Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Fréttir DV Hart deilt á Qárstyrk ríkisins til aöstandenda meöferöarstöövarinnar aö Fitjum: Þeir haf a sett fjölda fyrir- tækja á hausinn síðustu ár segir Gylfi Guömundsson sem segir konu sína hafa tapað hátt í tíu miiljónum á viðskiptum viö þá rekstrarformið er og hveijir eru eig- endur að því. Fyrr verður þessum peningum ekki ráðstafað.“ Að sögn Páls' Péturssonar, for- manns fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deOdar, sá nefndin ekki ástæðu til að standa gegn heimildartillögu fjármálaráðherra um styrk til Með- ferðar hf., þegar nefndin fjallaði um lánsfjárlögin. Hann segir nefndina þó ekkert hafa farið ofan í saumana á fyrirtækinu né kannaö forsögu þess. „Ég þekki ekkert til þessa fyrirtæk- is né þeirra manna sem stjóma því. Ég treysti því hins vegar að fjármála- ráðherra nýti sér ekki þessa heimild nema það sé tryggt að peningunum verði vel varið. Þessum peningum verður ekkert hent í eitthvert gjald- þrot. En arinars er ég pínulítið tor- trygginn á sumar svona hugsjónir sem menn fá og stökkva út í að lítt athuguðu máh í einhverjum köst- um,“ segir Páll. Grettir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Meðferðar hf., kveðst lítið sem ekkert þekkja til fjármála Vonar hf., né tengsla þess við Von Veritas og önnur skyld fyrirtæki. Á þeim árum hafi hann fyrst og fremst haft með starfsmannamál og sjúkl- ingastreymi að gera. Hann kvað hins vegar rétt að Meðferð hf. hefði tekið við af Von hf. óg að fyrirtækjunum stæðu sumpart sömu aðilarnir. „Við erum að reyna að vinna okkur út úr þessum málum sem sum hver eiga rætur að rekja til upphafsár- anna. Ég kannast ekki við að við höfum lent í einhveijum útistöðum við þennan Gylfa og veit ekki til þess að ég haíi séð hann. Ég tek því lítið mark á gagnrýni hans á okkur." Grettir segir að húseignin að Fitj- um sé í eigu sjálfstæðs hlutafélags sem aftur leigi Meðferö hf. aðstöðu. Eigendur þess fyrirtækis eru Birgir „Það er forkastanlegt að ríkissjóð- ur skuli veita almannafé til þessara fjárglæframanna sem reka meðferð- arstöðina að Fitjum á Kjalamesi. Á undanfömum 6 árum hafa þeir sett fjölda fyrirtækja á hausinn. Konan mín, Guörún Skarphéðinsdóttir, varð fyrir því óláni að selja þessum mönnum húseign okkar að Bárugötu 11 fyrir nokkrum árum og tapaði hátt í 10 milljónum á þeim viðskipt- um. Ég er alveg gáttaöur á að fjár- málaráðherra og forsætisráðherra skuli ætla að færa þessum mönnum 20 milljónir af skattfé almennings á silfurfati," segir Gylfi Guðmundsson. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér hjá Meðferð hf. var fyrir- tækið stofnað af 8 einstaklingum í ársbyrjun 1988, þeim Kristjáni Omari Kristjánssyni, Bjarna Steingríms- syni, Brynjólfi Haukssyni, Skúla Thoroddsen, Gretti Gunnlaugssyni, Bergi Guðnasyni, Grétari Haralds- syni og Jóhannesi Jónssyni. Flestir tengjast þeir öðrum fyrirtækjum á sviði áfengismeðferðar sem farið hafa á hausinn. Um er að ræða nokk- ur fyrirtæki sem stofnuð voru til hhðar við Von hf., sem varð gjald- þrota fyrir þremur árum, svo sem líknarfélagið Von, Sjúkrastöðina Von, Von Veritas og Von behandling. Gylfi segist hafa gert fiármálaráð- herra grein fyrir viðskiptum sínum við þá aöila sem reka meðferðarstöð- ina fyrir tveimur árum þegar ríkið var að hugleiða að kaupa Fitjar til að reka unglingaheimili þar. Einnig segist hann hafa rætt við flestalla þá alþingismenn sem sitja í fiárhags- og viðskiptanefndum efri og neðri deild- ar vegna þess 20 milljóna króna styrks sem lánsfiárlög heimila til starfseminnar að Fitjum. Tilgangur- inn hafi verið að vara stjómvöld við þeim aðilum sem eiga og reka stöð- ina. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar hefur enn engin ákvörðun verið tek- in um hvort heimildin í lánsfiárlög- um verði notuð. Hann segist hafa fengið ábendingar frá Gylfa og fleir- um um að sitthvað sé við rekstur fyrirtækisins að athuga. „Ég mun því láta kanna mjög rækilega hvemig Áfengismeðferðarstöðin að Fitjum er rekin af Meðferð hf. sem aftur leigir húsnæðið dýrum dómum af öðru fyrirtæki. Það fyrirtæki er í eigu sömu aðila og eiga Meðferð. DV-mynd GVA Gylfi Guðmundsson og Guðrún Skarphéðinsdóttir fyrir utan fyrrum húseign sina að Bárugötu 11. Þau seldu húsið fyrir nokkrum árum til Vonar hf. en töpuðu hátt í 10 milljónum á þeim viðskiptum eftir að fyrirtækið fór á haus- inn. Eftir gjaldþrot Vonar stofnuðu sömu aðilar fyrirtækið