Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 8. JÚNl 1991.
fiórum árum síðar
Ungur maöur situr í bíl fyrir utan
Skólavörðustíg 9, klukkan er hálf-
tólf. Nú er komið að kveðjustund með
hans nánasta ástvini því að hann er
að fara að sitja af sér nokkurra mán-
aða dóm.
Hann braut af sér fyrir fjórum
árum og nú er loksins komið að því.
Fyrr um kvöldiö hafði verið haldin
kveðjustund með fjölskyldunni þar
sem nánustu ættingjar hans voru
saman komnir. Hann kvaddi fólkið,
síðast móöur sína.
Á tímanum síðan hann braut af sér
hefur honum tekist að gjörbreyta lífi
sínu til batnaðar. Hann hefur tekið
sig á og hvorki gerst brotlegur né
orðið fyrir neinum skakkafollum.
Hann hefur stofnað fjölskyldu og
keypt sér hús og lifir nú aö öllu leyti
sem fyrirmyndar þjóðfélagsþegn.
Verst er að það er ekki hann einn sem
nú á að taka út refsingu heldur einn-
ig fjölskylda hans, einkum eiginkon-
an sem hann kynntist fyrir tveimur
árum. Síðan þá hafði þessi dómur
hangið yfir þeim. Allt þeirra framtíð-
arskipulag, draumar, vonir og þrár
höfðu strandaö á sömu áleitnu
spurningunni, sem enginn hafði get-
að svaraö: Hvenær skyldi hann verða
kallaður inn?
Þessi eilífa, nagandi óvissa hefur í
raun jafngilt margfaldri lengingu á
dómnum. Þau höföu bæði reynt að
reka á eftir því að málið yrði tekið
fyrir en lítið uppskorið nema leið-
indi, vonbrigði og beiskju út í dóms-
kerfið.
Lokaður inni
Ungi maðurinn tekur ferðatöskuna
og kveður eiginkonu sína. Skilnaður-
inn er enn sárari en hann hafði búist
viö. Niðurlútur gengur hann á vit
hins óþekkta, hringir bjöllunni og er
hleypt inn. Á móti honum tekur ein-
kennisklæddur fangavöröur. Hann
er læstur inni í tómlegu herbergi með
rimlum fyrir gluggum.
í því er naglfast borð og trébekkur.
Honum er tjáö að hann þurfi aö gista
Síðumúlafangelsið í 3-4 nætur. Hann
gerir enga athugasemd við það,
þekkir þá stofnun aðeins úr fréttum.
Honum er boðinn kaffibolli meðan
hann bíður.
Hálftíma seinna koma fjórir lög-
regluþjónar og fylgja honum út í lög-
reglubíl. í Síöumúlanum er tekið á
móti honum, hann er látinn fara í
bað og síðan fylgt inn í klefa. Þung
jámhurðin skellur í lás. Fangaverð-
irnir eru ópersónúlegir og virðast lít-
ið gera til að létta komu hans.
Hann er einn í klefa sem líklega er
þrír fjórir fermetrar að stærð. í klef-
anum er rúmbálkur með kodda og
þunnu teppi. Það eru sængurfötin.
Honum gengur illa að sofna og hugur
hans er á fullri ferð um öll þau mál-
efni sem hann hefur nú þurft að fara
frá fyrir utan.
Um níuleytið er hann vakinn með
tveim brauðsneiðum og kaffibolla.
Hann fær að fara fram til að þvo sér
og bursta tennumar í fylgd fanga-
varðar, verður síöan aö fara beint
inn í klefann aftur. Ekki sér hann
neitt til annarra fanga enda á Síðu-
múlafangelsið ekki að vera fyrir af-
plánunarfanga heldur gæsluvarð-
haldsfanga, og allar reglur em mið-
aöar við þá. Litlu síðar er honum til-
kynnt að hann verði fluttur í hegn-
ingarhúsið um hádegið. Honum
finnst einangrunin í þröngum og loft-
litlum klefanum yfirþyrmandi.
-bréf frá fanga sem dvaldist á Kvíabryggju
Ungur maður var tekinn ölvaður við akstur þrisvar sinnum í sömu vikunni
árið 1987. Fjórum árum síðar var honum gert að sæta refsingu dómsins.
Maðurinn sat inni frá 1. febrúar 1991 til 17. maí sl. Á þeim tíma frá því brot-
ið var framið og þar til dómur var kveðinn upp breytti þessi maður lífsstíl
sínum og hérna lýsir hann viðbrögðum sínum og reynslu þá þrjá mánuði
sem hann sat inni. Af eðlilegum ástæðum er nafn mannsins ekki birt en
hann taldi það best vegna aðstandenda sinna.
