Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. 25 LífsstHl Samdráttur fyrirsjáanlegur Myndbandaleigur eru vel á annað hundraðið hér á landi og mikil sam- keppni ríkir á milli þeirra. Mikið er um eigendaskipti eða gjaldþrot á þessum markaði, enda hart barist um viðskiptavimnn. Ýmislegt bendir til þess að myndbandaleigum fækki á næstu árum og þjónustan aukist hjá þeim myndbandaleigum sem eft- ir lifa. 7-10 þúsund í innkaupi Blaðamaður hafði samband viö Óskar Sæmundsson, starfsmann á myndbandaleigunni Vídeóvali á Rauðarárstíg. „Samkeppnin er mikil á markaðnum og alls konar tilboð algeng. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hve hægt er að gera vel í tilboðum því spólurnar kosta sitt. Algengt verð á hverju eintaki af spólu í innkaupi er um 7-10 þúsund krónur, ef það er góð mynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsi í borg- inni. Lélegri myndir, sem hafa ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum hérlendis, geta fariö niður í 3 þúsund krónur. Við hjá Vídeóvali höfum af og til verið meö tilboð á spólum sem leigð- ar hafa verið út á 199 krónur stykk- ið. Tilboðiö hefur þá staðið í nokkra daga. Auk þess eru allar eldri spólur hjá okkur á 200 krónur í útleigu. Annars er leigan krónur 400 á spólu eins og verðið er á flestum mynd- bandaleigunum. Þegar myndbandaleigurnar komu fyrst til sögunnar var dýrara að leigja spólu en fara í bíó. Nú í dag er þessu öfugt farið, verðið er lægra á myndabandsspólum í dag heldur en það kostar að fara á kvikmynda- hús,“ sagði Óskar. Vinnubrögð verði faglegri Sigmar Þormar rekur ráðgjafarfyr- irtækið Fyrirmynd og hefur unnið mikið fyrir myndabandaleigurnar. „Eins og myndbandamarkaðurinn er í dag stefnir í verulegan samdrátt. Það eru því miður ekki nægilega fag- leg vinnubrögð viðhöfð hjá mynd- bandaleigunum og of mikiö gert að því að höfða eingöngu til ungs fólks upp að 25 ára aldri. Öll tölvuskráning myndbandaleiga miðast við bókhaid en ekki þjónustu við viðskiptavini. Afgreiðslufólk er heldur oftast nær ekki nægilega vel að sér um þarfir viðskiptavinarins. Nú upp á síðkastið hefur það aukist að ótextaðar myndir komi á markað. Óvíst er um framtíð og tilvist Sam- taka íslenskra myndbandaleiga og Samtök rétthafa myndbanda en þessi samtök virðast vera að lognast út af. Myndbandaleigurnar lentu í áfalli þegar Stöð 2 kom til sögunnar og ég óttast að hið sama hendi þegar gervi- hnattasjónvarp verður almennara. Möguleikamir hjá eigendum myndbandaleiganna fyrir nánustu framtíð felast í því að viðhafa fag- legri vinnubrögö. Bæta þarf þjón- ustuna og aðstoða fólk við val á myndum að þess smekk. Nýta verður betur þá kosti sem myndböndin hafa fram yfir bíó og sjönvarp. Markaður- inn fyrir myndbönd er góður ef rétt er á haldið. Því miður eru tilraunir myndbandaleiganna í þessa átt fálm- kenndar og enn á byrjunarstigi hjá flestum," sagði Sigmar. Þjónustan batnað á síðustu árum Guðlaugur Nielsen er sölustjóri hjá Steinar h/f myndbandadeild. „Á landinu öllu eru um 110-120 mynda- bandaleigur. Við þessa tölu bætast 30-40 alls konar smærri útibú. Á höfuðborgarsvæðinu er yfir helm- ingur af myndbandaleigum landsins. Þetta er of mikill fjöldi og markaður- inn er ofmettaður. Rekstrargrundvöllurinn væri betri ef leigunum fækkaði og þjónustan batnaði hjá þeim sem eftir verða. Ég er ekki aiveg sammála Sigmari um að htið hafi verið gert í þjónustumál- um hjá myndbandaleigunum. Á síð- ustu 1-2 árum hefur ástandið batnað mikið. Fjöldi myndbandaleiga er nú farinn að flokka myndbönd eftir teg- und