Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Síða 17
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. 25 Iþróttir m góö ráð í fyrsta leiknum gegn Keflvikingum í fyrrakvöld. Ráð Friðriks dugðu vel í kvöld? DV-mynd GS Takmarkið nálgast hjá undramanninum Mark Spitz: Af hverju, Mark Spitz? S„Af hverju, Mark? Ég hef heyrt þessa spurn- ingu áftur og aftur á þeim átján mánuðum sem liðnir eru síðan að ég tók ákvörðunina um að stinga mér aftur af alvöru í sundlaugina og freista þess að komast á ólympíu- leikana í Barcelona 1992. Það langar marga að vita hvers vegna í ósköpunum 41 árs gamall mað- ur, sem unnið hefur svo til allt sem hægt er að vinna í sundinu, sem ekki hefur synt fyrir alvöru í tvo áratugi, sem á yndislega fjöl- skyldu, er svo æstur í að leggja á sig gífurlegt erflði sem fylgir því að komast á toppinn á ný?“ Þetta segir bandaríski sund- kappinn Mark Spitz meðal ann- ars í grein sem hann ritaði í dag- blað á dögunum. Spitz varð heimsfrægur árið 1972 er hann vann sjö gullverðlaun á ólympíu- leikunum í Miinchen. Afrek sem seint eða aldrei verður endurtek- ið. Það vakti verðskuldaða at- hygli er Spitz, sem er 41 árs, ákv- að að hefja æfingar af fullum krafti á fimmtugsaldri og setja stefnuna á næstu ólympíuleika. unum síðan að ég keppti á OL í Munchen 1972. Mig langar ekki til að verða besti sundmaður heimsins á mínum aldri. Mig langar hins vegar til þess að verða eins góður í 100 metra flug- sundinu og ég var í Mtinchen 1972. Ég ber engan kvíðboga fyrir útkomunni hjá mér. Ég var tilbú- inn að taka áhættu þegar ég var yngri og ég er það enn,“ segir þessi ótrúlegi íþróttamaður. Og hann bætir því við að það sé und- irstöðuatriði hvað sig snerti að hann hafl, frá því hann keppti á OL 1972, ætíð æft reglulega og haldið sér í mjög góðri líkamlegri æflngu. Spitz hefur verið að ná frábærum tímum Sú stund nálgast að Mark Spitz verði að sýna styrk sinn en úr- tökumótið bandaríska fyrir ólympíuleikana í Barcelona á næsta ári fer fram í júní. Sjálfsagt munu menn ekki trúa því fyrr en þeir sjá það að Mark takist að komast til Barcelona. Staðreynd- in er hins vegar sú að Spitz hefur verið að ná hreint frábærum tím- um í flugsundinu á undanförnum vikum og greinilegt á öllu að Matt Biondi og félagar mega svo sannarlega vara sig. Var dreginn örmagna upp úr sundlauginni Það hefur ekki gengið þrauta- laust fyrir sig hjá Mark Spitz að ganga í gegnum það erfiða æf- ingatímabil sem senn er að baki. í upphafi, er hann æfði með bandarísku landsliðsfólki, varð Spitz nær dauða en lífi eftir fyrstu æfmgarnar og það kom fyrir aö félagar hans þurftu hreinlega aö draga hann örmagna upp úr sundlauginni. í dag er öldin önn- ur og Spitz er aftur í fremstu röð í heimalandi sínu og ef til vill í heiminum. • Mark Spitz mun keppa við Tom Jager 13. apríl og Matt Biondi þan'n 27. apríl. Sigurvegar- inn í fyrra einvíginu fær 1,2 millj- ónir króna í sinn hlut og í því síðara er vinningsupphæðin 2,1 milljón króna. -SK Isbikarinn í körfu heldur áfram í kvöld: ir svitadropar »ftir að falla“ lætast öðru sinni 1 Keflavík í kvöld kl. 20 íþróttahúsið í Keflavík og hvetji okkur til sigurs. Þetta er alls ekki búið og það eiga margir svitadropar eftir að falla enn, því get ég lofað þér.