Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Side 15
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. 15 Tímamót í sögu félagslegra íbúða KjaUarirm Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Atta ára baráttumál Húsnæöissamvinnufélögin „Mikilvægum áfanga 1 félagslegum íbúðamálum var náð með samþykkt laga um húsnæðissamvinnufélög og búseturétt á nýloknu þingi.“ asta markmiðið að viðurkenna leiguhúsnæði sem fullgildan kost í húsnæðismálum. Ég hef lagt fram tillögur um aö teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur í hús- næðiskerfinu með svipuðum hætti og vaxtabætur til íbúðareigenda. Á grundvelli tillagna sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins vann að, var lagt fram frumvarp um húsaleigubætur til leigjenda. Húsnæðissamvinnufélögin hér á landi eru stofnuð að frumkvæði samtaka leigjenda. Starfsemi Bú- seta er mikilvægur þáttur í því að auka öryggi leigjenda á húsnæðis- markaðnum og að hér komist á skipulagður leigumarkaður. „Starfsemi Búseta er mikilvægur þáttur i því aö auka öryggi leigjenda á húsnæöismarkaöinum .. eru Með samþykkt laga um kaup- leiguibúöir árið 1988 var Búseta tryggður fastur sess og fullur láns- réttur í húsnæðislánakerfmu. Á fimm ára afmæh Búseta í Reykjavík í nóvember 1988 voru afhentar 46 íbúðir í fyrsta byggingaráfanga fé- lagsins. Þetta vora fyrstu kaup- leiguíbúðimar á íslandi og jafn- framt fyrstu búseturéttaríbúðimar. Aukin útlán til félagslegra íbúða Þegar gerð var heildarendur- skoðun á félagslega húsnæðiskerf- inu í fyrra voru möguleikar félaga- samtaka til að starfa að húsnæðis- málum efldir til muna. Lánshlut- fall vegna félagslegra íbúða var hækkað í 90% og lánstími vegna leiguíbúða lengdur í 50 ár. Stórkostleg aukning hefur orðið síðastliðin þrjú ár á útlánum Hús- næðisstofnunar til félagslegra íbúða. í fyrra voru veitt lán til rúm- lega 800 félagslegra íbúða og er það umfangsmesta úthlutun félagslega kerfisins til þessa. Búsetafélagar hafa notið góðs af þessum auknu útlánum en fostudaginn 22. mars síðastliðinn afhenti Búseti 100. íbúðina sem félagið hefur byggt á höfuðborgarsvæðinu. Leiguíbúðir nauðsynlegur valkostur Mikilvægt er að í húsnæðiskerf- inu sé aðstoð veitt jafnt til leigjenda og þeirra sem eignast húsnæði. Við endurskoðun félagslega íbúöalána- kerfisins í fyrra var eitt mikilvæg- hður í því að færa fyrirkomulag húsnæðismála hérlendis í félags- legra form, þar sem almennum fé- lagasamtökum borgaranna er treyst iyrrn meira irumKvæoi en áður var. Nýju lögin tryggja réttarstöðu húsnæðissamvinnufélaga og skil- greina búseturéttinn sem kveður á um réttindi og skyldur íbúanna og skyldur húsnæðissamvinnufélaga við sína íbúa. Mikilvægum áfanga í félagslegum íbúðarmálum var náð með samþykki laga um hús- næðissamvinnufélög og búseturétt á nýloknu þingi. Átta ára baráttu- mál Búseta var þar með í höfn. Baráttan heldur áfram Ljóst er að verulega hefur áunn- íst 1 uppDyggmgu a ieiagsiegum íbúðum og að tryggja húsnæði fyrir láglaunafólk. Frá upphafi félags- lega íbúðalánakerfisins árið 1929 hafa verið byggðar um 7500 félags- legar íbúðir. Á síðastliðnum ijórum árum hafa verið veitt lán til um 2500 félags- legra íbúða sem er nær þriðjungur heildarstofns félagslegra íbúða. Mikilvægt er að halda áfram þess- ari uppbyggingu á næsta kjörtíma- bili. Félagslegar íbúðir er leið til að viðhalda séreignastefnu fyrir alla - líka láglaunafólk. Jóhanna Sigurðardóttir Er hægt að hækka lágu launin? „Fiskvinnslukonur sýndu það og sönnuöu að konur þora, geta og vilja, þegar þær hvöttu til allsherjarverkfalls 20. mars sl...“ Fiskvinnslukonur sýndu það og sönnuðu að konur þora, geta og vilja, þegar þær hvöttu til verkfalls 20. mars síðastliöinn til að knýja á um hækkun skattleysismarka fyrir láglaunafólk. Þessi aðgerð kvenn- anna vakti rækhega athygli á þeim kjörum sem láglaunafólk býr við. Af þessu tilefni boðaði Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps til fundar með alþingismönnum, frambjóöendum, fulltrúum verka- lýðshreyfinga og fiskvinnslufólki. Fundurinn var haldinn að kvöldi 20. mars í Sæborgu, nýju og glæsi- legu húsi félagsins, í Garði. Mjög góð mæting var, reyndar troðfullt hús, sem sýnir að fólkið sjálft vill taka þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum og er ef til vfil hætt að treysta á verkalýðsforustuna í þeim efnum. Varpað var fram tvíþættri spurn- ingu til þeirra sem sátu fyrir svör- um. Spurningin var á þessa leið, - af hveiju eru laun til fiskvinnslu- fólks svo lág sem raun er á? Hve- nær og hvernig er hægt að hækka þau? Kristín Sigurðardóttir, full- trúi Kvennalistans á staðnum, sem skipar 2. sæti á framboðslista Kvennalistans í