanotkun, enda er ég einn þeirra gæfusömu manna sem bílbelti hafa bjargað og finnst full ástæða til að þegja ekki, ef einhverjir vildu lesa góð ráð. Eins og margir aðrir er ég ósáttur við umferðina, eða réttara sagt tillits- leysið í umferðinni. Ég held að fræðslan og umræðan hafi verið of einhæf, snúist of mikið um hraðann, en minna um aöra þætti umferðar. Auðvitað þarf að taka með festu á ofsahraða, en aö mörgu öðru þarf einnig að hyggja. Hvers vegna eru svo margir sem nota ekki stefnuljós? - Hvers vegna gefa sumir í þegar þeir sjá að einhver er á leið inn á aðalbraut? - Hvers vegna silast sumir áfram í umferð- inni og halda mörgum fyrir aftan sig, stundum tveir hlið við hlið? - Hvers vegna taka sumir ekki tillit til ann- arra í umferðinni? - Þá er ég kominn að rauðu Ijósunum sem sumir mis- skilja. Ég hef lent í því nokkrum sinnum að vera á mörkunum, fara á bleiku eins og kallað er, en venjulega fylgja 2-3 bílar í kjölfarið. Hvers vegna fara menn yfir á rauðu? - Auðvitað er það bæði bann- aö og getur skapaö hættu að fara yfir á rauöu. En skýringa er oft að leita hjá ökumönnum fremstu bíl- anna í röðinni. Ég fylgdist með í gær þar sem 10 bílar biöu eftir grænu ljósi. Tíminn, sem græna ljósið var, hefði auðveldlega dugað ef fyrstu bíl- stjórarnir hefðu verið viðbúnir og farið af ákveðni af stað, en í stað þess fóru 5 yfir á grænu, tveir á bleiku, einn á rauðu, en tveir sátu eftir, vafalaust pirraðir og fúlir. - Þetta sjáum við mjög oft. Silagangur viö að taka af stað og rólegheit margra ökumanna valda óþarfa hættu og töfum í umferðinni. Með sameiginlegu átaki gætu öku- menn aukið tillitssemi, aukið ánægju í umferðinni, verið fljótari í förum, dregið úr óhöppum, og m.a. ekið yfir á grænu, í stað þess að fara yfir á rauðu. - Mér var einu sinni kennt gott ráð: Aktu alltaf eins og næsti bíll sé lögreglubíll. Alþýðuf lokkurinn lætur valta yf ir sig Þorsteinn Einarsson skrifar: Nú er komið í ljós að fáir slá for- manni Framsóknarflokksins við hvað klókindi snertir þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar. Það er ekki nóg með að hann hafi getað haldið þremur mjög ólíkum flokkum saman í ríkisstjórn, að viöbættu ein- um hálfum flokki eða flokksbroti, með því að höfða til samkenndar og láta ráðherra þessara flokka komast upp með sína dynti að vissu marki. - Hann hikar heldur ekki við að splundra samvinnu ráðherranna á nákvæmlega fyrirfram ákveðnum tíma og taka samráðherra sína í karphúsið misjafnlega mildilega eftir því hvers hann væntir af þeim að kosningum loknum. Þannig hefur forsætisráðherra nú valtað svo gjörsamlega yfir Alþýðu- flokkinn, einstaka ráðherra hans og þingmenn, að varla stendur steinn yfir steini af því sem þessi flokkur þó hefur verið að koma í fram- kvæmd. - Álmálið er stærsta áfall Alþýðuflokksins eftir að forsætisráð- herra lét rjúfa þing án þess að hlusta á iðnaðarráðherra Alþýöuflokksins. En búvörusamningurinn illræmdi og hótanir Alþýðuflokksforystunnar um að þar skyldi nú tekið á móti, er líka orðinn fleinn í holdi kratanna. Nú er að vísu ekki útséð meö það hvernig leikflétta forsætisráðherra gengur upp að því er álmáliö áhrær- ir. Hann verður að finna snöggan og trúverðugan mótleik gegn ráðherra kratanna, sem hefur nú misst spón úr aski sínum gagnvart kjósendum á Suöurnesjum. Kjósendur þar eru all- ir fylgjandi álveri, og nú verður það þráteflið um hraða í hugsun og fram- kvæmd sem svarar því hvor þeirra ráðherranna, iðnaðarráöherra eða forsætisráðherra tekur málið upp á þann veg, að kjósendur taki gleði sína og kjósi. Og það má bóka það að Suðurnesjamenn kjósa aöeins þann flokk sem tryggir raunverulegt framhald álmálsins. - Nú er Sjálf- stæðisflokkurinn fjarri góöu kosn- ingamáli. Framhaldssaga Gunnars Gunnarssonar: Misskilið hlutverk? Er verið að sameina sjúkraliöa eða sundra þeim? Elín Bryndís Einarsdóttir og Kolbrún Gestsdóttir sjúkraliðar skrifa: Vegna „framhaldssögu" í kjallara- greinum Gunnars Gunnarssonar í DV, 8. og 14. mars sl. um málefni sjúkraliða, sjáum við okkur knúnar til að skrifa þessar línur. - í greinun- um hefur hann titlað sig fyrrverandi