efnis og aldri. Þjónusta leiganna hefur batnað upp á síökastið. Ég tel heldur ekki að tiikoma gervihnattasjónvarps verði sama áfalhð og Stöð 2 varð myndbandaleigunum. Hins vegar er ástæða til þess að hafa áhyggjur af aukningu ótextaðs efnis á markaðn- um, þó í lagi sé að hafa sumar af eldri og klassísku myndunum ótextaðar," sagði Guðlaugur að lokum. Ef spádómar Sigmars og Guðlaugs reynast réttir mun myndbandaleig- um líklega fækka í nánustu framtíð. Hitt er eins líklegt að þjónustan batni hjá þeim sem eftir verða. ÍS Fargjöld hjá Flugleiðum: Ástand var mjög ótryggt í heims- markaðsmálum síðastliðið haust og var búist við miklum hækkunum á eldsneytisverði vegna yfirvofandi styijaldar fyrir botni Persaflóa. Flug- leiðir sóttu þá um hækkun á fargjöld- um og fengu hana á grundvelli þess hve ótryggt ástandið var. Stríðið í Kúvæt hófst upp úr miðj- um janúarmánuði á þessu ári en markaðsverð hafði þá um nokkurn tíma verið á uppleið á þotueldsneyti og öðrum hðum tengdum flugi. Hækkanimar voru þó ekki jafn- miklar og spáö hafði verið. Markaðs- verð á þotueldsneyti náði hámarki um miðjan febrúar en lækkaöi síðan á næsta eins mánaðar tímabili og hefur haldist nokkuð stöðugt síðan. Flugleiðir hafa samt sem áður ekki lækkað verð á fargjöldum sínum til jafns viö það sem áður var og hefur það vakið furðu margra. Birgir Þorgilsson, formaður flug- eftirlitsnefndar Ferðamálaráðs, var spurður hveiju þetta sætti: „Flug- leiðir fóru fram á fargjaldahækkun á síðasta ári og fengu hana. Hún var talin réttlætanleg vegna yfirvofandi hækkana. í byijun apríl fóru Flug- leiðamenn enn fram á nýja hækkun fargjalda. Hún átti að grundvallast á hækkun annarra flugfélaga í Evrópu hverja tíu króna hækkun á þotuelds- neyti þurfl Flugleiðir hækkun um eina krónu á fargjöldum. Gengissveiflur hafa alla tíð spilað stórt hlutverk í fargjaldaverði. Á meðan verðið á eldsneyti var á upp- leið var gengisþróun dollars hagstæð fyrir okkur. Nú, þegar verð á þotu- eldsneyti er á niöurleið, er dollarinn á uppleið sem vegur þar á móti. Hækkun á fargjöldum frá í júlí á síð- asta ári er um 10% hjá Flugleiðum. Við kaupum stóran hluta eldsneyt- is okkar erlendis en olíufélagið Skelj- ungur hefur sinnt innlendri mark- aðsþörf okkar. Þegar verð á þotu- eldsneyti rauk upp á síðasta ári fengu flugfélög beggja vegna Atlantsála leyfi fyrir fargjaldahækkunum. Við vorum hins vegar mánuði síðar á ferðinni með beiönir okkar. Við feng- um hækkanirnar þar að auki í þrep- um. í aprílbyrj un fórum við einnig fram á hækkanir á fargjöldum en fengum minna en við fórum fram á. Það er yfirlýst stefna að viðhalda þjóðar- sáttinni og það verða allir að leggja sitt af mörkum og því reynir sam- gönguráöuneytið væntanlega að halda í við allar hækkanir,“ sagði Einar. ÍS vegna aukins kostnaðar á ýmsum gjaldaliðum. Við tókum mið af fyrri hækkuninni sem Flugleiðir höfðu fengið vegna ótryggs ástands í alþjóðamálum. Ferðamálaráð lagði því til að sam- þykkt verð yrði 1,5% lægra en Flug- leiðir fóru fram á. Sú tillaga var sam- þykkt,“ sagði Birgir. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi hafði þetta um málið að segja. „Verð á þotueldsneyti hækkaði töluvert á síðasta ári og í byijun þessa árs. Það er nú um 50-60% hærra en það var í júh á síðasta ári. Verö á þotuelds- neyti hefur um það bil áhrif að einum tíunda hluta á verð fargjalda. Það þýðir, gróflega áætlað, að fyrir Flugfargjöld hjá Flugleiðum hafa hækkað um 10% á níu mánaða timabili. Hækkun um 10% á 9 mánuðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.