Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. AfmæH Helgi Jóhannsson Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, Kleifarseli 49, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Helgi fæddist í Keflavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1971 og prófi í viðskiptafræði við HÍ1977. Á námsárunum stundaði Helgi sumarstörf hjá Flugfélagi íslands og síðan Flugleiðum við afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Að loknu stúd- entsprófi kenndi hann einn vetur við Gagnfræðaskóla Keflavíkur en að háskólanáminu loknu var hann deildarstjóri viðskiptabrautar Fjöl- brautaskóla Suðumesja í tvo vetur auk þess sem hann starfaði við skipulagningu viðskiptabrauta í framhaldsskólum á vegum mennta- málaráðuneytisins. Helgi hóf störf hjá Samvinnuferð- um 1979 og var þá deildarstjóri fyrir innanlandsferðir. Hann varð jafn- framt sölustjóri 1982 en hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1984. Helgi hefur setið í stjóm Félags íslenskra ferðaskrifstofa um árabil og er nú formaður þess. Hann æfði íþróttir af miklu kappi á unglingsár- unum, keppti í knattspyrnu og handbolta með Keflvíkingum í öll- um aldursflokkum og meistara- flokki. Hann er mikill áhugamaður um bridge, hefur tvisvar orðið ís- landsmeistari í sveitakeppni með liöi sínu hjá Samvinnuferðum- Landsýn og er forseti Bridgesam- bandsins frá 1990. Þá hefur hann starfað mikið með Átthagafélaginu. Fjölskylda Kona Helga er Hjördís Margrét Bjarnason, f. 31.5.1952, meinatækn- ir, dóttir Nicolai Bjarnason skrif- stofumanns ogÁstu Gissurardóttur húsmóður. ' Helgi og Hjördís eiga þrjá syni. Þeir em Gunnar Fjalar, f. 28.3.1971; Óttar Öm, f. 17.6.1978, og Hallur Már, f. 9.6.1980. Systkini Helga eru Pétur, f. 23.5. 1948, framkvæmdastjóri í Reykja- vík, kvæntur Sigrúnu Jónatans- dóttur; Guðrún Rósalind, f. 11.3. 1950, verkakona í Keflavík; Sóley, f. 5.9.1956, eigandi Dansstúdíós Sól- eyjar, og Jóhann, f. 30.9.1969, (kjör- bróðir). Foreldrar Helga: Jóhann Péturs- son, f. 28.4.1921, símstjóri á Kefla- víkurflugvelli, og kona hans, Kristr- ún Helgadóttir, f. 14.9.1923, verslun- armaður. Ætt Meðal systkina Jóhanns er Ingólf- ur, hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Jó- hann er sonur Péturs Vilhelm, um- sjónarmanns frá Áreyjum, Jó- hannssonar, b. í Áreyjum, Péturs- sonar. Móðir Péturs Vilhelms var Jóhanna Indriöadóttir, hreppsstjóra á Reyðarfirði, Ásmundssonar, b. á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, Ind- riðasonar, bróður Ólafs, prófasts á Kolfreyjustað, fóður Páls skálds og Jóns ritstjóra. Móðir Jóhanns sím- stjóra var Sóley Sölvadóttir, bóksala í Reykjavik, Jónssonar. Kristrún er systir Áma Helgason- ar, fyrrv. stöðvarstjóra í Stykkis- hólmi. Kristrún er dóttir Helga, kaupmanns á Eskifirði, bróður Elín- borgar, móður Helga Seljan og ömmu Davíðs Baldurssonar, prests á Eskifirði. Helgi var einnig bróðir Guðrúnar, ömmu Harðar Zophan- íassonar, skólastjóra í Hafnarfirði. Helgi var sonur Þorláks, b. á Kára- stöðum í Austur-Húnavatnssýslu, Oddssonar, b. í Oddskoti í Reykja- vík, Oddssonar. Móðir Helga var Ingigerður Helgadóttir, b. á Svína- vatni, Benediktssonar, og konu hans, Jóhönnu ljósmóður Stein- grímsdóttur, b. á