Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Spumingin Ertu ánægð(ur) með úrslit kosninganna? Guðrún Stefánsdóttir kennari: Það breyttist eiginlega ekki neitt, en úr- slitin eru alveg í lagi. Haraldur Úlfarsson sjómaður: Já, ég er ánægður með að Vestfirðingar náðu manni inn. Ég vona svo að Davíö myndi stjórn með Alþýðu- flokki. Guðrún Kristjánsdóttir húsmóðir: Já, mjög svo. Sesselja Þórðardóttir húsmóðir: Virkilega ánægð. Vestfirðingar mega vera stoltir af að eiga 6 þingmenn. Guðbjörg Reimarsdóttir húsmóðir: Já, mjög svo, ég er austan af íjörðum. Ágúst Ragnarsson og Ragnar: Að sjálfsögðu. Lesendur Lækka þarf iðgjald bifreiðatrygginga Já, hvers eiga hinir vammlausu að gjalda? Guðjón Sigurðsson skrifar: Það er árviss atburður að þegar líð- ur aö gjalddaga iðgjalda bifreiöa- trygginga fara tryggingafélögin fram á verulega hækkun þessara gjalda. Þau fá hana vanalega samþykkta umsvifalaust - stundum með nokkr- um semingi Tryggingaráðs - en eftir sitja bifreiöaeigendur með sárt ennið. Þeir sem aldrei eða sárasjald- an valda tjóni með akstri sínum eru í raun þeir sem greiða hækkanirnar og það er mikið óréttlæti. Annað er það sem mörgum svíöur og það er að sama gjald verður að greiða í tryggingu af gömlum bfl og nýjum, það er stærðin og vélaraflið sem ræður gjaldskránni. Þetta er fár- ánlegt. Hvað sem líður kvörtunum og umræðu um þessi mál á þeim tíma sem iðgjaldahækkanir eru að sjá dagsins ljós - og það er aðeins á þeim tíma sem þessi mál eru í sviðsljósinu - er engin lagfæring framkvæmd. Stjórnvöld, þingmenn og aðrir sem eiga að geta haft áhrif og tekið af skarið til að breyta þessum málum yppta öxlum og kæra sig kollótta. Kannski ekki nema von, flestir þess- ara manna eru meö ríflega bifreiða- styrki í bak og fyrir og oft fría bíla yfirleitt, þ.m.t. tryggingar. Nú finnst mér að taka verði á þess- um málum sérstaklega, t.d. með þvi að ný ríkisstjóm setji það inn í ríkis- stjórnarsamning að breyta iðgjöld- um tryggingafélaga þannig að venju- legir launamenn hafi efni á að eiga pg greiða gjöld af venjulegri bifreið. í dag er þaö þungbær byrði að eiga bifreið. Þetta er mál stjómvalda, þar sem Tryggingareftirlit ríkisins ber í raun ábyrgð á hvernig komið er í þessum málum. Þetta má lagfæra með því t.d. að leggja af hina venjulegu ábyrgðar- tryggingu í því formi sem hún er nú og gera bifreiðaeigendum þess í stað skylt að kaskótryggja bifreið sína, þar sem sú trygging tekur alfarið yfir tjón beggja aðila sem í umferð- aróhappi lenda. Auk þess að lækka tryggingu verulega hjá þeim sem ekki lenda í óhöppum á gjaldárinu, en láta hins vegar þá sem valda óhappi greiða viðbótariðgjald sem nemur hálfu eigin tjóni, þ.e. á viðgerð eða endurnýjun eigin bifreiðar. - Allt þetta er auðvelt í framkvæmd. En tfl þess þarf aö brjóta upp núver- andi gjaldskrárkerfi. Besta námsaðstoðarkerf i í heimi Hannes Sigurðsson skrifar: Ég þori aö fullyrða, gagnstætt þeim mörgu sem vilja halda því fram að íslenskir námsmenn lepji dauðann úr skel, að hvergi í heiminum er betri eða viðameiri aðstoö við námsmenn en hér á landi. Þessu held ég ekki fram af neinum stuðningi við ein- hvem sérstakan stjórnmálaflokk