Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Utlönd Plataði þrjátíu sænska lækna Þijátíu sænskir læknar og tannlæknar voru plataðir til að greiða gjöld á ráðstefnu um holufyllingar sem þeim var sagt að halda ætti í Guate- mala. Ráðstefnan hefur hins vegar aldrei verið á dagskrá og verður ekki haldin. Það var Þjóðverji búsettur í Svíþjóð sem fékk hugmyndina um að boða til ráðstefnunnar. Hann sendi boðsbréf til læknanna og tilgreindi hvað þeir þyrftu að greiða í ráðstefnugjöld. Þjóðverjinn er nú flúinn ur landi með um 600 þúsund sænskar krónur en það svarar til um sex milljóna íslenskra króna, Sænska lögreglan reyndi að hafa hendur í hári svikar- ans en hann slapp. Carlos Menem Argentinuforseti er óvenju þrútinn í andliti þessa dag- ana. Deilt er um hvað valdi bólgunni. Simamynd Reuter Argentínuforseti bólginn i andliti Flóttamenn frá írak i búðum sem komið hefur verið upp í Tyrklandi. Hundruð þúsunda flóttamanna bíða við landa- mæri Tyrklands í von um að geta leitað skjóls þar. Tyrknesk yfirvöld segjast ekki geta tekið við svo miklum fjölda en yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um aðstoð Tyrkja við að reyna að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Kúrdum. Simamynd Reuter Afvopnun íraka kom of seint: Það á ekki af Carlos Menem, forseta Argentinu, að ganga. Hann þarf að beijast viö vonlausan efnahag landsins, hjónaband í nístum og nú hafa menn veitt því athygli hvað hann er þrútinn í andliti. Útlit forsetans hefur vakið upp spurningar í argentínskum fjölmiðlum um hvað að hon- um gangi. í opinberri yfirlýsingu segir að vespa hafi stungið Menem í andlitið og því hafi hann þrútnað svo mjög. Aðrir telja sig hafa heimildir fyrir þvi að hann hafi farið í umfangsmikla andslitslyftingu og þaö valdi bólg- unni. Meném hefur alla tíð verið annálaður kvennamaður og er nú á höttunum eftir nýrri konu til að setjast i stól forsetafrúar. Konu sina rak forsetinn að heíman í síðasta mánuði eftir 25 ára stormasama sambúð. Krónurnar urðu að 100 milljónum Maður nokkur frá Philadelphiu í Bandarikjunum datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann keypti ómerkilegt málverk á flóamarkaði í heimaborg sinni. Fyrir myndina greiddi hann fjóra dali eða um 250 krón- ur. Þegar heim kom tók hann myndina úr rammanum og þá kom i Ijós samanbrotið blað milli myndar og baks. Blaðið reyndist vera eitt sára- fárr'a frumeintaka af sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Sumir sér- fræðingar segja að fyrir yfirlýsinguna fáist í það minnsta 50 milijónir íslenskra króna á uppboði. Aðrir segja að 100 millj ónir séu nær réttu lagi. Samkvæmiskjóll úr hráu kjöti Kjötkjólilnn i listasafninu í Öttawa hefur vakið mikla athygii og mikió umtal. Gagnrýnendur segja að nær hefðl verið að gefa kjötið til bág- Staddra. Simamynd Reuter Stjómmálamenn og stjórnendur hjálparstofnana í Kanada eru æfir af reiði vegna sýningar á samkvæmiskjól úr hráu kjöti í Þjóðlistasafhi lands- ins í Ottawa. Kjóllinn er gerður úr 23 kílóum af söltuðu nautakjöti og það er listakonan Jana Sterbak sem ber ábyrgð á verkinu. Þeir sem hneyksl- ast hafa á kjólnum segja að það sé sóun á opinberu fé aö standa fyrir sýningu á slíkum grip og fáránlegt að hengja kjöt á herðatré þegar íjöldi jarðarbúa býr viö sult og seyru. Listamaðurinn segir hins vegar að kjóll- inn eigi að sýna fáránleikann og sóunina í vestrænni menningu. Reuter Fengu fyrst að berja á Kúrdum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær harða skilmála fyrir varanlegu vopnahléi við íraka. Þeir munu koma í veg fyrir að írakar geti ógnað