Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjórrt - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Föstudagurinn langi: Ekkertflug frá landinu FOSTUDAGUR 22 MARS 1991. , Ekkert áætlunarflug veröur frá landinu 29. mars næstkomandi ef af boöuðu verkfalli flugmanna verður. SAS hefur, auk Flugleiða, haldiö uppi áætlunarflugi til og frá landinu en félagið flýgur hins vegar ekki frá landinu á föstudögum, en 29. mars ber upp á föstudaginn langa. Flugmenn hafa boðað verkfall föstudaginn 29. mars og eftir það einn dag í hverri viku náist ekki samning- Fékk skíðalyftu- mastur í hökuna Rúmlega tvítugur maður kjálka- brotnaði í gærkvöldi þegar mastur á skíðalyftu slóst upp undir hökuna á honum á skíðasvæðinu á Seljalands- dal á ísafirði. Maðurinn var ásamt öðrum að reisa mastrið eftir að það hafði fallið niður í snjóflóöi á svæðinu á þriðju- dag. Verið var að hífa annan enda mastursins upp þegar hann skall í jörðina. Maðurinn stóö við hinn end- ann sem kastaðist upp þegar mastrið féll. -ÓTT Faldi sig í stigagangi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: FiskverkafóLk: Dýrmæturhlekkur - segir Karl Steinar „Verkamannasambandið hefur ekki komið saman til fundar. Mér sýnist þó einsýnt að ef verið er aö veita öðrum stéttum kjarabætur og hækka laun þá eigi fiskverkafólk að vera í fremsta flokki. Það er ekki síð- ur dýrmætur hlekkur í keðjunni en aðrir,“ segir Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasam- bandsins, um þau ummæli Snæs Karlssonar að sú krafa hljóti að vera uppi að laun alls flskverkafólks hækki um 10 prósent. „Ég tel það hins vegar mikilsvert að haldið verði áfram á þjóðarsáttar- braut með lækkun vaxta svo unnt verði að skapa svigrúm til raun- verulegara kjarabóta í framtíðinni,“ segir Karl Steinar. -J.Mar LOKI Mastrinu hefur þótt nóg komið. Framtak ungs Skagamanns: Bjargar líf i þrítugrar armenskrar móður Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi; Þrítug armensk kona kemur hingað til lands til skuröaðgerðar í dag, föstudag. Sá viðburður er fyrir marga hluti sérstakur þar sem konan kemur hingað fyrir til- stilli ungs Akurnesings, Gísla Þrá- inssonar. Ógerlegt er að fram- kvæma þá aðgerö í Sovétrikjunum, sem þarf tfl að bjarga lífi konunn- ar. Gisli hefur tekið að sér að gang- ast í ábyrgð fyrir þeim kostnaði sem hlýst af för hennar og sjálfri aðgerðinni. Talið er að heildar- kostnaöur nemi um 600 þúsund krónum. Gísli hefur sent 100 fyrir- tækjum á Akranesi bréf þar sem hann fer þess á leit að þau liösinni honum í mjög óvenjulegu máli. Forsaga málsins er sú að Gísli ferðaðist tyrir nokkru um sovétlýð- veldið Armeníu á vegum danska rauða krossins og kynntist þá Pap Aslanian og íjölskyldu hans. Þau reyndust honum ómetanleg hjálp- arhella þegar hann veiktist lífs- hættulega. Pap þessi skrifaði Gísla bréf fyrir 2 mánuðum og óskaði eftir hjálp hans. Þrítug kona hans, Eva, haföi þá fengið heilablóðfall og lamast timabundið. Heilablóð- failið stafaði af háþrýstingi í blóði sem orsakast af meðfæddum kransæðagalla. Ekki er hægt að framkvæma nauðsynlega aðgerð tO bjargar Evu í Sovétríkjunum og leitaði Pap því liösinnis Gísla. Mikið lá við því annað heilablóðfall var yfirvofandi og það hefði riðið Evu að fullu. Gísli hefur því fengið leyfi land- læknis fyrir því að Eva fái að leggj- ast undir skurðarhnífinn hér heíma og Rauði krossinn hefur heitið því aö sjá henni fyrir hús- næði hérlendis á meðan hún er að jafna sig. Eftir því sem DV kemst næst hafa Gísli og bræður hans, sem hjálpa honum við söfnunina, fengið góðar viötökur víðast hvar og stjómend- ur fyrirtækja sýnt þessari óvenju- legu beiðni skOning. Opnuð hefur verið sparisjóðsbók nr. 12116 i Landsbanka íslands á Akranesi. Fimmtán ára stúlka á Akureyri faldi sig í stigagangi í fjölbýlishúsi í fyrrinótt á meðan um 50 björgunar- sveitarmenn og lögregla leituðu hennar um allan bæ. Stúlkan, sem fór aö heiman frá sér eftir missætti skömmu fyrir mið- nætti, faldi sig í stigagangi næsta fjöl- býlishúss en mætti síðan í skólann kl. 10 um morguninn. Sigurður Helgason: Gagnrýndi stóran hlut Eimskips „Nú er stund til að gleðjast,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra í ræðu sinni i gær þegar Þjóðleikhúsið var opnað eftir viðgerðir og breytingar. Mikil opnunarhátíð var fyrir hátiðarsýninguna, Pétur Gaut, og bar þar hæst söng Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara. Á myndinni má sjá ráðherra, þingmenn, bankastjóra og fleira gott fólk klappa fyrir Kristjáni og á innfelldu myndinni er Kristján að þakka fyrir sig. DV-mynd GVA - Hörður stj ómarformaður Á fyrsta fundi stjórnar Flugleiða eftir aðalfundinn í gær var Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, kjörinn stjómarformaður Flugleiða. Sigurður Helgason, fyrrum stjórn- arformaður, sem seldi stóran hlut sinn í félaginu á síðasta ári, gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn fé- lagsins. Á aðalfundinum í gær gagn- rýndi hann mjög harkalega stóran hlut Eimskips í félaginu, sem er 34 prósent, og taldi nauðsyn á meiri valddreifingu í félaginu. Á aðalfundinum í gær var kosið um 5 af 9 stjórnarsætum í félaginu og öll þrjú sæti varastjórnarmanna. Árni Vilhjálmsson, Hörður Sigur- gestsson, Kristjana Milla Thorsteins- son, Páll Þorsteinsson og Sigurður Helgason gengu úr aðalstjórn. Þau voru öll endurkjörin í stjórn að Sig- urði undanskildum. í varastjórn voru kjörnir Jóhann J. Ólafsson, Björn Theódórsson og Halldór Þór Halldórsson. Tveir þeir síðastnefndu eru nýir menn í vara- stjórn félagsins. Aðalfundurinn samþykkti útgáfu 10% jöfnunarhlutabréfa og að greiða hluthöfum 10% arð. -JGH Veðrið á morgun: Skúrir um vestanvert landið Á morgun verður sunnan- og suðvestankaldi eða stinningkaldi víðast hvar á landinu. Skúrir eða slydduél um vestanvert landið, súld um landið sunnanvert en annars þurrt að mestu. Hiti á bil- inu 3 til 5 stig. O N N 1 a CL. > Q "V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.