Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Fréttir DV Margvísleg fundahöld vegna stj órnarmyndunar stóöu í allan gærdag: „Viljum ekki fá f imm Hjörleifa til viðbótar“ - sagði einn þingmaöur Alþýöuflokksins um þátttöku Kvennalistans í ríkisstjóm Þingmenn Alþýöuflokksins voru kátir á fyrsta fundi sinum eftir kosningarnar. Þar var samþykkt að ríkisstjórn Stein- grims Hermannssonar ætti aö segja af sér. DV-mynd BG „Stjórnarsamstarf getur aldrei grundvallast á afstöðu Hjörleifs Guttormssonar hveiju sinni. Ekki bætir úr skák að fá Kvennalistann með í stjórn þar sem þá sitjum við uppi með fimm Hjörleifa til viðbót- ar,“ sagði einn þingmanna Alþýðu- flokksins í samtali við DV í gær- kvöldi. Sá taldi afar ólíklegt að fram- hald gæti orðið á núverandi stjórnar- samstarfi. Fundahöld vegna myndunar nýrr- ar ríkisstjórnar stóöu yfir á ýmsum vígstöðvum í allan gærdag. Fyrir hádegi ræddust þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Her- mannsson við og þá mun Davíð Oddsson hafa átt orðaskipti við bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson. Fundir þingflokkanna Upp úr hádegi settist þingflokkur Alþýðuflokksins aö fundi og síðar um daginn þingflokkur Sjálfstæöis- flokks. Þingflokkur Kvennalistans hittist um miðjan dag og almennur félagsfundur var haldinn undir kvöld. Á tíunda tímanum í gærkvöldi áttu þingmenn Alþýðubandalagsins með sér símafund. Auk þessa var mikiö um óformleg fundahöld. Frétt- ist meðal annars af þingflokki Sjálf- stæðisflokksins á fundi seint í gær- kvöldi. Auk funda innan flokkanna fóru formenn þeirra á fund Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, þar sem þeir gerðu forseta grein fyrir hvernig þeir mátu ástandið varðandi stjóm armyndun og hvaða skref þeir teldu réttast að stíga á næstu dögum. Fundir ílokksforingjanna með for- setanum eru algert trúnaðarmál en Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji áframhaldandi sam- starf núverandi stjórnarflokka. Þá hefur Kvennalistinn ítrekað lýst því yfir að hann er viljugur til þátttöku í ríkisstjórn með Alþýðuflokki, Framsókn og Alþýðubandalagi. Dav- íð Oddsson hefur lýst því yfir aö sér finnist eðlilegt að stjórnin segi af sér og forseti veiti formlegt umboð til stjórnarmyndunar, annaðhvort Steingrími, sé stjórnarflokkunum tryggður öruggur meirihluti, eða sér sem formanni þess flokks sem kom stærstur út úr kosningunum. Kratar vilja afsögn Fundur Jóns Baldvins með forseta fór fram strax að afloknum þing- flokksfundi Alþýðuflokksins. Sá fundur vakti hvað mesta athygli þar sem sjálfstæðismenn hafa lýst yfir vilja sínum til að ræða við krata um stjómarmyndun og sterkur vilji er hjá mörgum krötum fyrir því að mæta sjálfstæðisflokknum í slíkum viðræðum. Þannig er Jón Baldvin með hinn margfræga bolta í hinni pólitísku stöðu. Andstöðu við við- reisnarhugmynd er einkum að finna meðal nýrra fylgismanna flokksins. Jón Baldvin vildi ekki tjá DV hvað fram hefði farið á fundi með forset- anum en samkvæmt heimildum blaðsins mun hann hafa skýrt forseta frá að hann teldi eðlilegt að Stein- grímur Hermannsson segði af sér þar sem núverandi stjórnarflokkar hefðu ekki öruggan meirihluta á þingi og óljóst væri hvort Alþýðu- flokkur væri þess fýsandi að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. Einnig mun hann hafa viðrað þá skoðun sína að rétt væri að fela eng- um formlegt stjórnarmyndunarum- boð næstu daga, að spilað yrði frítt eins og gert var í stjómarmyndunar- viðræðunum 1978. Gagnvart hugmyndinni um nýja vinstristjórn gerir Alþýðuflokkur kröfu um breytta verkaskiptingu frá því sem nú er og að nýr stjórnarsátt- máli verði gerður. í viðtölum við al- þýðuflokks- og alþýðubandalags- menn kom fram aö þeir eru ekki til- búnir aö gleypa skjóta afstöðubreyt- ingu Kvennalistans, sérstaklega til álvers og evrópsks efnahagssvæðis. Eru þessir flokkar fullir efasemda um samstarfshæfni Kvennalistans sem að þeirra mati getur berlega skipt um skoðun og afstöðu til veiga- mikflla mála á dagsparti. -hlh/kaa Húsið „nötraði“ hjá Kolbeini Gunnarssyni: Víkingasveit- armenn inn í eldhús til mín - skólastjóri varð að ganga eftir flörunni „Lögreglan hringdi hingað og Alexander Valdimarsson, sagði aö maöurinn í næsta húsi kennari í grunnskólanum, sagði væri meö byssu. Síðan vissi mað- við DV að kennsla hefði raskast ur ekkert fyrr en víkingasveitar- töluvert á meöan lögregla um- menn komu hingað inn. Þeir fóru kringdi húsið og