Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. (Duelle Allt sem þú þarft lch mag's lch trag's Sérlisti með fallegum fatnaði í yfirstærðum. Einnig sérstakar K-stærðir fyrir lágvaxnar konur. Nú geta allir fengið fatnað sem passar. Listinn kostar kr. 200. * t Madeleine Tískulisti með glæsilegum, þýskum kvenfatnaði. Sérstakur fatnaður fyrir sérstakar konur. Listinn kostar kr. 200. Mach’s Selber! Listi fyrir þá sem gera hlutina sjálfir. Allar gerðir verkfæra og fullt af sniðugum hlutum. Listinn kostar kr. 200. Euroval Sérlisti fyrir úr og skartgripi. Góðir hlutir á góðu verði. Listinn kostar kr. 200. Stóri Quelle-llstinn 40.000 vörunúmer á 1300 bls. Fatnaður á alla fjölskylduna, allt fyrir heimilið, gjafavara og raftæki í ótrúlegu úrvali. Góð vara á góðu verði. Listinn kostar kr. 500. Í afgreiðslu okkar liggja frammi: Sérlisti með hlutum fyrlr gæludýr, husgagnallstar, Ijósa- listar og Top Shop-táningalistinn, auk annarra lista sem hægt er að panta úr. Quelle STÆRSTA PÖSIYERSLUN EVRÖBJ HJALLAHRAUN 8, HAFNARFJÖRÐUR. PÖNTUNARLÍNA 91-50200 Útlönd DV Uppreisnarmenn í írak: Þúsundir látast af völdum napalmsprengna írakshers Leiðtogar Kúrda og aðrir íraskir útlagar munu halda til jiess hluta Kúrdistan sem liggur í Irak í dag. Þaðan ætla þeir að beina baráttu sinni gegn Saddam Hussein íraks- forseta, að sögn heimildarmanna ír- ösku stjórnarandstöðunnar. Kúrdar lýstu því yfir fyrr í þessari viku að þeir hefðu hrakið menn Saddams úr héraðinu en siðari fregnir gefa til kynna að enn sé barist í borgunum Kirkuk og Mosul. Borgin Mosul er nálægt mikilvægum olíulindum al- veg eins og Kirkuk. í ísrael mátti í gærkvöldi heyra leynilega útvarpsssendingu frá Kúrdum í írak. Greint var frá því að menn Saddams gerðu árásir á borg- ina Kirkuk með þyrlum, fallbyssum, napalm- og fosfórsprengjum með þeim afleiðingum að hundruð manna, kvenna og barna hefðu þegar látið lífið. Erlendar ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóðirnar, mannréttinda- og hjálparstofnanir voru hvattar til að binda enda á fjöldamorðin. í suðurhluta íraks er enn barist umhverfis Basra þar sem uppreisnin gegn Saddam hófst í kjölfar ósigurs- ins fyrir bandamönnum. Talsmenn uppreisnarmanna segja fimmtán þúsund óbreytta borgara hafa látið hfið undanfarna daga í Najaf af völd- um napalm- og fosfórsprengjuárása stjórnarhermanna. Samtök íranskra stjórnarandstæð- inga fullyrtu í gær að írönsk yfirvöld hefðu sent yfir tuttugu herdeildir til landamæranna við írak til að styðja íraska uppreisnarmenn. Héldu sam- tökin því fram að forseti írans, Rafs- anjani, hefði heimsótt landamæra- svæðið í síðustu viku. Bandarískir sérfræðingar á þess- um slóðum segja að verið geti að ír- anar hafi farið í litlum hópum inn í írak en efast um að það sé í jafm miklum mæli og írönsku stjórnar- andstæðingarnir fullyrða. Bandarísk yfirvöld hafa afhent fulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun þar sem þess er krafist að írakar eyðileggi allt eldflaugakerfi sitt og gereyðing- arvopn sem og verksmiðjur þar sem þessi vopn eru framleidd. í drögunum er einnig kveðið á um landamæri íraks og Kúvæts, eftirlits- sveitir