Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1991, Qupperneq 28
36 Grænt Alþingi • umhverfismál Á Alþingi sitja 63 þingmenn sem fara með löggjafarvaldiö í okkar 250000 manna samfélagi. Vald AI- þingis er mikið í þessu litla sam- félagi, sérstaklega þegar haft er í huga að það fer með fjárveitinga- valdið að auki. Því er ekki von á öðru en að ýmsir vilji hafa áhrif á hvernig málum er háttað þar hvort sem um er að ræða efnahaginn eða fólkið í landinu. Efnahagurinn er oftast talinn skilyrði þess að hér geti haldist byggð og hefur það því oft verið talið nægjanlegt að huga einungis að hvoru tveggja. Nýr þáttur í allri ákvarðanatöku hefur verið að ryðja sér til rúms. Eru það umhverfismál og hlutur umhverfisins í okkar tilveru og þá gildir einu hvort veriö er að tala um ákvarðanatöku á Alþingi eða í daglegu lífi hjá einstaklingnum. Án tilvistar lífvænlegrar jaröar þá verður engin tilvist einstaklinga og þar af leiðandi engin tilvist Al- þingis. Því hefur myndast Grænt fram- boð sem býður fram lista til kom- andi alþingiskosninga, lista sem hefur græna hugmyndafræði að leiðarljósi, þ.e. að við verðum að líta á öll mál sem heild þar sem þriðji þátturinn þ.e. umhverfið verður tekið með í reikninginn. Fulltrúar umhverfisins Á þingi sitja fulltrúar A-flokk- anna, Kvennalistans, flokkur allra stétta o.s.frv. Ekki einn einasti full- trúi gefur sig út fyrir að setja um- hverfismál á oddinn. Því er brýn nauðsyn á að inn á þing fari sannur málsvari umhverfisins sem setur mál þess á oddinn óháður öðrum þáttum. Þetta er mikilvægt og snertir þetta alla þrjá áðurnefnda þætti. Þetta snertir tilveru okkar vegna þess að menguð og eitruð vatnsból, mengað andrúmsloft og illa skipu- lagt umhverfi er manninum hættu- -legt. Góður efnahagur á íslandi bygg- ist í dag á sölu á hreinni og ómeng- aðri ímynd landsins, sem það er þó alls ekki. Kemur ímyndin til góða við sölu á fiskafurðum og þeg- ar við markaðssetjum landið fyrir ferðamenn. Umhverfismálin snerta ekki bara okkur íslendinga heldur allt vist- kerfið og þar með allan heiminn sem er að sögn færustu sérfræð- inga að hraka mjög ef reiknað er með því að hér þrífist líf sem nær- ist á súrefni. í raun má segja að i dag ríki gífurleg skekkja í hugum fólks sem setur sig í algera drottn- unaraðstööu gagnvart náttúrunni. Við erum ekki herrar jarðarinnar heldur hluti hennar og þetta þarf að leiðrétta. Er ísland ómengað? Svarið er einfaldlega nei! Fjörur viö landið eru þær menguðustu í Evrópu samkvæmt ársgömlum mælingum og hafa t.d. sænskir fjöl- miðlar velt sér upp úr þessu nýver- ið. Mengun vegna brennslu olíu og bensíns er hlutfallslega mjög há Jarðarfarir Rebekka Guðmundsdóttir, Leifsgötu 10, sem lést 26. mars, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 5. apríl kl. 13.30. Þórdís Símonardóttir, Suðurkoti, Vatnsleysuströnd, verður jarðsung- in frá Kálfatjarnarkirkju laugardag- inn 6. apríl kl. 13.30. Guðmunda Magnea Pálsdóttir, Skólagötu 8, ísafirði, sem lést 27. mars í Sjúkrahúsi ísafjarðar, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolung- arvík laugardaginn 6. apríl kl. 11 f.h. Ásmundur J. Ásmundsson, Ásholti 2, Reykjavík, lést 28. mars sl. Útförin Kjallarinn Óskar D. Ólafsson í 1. sæti á lista Græns framboðs til Alþingis Fjorur landsins eru þær meng- uðustu í Evrópu samkvæmt árs- gömlum mælingum, segir m.a. í greininni. hér á landi þrátt fyrir að við búum einna best hvað varðar umhverfis- væna orku. Sorphirða á íslandi er langt á eftir því sem tíðkast í ná- grannaríkjunum þar sem öll heim- ili eiga möguleika á því að flokka sorp sem er svo endurunnið í full- komnum endurvinnslustöðvum. Hérlendis er sorpið urðað eða brennt! Ózonlagið okkar sem er orðið götótt sýnir skýr merki þynn- ingar yfir Norðurlandi, í höfunum fyrir norðan og sunnan ísland liggja kjarnorkuvopn og kjarn- orkukafbátar. Kjarnorkuendur- vinnslur eru skammt undan fiski- fer fram frá Dómkirkjunni föstudag- inn 5. apríl kl. 15. Hörður Svavarsson jarðfræðingur, Bæjartúni 5, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju á morg- un, föstudaginn 5. apríl, kl. 15. Ragnar Vilhjálmsson (Russell E. Woods), Faxabraut 36b, Keflavík, er andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 29. mars sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. apríl kl. 16. Helgi Guðlaugsson sjómaður, áöur Jófríðarstaðavegi 7, sem lést á Hrafn- istu 26. mars sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u föstudaginn 5. apríl kl. 15. Ólafur Frímann Sigurðsson lést 28. mars. Hann fæddist á Bræðraparti á miðum okkar og er óhætt að full- yrða að ef geislavirkni færi að hafa áhrif á fiskistofnana okkar þá má reikna með algeru hruni í fisksölu. Einnig er hér vandamál varðandi uppfok og stór landsvæði eru tekin til virkjunarframkvæmda vegna stóriðju. í stuttu máli sagt: Við verðum, hvernig sem litið er á málið, að sinna umhverfinu okkar ef við ætl- um að lifa af því og leiðrétta þá skekkju sem við lifum í. Hvað þarf að gera? Þessa skekkju má leiðrétta hvað sem öllum heimsendaspám líður og þarf að breyta ýmsu hér. Hefur Grænt framboð lagt fram eftirtalda þætti til úrlausnar: - Hér þarf að rísa endurvinnslu- stöð sem endurvinnur flokkað sorp frá heimilum og öðrum. - Vikið verði alfarið frá öllum hugmyndum um stóriðju sem er alger mótsögn við hreina og ó- mengaða ímynd landsins. - Styðja verður mun betur viö bakið á ferðamannaþjónustunni og er þar helst að nefna skipulag í óbyggðum og varðveislu umhverf- is. - Stórminnka þarf mengun af völd- um bifreiða með aukinni notkun almenningsvagna og nýrra val- kosta í orkugjöfum og samgöngu- tækjum. Má í þessu tilviki nefna vetni og rafmagnslestir sem dæmi. - Mótmæla þarf skipulega, á al- þjóðavettvangi, notkun kjarnorku í og við höfin, svo og hvar sem er í heiminum. - Koma inn í skólaskylduna vist- fræði, á öllu kennslustigum, með séráherslu á umhverfisverndun. Okkar mál! _ í nánast skóglausu landi eins og íslandi þá koma hlutir eins og end- urvinnsla á pappír okkur við alveg eins og hreinleiki vatnsbólanna. Við erum hiuti af stórri heild og það er Alþingi líka. Fyrirsögn greinarinnar undirstrikar það sem Grænt framboð stefnir að. Þ.e. við stefnum að þvi að gera Alþingi grænt þar sem umhverfismál verða tekin með í öllum þeim ákvörðun- um sem teknar eru þar, okkur öll- um í hag. Eða hvað finnst þér? Ef þér finnst það sama og okkur þá verður þitt atkvæði til Græns fram- boðs skýr skilaboð um að Alþingi taki umhverfismál alvarlega. Óskar D. Ólafsson Akranesi 23. mars 1903, sonur hjón- anna Guðrúnar Þórðardóttur og Sig- urðar Jóhannessonar. Ólafur lauk prófi frá Verslunarskólanum 1925. Hann starfaði sem skrifstofumaður á Akranesi hjá Bjarna Ólafssyni og co. frá 1925 til 1930. Kaupmaður 1930-40. Var síðan bókari hjá fyrirtæki Þórð- ar Ásmundssonar og síðar Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness. Eft- irlifandi eiginkona Ólafs er Ólína Ása Þórðardóttir. Þau hjónin eignuð- ust sjö böm. Útför Ólafs verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14. Bjarni Sveinsson múrarameistari lést 22. mars. Hann fæddist í Hafnar- firöi þann 25. maí 1915. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Bjarna- dóttur og Sveins Jónssonar. Bjarni „Sorphirða á Islandi er langt á eftir því sem tíðkast í nágrannaríkjunum þar sem öll heimili eiga möguleika á því að flokka sorp sem er svo endurunnið í fullkomnum endurvinnslustöðvum. ‘ ‘ hóf ungur nám í múraraiðn hjá Ing- ólfi Stefánssyni og vanna alla tíð að iðn sinni. Hann giftist Þórdísi Matt- híasdóttur og eignuðust þau sex börn. Þau slitu samvistum. Útför Bjarna verður gerð frá Hafnarfiarð- arkirkju í dag kl. 15. Ráðstefnur Afslöppun - uppbygging - endurnýjun NÝ-UNG stendur fyrir ráðstefnu í Borg- arnesi dagana 12-14. apríl nk. undir yfir- skriftinni: Afslöppun - uppbygging - end- urnýjun. Markmiöið er að ráðstefnugest- ir slappi af, uppbyggist og endumýist í Jesú Kristi. Sérstakir gestir og fyrirlesar- ar verða sr. Jónas Gíslason, Árnfríður Arnmundsdóttir og sr. Magnús Björns- son. Á