Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1991, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991. Iþróttir Sundfélagið Ægir heimsótt: „Richard er frábær þjálfari“ SÁ dögunum fór fram í Sundhöll Reykjavlkur hiö árlega unglingasundmót Ægis. Mótiö var mjög fjöl- mennt því þátttakendur voru hátt í 200. Góöur árangur náðist í flestum greinum. Það sem vakti þó mesta athygli á þessu sundmóti var frammistaða krakkanna úr Sundfélaginu Ægir. Félagið tefldi einnig fram langflest- um þátttakendum og sigruðu Ægi- skrakkarnir svo til í öllum sund- greinunum. Sama varð reyndar upp á teningnum á Arena unglingasund- móti KR-inga á dögunum. Ljóst er að eitthvað er að gerast hjá Ægir, varöandi þjálfun og uppbygg- ingu, sem vert væri að fræðast um. DV brá sér því á æfingu hjá Ægir í Laugardalslaug sl. miðvikudág, til Umsjón: Halldór Halldórsson að kynna sér ástæðuna fyrir hinni miklu velgengni yngra sundfólks fé- lagsins að undanfómu. „Ánægður með árangurinn“ Áðalþjálfari hjá Ægi er Þjóðveijinn Richard Kursch. Hann kom hingað til lands 1989 og þjálfar einnig A- landslið íslands. „Mig langaði til að reyna eitthvað nýtt og fór því og leit á auglýsingar hjá þýska sundsambandinu. Þannig atvikaðist það að ég kom til íslands. Ég er mjög ánægður með hinn mikla áhuga og góða árangur sem sundfólk Ægis hefur náð síðan ég kom. Ég starfa eftir æfingakerfi sem ég hef komið mér upp og byggist þaö á því, í grundvallaratriðum, að kenna þeim yngstu en þjálfa þá eldri.“ Níu Islandsmet „Krakkamir hafa að mínum dómi tekið miklum framfómm. Því til sönnunar má geta þess að þau hafa sett alls 9 íslandsmet, bæði í unglinga og eldra flokki. Flestum krökkunum líkar vel æfmgamar hjá mér - en ég hef það alltaf fyrir sið að setja aldrei pressu á þau í sambandi við árangur eða æfingasókn. Það er algerlega á þeirra valdi hvort þau mæta eða ekki. Ég kvarta ekki því fjöldi þeirra sem æfa hjá Ægi er 140 manns, frá 3ja ára til 21 árs. Tvær stúlkur hafa til dæmis sett íslandsmet, þær Arna Sveinbjörnsdóttir, 16 ára, í 100 m flugsundi, 1,06.65 og 200 m flugsundi. 2.23.00 mín. og Ingibjörg Amardóttir, 18 ára í 400 og 800 m skriðsundi, 2.23.00 og 9.01.00. Samningur minn við Ægir og Sundsamband íslands rennur út eftir ólympíuleikana í Barcelona 1992. Mér hkar dvölin hér á íslandi mjög vel og gæti vel hugsað mér að starfa hér sem sundþjálfari eitthvað leng- ur,“ sagði Richi að lokum. „Æfum 7 sinnum í viku“ Sara Björg Sigurðardóttir er 14 ára og hefur æft sl. 5 ár hjá Ægir. „Mér fmnst mjög gaman að synda og æfum við 7 sinnum í viku - tvi- svar á laugardögum. Ég ætla mér að ná langt í íþróttinni og legg mig því alla fram. Uppáhaldsgreinar mínar núna eru skriðsund og baksund. Annars eru allar sundgreinamar Mjög skemmtilegar. Þjálfarinn okk- ar, hann Richi er alveg frábær og em æfmgarnar hjá honum mjög skemmtilegar og um leið uppbyggj- andi. Þaö eina sem vantar hjá okkur, þessa stundina, er 50 metra inni- sundlaug, með 8-10 brautum. Hún verður að koma til þess að viö getum • Richard Kursch, þjálfari Ægis leggur hinu unga sundfólki reglurnar fyrir æfinguna. Þetta er bara lítill hluti af þeim mikla fjölda sem voru á æfingunni. DV-mynd Hson tekið enn meiri framfórum - og að mögulegt sé að halda hér alþjóðleg mót. Ég stunda ekki aðrar.íþróttir en sund, fer þó svolítið á skíði á vet- urna. Annars tekur sundið og skól- inn allan tíman," sagöi hin áhugas- ama Sara Björg. Sara sagði einnig að hinar tíðu æflngar og hinn mikli tími sem sundið tæki truflaði ekkert hennar skólagöngu, þvert á móti yki það námsþrekið. „Richi erfrábær" Svavar Svavarsson er 13 ára og hefur æft sund hjá Ægi í mörg ár. „Mér finnst mjög gaman að keppa. En keppnin er bara einn þátturinn af mörgum í þessu sambandi, það er til að mynda einnig mikilvægt að vera reglusamur, mæta vel á æfingar og að einbeitingin sé í lagi. Þetta er nú það helsta. Mestur timi fer eðlilega í æfmgarn- ar og hefur Richi tekist að gera þær mjög líflegar. Hann er með skemmti- legar, en erfiðar