eða ráðherra, heldur vegna þess að lána- mál námsmanna eru komin í mjög gott horf hér. Ég hef hvergi heyrt að eins vel sé gert við námsfólk og hér á landi, nema ef vera kynni í sumum arabaríkjunum, þar sem menntun er algjörlega að kostnaðarlausu. Mér kom þetta í hug fyrir stuttu, þegar ég heyrði konu nokkra sem sagðist vera að hringja í Þjóöarsál vegna afspyrnu lélegrar aðstöðu sem framhaldsnemendum væri búin. Hún var reyndar að ræða við einn ráðherrann um málið og vildi að hann „gerði eitthvað í málinu“ eins og hún oröaði það. En þá kom ráðherrann með dæmi, sem varð það til þess að konan vilöi ekki halda áfram umræðunni og kvaddi. - Ráðherrann tók dæmi um unga stúlku sem væri við nám. Stúlkan er í svokallaðri sambúð. Hún fær greitt mánaðarlega kr. 136.000. Ekki fylgdi sögunni hvað sambýhs- maður hennar hefur í tekjur, en það kynni aö vera svipuð upphæð, og eru þá þarna um að ræða um eða yfir 200 þúsund krónur á mánuði hjá náms- stúlkunni. - Ef stúikan færi nú út á vinnumarkaðinn, t.d. í verslun eða á skrifstofu, hrapaði hún verulega í launum eins og ráöherrann benti réttilega á. Ég er ekki að segja, að þetta fyrir- komulag sé slæmt, en betra má það varla vera til aö mismunurinn sé ekki óbærilegur tfl samanburðar við hinn vinnandi mann. Ef námsmenn vinna að sumrinu lækkar jú námsað- stoðin hlutfallslega. En er það ekki afar eðlilegt? Eru námsmenn kannski orðnir svo „lánlausir", að þeir myndu vilja sleppa góðri og heilsubætandi sumarvinnu til að fá alian „styrkinn" sinn? Vonandi er ekki svo komið enn. Bjartari horf ur með Bush þeirra hafa meira en nóg með sig. Það er ekki fyrr en Bandaríkin lögðu fram sinn skerf, að úr fór að rætast með matarskort og lyfjabirgðir til nauðstaddra. - George Bush Banda- ríkjaforseti hefur lagt áherslu á að þessu fólki verði komið til aðstoðar, án þess að þjóð hans blandist í innan- landsdeilur í írak. Sú hjálp sem Bandaríkjaforseti veitir ríður bagga- muninn. Án hennar væri öll von úti fyrir flóttafólkiö. Það er því meö eindæmum og raun- ar fráleitt, þegar því er slegið upp í fréttum, að það sé eiginlega að kenna Bandaríkjaforseta, þegar einræðis- stjórn íraks leiðir nú þessar hörm- ungar yfir Kúrda. Það ber auðvitað enginn ábyrgð á blóðbaðinu í írak nú nema Hussein og herforingjar hans. - Þótt einhverjir taki það nærri sér að Bandaríkjaforseti skuli hafa verið sá sem réttilega má kalla sigur- vegara í Persaflóa, er fráleitt að snúa því hugarangri í heift og nota orð eins og stríðsglæpamaður. Stríðs- glæpamenn stunda ekki mannúðar- störf fyrir hönd þjóða sinna. Og víst eru betri horfur í heimsbyggðinni á meðan maður eins og George Bush er við stjórnvöl í stærsta og öflugasta lýöræðisríki heimsins. „Sú hjálp sem Bandaríkjaforseti veitir ríður baggamuninn." - George Bush í heimsókn á íslandi fyrir nokkrum árum. Við hlið hans er Steingrímur Hermannsson þáverandi utanrikisráðherra. Kristján Kristjánsson skrifar: Líklega hefur ekki farið fram hjá mörgum þær fréttir sem berast frá Mið-Austurlöndum um það haröræði sem Kúrdar hafa sætt af hálfu Huss- eins einræðisherra í írak. Nágranna- þjóðimar, Tyrkir og íranir, eru þess ekki umkomnir að veita flýjandi Kúrdum nokkra aðstoð að ráði, og láir það þeim enginn. Það er ekki fyrr en kallað hefur verið á aðstoð Vesturlanda, að von er að úr rætist fyrir þessu hrjáða fólki. Þaö er heldur ekki fullnægjandi lausn sem Evrópuþjóðir geta veitt hungruöum og þjáðum. Sumar Nýir möguleik- aráorkusölu K.