Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 28
28 ÞKlÐJtJDAGUR 23! APRIL 1991. Merming Bíóborgin - Græna kortið ★★ y2 Pappírshjónaband Peter Weir er þekktur fyrir aUt annað en gamansam- ar og rómantískar kvikmyndir. Þessi virtasti leikstjóri Ástrala á að baki margar úrvalsmyndir þar sem gam- anið er víðs fjarri. í bestu myndum sínum eins og The Picnic at Hanging Rock, Gallipolli, The Year of Living Dangerously, Witness og Dead Poets Society fæst hann við alvarlega og dramatiska hluti og yfir myndum hans er ávallt einhver dulúð sem áhorfandinn skynjar vel og eykur það oftar en ekki áhrifin. í Græna kortinu (Green Cards) kémur Weir aðdáend- um sínum verulega á óvart með liprum og gamansöm- um söguþráð sem hann hefur sjálfur skrifað. Og eins og við mátti búast af jafnfærum kvikmyndagerðar- manni tekst honum að skapa virkilega skemmtilega stemningu þar sem kvikmyndavélin leikur stórt hlut- verk. Græna kortið minnir á aðra vel heppnaða gaman- mynd, Prétty Woman. Báðar þessar myndir búa yfir sjarma og léttleika sem rennur ljúflega i gegn án þess þó að skilja nokkuð eftir sig nema ef vera skyldi eftir- minnilegan leik. í Pretty Woman var það Julia Ro- berts sem heillaöi bíógesti, en i Græna kortinu er það franska stórstirnið Gerard Depardieu sem slær eftir- minnilega í gegn. Það var engin snögg ákvörðun hjá Peter Weir að gera Græna kortið. Eru liðin fáein ár frá því hann skrifaði handritið og þá með Depardieu í huga. Þegar Depardieu gat ekki tekið að sér að leika í myndinni á þeim tíma þegar Weir vildi fá hann, þá frestaði Weir Gerard Depardieu leikur franskan innflytjanda i New York sem giftist til að geta fengið atvinnuleyfi. framkvæmdum og þessi frestur á allan rétt á sér. Dep- ardieu nær frábærum tökum á hlutverkinu þótt greini- lega heyrist að enskan er honum ekki tamt tungu- mál. Hann aftur á-móti nær að túlka tilfinningar með Kvikmyndir Hilmar Karlsson. hreyfingum líkamans og andlitinu með slíkum ágæt- um að stirður talandi hans gleymist fljótt. Depardieu leikur franskan innflytjenda George Faure sem ekki hefur atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Til að svo geti orðið verður hann að gifta sig og það verður einnig Bronte Parish að gera, en ekki vegna þess að henni vantar atvinnuleyfi, heldur vegna þess að hún fær ekki að leigja íbúð sem hún hefur hug á nema hún sé í hjónabandi. Þau losna samt ekki eins fljótt úr hnappheldunni eins og til var ætlast. Innflytjendaeftirlitið fær grun um að ekki sé allt með felldu með hjónabandið og set- ur þeim stólinn fyrir dyrnar nema þau geti sannfært tortryggna fulltrúa um aö þau búi saman. Þetta reyn- ist þeim hið mesta vandamál í fyrstu, enda varla hægt að hugsa sér ólíkari persónur... Græna kortið verður aldrei sett við hlið bestu mynda Peter Weir, til þess skortir dýpt í söguþráðinn og kannski einna helst, kunnugleg handbrögð meistarans sem sjá má í öðrum mynda hans. Á móti kemur að Græna kortið er virkilega skemmtilegt þótt grunnt sé á raunsæinu og vel yfir meðallagi sem gamanmynd. Minni kvikmyndagerðarmenn hefðu sjálfsagt átt auð- velt með að klúðra þessu hárfína sambandi sem mynd- ast milli aðalpersónanna en Weir forðast allar hættur af miklu öryggi. Andie MacDowell er kannski ekki mikil leikkona, en hún er ákaflega sjarmerandi og hefur sýnt það áður að fái hún réttu hlutverkin skilar hún þeim með prýði. Hún glímir samt við ofurefli þar sem Depardie er. Er slæmt til þess að vita að Bandaríkjamenn skuli vera búnir að hrekja hann í burtu vegna gamalla synda sem rifjaðar voru upp. Þarna er kominn leikari sem hefði getað lífgað upp á fleiri bandarískar kvikmyndir í framtíðinni. Ekki get ég ímyndað mér að Græna kortið tákni nokkra stefnubreytingu hjá Peter Weir. Tel ég aðeins að um vel heppnað hliðarspor sé að ræða og vona að hann snúi sér aftur að metnaðarfyllri verkefnum sem fyrst. GRÆNA KORTIÐ (GREEN CARDS) Leikstjóri og handritshöfundur: Peter Weir. Kvikmyndataka: Geoffrey Simpson. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Andir MacDowell, Robert Prosky, Gregg Edelman og Bebe Neuwirth. Kirkjulistavika á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Kirkjulistavika stendur yfir á Akureyri og rekur hver viðburður- inn annan fram á næsta sunnudag er henni lýkur. í dag kl. 17 verða hringborðsum- ræður í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju þar sem rædd verða tengsl hinna ýmsu greina lista við kirkju og guðfræði. í umræðunni taka þátt Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld, Signý Pálsdóttir leik- hússtjóri, Eiríkur Þorláksson list- fræðingur, Anna G. Torfadóttir myndlistarkona og sr. Þórhallur Höskuldsson. Sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur fyrirlestur en fundarstjóri verður Tryggvi Gísla- son, skólameistari MA. Annað kvöld kl. 21 frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið „Skrúösbóndann" eftir Björgvin Guðmundsson í tiléfni 100 ára af- mælis hans. Leikgerð og leiksfjóm annast Jón St. Kristjánsson en kór Akureyrarkirkju tekur einnig þátt í sýningunni og tónlistarstjóri er Bjöm Steinar Sólbergsson. Sýning- ar verða einnig á fimmtudag og fóstudag. Af öðmm liðum má nefna hádeg- istónleika á morgun og föstudag, fyrirbænaguðsþjónustu kl. 17.15 á fimmtudag, ljóðatónleika kl. 17 á laugardag en kl. 14 á sunnudag lýk- ur kirkjulistavikunni með hátíðar- messu í Akureyrarkirkju þar sem hr. Sigurbjöm Einarsson biskup prédikar. Andlát Þorsteinn Einarsson bifvélavirki, frá Bjarmalandi, Hamrahlíð 25, andaðist í Landspítalanum 21. apríl. Auður Helga Óskarsdóttir, Skúla- götu 40 a, andaðist 22. aprfl á Land- spítalanum. Hólmfriður Margrét Jóhannsdóttir, Asparfelli 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 21. aprfl. Kristólína Guðmundsdóttir, Bald- ursgötu 26, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 21. aprfl. Magnús H. Jónsson frá Bolungavík, síðast á Hrafnistu í Reykjavík, and- aðist í Borgarspítalanum 20. apríl. Valgerður Guðmundsdóttir, Afla- granda 40, áður Reynimel 65, Reykja- vík, lést í Borgarspítalanum 21. aprfl. Sigurður Hj. Sigurðsson, Hlíf 2, ísafirði, lést í Landspítalanum 20. aprfl. Kjartan Ólafsson, langholtsvegi 18, lést laugardaginn 20. aprfl. Jarðarfarir Utfor Harðar Jens Haraldssonar, Laugamesvegi 112, Reykjavik, fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 24. aprfl kl. 15. Gunnar A. Pálsson hæstaréttarlög- maður, Blómvallagötu 13, andaðist í Landspítalanum í Reykjavík 15. apríl sl. Jarðarfor hans verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík fóstudag- inn 26. apríl kl. 10.30. Kristjón Guðni Guðmundsson frá Hellissandi, lést á Hrafnistu 17. apríl. Minningarathöfn fer fram í Fella- og Hólakirkju, Asparfelli 8, miðviku- daginn 24. apríl kl. 15. Jarðsett verð- ur frá Ingjaldshóli laugardaginn 27. aprfl kl. 14. Rútuferð verður frá Hóp- ferðarmiðstöðinni, Bíldshöfða, kl. 8 sama dag. Bjarni Loftsson frá Hörgslandi á Síöu verður jarðsettur frá Fossvogskap- ellu fostudaginn 26. apríl kl. 13.30. Ragnar Svafar Jónsson, fyrrverandi baðvörður, Hofteigi 4, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að kvöldi fóstudagsins 19. apríl. Jarðarfórin fer fram frá Laugameskirkju þriðjudag- inn 30. apríl kl. 13.30. William Gerald Downey JR. lést á heimili sínu í McLean, Virginiu, hinn 19. apríl sl. Útfór hans fer fram mið- vikudaginn 24. aprfl nk. í Ft. Meyer kapellunni í Ft. Meyer Virginu kl. 10.45. Tapað fundið Mótorhjólahanski fannst Svartur mótorhjólahanski fannst nálægt Gerðubergi. Upplýsingar í síma 74265. Myndgáta OJ2 <AA> ■E'IÞOFK- Myndagátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausngátunr. 