Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1991. Fréttir SMarverksmiðjur ríkisins: Skuldir fyrirtækisins eru rúmur milljarður í dag Langtímalán Síldarverksmiðja ríkisins 1986-1990 1200 1000 800 600 400 200 1111111 l!;|j:||||j||||| iiijiS; HHHflMHI Loðnubrestur og miklar endurbyggingarframkvæmdir eru taldar aðal orsak- ir fjárhagsvanda Síldarverksmiðja rikisins. '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 Að sögn forraðamanna Síldarverk- smiðja ríkisins myndu skuldir fyrir- tækisins, ef það yrði tekið til gjald- þrotaskipta í dag, nema rúmum milljarði króna. Landsbankinn er stærstur lánardrottna með 900 millj- ónir að sögn SR. Sverrir Hermanns- son bankastóri segir skuldirnar við bankann hins vegar nema 1,2 millj- örðum króna. Af öðrum skuldum hafa 55 miiijón- ir verið fengnar að láni hjá Fisk- veiðasjóði, svo eru nokkrar minni skuldir við ýmsa erlenda og innlenda viðskiptamenn. Eignir verksmiðj- unnar eru metnar á 3,4 milljarða króna. Þau verðmæti eru að sjálf- sögðu háð því hvort kaupandi finnst að þeim svo að erfitt er aö gera sér grein fyrir raunveruiegu verðmæti eignanna. Þurfa 800 milljónir I ár? Að sögn Jóns Reynis Magnússonar, framkvæmdastjóra SR, þarf fyrir- tækið að fá milli 700 og 800 milljónir á þessu ári ef á að auðnast að standa við fjárskuldbindingar sem eru af- borganir af lánum, viöskiptakröfur og rekstur á verksmiðjunum til ára- móta. „Vandræðin hófust fyrir alvöru á síðasta ári þegar lítiö veiddist af loðnu. Reksturinn í dag er þvi að mestu leyti á lánum sem eru fljót aö vinda upp á sig þegar engar tekjur koma,“ segir Jón. Að sögn Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra var í lok síðasta kjör- tímabils samþykkt að ríkið myndi lána SR 300 milljónir til að halda rekstrinum gangandi út árið. Frá þeim tíma hafa sjávarútvegsráðu- neytið og fjármálaráðuneytið verið að skoða stöðuna. „Fyrirtækið þyrfti að létta af sér 500 milljónum um næstu áramót til að eiga möguleika á að standa undir sínum rekstri ef loðnuvertíðir verða með svipuðu sniði og meðal loðnu- vertíðir hafa verið síðstliðin 10 ár,“ segir Friðrik nú. Hugsanlegt lögbrot Fjárhagsvandræði verksmiðjanna má að stærstum hluta rekja til loðnu- brests á síðastliönum tveimur árum, svo og þess að farið var út í mjög umfangsmiklar endurbætur á verk- smiðjum fyrirtækisins á síðasta ára- tug. í lögum um Síldarverksmiðjur rík- isins frá 1938 segir: Verksmiðju- stjórninni er óheimilt, án samþykkt- ar Alþingis, að auka við verksmiðj- umar nýjum vélum og tækjum um- fram það sem nauðsynlegt er til að tryggja öruggan og hagfelidan rekst- ur vinnutækja sem fyrir eru“. Ekki Fréttaljós: Jóhanna Margrét Einarsdóttir var farið út í að leita samþykkis Al- þingis varðandi endurbyggingu verksmiðjanna og engin krafa kom fram um það af hendi Landsbankans. „Þetta er kannski ekki alltaf borið undir Alþingi. Landsbankinn hefur gert sér það að góöu til að veita okk- ur lán að fá undirskrift tveggja ráðu- neyta, sjávarútvegsráðuneytisins sem fær samþykki fjármálaráðu- neytis. Þannig hefur þetta virkað i sambandi við okkar fjárfestingar," segir Jón Reynir. Menn greinir nú á um hvort ekki hafi verið brotin lög