Meðferð hf. sem nýverið fékk vilyrði fyrir 20 milljón króna styrk úr ríkissjóði. DV-mynd GVA Guðnason, Bjami Steingrímsson og Skúii Thoroddsen. Aðspurður vildi hann hins vegar ekki gefa upp leigu- verðið. Sagði hann það ófrágengið mál. Samkvæmt heimildum DV er leigan hins vegar mjög há og á hvað stærstan þátt í þeim rekstrarerfið- leikum sem Meðferð hf. á í þessa dagana. -kaa Bónorð Ingibjargar Kvennalistinn á sér sérstæöan feril í pólitíkinni. Safnaði liði fyrir nokkrum ámm síðan og sló strax í gegn. Hélt velli í næstu kosning- um þar á eftir. Þær gengu hnar- reistar um sah Alþingis og litu ekki við körlunum. Neituðu stjómar- þátttöku aftur og aftur og vom stórar upp á sig. Hinar hagsýnu húsmæður voru mættar til leiks í stjómmálunum og létu ekki karl- rembumar leika á sig. Litu ekki við þeim og skiptu síðan fulltrúum sínum og þingmönnum út eftir be- hag á miðjum kjörtímabilum og stunduðu eintal og vandlætingu eins og þokkadísir í prímadonnu- leik. Það vantaði að vísu stundum nokkuð upp á aö þokkinn væri í samræmi við framkomuna en dijúgur skammtur af þótta bætti það upp. En svo fór að fiara undan þeim, blessuðum. Kjósendum leiddist að kjósá lista sem ekki hafði áhuga á að taka þátt í ríkisstjómum. Kjós- endur nenntu ekki að greiða Kvennalistanum atkvæði sitt, þeg- ar ekkert lá fyrir um það hvort þingkonan sem var í framboði mundi endast út kjörtímabilið. Það gengur ekki til lengdar aö vera stikkfrí í pólitíkinni. Það er eins á þeim vettvangi eins og annars stað- ar, aö daman sem aldrei segir já, þegar henni er boðið upp, endar með því að fara ein heim af ball- inu. Menn hætta að bjóða henni upp. Kosningamar um helgina vom áfall fyrir Kvennalistann. Fylgið fór minnkandi og stemningin var horfin. Þar mættu einar til dans- leiksins og fiörið fiaraði út. Karl- arnir hættir að líta við þeim. Þær voru farnar að pipra úti í homi og sáu fram á dapra daga og ein- manalegt ævikvöld. Nú voru góð ráð dýr og nú var það kvenfólkið sem sneri við blað- inu. Ingibjörg Sólrún mætti í sjón- varpssal með öllum körlunum og lagði fram bónorð. Bara si sona. Hver er til í tuskið spurði hin hag- sýna húsmóðir. Hver vill slá til? Kvennahstinn er sem sagt hættur að spila sóló og nennir ekki lengur að halda sig viö þá gamaldags stefnu að taka mið af stefnumálum sínum. Nú er Kvennalistinn falur fyrir hæstbjóðanda. Þetta eru auövitaö meiri háttar tíðindi enda var körlunum í hinum flokkunum svo ilhlega bmgðið að þeir urðu kjaftstopp af undrun. Þama lá kvenmaöurinn flatur fyrir fótum þeirra og gaf nánast allt upp á bátinn, bara ef einhver þeirra vildi vera svo góður að leyfa kven- fólkinu að vera með. Hvað með ál- verið, spurði Jón Baldvin. Álverið skiptir ekki máli svaraði Ingibjörg Sólrún að bragði. Kvennalistinn, nennir ekki lengur að vera á móti málum ef aðrir eru með þeim. Kvennalistinn vill vera eins og hin- ir stjómmálaflokkamir og leggur stefnumáhn til hliðar þegar kosn- ingum er lokið. Það hefur hvort sem er aldrei tíðkast í íslenskri pólitík að frambjóðendur standi fast á kosningamálum sínum þegar kosningum er lokið. Kosningamál eru höfð til málamynda í kosning- abaráttu en það gerir enginn neitt með þau eftir kosningar. Hvers- vegna ætti Kvennalistinn líka að eltast við svoleiðis tittlingaskít, þegar karlarnir bíða í röðum eftir að bjóða þeim upp? Þetta era auðvitað söguleg tíð- indi, enda ekki á hverjum degi sem kvenmenn leggja fram bónorð í beinum útsendingum. Hin hagsýna húsmóðir er mætt til leiks og_ ætlar nú að tileinka sér vinnubrögð karl- anna af meiri þrótti en karlamir eru sjálfir færir um. Því verður varla trúað að ahir þeir kvenna- menn sem nú sifia í ríkisstjórninni láti það spyrjast aö þeir hafni bón- orði Ingibjargar og hinnar hagsýnu húsmóður. Þar að auki verður ólíkt skemmtilegra á ráðherrafundum þegar Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki lengur ein um yndis- þokkann. Verst er þó með Davíð, að hann skuli ekki fá að vera með. Hann fékk ekkert bónorð, nema þá frá Jóni Baldvin. En Jón Baldvin er ekki hagsýn húsmóðir og þykist enn vera að semja um stefnumál og þar að auki sigraði Davíð í þess- um kosningum og það tíðkast ekki á íslandi að hampa sigurveguram. Batnandi konum er best að lifa. Hornkerling vil ég ekki vera, sagði Bergþóra og piparkerhngar viljum við ekki vera segia kvennalistakon- ur og eru nú sem sagt lagstar flatar til aö komast í sfiórn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.