Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. Menning 39 Upplifanir, kenndir, huganir Þrívíð (og nokkur tvívíð) myndverk Kristins G. Harðarsonar, nú til sýnis í Nýlistasafninu, eru eins og borgarísjakar aö því leyti að níu tí- undu hlutar þeirra eru iðulega huldir sjónum áhorfandans. Hér á ég alls ekki við að innihald þeirra sé svo margrætt, táknrænt og lymskulega framreitt að áhorfandinn sé til eilífðarnóns að komast til botns í því. Margrætt er það á sína vísu en krist- alstært að merkingu, takist áhorfandanum á annað borð að hafa upp á öllum innviðum sér- , hvers verks, skynja þó ekki væri nema helftina af þeim blæbrigðum, formrænum, efnislegum, tilfinningalegum, sem listamaöurinn hefur und- ir hveiju sinni. Því í þessum blæbrigðum, ekki táknrænu, felst hið eiginlega inntak verkanna. Áhorfandinn þarf aö vera með á nótunum, vera glaðvakandi fyrir smæstu misbrigðum á þekktum stærðum eða staðreyndum, gaumgæf- inn á minnstu tilhliðranir ofur hvunndagslegra efnisþátta og vera reiðubúinn að fylgja lista- manninum skilyrðislaust um alla þá refilstigu sem könnunarleiðangrar hans kunna að leiða hann. Ferðir án fyrirheits Hann þarf að rýna í verk Kristins utan sem innan, skoða ofan í þau, undir þau, á bak við þau, jafnvel langt út fyrir þau, til að fá út úr þeim eitthvað í líkingú við það sem listamaður- inn hefur lagt þeim til. Þessir leiðangrar með Kristni eru ófyrirséðari en ella fyrir það að hann gengur vísvitandi þvert á allar stefnur og stílbrigði og brýtur fiestar þær reglur sem listamenn setja sér hvað efnivið og úrvinnslu þeirra snertir. Þar-með hefur áhorf- andinn minna að styðjast við en endranær - en meira að upplifa fordómalaust. Listamaðurinn er allt í senn, fígúratifur mál- ari og afstrakt fóndrari - og öfugt, harðsoðinn hugmyndasmiöur og viðkvæmnin uppmáluð, skáld og grínari, heimspekingur og óviti, al- þýðulistamaður óg avantgarðisti. Með ýmsum listrænum undanbrögðum rýfur hann sam- hengi milli verka sinna en áréttar sérstaka nátt- úru hvers myndverks sem hann sendir frá sér, athugar hvort það geti ekki staðið eitt og sér, án þess að láta annað uppi um tilurð sína en það sem býr í sjálfu efninu. Af þverstæðum Þverstæðurnar eru hans ær og kýr. Kristinn á það til að gera risastórar blýantsteikningar en mála örsmáar olíumyndir, hlaða voldugustu skúlptúrverk úr brothættustu efnum og móta fíngerðustu verk úr grófustu efnum. En skyldi nokkur fá umflúið eigin „stíl“, íjörefniö sem býr í sérhverjum drætti og öllum efnistökum? Kristinn G. Harðarson á sýningu sinni. Á veggnum hangir eitt verka hans. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson í verkum sínum er eirís og Kristinn leggi allan efniviö að jöfnu, blý og ló, steypujárn og ydd, kaffikorg og ljósmyndir, bómullargam og blómafræ, við og lýsi, mold og vélrituð spurn- ingarmerki, svo fátt eitt sé nefnt. Orð og setning- ar eru honum jafn notadrjúgur efniviður og málning og leir. Þau vægast sagt óvenjulegu aðföng sem ég hefi nefnt, og eru tíunduð á miða hjá hverju verki - gætu þess vegna verið heiti þeirra - virðast hvorki valin af sérvisku né handahófi, heldur til að auka á merkingarleg blæbrigði verkanna, koma betur til skila ákveðnum hughrifum. Þrátt fyrir meint samhengisleysi verka Krist- ins er rauðan og nostalgískan þráð að finna á yfirstandandi sýningu hans - og raunar í mynd- list hans