Þ. skrifar: Það hlýtur öllum aö vera fagn- aðarefni að lesa um að nú sé loks tæknilega mögulegt að seija raf- magn héðan með sæstreng til Evrópu. Mér finnst sjálfsagt að stjómvöld láti það hafa forgang að kanna til fullnustu hverjir hafa áhuga á að kaupa rafinagn- ið. Ef möguleikar eru nú í Eng- landi eins og haldið hefur verið fram, hví þá ekki aö láta hendur standa fram úr ermum og hefja viöræður og samstarf? - Skyldi það ekki vera skynsamara en að halda uppi viöræðum við Breta um eyðiklettinn Rockall? Hvalkjöt vant- ar sárlega Friðrik Ámason hríngdi: Ég var að lesa í DV um að hval- kjöt væri á boðstólum á veitinga- stað einum viö Laugaveg í Reykjavík. Nú hef ég ekki tæki- færi til að labba mig þangað inn til að snæða lostætið. Eg bý í þorpi úti á landi og hér fæst aldr- ei hvalkjöt í búö. Ég hef reyndar ekki heldur fengið það í stór- markaði í Reykjavík þar sem ég kem stundum. Þar sem hvalkjöt getur verið afbragösgott, matreítt líkt og venjuleg nautasteik, t.d mariner- að hrefnukjöt eins og þeir á veit- ingahúsinu syðra gera, þá hlýtur að vera markaður fyrir þetta vítt og breitt um landið. - Ég skora á matvörukaupmenn að auglýsa hvalkjöt hvenær sem þeir komast yfir birgðir. Ég og margir aðrir myndu ekki láta á sér standa að kaupa. Áberandi verðmunur Hulda skrifar: Það er ekki ofsagt af verð- hækkunum hjá hársnyrtistofun- um. Ég nota þessa þjónustu svona að jafnaöi einu sinni á tveggja mánaða fresti og verð að segja að mér finnst verðið afar misjafnt. Ég hef ekki getað haldið mig við eina sérstaka stofu, þar sem ég vinn þannig vinnu, að ég er ekki á sama stað nema stuttan tíma í senn og fer því þangaö sem styst er hverju sinni. Einfóld khpping kostar allt frá 800 krónum og upp í rúmar 3.000 kr. og hér er því á ferð mál sem verðlagsyfirvöld verða að taka á. Þegar komið er að öðrum þáttum í hársnyrtingu, svo sem perman- enti, litun og sérstakri greiðslu er svo verðið mun hærra en þetta. - Verðhækkanir hjá hársnyrti- stofum á einu ári eru langt um- fram það sem flestir aðrir þjón- ustuaöilar hafa leyft sér. Hér verður að vera eftirlit eins og annars staðar, og hámark hlýtur aö mega setja á fast verð. Fimm í heimsreisu Ólafur Magnússon skrifar: Það skal alltaf þurfa hóp manna þegar hiö opinbera á í hlut. Og alltaf er greitt fyrir þetta sérstak- lega. Sjaldan eða aldrei látið koma inn í venjulegan vinnu- tíma. Auövitað er slíkt ekki hægt þegar skoöa þarf þyrlur erlendis, en aö senda fimm manna hóp í slíka heimsreisu er ofrausn. Ferðakostnaður þessara fimm manna er sagður vera á þriðju mflljón króna! Ég lýsi miklum vonbrigöum með þessi fyrstu áþreifanlegu viðbrögð ríkisins við þyrlukaupum. Nóg hefði ver- iö að senda tvo menn, sem eru sérfræðingar í þyrlumálum, því hér var ekkert framkvæmt, að- eins skoðað til aö gera skýrslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.