Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. 31 Meiming Sting - The Soul Cages: Leitandi tónsmiður The Soul Cages er þriöja sólóplata Stings og hún á margt sameiginlegt meö The Dream of the Blue Turtles og Nothing Like the Sun tónlistar- lega séö. Margir textar hans eru vitnisburður um það sem Sting hefur helst haft fyrir stafni á undanförnum árum en hann hefur látið mikið til sín taka á sviði umhverfisverndar og mann- úðarmála. Á The Dream of the Blue Turtle kom Sting fyrst fram einn sér sem sjálfstæöur og skapandi listamaður og var sú plata sannkallaður kjör- gripur. Þar lék hann sér að ýmsum formum léttrar tónlistar með sérlega góðum árangri. í heild er bjart yfir þeirri plötu og leikgleðin allsr- áðandi. Ekki var laust viö að áhrif frá djassi svifi yfir tónlistinni, enda leitaði Sting til þekktra djassmanna sér til aðstoðar. Þessi djass- áhrif voru enn merkjanlegri á Nothing Like the Sun sem er í alla staði heillandi plata, löng lög og mörg, enda um tvöfalt albúm að ræða. Þetta var stund hljóðfæra og flókinna útsetninga á plötu sem innihélt margbreytilega og skemmti- lega tónhst. Sting lét líða þijú ár áður en hann tók til við The Soul Cages og breytingin er helst sú að djassáhrifin, sem einkenndu Nothing Like the Sun, eru mun minni, enda eru aðeins eftir tveir af þeim hljóöfæraleikurum sem voru með hon- um á fyrri plötunum, saxófónleikarinn Branford Marsalis og hljómborðsleikarinn Kenny Kirk- land. Báðir eru viðurkenndir djasssnilhngar og þar sem þeir koma mest við sögu eins og í Mad About You og Jeremiah Blues erum við á þekkt- Hljómplötur Hilmar Karlsson um Sting-miðum. Annars er kannski eini gallinn við The Soul Ca'ges hversu blönduð hún er og gefur það til kynna að enn er Sting að finna sér fastan grund- völl sem tónsmiður. Hið létta rokklag, All This Time, minnir á gömlu Police-dagana og stingur í stúf við tregabundin lög á borð við The Wild Wild Sea, Why Shout I Cry For You og titillagið The Soul Cages sem ég að vísu tel að heföi mátt vinna betur. í umhverfismálum hefur Sting sérlega látið sig varða málefni indíána og lönd þeirra í Suö- ur-Ameríku. Ég bjóst því við meiri suðrænum áhrifum í lögunum en raunin er. Þessi áhrif eru vissulega fyrir hendi ef grannt er skoöað í nokkrum laganna en aðeins áberandi í Saint Agnes And The Burning Train sem eingöngu er leikið. Þetta er fallegur óður til suðrænnar tónlistar sem sker sig algjörlega frá öðrum tón- smíðum og verður eftirminnilegt þótt stutt sé. Sting hefur látiö hafa eftir sér að þessi langi tími á milli platna frá honum hafi stafað af hug- myndaskorti í textagerö, lögin hafi verið litið mál aö fullgera en textarnir hafi ekki viljað koma. í ljósi þess hversu textarnir á The Soul Cages eru góöir þá er þessi afstaða hans skiljan- Sting, skapandi listamaður. leg. Það er mikil leitun í textagerð ásamt trega en lítið um bjartsýni. The Soul Cages eins og allar virkilega góðar plötur vinnur geysilega á. Þau vonbrigði sem fóru um hugann í fyrstu hverfa