allri. Sem er ein af þeim elskulegu þversamstæðum sem gegnsýra þankagang þessa sérstæða listamanns. Stikkorð Eins og franska skáldiö Proust reynir hann að magna upp upplifanir, kenndir og huganir _úr fortíð sinni með aðstoð nokkurra „stikk- orða“ í efnislegu formi og vísar þá til allra skiln- ingarvita. Undarlega samsettir smáhlutir í verkum hans minna á fóndur barna, eða eru eins og leifar gleymdra leikja. Þau kalla sifellt á snertingu - í huganum; það eru í þeim fögur hljóð, samin fyrir innra eyrað; sumir þeirra eru gómsætir að sjá, eins og litríkir og hnefastórir brjóstsyk- urmolar niðri í skúffu eða uppi í hillu í krambúð. Kristinn framreiðir raunar mörg myndverk sín í skúffum, öskjum eða hillum, sem er eitt af því fáa sem tengir hann við nútímalegar myndhstarhefðir, aðallega súrrealisma og Flúx- us. Áhorfendum gefst kostur á að skoða í skúff- ur og öskjur Kristins fram á nk. sunnudags- kvöld. Fjölmiðlar Ekki má slaka Spaugstofan á laugardagskvöld- um er allajafna það sjónvarpsefni sem undirritaður bíður eftir með mestri eftirvæntingu í hverri viku. Þegar þættimir hófust aftur í haust, eftir hlé sem var álíka langt og það semþingmenn taka sér, tókst spaugpiltum að standa undir kröf- um áhorfenda. En þeir hafa hins vegar dalað á síðustu vikum. Það er eins og Spaugstofan sé eitt- hvað einskorðuð við skautasvellið í Laugardal, Amarhól og Artliúr Björgvin Bollason. Hvar eruRagnar og stubbabörnin? Og hvar er Reyk- áspabbinn sem liggur flatur í rúm- inu? Annars eru rónarnir á Hólnum skemmtilegir. Þeir mættu þó að skaðlausu skiptaum umhverfi - þó ekki væri lengra en yfir götuna, fara inn í ráðuneytin í Arnarhvoli og nágrenni og ganga aðeins fram af fólki. Annars yrði myndatökuliöinu ömgglega tekið vel á þessum stöð- um. Bara það að skipta um um- hverfi hefur mikið að segj a fy rir áhorfendur. Þættir eins og Spaugstofan byggj- ast upp á góðum hugmyndum. I þetta allt fer vafalaust mikil vinna alla vikuna enda segjast piltar vera að vinna á fullu við þættina fram á síðustu stundu. Spaugstofan verður vonandi á skjánum sem lengst. Þó strákunum takist stundum misjafn- lega upp eins og öðrum er alltaf þess virði að horfa á þá. En það má aldreislakaá. Óttar Sveinsson AUGLYSENDUR, ATHUGIÐ SÍÐASTA BLAÐ FYRIR PÁSKA kemur út miðvikudaginn 27. mars nk. Stærri auglýsingar í það blað þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 25. mars, fyrir kl. 17. Auglýsingar - Þverholti 11 Sími 27022 - fax 27079 Veður Suðvestan kaldi vestanlands, dálitil rigning eða slydda þegar kemur fram á morguninh og e.t.v. súld öðru hvoru síðdegis. í öðrum landshlutum verður fremur hæg suðvestan- eða vestanátt og skýjað með köflum. Þurrt á Norðausturlandi og Austurlandi en súldarvottur suðvestanlands síðdegis. Gengur i sunnan stinningskalda eða allhvasst með rigningu vestanlands undir miðnætti. Veður fer hlýnandi í Akureyri alskýjað -1 Egiisstaðir skýjað -A Keflavikurflugvöllur alskýjað 2 Kirkjubæjarklaustur skýjað 1 Raufarhöfn hálfskýjað -3 Reykjavik alskýjað 1 Vestmannaeyjar alskýjað 1 Helsinki rigning og súld 2 Kaupmannahöfn alskýjað 5 Osló skýjað 2 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn skúr 3 Amsterdam skýjað 3 Berlín rigning 7 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt alskýjað 8 Gengið Gengisskráning nr. 57. - 22. mars 1991 kl. 9.