æfingar - og til að mynda fitjar hann oft upp á góðum bröndurum inn á milh æfinga. Allt þó innan hæfilegra marka. Þetta lífg- ar mjög upp á æfmgatímana. Uppáhaldsgrein mín er 100 metra bringusund ásamt fjórsundi. Ég hef þegar náð einu af mínum takmörk- um, en það er íslandsmet í 100 metra bringusundi sveina, 1.21.87 mín., sem ég setti núna rétt fyrir jóhn. Ég legg áherslu á margar sundgreinar og er meiningin að reyna að bæta sig í sem flestum greinum. Sundiö á eiginlega allar mínar frístundir - og svo nátt- úrlega skólinn. Ef ég ætti að gefa öðrum krökkum ráðleggingu þá yrði hún á þann veg að þau reyndu að finna sér einhverja íþróttagrein sem þeim finnst skemmtileg og leggja stund á hana af eijusemi, því það gefur svo mikið. Það er mun viturlegra en aö gera ekki neitt í frístundunum, - því þá verður maður svo slappur. Uppáhaldssundmaðurinn minn? Þaö er hiklaust Eðvarö Þór Eðvarðs- son. Og svona í lokin er það minn draumur og reyndar okkar allra sem stundum sund sem keppnisíþrótt, að hér rísi upp 50 metra innisundlaug. Það ætti að hafa algjöran forgang," sagði Svavar. -Hson • Lára, Anna Birna, Björn, Ragnar, Halldóra og Louisa, - öll úr Ægir, undirbúa hér 10x50 metra boðsund táta. DV-mynd S • Þaö kom sér vel að hafa sundfit í iengri sundgreinunum. DV-mynd S • Frá vinstri Sara Björg Sigurðardóttir, 14 ára og Svavar Svavarsson. Það kemur fram í viðtalinu - að þau hafa sett takmarkið hátt. DV-mynd Hson 200 m fjórsund telpna: ÓmarS. Friðriksson,SH........39,44 100 m baksund drengja: Ingibjörg Isaksen, Æ.......2.40,46 Kristinn Pálmason, Æ.........41,31 Bjarni Hafsteinsson, Æ.....1.17,86 ElínR.Sveinbjörnsd.,Æ.......2.52,72 50 m bringusund hnáta: óskarÞórðarson.Þór ........1.18,33 KristinHjartard.,Æ.........3.03,85 Lára Bjargardóttir, Æ........45,72 Þorleifur Leósson, UBK.....1.18,70 200 m íjórsund drengja: HalldóraÞorgeirsd., Æ.........46,83 400 m skriðs. meyja m/froskal.: JóhannesÆgisson,Æ...........2.32,53 Iris R. Ægisdóttir, Æ.........53,68 Karen Guðlaugsd.,Æ...........4.59,64 BjarniHafsteinsson, Æ......2.39,94 50 m bríngUSUnd hnokka: Ama L. Þorgeirsd., Æ.........4.59,66 Svavar Svavarsson, Æ.......2.44,52 örn Amarson,SH...............54,89 Katrín Björnsdóttir, Æ.....5.00,29 50 m baksund meyja: Eyjólfur Alexanderss., SFS____55,95 400 m skriðs. sveina m/froskal.: Erla Kristinsdóttir, Æ.......39,51 Aðalstelnn BLrgisson, KR.....56,08 GrétarM. Axeisson,Æ........4.43,88 Araa Þorgeirsdóttir, Æ.......40,46 100 m baksund telpna: Kristinn Pálmason, Æ.......5.14,60 Karen S. Guðlaugsd., Æ.......40,92 Ingibjörg ísaksen, Æ.......1.17,86 Ómar S. Friðriksson, SH...,...5.20,83 50 m baksund sveina: MargrétBjaraad.,Æ..........1.17,62 200 m skriðs. hnáta m/froskal.: Grétar Már Axelsson, Æ.......38,86 EIínSveinbjörasd.,Æ........1.21,69 Lára H. Bjargard., Æ.......2.26,79 Halldóra Þorgeirsd., Æ....2.48,13 Anna B. Guðiaugsd., Æ.....2.56,67 200 m skriðs. hn. m/froskal.: öra Arnarson, SH..........2.41,95 Kristján Guðnason, SH.....3.07,05 Hörður Harðarson, KR......3.14,85 Björn Ragnarsson, Æ.......3.16,57 100 m skriðsund telpna: Ingibjörgísaksen.Æ......,,1.05,39 SaraGuðbrandsd.,Æ.........1.07,40 Eva D. Þorgeirsd., Æ......1.08,89 100 m skriðsund drengja: Bjarni Þ. Hafsteinss., Æ..1.03,84 Kristbjörn Björnsson, Æ...1.04,72 Óskar Þórðarson, Þór......1.04,98 100 m bringusund meyja: Karen S, Guðiaugsd., Æ....1.31,44 Arna L. Þorgeirsd., Æ.....1.32,57 Katrín E. Björnsd., Æ......1.34,09 100 m bringusund sveina: GrétarM. Axelss.,Æ.........1.30,27 EiríkurEinarsson, Stjörnu ...1.39,15 EgiJl Gunnarsson, UMFA.....1.39,40 10x50 m ftjáls, hná/hno: Hnátu- og hnokkasveitir tóku bara þátt en báðar sveitir gerðu sundiö ógilt. 10x50 m frjáls, meyjar/sveinar: 1. A-sveitÆgis...........5.53,97 2. Sveit KR,.............6.46,80 3. Sveit SH..............6.47,68 10x50 m frjáls, telp/dreng: 1. A-sveit Ægis..........5.11,58 2. SveitSH...............6.03,46 3-SveitKR..................6.17,90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.