Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. 9 Utlönd Ástand ótryggt 1 Norður-írak þrátt fyrir nærveru herliðs bandamanna: Irakar f ara vopnaðir um byqgðir Kúrda - James Baker reynlr í dag að fá Sýrlendinga á friðarráðstefnu Hermenn íraka og Bandaríkjamanna hafa hist i Norður-írak siðustu daga. írakar hafa heitið þvi að kalla alla hermenn sína af svæðinu þar sem Bandarikjamenn ætla Kúrdum að hafast við. Kúrdar óttast þó enn að írakar láti til SÍn taka. Simamynd Reuter Mikill uggur er í Kúrdum á svæð- inu þar sem bandamenn hafa komið upp griðlandi fyrir þá vegna þess að hermenn stjórnarinnar í Bagdad fara enn vopnaðir um svæðið. Samningar höfðu tekist milli Bandaríkjamanna og hershöfðingja íraka um að írakar kölluðu alla hermenn sína frá hyggð- um Kúrda til að tryggja öryggi á svæðinu. Til dæmis hefur sést til hermann- anna í bænum Zakho þar sem Kúrd- ar voru fjölmcnnir áður en þar hafa allir íbúarnir flúið af ótta við endur- tekin hryðjuverk hersins. Þrátt fyrir að leiðtogar Kúrda reyni að ná samn- ingum við Saddam Hussein í Bagdad þá er tortryggni mikil og af langri reynslu treysta Kúrdar írökum ekki til að standa við gerða samninga. Yfirmaður Bandaríkjahers í Norð- ur-írak segir að tvær herdeildir íraka haíi yfirgefið svæðið. Á sama tíma bættust herdeildir frá Bandaríkjaher í hóp þeirra sem fyrir voru við bygg- ingu flóttamannahúða fyrir Kúrda innan landamæra íraks. í Bagdad hafa fengist þær skýring- ar á nærveru írösku hermannanna að þeir séu lögreglumenn frá borg- inni Mosul nokkru fyrir sunnan grið- landið. Kúrdar trúa þó ekki þessum orðum og segja að hermennirnir séu úr sérsveitum írakshers og sé ætlað að halda uppi njósnum meðal Kúrda. Leiðtogar sex ríkja við Persaflóa hafa komið sér saman um að mynda sjóð til að stuðla að öryggi í löndum araba. Sjóðnum, sem í er mikið fé, er ætlað að gera ríkjunum kleift að bregðast skjótt við ef neyðarástand skapast í Mið-Austurlöndum. Hvergi er þó nefnt að fé úr sjónum megi nota til styðja þjóðir eins og Kúrda ef neyðarástnd skapast. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerir sér enn vonir um að koma á friðarráðstefnu fyrir Mið-Austurlönd þar sem tekið verði á helstu ágreiningsmálum þar. Hann verður í Sýrlandi í dag þar sem hann ræðir við Assad forseta. Sýrlendingar hafa verið mótfallnir hugmyndum Bakers um svæðis- bundna ráðstefnu og vilja helst að hún verði haldin á vegum Samein- uðu þjóðanna. ísraelsmenn geta ekki fallist á hugmyndir Sýrlendinga þótt þeir segist nú tilbúnir að ræða við fulltrúa Palestínumanna. Takist Baker ekki að sætta þessi sjónarmið er borin von að nokkur árangur verði af friðarumleitunum hans allt frá því Persaflóastríðinu lauk. Reuter Pavlov, forsætisráðherra Sovétrikjanna: Hótar að láta her 09 lög- reglu skakka leikinn Nixon heim- sækirBush Richard Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti, tók hús á George Bush, núverandi forseta, i gær. Nixon sneri aftur til fyrri heim- kynna til aö ræða nýafstaðna ferð sína til Sovétríkjanna þar sem hann hitti meðal annars Mikael Gorbatsjov að máh. Nixon ræðir stjórnmál af og til við George Bush í síma en nú mætti hann í Hvíta húsið í eigin persónu og ræddi máhn i félags- skap Bush og nánustu samstarfs- manna hans. Nixon er eini forseti Bandaríkj- anna sem hefur neyðst til að segja af sér embætti, 1974. Hann hefur hins vegar oftsinnis komið í Hvita húsið síðan, þar á meðal 1989 þeg- ar hann ræddi þá nýafstaðna ferð sína til Kína. Stórfé lagt í nýjaherþotu Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur ákveðið að leggja stórfé til kaupa á nýrri gerð af herþotum sem leysi nýverandi þotur af hólmi. Þegar er búið að hann tvær shkar þotur en eftir að skera úr um hvor þeirra verð- ur fyrir valinu. Kout<;r Valentin Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hótar verkfallsmönn- um í landinu hörðu ef þeir taka ekki upp vinnu á nýjan leik. Verkfollin, sem hófust í námubæjum í Úralfjöll- um fyrir nærri tveimur mánuðum, breiðast ört út og nú hggur fyrir að verkamenn í Hvíta-Rússlandi ætla að leggja niður vinnu. Mikhail Gorbatsjov forseti hefur lagt fram neyðaráætlun til að koma í veg fyrir að allt atvinnuhf í landinu lamist vegna verkfallanna. Þegar er skortur á kolum orðinn tilfmnanleg- ur og bætist við vöruskortinn sem hrjáð hefur íbúa Sovétríkjanna í all- an vetur. Pavlov hvatti í gær félaga í Æðsta ráðinu til að styðja áætlun forsetans og sagði að hún væri síðasta vonin til að komast hjá algeru öngþveiti í landinu. Þá sagði hann að tómt mál væri að tala um markaðsbúskap ef allt hagkerflð væri lamað í verkfoll- um. Meðal þess sem gert er ráð fyrir að stjórnin grípi til er að afmarka sérstök neyðarsvæði þar sem ástand- ið er verst. Þar ætlar stjórnin sér að beita her og lögreglu til að brjóta á bak aftur andstöðu verkfallsmanna. Pavlov talaði sérstaklega um að láta sveitir frá innanríkisráðuneyt- inu sjá um að halda samgönguleiðum opnum. Þessar sömu sveitir voru notaðar til að berja niður andstöðu i Eystrasaltsríkjunum fyrr í vetur. Reuter Sovéskum þungaiðnaði er nú þannig lýst að hann sé kominn í fullkomnar ógöngur. Teikning Lurie 01 MEÐAL EFNIS: íslensk hjón lýsa viðureign sinni við ÆRSLA- DRAUG Ef þú hyggur ó háskólanóm skaltu lesa nýjustu Vikuna VIKAN Á SLÓÐUM SIOUX-INDÍÁNA - þar sem myndin Dansar við úlfa á sér stað STEPHEN KING sem nefndur hefur verið meistari hroilvekjunnar er höfundur framhaldssögu Vikunnar, Dead Zone. FEGURÐAR- SAMKEPPNIN Lokakynning Vikunnar á þátttakendunum, sem nú birtast á sundbolum. ATHUGID: Þau leiðu mistök áttu sér stað að myndir víxluðust af þeim Selmu Unnsteinsdóttur og Selmu Stefánsdóttur. ÁSKRIFTARSÍMI 83122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.