Brúsastöðum, bróður Steinunnar, ömmu Bjarna, afa Ólafs Ólafssonar landlæknis og Jónasar Rafnar, fyrrv. bankastjóra. Steingrímur var sonur Páls, prests Helgi Jóhannsson. á Undirfelli, Bjarnasonar. Móðir Páls var Steinunn Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Kristrúnar var Vilborg, systir Friðriks, fóður Helga Seljan. Vilborg var dóttir Árna, útgerðar- manns á Eskifiröi, Halldórssonar, b. á Högnastöðum í Helgustaða- hreppi, Ámasonar. Móðir Vilborgar var Guðný Sigurðardóttir, b. á Tunguhaga á Völlum, Péturssonar. Helgi tekur á móti gestum í ASÍ- salnum á morgun milli klukkan 18 og 21.00. Rannveig Hulda Ólafsdóttir Rannveig Hulda Ólafsdóttir. Rannveig Hulda Ólafsdóttir bók- sali, Hólavegi 3, Reykjadal, er sextug ídag. Starfsferill Rannveig fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hún var við nám í Héraðsskólanum á Laugum 1947- 1948 og í Húsmæðraskólanum á Laugum 1950-1951. Rannveig hefur rekið bókaverslun á Laugum frá árinu 1964 og verið umboðsmaður bæði happdrættis Háskóla íslands og happdrættis SÍBS. Einnig hefur Rannveig um árabil verið umboðsmaður Brunabótafé- lagsIslandsogDV. Hún hefur starfað aö ýmsum fé- lagsmálum, er t.d. félagi í Ung- mennafélaginu Eflingu og Kvenfé- lagi Reykdæla, og verið í stjóm þeirra um árabil. Einnig hefur hún veriö í stjóm hlutafélagsins Iðn- bæjar frá stofnun þess árið 1979. Fjölskylda Rannveig giftist 4.5.1952 Arngrími Konráðssyni, f. 21.8.1929, húsgagna- smið. Hann er sonur Konráðs Er- lendssonar, f. 11.1.1885, kennara við Laugaskóla, og Helgu Arngríms- dóttur, f. 22.11.1890, húsmóður. Rannveig og Arngrímur eiga tvö böm, þau eru: Helga, f. 14.7.1953, nemi í rekstrarhagfræði við Sam- vinnuháskólann á Bifröst, gift Frið- bimi Níelssyni, rekstrarfræðinema á sama stað, frá Siglufirði. Böm þeirra eru Rannveig Björk, f. 11.10. 1976, og Níels, f. 18.1.1984; og Ólaf- ur, f. 10.5.1957, skólastjóri Litlu- Laugaskóla í Reykjadal, kvæntur Torfhildi Sigurðardóttur, kennara við sama skóla, frá Seyðisfirði. Dæt- ur þeirra eru Rannveig Hulda, f. 4.9. 1978, og Jónína, f. 14.8.1984. Rannveig átti tvær systur, önnur þeirra er nú látin. Þær em: Þór- ama, f. 26.12.1934, skrifstofumaður í Tálknafirði, gift Pétri Þorsteins- syni, f. 28.11.1929, framkvæmda- stjóra. Þeirra börn eru Lára Björk, Þorsteinn, Kolbeinn, Konráð og Sara; og Björk, f. 11.10.1936 d. 3.12. 1940. Foreldrar Rannveigar vora Ólafur J. Jónsson, f. 17.7.1906 d. 3.6.1971, sjómaður, fæddur á Eyrarhúsum i Tálknafirði, og kona hans, Lára G. Guðmundsdóttir, f. 8.1.1909 d. 6.6. 1973, húsmóðir fædd á Hellissandi á Snæfellsnesi. Þau bjuggu lengst af á Patreksfirði. Rannveig verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með daginn 23. apríl 85 ára Bryndís Nikufásdóttir, Miðhúsum, Hvolsvelli. 80 ára Berta Björnsdóttir, Karfavogi 11, Reykjavík. Vigdís Guðjónsdóttir, Stórholti28, Reykjavík. Jón Þorkelsson, Miövangí 22, Egilsstöðum. 75 ára Grímur Eiríksson, Drápuhlíð42, Reykjavik. 60 ára Kristján Jóhannesson, Móaflöt 22, Garðabæ. Ingvi Böðvarsson, Heiðargerði 17, Akranesi. Baldur Sveinsson, Teigaseli 1, Reykjavík. 50ára Grétar J. Guðmundsson, Strandgötu 19, Patreksfirði. Guðmundur Guðjónsson, Harastöðum, Fellsstrandarhreppi. 