þar sem ekki var leitað samþykkis Alþingis varðandi hinar stórfelldu endurbætur á verk- smiðjunum. Endurbyggingin hófst á Siglufirði árið 1985. Þar var verksmiðjan end- urbætt fyrir um 280 milljónir króna á verðlagi þess árs. Á Raufarhöfn var hafist handa við viðgerðir á verk- smiðjunni árið 1988 og á verðlagi þess tíma kostuðu endurbæturnar um 150 milljónir. Seyðisfjarðarverk- smiðjan var endurbætt nánast frá grunni á síðasta ári og kostuðu fram- kvæmdimar 525 milljónir króna. í kjölfarið varð loðnubrestur sem þýð- ir að nær engar tekjur komu inn til að mæta kostnaöinum. Afkastageta þessara þriggja verk- smiðja samanlagt er í kringum 3.600 tonn á sólarhring. Að jafnaöi hafa 120 til 130 manns unnið hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Þeim var öllum sagt upp um áramótin og nú era ein- ungis um 46 manns í vinnu hjá verk- smiðjunum. Bestu verksmiðjur á landinu Að sögn Þorsteins Gíslasonar, stjórnarformanns SR, er ekki um að ræða ofíjárfestingu í endurbyggingu verksmiðjanna. „Vandinn er til kominn vegna loðnubrests á undanfórnum tveimur árum. Punktur," segir Þorsteinn. „Það er ekki á valdi stjómmála- manna eða þeirra sem eiga að stjórna slíkum fyrirtækjum að stjórna hvort einhver loðna veiðist eða ekki.“ - Því er haldið fram að þið hafið veriö mjög fjárfestingarglaðir á und- anfornum árum og gengið í að endur- byggja verksmiðjumar á stuttum tíma. „Já, með góðum árangri. í dag stöndum við uppi með þrjár bestu loðnuverksmiðjur landsins. Annað- hvort var að loka verksmiðjunum eða endurbyggja þær. Við vildum ekki vera að tjasla við þetta til stutts tíma heldur var það gert á þann hátt að við stöndum uppi með þrjár bestu verksmiðjurnar," segir Þorsteinn. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, segir hins vegar að það megi segja að þetta hafi verið offjárfesting að vissu marki á meðan ekkert aflaðist. „Á hinn bóginn er erfitt að setja niður einn punkt í þessu máli. Ef ekkert hráefni kemur í verksmiðj- urnar fáum við engar tekjur og þar hggur vandinn. í dag er staðan sú aö við erum með allt of mikla af- kastagetu í landi og á sjó miðað við þann afla sem er til skiptanna." - - Hefði ekki verið eðlilegt að loka einhverri af þessum þremur verk- smiðjum? „Það getur vel verið. Það verður hins vegar ekki gert eins og aö loka einhverri tuskubúð uppi á Lauga- vegi. Því þetta eru stór atvinnufyrir- tæki í þeim sveitarfélögum sem þau eru rekin. Þetta er bæði háð lands- málapólitík og hreppapólitík hvort eigi að taka slíkar ákvarðanir." Hvað er til ráða? „Ef takast á að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti þarf að skuldbreyta lánum og fá nýtt fjármagn inn í fyrirtæk- ið,“ segir Jón Reynir „Eigandi fyrirtækisins, sem er rík- iö, hefur aldrei lagt neinn pening í SR. Að vísu var það byggt upp á lán- um sem voru á ábyrgð ríkissjóðs sem fyrirtækið greiddi svo sjálft niður. Við höfum borgað okkar skuldir og svo framvegis. Okkur finnst því að það mætti skoða það aö aðstoða fyrir- tækið.