Sameinuðu þjóðanna og stríðsskaðabætur. Þegar írakar hafa formlega samþykkt öll skilyrðin er vopnahléð orðið formlegt. Flestar efnahagsþvinganirnar verða í gildi. þar til Öryggisráðið ákveður annað. Bandarísk.og bresk yfirvöld vonast til að Öryggisráðið samþykki álykt- unina fyrir lok næstu viku en yfir- völd ýmissa annarra ríkja telja litlar líkur á því þar sem hún sé löng og flókin. Reuter Tvö þúsund Palestínu- menn f angelsaðir Mannréttindasamtök, með aðsetur í Bandaríkjunum, sögðu í gær að á milli þrjátíu og flörutíu manns, flest- ir Palestínumenn, heföu verið drepn- ir og tvö þúsund fangelsaðir af hern- um og andspyrnuhreyfmgunni í Kú- væt undanfarnar þrjár vikur. Fullyrt er aö Palestinumönnunum, sem grunaöir eru um samvinnu við íraka, hafi verið misþyrmt á lög- reglustöðvum og heimilum. í sumum tilfellanna hefðu bandarískir her- menn verið viðstaddir misþyrming- arnar og reynt að stöðva þær í eitt skipti. Að sögn sjónarvotta svipar misþyrmingunum til þeirra sem Kú- vætar urðu að sæta af hálfu íraskra hermanna áður en land þeirra var frelsað. Kúvæska stjórnin er sögð reyna að hindra ofbeldið en hefur litla stjórn á hernum og byssumönnum. Reuter Júgóslavía: Forsetarnir á skyndif und - reyna aö koma í veg fyrir upplausn Leiðtogar júgóslavnesku lýðveld- anna sex munu í næstu viku halda skyndifund til að reyna aö koma í veg fyrir upplausn ríkjasambands- ins. Ákvörðunin um fundinn, sem halda á í Zagreb, höfuðborg Króatíu, var tekin á stormasömum fundi for- sætisráðsins í gær. Þingið í Serbíu valdi í gær nýjan fulltrúa í ráðið fyrir Kosovohérað. Á mánudaginn skipaði Slobodan Mi- losevic, forseti Serbíu, fyrrum full- trúa héraðsins aö hætta störfum i forsætisráðinu. Serbía og Svartfjallaland eru einu lýðveldin í Júgóslavíu þar sem kommúnistar sigruðu í frjálsum kosningum í fyrra. Slóvenía og Kró- atía hafa tekið ákvörðun um aö segja sig úr ríkjasambandinu verði það ekki gert að lausu sambandi sjálf- stæðra ríkja. Serbía vill hins vegar halda í miöstýringuna frá Belgrad. Ef það skyldi ekki takast hafa Serbar í hyggju að krefjast hluta af meöal annars Króatíu. Talið er að það muni leiða til borgarastyrjaldar sem ekki virtist langt undan fyrir nokkrum dögum. TT Hundrað og einn fórst í flugslysi Hundrað og einn lét lifiö í gær er saudi-arahísk herfiutningavél fórst í lendingu í norðurhluta Saudi-Arabíu nálægt landamærum Kúvæts. Farþegar um borð í vél- inni voru níutíu og fimm hermenn frá Senegal og voru þeir að koma frá Jeddah við Rauðahaf. Talsmenn varnarmálaráðuneyt- isins í Saudi-Arabíu sögðu að slæmt veður hefði verið þegar slys- ið áttí sér stað. Skyggni hefði auk þess verið slæmt vegna reyks frá brennandi olíulindum í Kúvæt. Hermennirnir, sem þátt tóku í stríðinu gegn írökum, voru á heim- leið eftir að hafa heimsótt hinar helgu borgir Mekku og Medínu. Reuter Gengið var til móts við nokkrar kröfur námsmanna i Belgrad í síðustu viku. I gær kom hópur námsmanna saman í miðborg Belgrad og söfnuðu undir- skriftum. Á listum þeirra var krafa um raunverulegt lýðræði, ekki bara í Serbíu heldur allri Júgóslaviu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.