11: Húðskammar. Fundir sumardaginn fyrsta. Skemmtidagskráin hefst kl. 15. Kafiveitingar og matur um kvöldið. Dansleikur hefst kl. 20.30. Heilbrigðisdagur Ijósvakamiðlanna Fræðslufundur vegna heilbrigðisdags Ijósvakamiðlanna (7. maí) verður hald- inn í „Saumastofunni", Útvarpshúsinu við Efstaleiti 1, í dag, 23. apríl, kl. 12-14.30. Léttur hádegisverður verður borinn fram kl. 12. Framsöguerindin hefjast kl. 12.30 og standa í klukkutíma. Að lokum verða umræður og fyrirspumum svarað. TiJkyimingar Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Allir velkomn- ir. t Hugleiðslunámskeið Þriggja vikna námskeið í hugleiðslu, slökun og jógaæfmgum fyrir konur verð- ur haldið á Þorragötu 1, Skeijafirði (Sælukoti) dagana 24. apríl, 2. og 7. maí, kl. 20. Didi Ananda Sukrti Ac. hugleiðslu- kennari heldur hugleiðslunámskeiðið. Upplýsingar í síma 27050. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag frá kl. 13. Kl. 15 mun Björn Th. Bjömsson (jalla um lista- manninn Ásmund Sveinsson. Farið verð- ur í Ásmundarsafn. Kl. 17 er leikfimi, einnig hittast Snúður og Snælda kl. 17. Munið félagsfundinn í kvöld kl. 20.30 í Risinu. Dagskrá: 1. Kosning fúlltrúa á aðalfund Landssamtaka aldraðra, 2. Önnur mál. Munið vorgleðina í Risinu Kvöldvaka Ferðafélagsins Ferðafélagið heldur kvöldvöku um ís- lenska hraunhella í kvöld, 23. apríl, í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Kvöldvak- an hefst stundvislega kl. 20.30. Bjöm Hró- arsson jarðfræðingur segir frá og sýnir myndir af íslenskum hellum. Hann er manna fróðastur um þessi náttúrufyrir- bæri á íslandi og hefur kannað marga áður óþekkta hella sem koma á óvart. Áhugavert mynd- og rannsóknarefni, sem enginn ætti að missa af, em hraun- hellar Islands. Kaffiveitingar í hléi. Að- gangur kr. 500. Kaffi og meðlæti innifalið. Athugasemd í DV sl. fostudag birtist frétt um vígslubiskupskjör í Hólastifti frá fréttaritara blaðsins á Sauðárkróki. Þar er undirritaður sagður einn af þremur sem „berjast um hituna“. Þetta er ekki rétt. Ég er einn af þeim mörgu sem er kjörgengur því að það eru allir guðfræðingar sem hafa rétt til prestsembættis í þjóðkirkjunni. En ég hef ekki leitað eftir stuðningi nokkurs manns persónulega í þessu kjöri, hvaö þá „barist“ fyrir því. Og þá er ég hvorki nú né hefi verið sókn- arprestur í Glerárprestakalli. Áðrar rangfærslur í umræddri „frétt“ hirði ég ekki um að leiðrétta. Virðingarfyllst, Þórhallur Höskuldsson Jieikhús STÚDENTALEIKHÚSIÐ crwi hn i sýnir í Tjamabæ i u/ l MENNMENNMENN sýnir: Dalur hinna blindu í Lindarbæ Leikgerð úr sögu eftir H.G. Wells þrjá leikþaetti eftir Melkorku Teklu Olafsdóttur, Sindra Freysson og Bergljótu Arnalds. Leikstjóri: Ásgeir Sigurvaldason. Þriðjud. 23.4. Fimmtud. 25.4. Föstud. 26.4. Siðasta sýning. Takmarkaður sýningafjöldi. Sýningarnar hefjast kl. 20.00. Símsvari 11322 allan sólarhring- inn. Fimmtud. 25.4. kl. 20.00. Laugard. 27 4 kl 20.00. Sunnud. 28.4 kl. 20.00. Mánud. 29.4, kl. 20.00. Sýningum fer fækkandi Simsvari allan sólarhringinn. Midasala og pantanir i sima 21971.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.