“ Hallast að því þessa stundina að Njarðvík vinni 3-1 Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Grind- víkinga, er öllum hnútum kunnugur hjá ÍBK og Njarðvík. Hann sagði eftirfarandi um leikinn í kvöld í samtali við DV: „Úr- slitin í fyrsta leiknum komu mér mjög á óvárt og þetta er leikur sem Keflvíking- ar vilja gleyma sem fyrst og slíkur leikur kemur ekki aftur í bráð. Núna telja flest- ir að Njarðvíkingar verði meistarar en þetta er ekki búið og það getur allt gerst. Þó hallast ég að sigri Njarðvíkinga sam- anlagt, 3-1.“ - A hvað myndir þú leggja áherslu í leiknum í kvöld værir þú þjálfari ÍBK? „Hlutur númer eitt er að hleypa Njarð- víkingum ekki langt frá sér í byrjun en slíkt hefur viljað henda Keflvíkinga oft í síðustu leikjum. Þá verða þeir að reyna að stöðva Rondey Robinson en það er hægara sagt en gert. Rondey er hreint ótrúlega góður leikmaður. Staðsetning- ar hans eru frábærar, hann er líkamlega mjög sterkur og um leið eins og fimleika- maður er hann smeygir sér framhjá andstæðingum sínum." - Sama spurning værir þú þjálfari Njarðvíkinga? „Fyrst og fremst að halda uppi fullri keyrslu alveg frá byrjun. Síðan myndi ég leggja mikla áherslu á að koma knett- inum eins oft og hægt er inn á Rondey Robinson. Hann skapar mikinn usla í vörn andstæðinganna og með stöðugum sendingum á hann opnast líka vel fyrir skyttur Njarðvíkinga, til að mynda Teit, Friðrik, ísak og Kristinn," sagði Gunnar Þorvarðarson. -SK i m II i r I 2. deild kvenna Ármann - Keflavík.........18-18 Haukar - Grindavík........10-11 Keflavík......18 14 3 1 391-265 31 KR............17 14 2 1 403-297 30 Ármann........17 7 3 7 339-287 17 Haukar........19 6 2 11 318-338 14 ÍR............17 3 2 12 292-365 8 Grindavík.....18 2 1 15 244^25 6 ÍR sigraði ÍS í 1. deild kvenna í gærkvöldi 59-58. Linda Stefáns- dóttir skoraði 18 stig fyrir ÍR en Vigdís Þórisdóttir 16 fyrir ÍS. ÍS heföi tryggt sér titilinn með sigri. ÍBK og Haukar leika á laugardag. Haukastúlkur verða meistarar með sigri en vinni ÍBK verður ÍS meistari. -SK/GS Leiðin að sannleikanum er að mæta þeim í lauginni Spitz segir ennfremur: „Fólk hef- ur verið að velta því fyrir sér hvernig ég komi til með að standa mig í keppni við bestu sundmenn Bandaríkjanna í flugsundinu þegar kemur að úrtökumótinu fyrir ólympíuleikana í Barcelona. Menn eins og Matt Biondi og Tom Jager. Ég hef líka verið að velta þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að komast að sannleikanum um getu mína er að mæta þeim í sundlauginni. Og það mun ég gera síðar í þessum mánuði.“ „Stefni ekki á sjö gullverðlaun í Barcelona" Um markmið sín segir Spitz: „Ég stefni ekki að því að vinna sjö gullverðlaun aftur á ólympíuleik- um. Ég stefni einungis að því að gera góða hluti í 100 metra flug- sundi. Það er staðreynd að tímar hafa breyst minnst í 100 metra flugsundinu af öllum sundgrein- • Mark Spitz vann sjö gullverðlaun á ólympiuleikunum i Múnchen i Vestur-Þýskalandi árið 1972. Það var einstakt atrek sem seint verður endurtekið. Nú stefnir Spitz að því að komast i bandaríska liðið sem keppir á ólympíuleikunum í Barcelona á næsta ári. Margir eru á þvi að það muni takast þrátt fyrir að Spitz sé 41 árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.