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 58,270 58.430 55.520 Pund 105,151 105,440 106,571 Kan. dollar 50,361 50,499 48,234 Dönsk kr. 9,3157 9,3413 9,5174 Norsk kr. 9,1656 9,1907 9,3515 Sænsk kr. 9,7851 9,8119 9,8370 Fi. mark 15,0238 15,0651 15,1301 Fra. franki 10,5029 10,5317 10,7399 Belg. franki 1,7353 1,7400 1,7744 Sviss. franki 41,5532 41,6673 42,2205 Holl. gyllini 31.7297 31,8168 32,4394 Þýsktmark 35,7649 35,8631 36,5636 It. líra 0,04806 0,04819 0,04887 Aust. sch. 5,0858 5,0997 5,1900 Port. escudo 0,4084 0,4095 0,4181 Spá. peseti 0,5756 0,5772 0,5860 Jap. yen 0,42631 0,42748 0,41948 írskt pund 95,397 95,659 97,465 SDR 80,0292 80,2489 78.9050 ECU 73,4639 73,6656 75,2435 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Þann 21. mars seldust alls 54.648,20 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Ýsa (ósl.) 0,144 90,00 90,00 90,00 Ufsi (ósl.) 0,489 33,00 33,00 33.00 Steinbítur (ósl.) 0,052 29,00 29,00 29.00 Langa (ósl.) 0,159 51,00 51,00 51,00 Rauðmagi 0,014 75.00 75,00 75,00 Skötuselur 0,034 410,00 410,00 410,00 Blandað 0,053 30,00 30.00 30,00 Ýsa 1.786 109,03 102,00 115,00 Steinbitur 0,134 37,00 37,00 37,00 Skötuselur 0,152 165,00 165,00 165,00 Ufsi 4,759 42,09 25.00 44,00 Þorskur 34,076 89,45 86,00 109,00 Koli 0,210 56,00 56,00 56,00 Blandað 0,148 62,00 62,00 62,00 Þorskur, smár 0,323 74,00 74,00 74,00 Keila • 1,445 36,00 36,00 36.00 Skata 0.190 97,25 45,00 118,00 Lúða 0,819 230,08 100,00 405,00 Langa 0,695 63,97 63.00 64,00 Karfi 8,578 36,01 29,00 Hlýri 0,244 33,00 33,00 33.00 Lúða, fro. 0,144 125,00 100,00 160,00 Faxamarkaður 21. mars seldust alls 230.048,97 tonn. Blandað 0,203 37,93 10,00 105,00 Gellur 0,057 311.30 310,00 315,00 Hrogn 3,464 188,73 45,00 210,00 Karfi 30,244 35,26 34,00 37,00 Keila 1,842 35,23 16,00 36,00 Langa 2,225 64,00 62,00 65,00 Lúða 0,464 417,76 325,00 435,00 Skata 0,101 96,98 90,00 105,00 Skarkoli 0,115 58,42 48,00 81,00 Skötuselur 0,058 182,84 180,00 185,00 Steinbítur 8,691 38,22 31,00 40,00 Þorskur, sl. 90,697 87,68 79,00 96,00 Þorskur, ósl. 11,394 85,78 75,00 88,00 Ufsi 59,370 46,05 33,00 47,00 Undirmálsf. 0151 74,00 74,00 74,00 Ýsa.sl. 20,812 110,32 72,00 132,00 Ýsa, ósl. 0,159 122,13 122,00 125,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 21. mars seldust alls 301,877 tonn. Ýsa, sl. 0,498 132,00 132,00 132.00 Þorskur 21,450 67,89 60,00 81,00 Þorskur.sl. 30.989 93,39 91,00 95,00 Þorskur, ósl. 112,368 91,53 69,00 115,00 Ýsa.ósl. 15,215 129,80 72,00 139,00 Rauðmagi 0,050 89.00 89,00 89,00 Skarkoli 0,500 77,00 69,00 89,00 Hlýri/steinb 0.093 34,00 34,00 34,00 Skata 0,273 93,42 83,00 95,00 Hrogn 2,084 210,00 210,00 210.00 Lúða 0,071 408,66 385,00 420,00 Hlýri 0,169 29,00 29,00 29,00 Ufsi 44,224 37,10 15,00 49,00 Steinbitur 17,892 33,52 27,00 36,00 Langa 4,757 52,67 44,00 62,00 Keila 11,580 33,03 17,00 39,00 Karfi 39,664 38,37 15,00 40,00 Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn 21. mars seldust alls 9,361 tonn. Karfi 0,328 34,79 16,00 35,00 Keila 0,041 20,00 10,00 20,00 Langa 0,455 49,31 40,00 51,00 Skarkoli 0,056 20,00 20,00 20,00 Skötuselur 0,057 90,00 90,00 90,00 Steinbítur 0,041 29,00 29,00 29,00 Þorskur, sl. 0,887 99,32 81,00 112,00 Þorskur, ósl. 4,637 104,95 61,00 109,00 Ufsi 1,329 30,20 30,00 48,00 Ufsi, ósl. 0.489 35,00 35,00 35,00 Ýsa,sl. 1,041 76,85 71,00 90,00 ‘fyeewmz MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.