Reykjaneskjör- dæmi, var fyrst til að svara. Hún sagði það með öllu óskiljanlegt að nokkur launagreiðandi vogaði sér að borga launþega sínum laun sem væru undir. framfærslukostnaði. Kristín ítrekaði stuðning Kvenna- hstans við aðgerðir fiskvinnslu- kvenna og skírskotaði til stefnu- skrár Kvennalista þar sem meðal annars kemur fram að eitt af aðal baráttumálum hans er að dag- vinnulaun skulu duga fyrir sóma- samlegri framfærslu. Það að ekki varð samkomulag um hækkun lægstu launa í stjórnar- myndunarviðræðum eftir síðustu alþingiskosningar, varð einmitt til I þess að Kvennalistinn tók ekki þátt í ríkisstjórn síðasta kjörtímabil. Kristín benti einnig á að Kvenna- listinn vill að skattaþrepin séu tvö og að persónuafsláttur hækki Kjállariim Ragnhildur Eggertsdóttir skipar 3. sæti Kvennalist- ans i Reykjaneskjördæmi þannig að skattleysismörk verði miðuð við framfærslukostnað. Hér má einnig benda á að Kvennalist- inn vill að sérstakt tillit verði tekið til framfærslukostnaðar barna þannig að upp verði tekinn sérstak- ur persónuafsláttur barna, sem for- eldrar geti nýtt sér og aö felldur verði niður virðisaukaskattur af matvælum en hækkaöur á munað- arvöru. Enginn skilningur, áhugi eða vilji Á eftir Kristínu komu þeir svo hver af öörum fulltrúar gömlu flokkanna og verkalýðsforystunn- ar - allt karlar - og gáfu sín svör og útskýringar hver í kapp við ann- an. Það var athyglisvert en um leið sláandi að heyra hvernig þeir allir upp til hópa, hver á sinn máta, svöruðu án þess aö svara nokkru og voguðu sér jafnvel að segja þessu fólki, sem er með fjórum sinnum lægri laun en þeir sjálfir (þá er átt við fóst laun), að því mið- ur væri það búið að sýna sig að ekki væri hægt aö hækka lægstu launin, því að þá færi sú launa- hækkun upp allan launastigann. Já, svona væri þetta nú bara og hefði alltaf verið og ekkert við því að gera. Undirrituð hafði á tilfinn- ingunni, eftir að hafa hlustað á þennan samkór, að það hefði verið alveg nóg aö einn af þessum mönn- um hefði talað fyrir þá alla, svo hjartanlega voru þeir sammála. Nákvæmlega þetta sama sögðu við- semjendur Kvennalistans í stjórn- armyndunarviðræðunum fyrir fjórum árum síðan. - Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar við blasir annar eins hroki og skilningsleysi á brauð- striti verkafólks. Fólk má þakka fyrir það sem það hefur Og þeir létu ekki þar við sitja heldur héldu sínu striki óhikað og minntu nú fólk á hvað það byggi við gott heilbrigðis-, trygginga- og skólakerfi, þetta allt ætti það að vera þakklát fyrir. Rétt eins og þeir sjálfir nytu ekki líka góðs af þess- um þáttum. Og áfram héldu þeir og minntu nú á láglaunabæturnar, ekki mætti gleyma þeim, sem væru heil 4,6% á 40.000 króna-launin og 1,5 eða 1,7% (undirrituð biðst vel- virðingar á að vita ekki nákvæm- lega prósentutöluna en sér reyndar ekki að það breyti neinu í krónu- tölu) á 50.000 króna launin. Þetta eru heilar 1.480 krónur á lægri launin og um það bil 750 eða 850 krónur á hærri launin. - Hvílík ósvífni! Ég verð að segja að mér fannst fundargestir sýna ótrúlega mikla þolinmæði með alþingismönnum og fulltrúum verkalýðsforystunn- ar, sem þarna sátu fyrir svörum, að ganga hreinlega ekki út af fund- inum (það hefði undirrituð gert og nokkrir gerðu það reyndar) því að það var augljóst mál að frá þeim er engra breytinga að vænta. Þeir líta einfaldlega á stöðu mála sem óumbreytanlegt lögmál. Þarna kom fram aldeilis ótrúlegt áhuga- og skilningsleysi á kjörum lág- launafólks. Eru launakjör láglaunafólks óumbreytanleg? Nei! segir Kvennalistinn. Skilaboðin til fólksins frá þessum fulltrúum úrelts karlaveldis eru einfaldlega þau að ekkert sé hægt að gera til að hækka laun láglauna- fólks. En það á að þakka fyrir það sem það hefur, vera þolinmótt og horfa bjartsýnt til framtíðarinnar í von um meiri kaupmátt einhvern- tímann. Það vefst nú talsvert fyrir undirritaðri hvernig fólk á að sam- eina þetta, að horfa bjartsýnt og þolinmótt til framtíðarinnar á launum sem ekki duga fyrir hálfri framfærslu hvað þá meira. Ef Kvennalistinn fær umboð frá kjósendum eftir alþingiskosning- arnar í vor, til að vinna að bættum launakjörum láglaunafólks, sem að stærstum hluta eru konur, þá mun- um við vinna ötullega og heiðar- lega að því að enginn launþegi þurfi að sætta sig við laun sem eru und- ir framfærslukostnaði. Við trúum nefnilega að það sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ragnhildur Eggertsdóttir „Það að ekki varð samkomulag um hækkun lægstu launa í stjórnarmynd- unarviðræðum eftir síðustu alþingis- kosningar, varð einmitt til þess að Kvennalistinn tók ekki þátt í ríkis- stjórn síðasta kjörtímabils.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.