ÞaA getur veriö erfitt að sætta sig við að vera settur bak við lás og slá þegar mikil umskipti hafa orðiö í lifinu. Svo
var þaö með þann fanga sem hér segir frá en hann kvæntist tveimur árum eftir að brotið var framiö og lifði al-
gjörlega eölilegu lífi - þegar kallið kom.
Milli fangelsa
Klukkan hálftvö er hann sóttur og
honum ekið niður á Skólavörðustig
í fylgd þriggja einkennisbúinna lög-
regluþjóna. Fangavörður tilkynnir
honum að strákarnir, þ.e. fangamir,
komi honum inn í kerfið þarna inni.
Hann vísar honum inn og læsir hurð-
inni. Á móti honum leggur þykkan
sígarettureyk. Innilokað óloftið er
eins og veggur sem hann gengur á,
út úr klefunum leggur háværa tónl-
ist og mannamál, enda eru illa grá-
málaðar hurðirnar í hálfa gátt. Það
er nefnilega ekki hægt að loka þeim
á daginn. Einn fangi situr á eina
borðinu sem er á þröngum gangin-
um. Forvitnin verður hræðslunni
yfirsterkari, og hann fer að svipast
um í þessum húsakynnum sem hann
á eftir að dveljast í á næstunni.
Hversu löng sú dvöl verður hefur
hann ekki hugmynd um.
Þannig gengur þetta næstu þijá
dagana. Það er enginn klefi laus svo
aö hann þvælist um og hangir á gang-
inum þar sem ekki er einu sinni stóll
til að tylla sér á. Á kvöldin er hann
fluttur upp í Síðumúla til að sofa.
Loks þegar hann fær úthlutað
helmingnum af tveggja manna klefa
hefur hann þó að minnsta kosti af-
drep þar sem hann getur sest eða
lagst niður án þess að spyija um
leyfi. Hann kynnist fóngunum smátt
og smátt og reynir að sjá út þá sem
hann heldur að séu hvorki á kafi í
fikniefnum né virkir í afbrotum.
í þessu þrönga, þrúgandi geymslu-
húsnæði fyrir fanga er öllum bland-
að saman i einn lítinn pott, varð-
haldsfóngum innan um afplánunar-
fanga, geðsjúkum innan um heil-
brigða. Þarna eru menn með dóma
fyrir manndráp, ölvunarakstur, lík-
amsárásir, skjalafals, kynferðis-
glæpi, fíkniefnasölu og íjármálamis-
ferli. Þarna eru útigangsmenn og eit-
urlyfjaneytendur og maöur sem rétt-
arkerfið hefur dæmt til geðmeðferð-
ar eftir morðtilraun. Allar tegundir
í einum graut.
Smám saman tekst honum að setja
sig inn í tilbeytingarlaust lífið í inni-
lokuninni. Hann fer að sætta sig ögn
skár við einangrunina, óloftið og
ólystugan matinn. Hann fær að tala
við konuna sína símleiðis þrisvar í
viku, tíu mínútur í senn. Alltaf verða
þau að gera ráð fyrir að síminn sé
hleraður af fangavörðum, svo að um
eðlileg og innileg tjáskipti er ekki að
ræða.
Hann reynir að láta tímann líða, les
mikið og skrifar. Hann heyrir hörð-
ustu síbrotamennina kenna 17 ára
unglingi hvernig eigi að fara að því
að fremja innbrot án þess að upp
komist, hinn fullkomna glæp. Ungl-
ingurinn situr hjá með opinn munn-
inn og harmar klaufaskap sinn og
fákænsku sem olli því að hann var
tekinn. Líklega gleymir hann því að
lærimeistari hans er sjálfur í fang-
elsi.
Ást í klefa
Konan fær að heimsækja hann
sunnudaginn eftir aö hann kemur
inn. Hann hefði frekar viljað að hún
sæi hann ekki í þessu umhverfi og á
þessum stað. Auðvitað þráir hann
aö hitta hana en á bágt með að
ímynda sér fundi þeirra við þessar
aðstæður. Fangavörður læsir klefa-
hurðinni á eftir gestinum. Þau ræða
saman um ýmislegt sem þeim brenn-
ur í huga. Konan er yfirspennt og
síhrædd um að einhver komi inn.
Þau reyna aö njóta ásta, en varla er
hægt að hugsa sér stað sem verr
hentar til innilegra samskipta. Á eft-
ir eru bæði vonsvikin. Hann hefur
enga trú á að þaö eigi eftir að breyt-
ast meðan hann dvelst á þessum stað.
