Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. 5 Fréttir Reykjavík: Atkvæðatölur stemmdu ekki Er talið var upp úr atkvæðaköss- um í Reykjavíkurkjördæmi kom í ljós að atkvæðatölur stemmdu ekki við skýrslur skrásetjara um greidd atkvæði. „Þaö var munur á þeirri tölu sem hefði átt að vera í kössunum og því sem upp úr kom. Það voru 11 færri atkvæði sem komu upp úr kjörköss- unum en skráningin gerði ráð fyr- ir,“ sagði Jón G. Tómasson formaöur kjörstjórnar í Reykjavík. „Mismunur af þessu tagi hefur áð- ur komið upp við kosningar. í þeim tilfellum hefur skráningin verið vit- laus. Við höfum farið yfir skráning- arlistana núna og komust að þeirri niðurstöðu að skekkjan er í skrán- ingunni," sagði Jón. jn í þessu húsi bjó Guðjón Samúelsson, fyrrum húsameistari ríkisins nær alla sína ævi og i því stofnaði Jónas Jónsson frá Hriflu, Samvinnuskólann. Húsið er nú til sölu. DV-mynd BG Æskuheimili Guðjóns Samúelssonar til sölu Húsið að Skólavörðustíg 35, sem faðir Guðjóns Samúelssonar, fyrrum húsameistara ríkisins, byggði, er nú til sölu. Guöjón bjó í húsinu eftir að hann kom heim frá námi ásamt for- eldrum sínrnn. Þá stofnaði Jónas Jónsson frá Hriflu, Samvinnuskól- ann í íbúð sem hann leigði í húsinu. Það er Arkitektafélag íslands sem á % hluta hússins og Hallgrímskirkja á 'A hluta. Guðjón ánafnaði þessum aðilum húsiö með þeim skilyrðum að ráðskona hans fengi að búa í því meðan hún lifði. Hún dó fyrir stuttu og þá ákváðu eigendumir að selja húsið. Pétur Ármannsson, sem sæti á í stjóm Arkitektafélagsins segir að Samúel Jónsson, faðir Guðjóns, hafi byggt húsið einhvern tímann milli 1905 og 1910. „Samúel bjó á Eyrarbakka áður en hann kom í bæinn og byggði nokkrar kirkjur fyrir austan íjall, þar á meðal kirkjuna á Kotströnd. Síðan fluttist íjölskyldan í bæinn og þá byggði Samúel þetta hús þar sem fjölskyld- an bjó síðan. Guðjón fluttist í húsið 1919 þegar hann kom heim frá námi og bjó þar alla sína ævi,“ segir Pétur. Hvorki Arkitektafélagið né Hall- grímskirkja telja sér fært að eiga húsið því það er frekar illa farið og þarf að standsetja það upp á nýtt. „Við höfum ekki bolmagn til að eiga húsið. Félagið á nú þegar mjög dýra fasteign sem er Ásmundarsafn við Freyjugötu og við eigum nóg með að reka hana,“ segir Pétur. Ágóðinn af sölu hússins verður lát- inn renna í minningarsjóð til styrkt- ar íslenskri byggingarhst. -ns Akureyri: Tveir próf lausir í árekstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tveir ungir piitar, sem óku léttum bifhjólum eftir Hörgárbraut á Akur- eyri um helgina, óku saman með þeim afleiðingum að flytja þurfti annan þeirra slasaðan á sjúkrahús. Piltamir voru báðir á númerslaus- um og óskráðum bifhjólum og báðir voru þeir réttindalausir til slíks akst- urs. Hafharfjörður: Kveikt í rusli við hús fógeta Ölvaðir menn kveiktu í rush við Lögreglan hafði afskipti af máUnu. húsnæði bæjarfógetans í Hafnarfirði Þama var ekki um að ræða trúnað- á kosninganóttina. RusUð var í ösku- arskjöl, að sögn lögpeglunnar. tunnum og var því dreift við húsið. -ÓTT Þetta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. DAIHATSU APPIAUSE - prófaðu bara! kAÐ 100.000 KM^ Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENI 8 • SÍMI 91 - 68 58 /0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.