framkvæmdastjóra Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, en er nú starfs- maður Sjúkraliðafélags íslands, og þiggur laun hjá sjúkraliðafélaginu. Við, sem höfum starfað í SFR árum saman, þekkjum vel fyrrverandi hugmyndir hans um samvinnu mis- munandi starfsstétta innan SFR. Hann þreyttist aldrei á aö predika mikilvægi þess að hóparnir störfuðu saman og taldi það styrkja stöðu fé- lagsmanna. Þegar fóstrur og meina- tæknar undirbjuggu brottför úr SFR, vann Gunnar hvað hatrammast gegn því og beitti þá sínum sérstöku að- feröum gegn þeim. - Nú vinnur hann baki brotnu að því að sjúkraliöar kijúfi sig úr stéttarfélögum sínum. - Hefur Gunnar þá misskilið hlutverk sitt sem framkvæmdastjóri SFR öll þessi ár, eða við misskilið orðið sam- einingu? í áðurnefndum greinum hefur Gunnar vegið óspart að fyrrverandi formanni Sjúkraliðafélags íslands, Sigríði Kristinsdóttur, sem nú er for- maður SFR. Hún vann ötullega fyrir okkur sjúkraliða sem formaður árum saman og viö sem þekkjum Sigríði Kristinsdóttur og störf henn- ar fyrir okkar félag hörmum þessi vinnubrögð og sú spurning kemur þvi upp í hugann, hvort Gunnar hafi einnig misskiliö hlutverk sitt sem starfsmaður Sjúkraliðafélags ís- lands? Viö sjúkraliðar verðum að standa saman í baráttunni fyrir hagsmun- um okkar en láta ekki tvístra okkur eins og verið er að gera í dag. Hvarvarþá verkstjórínní ríkisstjórninni? Ingólfur Pétursson skrifar: Allsnörp deila varð á Alþingi út af álmálinu og tillögu um það frá iðnaðarráðherra. Mér fmnst Jón Sigurðsson hafa afar réttan málstað að verja og ég held að fólk sjái að hér er forsætísráð- herra að magna upp pólitíska deilu vegna komandi kosninga, þar sem hami getur ekki unnt pólitískum andstæðingi, þótt sá hafi setiö með honum í ríkis- stjóm, að Ijúka málinu eins og til stóð. Ef forsætisráðherra vænir iðn- aðarráðherra um að ekki hafi verið nægilega vel að verki staðið og nú sé timabært að stöðva framgang álmálsins, má spyrja hví verkstjórinn, sjálfur forsætis- ráðherra, tók ekki fyrr í taum- ana! - Hér tel ég ekki drengilega aö staðið af forsætísráðherra. Lofsverðskrif Sigurlaugar Lúðvig Eggertsson skrifar: Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrv. alþm., skrifaði framúrskarandi grein í Mbl. hinn 15. þ.m. Ég las greinina með athygh frá upphafi til enda. - Greinina nefndi hún „Að loknum landsfundi“. Sigurlaug sagði m.a.: „Mér heyrðist þarna nýr tónn, sem ástæða værí til aö fagna, ólikur þeim, sem glumið hefur í eyrum þjóðarinnar á undanförnum árum frá hörðum hægri-mönnum innan Sjálfstæðisflolcksins, sem kenna sig við „frjálshyggju“, sem er í raun þröng og einstrengings- leg peningahyggja, og þegar best Iætur, gengur á svig við almenn og kristileg siðgæðisviðhorf." - Orð Sigurlaugar eru vissulega í tíma töluð og mætti hin nýja for- usta Sjálfstæðisflokksins taka mið af þeim. Frábærsýning Ármúla- skólanema F.V. hringdi: Ég var ein af mörgum sem sóttu fyrstu sýningu nemendaÁrmúla- skóla sl. mánudag. Þeir nefna sýninguna „Leitin að týndu Hafnarfjarðarbröndurunum“. - Þetta var alveg frábær sýning og nemendum og skóla þeirra til mikils sóma. Allt var á eina bókina lært, allt var samhæft og rann í gegn eins og með smurðri vél, tónlistin og hljómsveitin var einnig mjög góð. - Ég held að allir hafi farið af þessari sýningu með gleði og þakklæti í huga ef marka má undirtektir þeirra sem ég heyrði í og ræddu sýninguna. - Til ham- ingju, Ármúlaskólanemar! Lukkaá Lækjarbrekku Stefanía Sophusdóttir hringdi: Við vorum 10 saman, bekkjar- systur úr barnaskóla, sem fórum á veitingahúsið Lækjarbrekku til að borða. Þetta var sunnudaginn 17. þ.m. Við vorum afskaplega hrifhar af þeirri þjónustu sem við fengum þarna og vildum þvi þakka þetta sérstaklega. Við fengum sérsal fyrir okkur og þar borðuðum við mjög góðan mat og stúlkan, sem þjónaöi okk- ur og sá um að allt gengi vel, var afburða lipur og kurteis. Dekraði raunverulega við okkur á allan hátt. - Þetta verður okkúr ógleymanlegt kvöld og við viljum þakka veitingahúsinu Lækjar- brekku fyrir ánægjulegt kvöld og veittan beina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.