Að lokinni þriggja tíma samveru
verður hún að fara. Eftir situr níst-
ingssár tómatilfinning. Honum
finnst hann vera að bregðast henni
svo hrapallega. Það er hún sem nú
verður aö takast á við lífið úti, skuld-
irnar og einveruna. Það er hún sem
þarf að mæta öllum auglitunum sem
ýmist lýsa vorkunn, fyrirlitningu eða
vandræðaleika. Álsaklaus hefur
einnig hún verið dæmd til afplánun-
ar en á annan hátt.
Tíminn líður ofur hægt. Hann
dvelst í hegningarhúsinu í nokkurn
tíma, óratíma að því er honum finnst
en stuttan miöaö við það sem algengt
er.
Ferö vestur
Hálfum mánuði síðar er hann flutt-
ur vestur á Kvíabryggju, í fangelsið
þar. Honum hafði verið sagt af sam-
fongum sínum að þar sé best að vera,
bæði vinna, góður aðbúnaður og ríf-
legt svæði til útivistar.
Tveir fylgdarmenn úr svokallaðri
boðunardeild gæta þeirra fanga sem
fara vestur þennan dag. Gert er ráð
fyrir að tekið verði á móti þeim við
Vegamót. Þegar bíllinn nemur staðar
sjá þeir jeppa meö tveim mönnum,
sem auðsjáanlega eiga að flytja þá
síðasta spöhnn.
Annar mannanna heilsar með
handabandi og kynnir sig. Hinn gef-
ur sig ekki að þeim. Síðar kemst
hann aö því að sá sem ekki kynnti
sig er sjálfur Fangelsisstjórinn, hinn
fangavörður. Það er ekkert rætt við
fangana á leiðinni. Þegar fangarnir
koma í fangelsiö er þeim visað á her-
bergin. Þetta eru eins manns her-
bergi og miðað við Skólavörðustíg-
inn eins og í fínasta hóteli. Samt eru
þau tómleg, og það leynir sér ekki
að þau hafa hvorki verið máluð né
þrifin nýlega. Veggirnir eru skreyttir
sprungum og gulum tóbakstaumum.
Fangavörðurinn, sem tekur á móti
þeim, skrifar hjá sér nafn og aörar
upplýsingar. Hann segir að strákam-
ir setji þá inn í reglurnar í fangels-
inu. Einhvern tíma seinna finna þeir
inni í vaktherbergi fangavaröa guln-
að blað með fangelsisreglum. Þær
eru greinilega komnar til ára sinna
því þar er vísað til sjónvarpslausu
fimmtudagskvöldanna og annað blaö
hefur verið sett yfir reglurnar. Sum-
ir fangarnir koma og kynna sig og
bjóða nýliðana velkomna. Þeir segja
frá helstu reglum og gera grein fyrir
daglegu lífi í fangelsinu. Einmana
tekur hann upp úr töskunum og rað-
ar fótunum sinum inn í skáp. Bjalla
hringir og honum er sagt að þetta sé
matarbjallan. Hann gengur inn í
matsalinn. Flestir em sestir og byij-
aðir að moka á diskana. Honum er
bent á hvar hann eigi að sitja, því
að hér hefur hver sitt sæti.
Ekki dans á rósum
Þeir nýkomnu halda saman um
kvöldið og finna í því nokkurt öryggi
í þessu ókunna umhverfi. Einn og
einn fangi kemur inn í herbergið til
þeirra og þeir heyra smátt og smátt
meira um lífið í fangelsinu. Um
kvöldið sofnar hann allnokkm sátt-
ari við sitt hlutskipti en hann hafði
verið áður.
Dagarnir líða. Hann kemst að raun
um að vistin hér er ekki alltaf dans
á rósum. Það er togstreita milli fanga
og fangavarða. Fangaverðir em mis-
jafnir. Hann áttar sig á því að til að
halda friðinn verður aö sigla á milli
skers og bára í samskiptum við þá
sem era hér inni. Hann getur ekki
betur séð en að hér gildi ekki sömu
reglur fyrir alla fanga. Sumir leggja
sig niður við það alla daga aö upp-
hefja sjálfa sig á kostnað samfanga
sinna við fangaveröi sem með einni
undantekningu virðast ekki nægileg-
ir mannþekkjarar til að sjá hveijar
hvatir búa þarna aö baki. Sjálfur fær
hann að kenna á því hver áhrif bak-
tal eins einasta fanga getur haft á
yfirmann stofnunar.
Hann hefur ekki dvalist lengi á
þessum staö er hann sér hvernig
lagst er á þá sem á einhvern hátt
mega sín lítils. Stundum finnur hann
sárt til þess hvernig'sumir samfang-