alveg eftir fáar hlustanir. The Soul Cages er ekki betri en fyrri plötur Stings en þolir vel viðmiöunina og er enn eitt stórvirkið sem Sting hefur sent frá sér. Ódýrir hljómdiskar Heimur tónlistarinnar er að nokkru heimur samkeppni og gildir þaö ekki síst um útgáfu hljómdiska. Upp á síðkastið hefur borið nokkuð á nýjum útgáfufyrirtækjum sem segjast bjóða fram fyrsta flokks vöru á verði sem er mun lægra en almennt gerist. Eitt þeirra er enska fyrirtækið Pickwick sem gefur út hljómdiska undir nafninu IMP. Dagblaðinu hafa borist nokkrir slíkir og veröur þess nú freistað að bera þá saman við aðrar útgáfur sem viðurkenningar hafa notið. Á einum þessara diska leikur Halle hljóm- sveitin í Manchester undir stjórn Stanislaws Skrowaczewskís Sinfóníu nr. 1 í c moll eftir Jóhannes Brahms. Verð á diskinum hlýtur að teljast gott, undir eitt þúsund krónum. Til sam- anburöar var valin útgáfa Decca á flutningi Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Chicago undir stjóm Sir Georgs Soltis. Sú upptaka var gerð 1979 og er merkt ADD sem táknar að analog upptöku- tæki var notað en aðrir þættir vinnslunnar em digital. Að þessu leyti er útgáfa IMP nýtísku- legri þar sem hún er DDD, að öllu leyti digital, enda var hún gerð 1987. Hljómurinn í upptöku Chicago hljómsveitar- innar er í þurrari kantinum en ekki svo að til- finningin fyrir stærð og rými hljómsveitarinnar tapist. Það vekur athygli hve skýrt hljóðið er og kemur það best fram í hve byrjunarátak hljóðfæraleikaranna er greinilegt. Svo notuð sé líking úr talmáli þá em samhljóð skýr í þessari Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson upptöku. Þetta gerir upptökuna sérlega Utríka, sérstaklega þegar um svo góðan flutning er að ræða eins og hjá Solti og Chicago hljómsveit- inni. Hljóðfærin virðast öll nálæg, mismunandi þó, og má greinilega heyra mismunandi stað- setningu þeirra í hljómsveitinni. Það eina sem má finna að þessari ágætu upptöku eru ef til vill kontrabassarnir sem virðast hafa örlítið annan hljóm en hin strengjahljóðfærin, eins og hljóðið hafi veriö bætt vélrænt. Túlkunin á þessari perlu tónbókmenntanna er eins og best verður á kosið, hófsöm, litrík og full íjölbreyttra tilfinninga. Chicago hljómsveit- in spilar af slíkri nákvæmni að engu er líkara en að um kammersveit sé að ræða og er þessi útkoma greinilega árangur mikillar yfirlegu jafnt sem listrænna hæfileika. Upptaka Halle hljómsveitarinnar hefur örlítið meira rými og ekki sömu nálægð. Skýrleiki sam- hljóðanna er því ekki eins mikill og blæbrigðin ekki heldur. Hins vegar eru tóngæðin jöfn upp úr og niöur úr á öllum hljóðfærum, enda er upp- takan fullkomlega digital. Túlkunin er rómantí- skari en hjá Chicago hljómsveitinni, hraðar að- eins hægari og stundum gert ofurlitið meira úr styrkbreytingum. Nákvæmni í leik og styrk- blöndun nær heldm- ekki eins langt og hjá snill- ingunum frá Chicago. Þrátt fyrir þetta verður þessi upptaka og flutningur að teljast fyllilega fyrsta flokks og sá munur