dagskrá em uppbyggjandi fyrir- lestrar, samfélagsetlandi hópstarf, bæna- stundir, hátíðlegt kvölverðarboð og góö- ur matur. Ráöstefnan er ætluð öllu fé- lagsfólki í KFUM og K, óháð því hvort viðkomandi hefur tekið þátt í starfi NÝ- Ungar eða ekki. Verð er kr. 7000 á mann og innifalið í því er gisting i tvær nætur í tveggja manna herbergi, fullt fæði og ferðir fram og til baka. Böm 6 ára og yngri fá ókeypis en fyrir eldri börn kost- ar kr. 3000. Námskeið Námskeið í ofurminni verða haldin á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, næstu vikur. Leiðbeinandi er Guð- mundur Rúnar Ásmundsson, búsettur í Bandaríkjunum en staddur hér á landi um stundarsakir. Á námskeiðunum er kennd ótrúleg tækni við aö bæta minnið. Þessi tækni nýtist sérstaklega vel við allt nám, svo sem tungumálanám, stærð- fræði og fleira. Einnig viö aö muna allt sem lesið er. Hvert námskeið tekur um 16 klst. og skiptist yfir á tvo daga. Hægt er að semja um námskeið fyrir starfs- mannafélög og aöra hópá. Innritun í sím- um 626275 og 11275. Tilkyimingar Félag eldri borgara Margrét Thoroddsen verður til viðtals í dag frá kl. 13-17 í Risinu. Félagsvist verð- ur einnig í Risinu í dag kl. 14. Dansleikur kl. 20.30. Ráðgerö er Luxemborgarferð 23. apríl nk. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins. FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991. Styrkveitingartil námsefnis- gerðar á framhaldsskólastigi Lokið er úthlutun styrkja til námsefnis- gerðar á framhaldsskólastigi fyrir árið 1991. Fjárveiting á fjárlögum þessa árs er samtals 4.750.000 kr. og var úthlutaö til 35 einstaklinga. Tilgangurinn með þessari styrkveitingu er að stuðla að auk- inni námsefnisgerð á framhaldsskólastigi og draga þannig úr þeim skorti sem er á kennsluefni í hinum ýmsu námsgrein- um, bæði bóklegum og verklegum. Alls bárust 84 umsóknir en samtals var sótt um nálægt 30.000.000 kr. Félag eldri borgara Kópavogi Ný þriggja kvölda spilakeppni hefst að Auðbrekku 25 fóstudagskvöldið 5. apríl kl. 20.30. Dans á eftir að venju. Fundir JC Reykjavík stendur fyrir opnum borgarafundi í Há- skólabíói í samvinnu við Stöð tvö í dag, fimmtudaginn 4. april, frá kl. 17-19. Ræðumenn verða frá 6 flokkum: Al- þýðubandalag: Svavar Gestsson, Al- þýðuflokkur: Jón Baldvin Hannibalsson, Borgaraflokkur - Frjálslyndir: Guðrún Jónsdóttir, Framsóknarflokkur: Stein- grímur Hermannsson, Kvennalisti: Kristín Ástgeirsdóttir, Sjálfstæðisflokk- ur: Friðrik Sophusson. Umræðustjóri: Páll Magnússon sjónvarpsstjóri, Stöð 2. Fundurinn er öllum opinn. Ræðumenn ílytja stutta framsöguræðu, panelum- ræður og fyrirspurnir úr sal. Tapað fundið Köttur í óskilum Þessi köttur fannst fyrir nokkru nálægt miðbænum. Hann er alveg ómerktur en með far eftir hálsól. Upplýsingar í síma 73461. Leikhús iLíIlíIi J S llMLill Íulr.lLI [Tii'ilirip ffjial Kl iiTíPí^j f..5Í:SÍ!!.jLJ!ÍjLwJriÍ Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Föstud. 5. apríl kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 6. apríl kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 7. aprll kl. 20.30. Uppselt. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaqa kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA FACOFACQ FACOFACD FACCFACO LISTINN Á HVERJUM MÁNUDEQI TDHll ISLENSKA OPERAN ___11111 OAMLA BlÓ INGÓLFSSTRÆTl íslenska óperan RIGOLETTO eftir Giuseppe Verdi Næstu sýningar 11. apríl. Næstsiðasta sýning. 13. apríl. Síðasta sýning. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 16-18 og sýningardaga til kl. 20.00 Sími 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT HUGLEIKUR sýnir að Brautarholti 8 ofleikinn Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og sam- sveitunga hans 8. sýn. fimmtud. 4. april kl. 20.30. Uppselt. 9. sýn. laugard. 6. april kl. 20.30. 10. sýn. mánud. 8. apríl kl. 20.30. Aðeins þessar 10 sýningar. Miðasala i sima 623047 eftir kl. 18 sýningardaga. Athugið breyttan sýningar- stað. 1 STÓRKOSTLEG ISKRIFUR nv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.