Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 5
1“ FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 5 Fréttir Sakadómur Reykjavlkur vísaöi frá kröfu ríkissaksóknara 1 gær: Steingrímur sæti ekki öryggisgæslu - lögregla í Færeyjum kannast ekki við neinn Steingrím Njálsson Sakadómur Reykjavíkur hefur vís- að frá ákæru ríkissaksóknara á hendur Steingrími Njálssyni þar sem krafist var að honum yrði gert að sæta öryggisgæslu. Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari hefur kært frávísunina til Hæstaréttar. Staðfesti Hæstiréttur dóm Sakadóms er ljóst að Steingrímur þarf að öllu óbreyttu ekki að hafa áhyggjur af því að vera vistaður í öryggisgæslu - hann hefur nýlega tekið út sína refsingu og er frjáls maður. Hæstiréttur hafnaði nýlega kröfu ríkissaksóknara um að Steingrímur sætti geðrannsókn. í ákæru, sem nú var vísað frá Sakadómi, var hins vegar stuðst við að Steingrímur sætti öryggisgæslu þar sem hann sé vana- afbrotamaður, hafi kynferðislega hneigð til imgra drengja og sé hald- inn áfengissýki. Ákæran, sem Sakadómur vísaði frá í gær, var mjög svipuð þeirri og Hæstiréttur vísaði frá í nóvember síðastliðnum. Ríkissaksóknari krafðist þess að Steingrímur yrði vistaður á hæh, það er fangelsi, og úrræðum beitt samkvæmt 65. grein almennra hegningarlaga. Þetta féllst Sakadómur ekki á þar sem Stein- grímur hefur ekki framið brot sem varðar við þá lagagrein - það er und- ir áhrifum áfengis. Að öðru leyti var niðurstaða dómsins á þá leið að kröfugerð ríkissaksóknara væri sú sama og Hæstiréttur vísaði frá í nóv- ember. Steingrímur í færeysku pressunni Steingrímur Njálsson hefur dvahð í Færeyjum síðustu vikuna. Dima- lætting í Færeyjum birti frétt um Steingrím skömmu eftir að hann kom th Þórshafnar. Þar er greint frá þeirri málshöfðun íslenska ríkissak- sóknaraembættisins og kröfu um öryggisgæslu sem Sakadómur hefur nú hafnað. Vitnaði blaðið í frétt „seinnapartsblaðsins DV í Reykja- vík“. Dimalætting hafði samband við lögregluyfirvöld í Þórshöfn og voru þau spurð hvort boð hefðu komið frá starfsbræðrum á íslandi varðandi ferð Steingríms til Færeyja. Blaðið misskildi reyndar að hann ætti að vera undir öryggisgæslu, eða „trygdareftirliti“ eins og blaðið nefn- ir það. Rannsóknasjóður: 138 um- sóknir Umsóknir um styrk til Rann- sóknasjóðs Rannsóknaráðs ríkis- ins fyrir árið 1991 eru 138 talsins og nemur heildarkostnaður verk- efna, sem sótt var um stuðning við, 765,4 milljónum króna. Sótt er um 325,3 milljónir króna í styrki frá Rannsóknasjóði en áætlað framlag fyrirtækja th verkefnanna nemur um 200 millj- ónum króna. Umsóknirnar skiptast í 13 at- vinnuflokka og svið og flestar umsóknirnar koma frá fiskeld- issviðinu. Gert er ráð fyrir að í byijun maí hggi fyrir hvaða verkefni hljóti stuðning en heildarkostn- aður verkefnanna, sem sótt er um, er rúmlega þrisvar sinnum hærri en það fé sem er til ráðstöf- unar. Lögreglan í Færeyjum kannaðist ahs ekki við þetta mál enda höfðu engin boð komið frá yfirvöldum hér á landi um Steingrím. Lögum sam- kvæmt hefur Steingrímur tekið út sína refsingu og er þvi frjáls ferða íslendskur siðahrotsmaður: navni Kom higar mánadagin við farmaskipinum »HekIa« ' REYKJAVÍK (Sverrir Þórðanon) Scirnapartsbiaðið DV (Dagblaðið/Vísir) í Reykjavík skrivar týsdagin, at ein íslendingur, sum hevur sera ringt orð á sær og fleiri ferðir hevur verið fongslaður fyri siðabrot í Reykjavík móti ungum dreingjum, sum ikki eru komnir til lógaldurs, var komin við skipi úr Islandi til Feroya mánadagin. sinna. -ÓTT Svona sagði færeyska blaðið Dimmalætting frá komu Steingrims Njálsson- ar til Færeyja. Lokaátak hafið til að % koma söluskráningu í fullkomið lag Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir. Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á soluskráningu í verslun og þjónustu. Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt- rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir- tæki um allt land til að kanna ástand og notk- un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem- ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð- ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega ýoru samþykkt á alþingi. Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom- inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís- bending um full og heiðarleg skattskil og neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam- eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin léttari á hverjum og einum. Full skattskil samkvæmt settum reglum eru grundvallar- forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis- grundvelli. Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum! Takið vel á móti starfsmönnum skattrannsóknarstjóra - með ykkar mál á hreinu. Örvqgií viðskiptum heiðarleg skattskil!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.