sem finnanlegur er Chicago hljómsveitinni í hag mun fara fram hjá flestum, auk þess sem hann heyrist varla nema í dýrustu hátölurum eða heymartólum. Allflestir hlustendur munu fá það sem þeir sækjast eftir í þessari útgáfu IMP. Hinir kröfuhörðustu munu hins vegar kjósa Chicago og Solti. _____________________Fjölmiðlar Stef numót niðurlægingarinnar Góðir dagskrárgeröarmenn eru að míni viti þeir sem hafa vit á aö halda sér og sinni persónu utan viö sjálfa dagskrána og hafa þroska til að vera ekki aö troða sér inn í um- ræðu þáttarins, þaö er aö segja ef einhverumræðaer. Einn þeir ra sem greinilega vantar þessa eiginleika stjómar þætti á Bylgjunni sem heitir Stefnumót. Dagskrárgerðarmaöurinn, sem reyndar er kvenky ns, fær til sín ungt fólk, annaðhvort stelpu eða strák, og siöan á hitt kynið að hringja inn og reyna að ná stefnu- móti við þann sem situr í hþóðstofu. Sá sera hringir inn á sem sé að lýsa sér og sínum eiginleikum í beinni útsendingu. En stjórnandi þáttarins hefur lítinn áhuga á eiginleikum manneskjunnar heldur bara útliti, hvort viðkomandi eigi íbúð og bil, hvemig föt hann á og hvort hann gangi í hvitum eða svörtum sokk- um. Þessi dagskrárgeröarmaður virö- ist alltaf þurfa aö koma sínum und- arlegu hvötum að. „Ó æææææði, ég fæ i hnén! Þú ert meiriháttar, hvar hefur þú veriö allt mitt líf? Heyrö’elskan, í hverju ætlarðu aö vera í kvöld? Ææææææði!" og svo framvegis. En oft er það líka á hinn veginn. „Guð.átt’ekkiíbúðogekki heldur bíl? Hvað er eiginlega að þér? Og gengur í hvitum sokkum, jeeee- esús!“ Þessi þáttur, sem heitir Stefnu- mót, er stefnumót niðurlægingar- innar. Bæöi er hann niðurlæging fyrir hlustendur, fyrír þann sem hringir inn, þann sem situr í hljóð- stofu og ekki síst fyrir dagskrár- gerðarmanninn sjálfan og þá út- varpsstöð sem hann vinnur hjá. En númer eitt, tvö og þijú er þátturinn niðurlæging manneskjunnar og hennarsiðferðis. Nanna Sigurdórsdóttir Auglýsendur, athugíð! Sumardagurínn fýrsti er fimmtudagurinn 25. apríl. DV kemur ekki út þann dag. DVkemur út miðvikudaginn 24. apríl og föstudaginn 26. apríl og er eina blaðið sem kemur þann dag. Smáauglýsingadeild DV verður opin míðvíkudaginn 24. apríl kl. 9-22. Sumardaginn fyrsta, 25. apríl, verður Iokað. Gleðilegt sumar! auglýslngar Þverholtí 11, súni 27022 Veður Um allt austanvert landið verður fremur hæg suðlæg átt og 2-6 stiga hiti í dag en á Vestfjörðum og síðar einnig á Vesturlandi litur út fyrir vaxandi norðanátt og hita nálægt frostmarki. Hvasst og snjókoma verð- ur norðvestanlands, skúrir eða él á Suður- og Suð- vesturlandi en þurrt norðaustantil. Akureyri Egilsstaðir Keflavíkurflugvöllut Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavík Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Osló Stokkhólmur Berlin Chicagó Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Malaga Montreal New York Nuuk Orlando París Róm Vín Winnipeg úrkoma 3 skýjað 2 úrkoma 1 snjóél 1 léttskýjað -1 úrkoma 2 úrkoma 2 lágþokubl. 