lokaöi aðalgöt- inn i eldhúsiö hjá mér og út að unni; glugga til að fýlgjast með næsta „Krakkarnir náöu flestir að húsi. Þeir fóru þó fljótlega út og koma hingað niöur eftir. Eg var upp að húsinu. að labba í skólann rétt fyrir Svo byrjaði hasarinn. Þeir klukkan átta og rétt slapp. Síðan skutu á gluggana og voru með var öll umferö stoppuð. Skóla- táragassprengjur. Fljótlega eftir stjórinn var á eftir mér á bíl. Hún það heyrðist ægilegur hávaöi - fékk ekki að keyra framhjá og það nötraði allt húsið. Ég veit þurftí aö labba niður í fjöru til ekki hvað þetta var. Þeir voru að komast,“ sagði Alexander. eitthvað aö hræða manninn. Þeg- Ohug sló á íbúa þessa rólega ar verið var að skjóta þorði ég sjávarþorps á Vestflörðum vegna ekki einu sinni að vera við glugg- atburða gærdagsins. Ofangreind- ann. Það má segja að allar rúður ar sprengingar heyrðust greini- séu úr húsinu þama hinum meg- lega um allt þorpið. Starfsfólk í inn. Það er allt brotiö," sagði fiskvinnslufyrirtækjum náöi að Kolbeinn Gunnarsson, sem býr fara í vinnu áður en götum var að Dalbraut 34, í næsta húsi við lokað en nokkrir aðrir urðu þó verbúöina þar sem vopnaöur aö bíða þar til umsátursástand- maður var yfirbugaður f gær- inulauk. morgun. -ÓTT Umsátursástand á Bíldudal þegar lögreglan umkringdi verbúð: „Var eins og í Rambómynd“ - rúöur brotnar og kúlnagöt á húsinu, sagöi Rúnar Gunnarsson, einn áhorfenda „Ég varð fyrst var við ástandið um klukkan átta þegar ég var að fara í vinnuna. Þá var lögreglan að vísa öllum í burtu. Skömmu síðar kom víkingasveitin og fór að raöa sér í kringum húsið. Lögreglumennirnir kölluðu á manninn í gegnum gjallar- hom - báöu hann um að leggja vopn- in frá sér og koma út en án árang- urs. Það var svo klukkan hálfellefu sem hlutirnir fóm að gerast og lætin byrjuðu,“ sagöi Rúnar Gunnarsson, verslunarmaður í Edinborg í Bíldu- dal, í samtali við DV í gær. Rúnar fylgdist með umsáturs- ástandinu þegar sérsveit lögreglunn- ar í Reykjavík reyndi að fá 26 ára karlmann frá höfuðborgarsvæðinu til að leggja frá sér haglabyssu og riffil sem hann hafði undir höndum í verbúð að Dalbraut 32 í Bíldudal í gærmorgun. Maðurinn, sem hafði verið í fisk- vinnu í Bíldudal í um einn mánuð, átti ekki vopnin. Þau voru í eigu annars manns sem ekki var í húsinu, að sögn heimamanna. Maðurinn var fluttur til Reykjavík- ur og er nú í haldi hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Óvíst var í morgun hvort hann yrði settur í gæsluvarö- hald og látinn sæta geðrannsókn. Hleypti ekki af skotum Sjónarvottar sem DV ræddi við í gær telja að maðurinn hafi hleypt af skotum. Lögreglan á Patreksfirði segir hins vegar aö það sé misskiln- ingur enda hafi það komið í ljós þegar vopnin voru skoðuð á eftir. Þau voru þó hlaðin og var þeim á tímabili beint aö lögreglumönnum fyrir utan. Lögreglan ræddi við manninn meira og minna í fjórar klukkustundir í síma á meðan vík- ingasveitarmenn voru á leið vestur og þegar þeir voru búnir að stilla sér upp fyrir utan verbúðina við Dal- braut 32. „Víkingasveitarmenn voru við húsgaflinn. Síðan heyrðist hljóð eins og í haglabyssu og þaö heyrðist líka riffilhljóð," sagði Rúnar. „Það var bíómyndarstæll á þessu. Maðurinn var inni með einhleypu og átján skota riffil. Víkingasveitarmennirnir reyndu aö skjóta inn táragas- sprengju og rúður brotnuðu í húsinu. Fyrst tókst það þó ekki hjá þeim. Þeir hittu ekki á gluggann, sprengjan lenti fyrir utan og mikill reykur blossaði upp,“ sagði Rúnar. Skutu upp að glugganum „Okkur sýndist maðurinn skjóta út í gegnum glerið. Þetta var orðið virkilega spennandi og stóð yfir í nokkrar mínútur. Það voru tveir vík- ingasveitarmenn alveg viö húsgafl- inn en maðurinn var í glugganum fyrir ofan þá. Þegar skotið kom tóku víkingasveitarmennimir viö sér og hlupu niður fyrir húsið. Við sáum þá beina byssunum upp. Síðan skutu þeir upp að gluggunum. Eftir smá- tíma kom svakaleg sprenging fyrir utan húsið og mikill blossi - það var svo mikill hávaði að það bergmálaði á milli fjallanna. Eftir þetta ruddust víkingasveitarmennimir inn. Þeir fóru upp tröppur á annarri hæðinni með gasgrímur á sér og með skjöld fyrir framan sig. Þetta var eins og í Rambómynd. Svo komu þeir með manninn út. Þetta voru mikil læti," sagði Rúnar. Hann sagði jafnframt að nánast all- ar rúður væm að einhveiju leyti brotnar í húsinu, kúlnagöt vom í gluggum, körmum og á útihurð. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.