“ Þaö er hins vegar mjög óljóst hvort verksmiðjunum verður bjargaö frá gjaldþroti því Friðrik Sophusson fiármálaráðherra hefur ítrekað lýst því yfir að það sé ekki óeðlilegt að setja fyrirtækið í gjaldþrot. Þar með mun almenmngur í landinu greiöa tapið. Iðnaðarráðherra bauð körfuboltamönnum til stórveislu flórum dögum fyrir kosningar: Ráðuneytið greiddi reikninginn Jón Sigurðsson iönaðarráðherra bauð körfuboltaliðum Keflavíkur og Njarðvíkur til veislu í Flughótelinu i Keflavík 17. apríl í vor. Það gerðist eftir úrslitaleik liðanna á íslands- mótinu í körfuknattleik þar syðra og voru þá aðeins fiórir dagar til kosn- inga. Reikningurinn var sendur jön- aðarráðuneytinu. Til veislunnar var boðið eiginkon- um leikmanna og fleiri er tengjast umræddum hðum, ahs 60-70 manns. Boðið var upp á þrírétta máltíð með hvítvíni og rauðvíni. Þá var boðið upp á koníak og kaffi eftir matinn. Reikningurinn, um 500 þúsund krón- ur, var greiddur af iðnaðarráðuneyt- inu. íþróttir heyra undir menntamála- ráðuneytið og uppákomur sem þess- ar yfirleitt á þess snærum. Sam- kvæmt heimildum DV sóttist iðnað- arráðherra sérstaklega eftir því að vera viðstaddur verðlaunaaíhend- Jón Sigurósson iðnaðarráðherra við verðlaunaafhendinguna f Njarðvik í vor. DV-mynd GS inguna í íþróttahúsinu í Njarðvík og bauð síðan til veislunnar. Að sögn sjónarvotta, sem DV hefur rætt við, þótti þeim meira en nóg um veislufóngin og viðhöfðu orð eins og bruðl og óþarfa lúxus. Þótti viömæl- endum DV heldur geyst farið á kostnað skattborgaranna, sérstak- lega í ljósi þess að kosningar voru eftir fióra daga og ráðherrann í fram- boði í kjördæminu. „Ráðherrann flutti ræðu og þar var ekki alveg laust við kosningalyktina enda titringur í mönnum svo stuttu fyrir kosnnigar," sagði einn viðmæl- enda DV úr veislunni. Eftir úrslitaleikinn í körfuboltan- um í fyrra, þegar KR-ingar urðu ís- landsmeistarar eftir viðureign' við Keflvikinga í íþróttahúsinu á Sel- tjamarnesi, var engin veisla á vegum opinberra aðila haldin. Héldu KR- ingar sigurveislu á eigin kostnað. Ekki náðist í Jón Sigurðsson vegna þessa en hann er í fríi í útlöndum. Hins vegár náðist í Guðmund Einars- son, aðstoðarmann Jóns. „Eg þykist vita að þetta boð hafi annað hvort ráðuneyta Jóns greitt en þetta er sams konar gestrisni og ráðuneytin viðhafa iðulega. Meðan ég hef verið hér hefur verið boðið í svipuð boð, th dæmis fyrir hand- boltahð, í tengslum við úrshtaleiki eða heimsóknir erlendra hða. Þetta dreifist nokkuð á ráðuneytin þar sem gestgjafahlutverkið í kringum íþróttahreyfinguna er stærra en í kringum aðrar hreyfingar. Það er ekki óvanalegt að í Reykjavik sé boð- iö til móttöku í framhaldi af sérstök- um kappleikjum sem þar fara fram. Þetta er ekki hlutur sem ráðuneytin sækjast eftir heldur er þetta hluti af gestgjafahlutverki hins opinbera, hvað sem mönnum kann að sýnast um það. Það er rangt og ekki réttlátt gagnvart íþróttamönnunum á Suð- urnesjum að láta það bitna á þeim og gera það tortryggilegt að þeirra leik skyldi bera upp svo stuttu fyrir kosningar. Þeir eiga að geta notið svipaðrar gestrisni af hálfu hins op- inbera og félagar þeirra í öðrum hð- um hafa örugglega gert. Þaö er htið gert úr því fólki ef gefið er í skyn að hægt sé að kaupa velvild þess á þenn- an hátt,“ sagði Guðmundur við DV. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.