3 léttskýjað 0 rigning 5 léttskýjað 1 þokumóða 1 skýjað 4 skýjaö 9 þokumóða 8 skýjað 4 skýjað 7 rigning 4 léttskýjaö 1 alskýjaö 14 skýjað 11 rigning 5 hálfskýjað 11 skýjað -8 heiðskirt 19 skýjað 3 þokumóða 7 mistur 4 alskýjað -1 Gengið Gengisskráning nr. 76. - 23. april 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,390 61,550 59,870 Pund 103,906 104,176 105,464 Kan. dollar 53,057 53,196 51,755 Dönsk kr. 9,1083 9,1320 9,2499 Norsk kr. 8,9522 8,9756 9,1092 Sænsk kr. 9,7872 9,8127 9,8115 Fi. mark 14,9640 15,0030 15,0144 Fra. franki 10,3111 10,3380 10,4540 Belg.franki 1,6914 1,6958 1,7219 Sviss. franki 41,5218 41,6300 41,5331 Holl. gyllini 30,8655 30,9460 31,4443 Vþ. mark 34,7720 34,8626 35,4407 It. líra 0,04711 0,04723 0,04761 Aust. sch. 4,9426 4,9555 5,0635 Port. escudo 0,4050 0,4061 0,4045 Spá. peseti 0,5651 0,5666 0,5716 Jap. yen 0,44250 0,44365 0,42975 Irskt pund 93,138 ' 93,381 95,208 SDR 81,6241 81,8369 80,8934 ECU 71,7987 71,9858 73,1641 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðirnir Faxamarkaður 22. apríl seldust alls 27,620 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Haesta Gellur 0,031 255,00 255,00 255,00 Lúða 0,056 151,55 150,00 185,00 Lýsa 0,014 20,00 20,00 20,00 Rauðmagi 0,044 120,00 120,00 120,00 Skarkoli 0,225 47,00 47,00 47,00 Steinbítur 8,303 32,12 31,00 37.00 Þorskur.sl. 7,305 85,96 83,00 89,00 Þorskur, smár 0,655 74,27 72,00 75,00 Þorskur, ósl. 6,874 89,15 45,00 94,00 Ufsi 0,020 49,00 49,00 49,00 Ufsi.ósl. 0,187 47,00 47,00 47,00 Undirmál. 0,032 38,00 38,00 38,00 Ýsa,sl. 3,845 82,53 50,00 92,00 Ýsa, ósl. 0,027 56,67 50,00 68,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 22. april seldust alls 155,645 tonn. Þorskur.dbl. 19,211 62,16 50,00 70,00 Þorskur, ósl. 77,571 78,33 65,00 101,00 Ýsa, ósl. 18,630 87,70 50,00 107,00 Ýsa, sl. 2,361 101,39 89,00 104,00 Þorskur, sl. 21,790 86,49 79,00 90,00 Svartfugl 0,010 95,00 95,00 95,00 Rauömagi 0,017 115,00 115,00 115,00 Skarkoli 0,137 52,00 52,00 52,00 Lýsa 0,013 10,00 10,00 10,00 Keila 0,384 22,69 15,00 29,00 Hlýri/Steinb. 0,047 42,00 42,00 42,00 Skötuselur 0,235 185,00 185,00 185,00 Lúða 0,489 257,20 185,00 400,00 Koli 0,317 70,00 70,00 70,00 Náskata 0,035 5,00 5,00 5,00 Undirmál. 0,981 55,60 53,00 64,00 Langa 0,963 57,10 15,00 63,00 Hrogn 1,579 153.81 145,00 155,00 Ufsi 7,215 42,69 30,00 53,00 Steinbítur 0,782 31,87 25,00 40,00 Karfi 4,137 37,91 36,00 40,00 Fiskmarkaðurinn i Þorlákshöfn 22. april seldust alls 45,360 tonn. Blandað 0,179 20,00 20,00 20,00 Hrogn 0,098 100,00 100,00 100,00 Karfi 2,012 36,00 36,00 36,00 Keila 0,639 32,28 30,00 38,00 Langa 0,757 27,90 20,00 40,00 Skata 1,025 98,54 98,00 100,00 Skarkoli 0,764 59,00 59,00 59,00 Steinbitur 0,909 36,84 33,00 39,00 Þorskur, sl. 6,641 90,00 90,00 90,00 Þorskur, ósl. 20,801 90,73 6,00 101,00 Ufsi 0,773 43,55 41,00 54,00 Ufsi, ósl. 0,194 41,00 41,00 41,00 Ýsa.sl. 3,462 96,00 96,00 96,00 Ýsa, ósl. 7,099 83,85 79,00 88,00 freeMMiz MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.