nágrönnum sínum en koma þó of seint fyrir þær milljónir Kúrda sem eru nú á flótta undan stjórnarhernum í írak. í skilmálunum er gert ráð fyrir að írakar eyðileggi undir alþjóðlegu eft- irliti öll gereyðingarvopn sín. Að því loknu fái þeir aðgang að mörkuðum fyrir framleiðslu sína en verða að láta hluta af tekjum af olíusölu renna í sjóð sem standa á undir stríösskaða- bótum. írösk yfirvöld hafa lýst því yfir að uppreisnin í norðurhluta landsins hafi verið bæld niður og skæruliðum stökkt á flótta. Hundruö þúsunda kúrdískra fjölskyldna hafa flúið upp í snæviþakin fiöll af ótta við hermd- arverk íraskra stjórnarhermanna. Þeim er í fersku minni efnavopnaár- ásin á Halabja 1988 þegar fimm þús- und manns létu lífið. Eru flótta- mennirnir án matar og'húsaskjóls. Vestrænar stjórnir, sem neituðu uppreisnarmönnum um hemaðarað- stoð, ífiuga nú hvernig koma megi flóttamönnunum til hjálpar. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir hættu vera á þjóðar- morði og hefur farið þess á leit við tyrknesk yfirvöld að þau leyfi flótta- mönnum að leita skjóls í Tyrklandi, að minnsta kosti tímabundið. Tvö hundruð þúsund flóttamenn eru nú í fiöliunum nálægt landamærum Tyrklands. Yfirvöld þar hafa lýst því yfir að þau geti ekki tekið viö svo miklum fiölda. Að sögn bresks frétta- manns, sem var í för með kúrdískum flóttamönnum, skutu tyrkneskir hermenn yfir höfuð flóttamanna til að fæla þá frá landamærunum. Fréttamaðurinn kvaðst hafa séð fótalausum manni ekið í hjólastól, konu komna að barnsfæðingu leita skjóls í klettum, grátandi dreng, ber- fættan í snjónum og aldraðar konur í náttklæðunum. Talsmaður Kúrda sagði tuttugu börn hafa dáið úr kulda á þriðjudagskvöld. Irönsk fréttastofa hefur greint frá því að þúsundir flóttamanna hafi komið til írans undanfarna daga. Hefðu þeir greint frá því að að minnsta kosti tvö hundruð og fimm- tíu þúsund manns til viöbótar væru á ferð í snæviþöktu fiallendinu á leið til írans, bæði akandi ogfótgangandi. Reuter Námuverkamenn í Sovétríkjunum: Hafna tvöföldun launa - Jeltsin fyrir áfalli Sovésk yfirvöld hafa samþykkt aö tvöfalda laun kolanámuverkamanna innan árs með þvi skilyrði að fram- leiðslan verði aukin. Róttækir námu- menn, sem krefiast víðtækra póli- tískra breytinga og 150 prósenta launahækkunar, hafna samkomu- laginu. Ekki var því ljóst í gærkvöldi hvort samkomulagið, sem náðist eft- ir tveggja daga viðræður fulltrúa námumanna við Gorbatsjov Sovét- forseta og aðra leiðtoga, yrði til þess að þrjú hundruð þúsund verkfails- menn sneru aftur til vinnu. Sovéskir ráöamenn hafa varað við því að hrun blasi við i stáliðnaðinum snúi námu- menn ekki skjótt aftur til vinnu. Aukinn fiöldi námumanna á tveim- ur stærstu námusvæðunum, Kuz- bass í Síberíu og Donbass í Úkraínu, hefur krafist afsagnar Gorbatsjovs, upplausnar þingsins og myndunar samsteypustj órnar. Tillaga Boris Jeltsins, forseta rúss- neska þingsins, um beinar kosningar til forsetaembættis Rússlands í maí- lok eða júnibyrjun, var felld á full- trúaþingi landsins í gær. Er litið á það sem alvarlegt áfall fyrir Jeltsin. I þjóðaratkvæðagreiðslu í síðastiiðn- um mánuði fékk hugmyndin stuðn- í þjóðaratkvæðagreiðslu i síðastliðnum mánuði fékk hugmynd Boris Jelts- ins um beinar forsetakosningar í Rússlandi stuðning meirihluta kjósenda. Rússneska fulltrúaþingið felldi hins vegar i gær tillögu þess efnis. Teikning Luríe. ing mikiis meirihluta kjósenda. setningu laga um aukiö fram- Fuiltrúaþingið samþykkti hins kvæmdavald forsetans. vegar ályktun um aö unnið yrði að . Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.