Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 33 Lífsstni Gúrkur 400_ Verðíkrónum Ag. Sept.Okt. Nóv. Oes. Jan. Feb. Hars Tómatar Verð í krónum 186 Ag. Sept.Okt. Nóv. Dcs. Jan. Feb. flara Neytendur hljóta að fagna því að meðalverð grænmetis er á niðurleið. DV kannar grænmetismarkaðinn: Verðlækkun á öllum tegundum - mest á tómötum, blómkáli og hvítkáli Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Hafnarfirði, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Eiðistorgi, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Miklagarði vestur í bæ. Bónusverslanirnar selja sitt græn- meti í stykkjatali á meðan hinar sam- anburðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á miili er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Umtalsverð lækkun varð á meðal- verði á tómötum frá í síðustu viku og nam lækkunin 40 prósentum. Meðalverðið er nú 186 krónur. Lægsta verðið var í Bónusi, 122 krón- ur, síðan kom verðið í Fjarðarkaupi, 145, Kjötstöðinni, 170, Miklagarði, 199, og Hagkaupi, 294 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum var 141%. Fimmtán prósent lækkun varð á meðalverði á gúrkum milli vikna og er meðalverðið í þessari viku 254 krónur. Lægst var verðið í Bónusi, 114 krónur, þar á eftir 195 í Mikla- garði, 259 í Hagkaupi, 299 í Fjarðar- kaupi og 401 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði var ansi mik- ill eða 252%. Lækkunin á meðalverði á sveppum var heldur minni en nam þó 8% og er nú 469 krónur. Sveppir voru á lægsta verðinu í Bónusi, 356 krónur, en skammt á eftir kom verðið í Miklagarði, 397. Næst í röðinni var verðið í Kjötstöðinni, 499, 544 í Hag- kaupi og 550 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði var 54 af hundraði. Meðalverð á grænum vínbeijum lækkaði um 11 af hundraði frá í síð- ustu viku og er það nú 268 krónur. Vínber voru á lægsta verðinu í Bón- usi, á 171 krónu, en á eftir fylgdu Mikligarður, 247, Fjarðarkaup, 248, Hagkaup, 299, og Kjötstöðin, 376 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var 120%. Meðalverð á grænni papriku stóð nánast í stað miðað við verðið í síð- ustu viku en lækkun varð þó sem nemur rúmu einu prósentustigi. Meðalverðið er nú 361 króna. Græn paprika fékkst á lægsta verðinu í Bónusi, á 135 krónur kílóið. Næst kom verðið í Fjarðarkaupi, 369, Hag- kaupi, 379, og Kjötstöðinni, 562. Græn paprika náði' ekki fyrsta flokki í Miklagarði vestur í bæ. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var ótrúlega mikill eða 316%. Tíu prósent lækkun varð á meðal- verði á kartöflum og er meðalverðið nú 76 krónur kílóið. Lægsta verðið fannst í Miklagarði, 64,50, en á eftir kom verðiö í Bónusi, 68,50, Fjarðar- kaupi, 75,50, Hagkaupi, 82, og Kjöt- stööinni, 89 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 38%. Rúmlega fjórðungs lækkun varð á meðalverði á blómkáli frá í síðustu viku og er það nú 179 krónur. Blóm- kál fékkst ekki í Bónusi en lægst var verðið í Miklagarði, 110 krónur, verðið var 158 í Hagkaupi, 159 í Fjarð- arkaupi og 289 í Kjötstöðinni. Munur á hæsta og lægsta verði á blómkáli var 163%. Svipuð lækkun varð á meðalverði hvítkáls eða rúmlega fjórðungslækk- un og er meðalverðið nú 81 króna kílóið. Hvítkál var ódýrast í Hag- kaupi, á 55, næst kom verðið í Fjarð- arkaupi, 59, Bónusi, 65, Miklagarði, 75, og Kjötstöðinni, 152 krónur. Mun- ur á hæsta og lægsta veröi var 176%. Flestar samanburðarverslanirnar voru með nýtt íslenskt hvítkál. Fimm prósent lækkun varð á með- alveröi á gulrótum frá í síðustu viku og er meöalverðið nú 142 krónur. Gulrætur fengust á lægsta verðinu í Bónusi, á 109, en á eftir fylgdi verðið í Miklagarði, 116, Fjarðarkaupi, 138, Hagkaupi, 155, og Kjötstöðinni, 192 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 76%. Svo virðist sem verðstríð stór- markaðanna teygi anga sína inn á grænmetismarkaði þeirra því allt grænmeti þar hefur lækkað frá í síð- ustu viku. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Lambalæri og lamba- hryggur með béamaise í Bónusverslunum er hægt að gera góð kaup í 12 stykkjum af Edet sal- ernispappír á 208 krónur. Libero blei- ur fyrir allar þyngdir barna voru á 1499 krónur, Seltser svaladrykkur- inn, 33 cl, kostaði 59 krónur og Home- blest kex, 200 g, er selt á 59 krónur pakkinn. Meðal tilboðsvara í Fjarðarkaupi voru Pampers bleiur fyrir börn, 3-20 kg, á 1148 krónur, Widal Sassoon sjampó og hárnæring blönduð sam- an, 200 ml, kostar 257 krónur, sænsk- ar bruður frá Olof, 200 g, kosta 89 krónur og 2 lítrar af Pepsídrykknum vinsæla er á tilboði á 153 krónur. í Hagkaupi var léttreykt kryddleg- ið lambalæri á kynningarverðinu 1122 krónur kílóið, WC pappír frá Hagkaupi, 12 rúllur, var á 219, Ajax þvottaduft, 75 dl, kostar 399 krónur og í kjötborðinu var smálax á tilboðs- verðinu 299 krónur kílóið. Kjötstöðin bauð upp á tilboðsverð á nýreyktu folaldakjöti en það er á kílóverðinu 595, Havre Fras morgun- korn frá Ota, 375 g, kostar 189 krónur pakkinn, Bio Tex blettahreinsir fyrir föt, 375 ml, er sömuleiðis á 189 og Wella Soft sjampó + hárnæring, 2 x 200 ml, er á sértilboðsverðinu 368 krónur. Mikligarður var með mörg sértil- boð í kjötborðinu. Þar mátti meðal annars finna sítrónukryddað lamba- læri eða kryddaðan lambahrygg á 678 krónur kílóið og með í kaupbæti béarnaisesósa. Hangitvenna, fram- partur og læri, kostar 1099 krónur kg og.verðið á kjúklingum er 398 kíló- ið. Rynkeby appelsínusafi kostar 74 krónurhverlítri. -ÍS :: -k PAPRIKA ■1% I •o 0Q ■ 562 135 SVEPPIR -8% I 3 ■ 550 356

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.