40 ára Helgi Jóhannsson, Kleifarseli 49, Reykjavík. Gunnar Þór Sveinsson, Eskihlíð 1, Sauðárkróki. Helgi Þórsson, Neðstaleiti 6, Reykiavik. Margrét Sigmundsdóttir, Þinghólsbraut 41, Kópavogi. Margrét Hvannberg, Hjarðarhaga 19, Reykjavik. Geirþrúður Eiisdóttir, Litlu-HIíð, Akureyri. Grétar Jón Guðmundsson Grétar Jón Guðmundsson verka- maður, Strandgötu 19, Patreksfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Grétar fæddist í Litlu-Hlíð á Barðaströnd en ólst upp á Brekku- völlum í sömu sveit. Eins og títt var með unglinga á þeim árum byijaði hann snemma aö taka til hendinni á heimili foreldra sinna. Eftir að hann fór að heiman stundaði hann einkum störf sem tengdust sjávarút- vegi. Grétar Jón hefur verið í hluta- starfi í lögreglunni frá 1986 en hann hefur búið á Patreksfiröi frá 1972. Fjölskylda Grétar Jón kvæntist 10.6.1972 Önnu Jónu Árnadóttur, f. 31.1.1947, húsmóður en hún er dóttir Áma Þorkelssonar er lést 27.10.1950, og Ástu Guöjónsdóttur er lést 25.2. 1972, húsmóður. Fósturfaðir Önnu Jónu er Hólmsteinn Jóhannsson, búsettur í Reykjavík. Stjúpsonur Grétars Jóns er Stein- ar Kjartansson, f. 22.10.1966. Synir Grétars Jóns og Önnu Jónu eru Ástráöur Brynjar Grétarsson, f. 10.3.1972, Sigurbjörn Sævar Grét- arsson, f. 29.3.1973 og Grímur Barði Grétarsson, f. 15.4.1977. Systkini Grétars Jóns eru Sverrir Guðmundsson, f. 13.5.1939, d. 15.11. 1977; Brynhildur Nanna Guð- mundsdóttir, f. 29.6.1944; Guöríöur Guðmundsdóttir, f. 11.9.1946; Sig- fríður María Guðmundsdóttir, f. 6.8. 1949; Bjarghildur Fanney Guö- mundsdóttir, f. 23.1.1955, og Arney Huld Guðmundsdóttir, f. 16.6.1961. Foreldrar Grétars Jóns: Guð- Grétar Jón Guðmundsson. mundur Helgi Sigurðsson, f. 24.5. 1916, verkamaöur á Patreksfirði, og Ólafía Sigurrós Einarsdóttir, f. 29.8. 1919, verkakona. Pálmi Pálmason HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA é- UMFERÐ FATLAÐRA' VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Pálmi Pálmason sölustjóri, Jóruseli 6, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Pálmi fæddist í Reykjavík en ólst upp á Akranesi. Hann lauk verslun- arprófi frá framhaldsdeildum skól- anna á Akranesi árið 1971. Pálmi hefur starfað hjá Málning- arþjónustunni hf. á Akranesi, hjá Bfivangi hf„ Samvinnubanka ís- lands/Samvinnutryggingum, Feröa- skrifstofunni Útsýn og verslunar- deild Sambandsins í Holtagörðum. Frá árslokum 1986 hefur hann starfað sem markaðs- og sölustjóri hjá Íslensk-Ameríska hf. sem er eitt af stærri innflutnings- og heildsölu- fyrirtækjum landsins. Fjölskylda Pálmi kvæntist 21.4.1973 Helgu Ólöfu Oliversdóttur, f. 18.3.1954, sjúkraliða. Helga er dóttir Olivers Kristóferssonar bókara og Ingu Söru Jónsdóttur sem nú er látin. Oliver er búsettur á Akranesi. Pálmi og Helga eiga þrjú börn, þau eru: Oliver, f. 1.2.1971, málari; Pálmi Sveinn, f. 26.10.1976, og Matthildur Vala,f. 3.12.1980. Foreldrar Pálma eru Pálmi Sveinn Sveinsson, f. 28.9.1914, skipstjóri, og Matthildur Árnadóttir, f. 24.11. 1921, húsmóðir. Þau bjuggu lengst- af á ísafirði en eru nú búsett á Akra- nesi. Pálmi tekur á móti gestum á heim- Pálmi Pálmason. ili sínu að Jóruseli 6 miðvikudaginn 24. apríl á milh kl. 19 og 21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.