Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991.
9
Valgeir G. Vilhjálmsson hvetur hvern og einn til aö vinna forvarnarstarf á sjálfum sér. „Heilsan er það dýrmæt-
asta sem hver maður á. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir Valgeir.
DV-mynd Hanna
Fimm ár frá fyrstu hjartaskurðaðgerðinni hérlendis:
Hélt að þeir
vildu ekki skera
migíyrstan
- því ég var orðinn svo slappur, segir Valgeir G. Vilhjálmsson
Þann 14. júní nk. eru liðin fimm
ár frá því fyrsta hjartaskurðaðgerðin
var gerð hér á landi. Langstærstur
hluti hjartasjúkdóma er kransæða-
sjúkdómar, þ.e. kransæðarnar stífl-
ast. Úthald hjartasjúklinga minnkar
oft mikið og ekkert álag má koma
til, hvorki andlegt né líkamlegt, eigi
ekki út af að bera. Skurðaðgerð er
fólgin í því að tengja framhjá stífl-
unni í kransæðinni með æðum sem
fluttar eru úr fótunum. Hérlendis eru
hjartaaðgerðir aðeins framkvæmdar
á Landspítalanum en um daginn var
500. aðgerðin gerð þar.
Árlega koma 400-500 manns á
sjúkrahús hérlendis vegna gruns um
kransæðastíflu. Sem betur fer þurfa
ekki allir að fara í aðgerð, sumum
nægir að fá lyf, breyta mataræði eða
auka hreyfingu.
Sá sem fyrstur fór í hjartaskurðað-
gerð hérlendis var Valgeir G. Vil-
hjálmsson. „Það var árið 1974 sem
ég fékk greiningu á sjúkleika mínum.
Um vorið fann ég til þess að ég var
orðinn slappur til gangs. Ég fór til
læknis og þá uppgötvuðu þeir að ég
hafði fengið vægt hjartaáfall en var
kominn yfir það versta. Á þessum
tíma reykti ég mikið og hélt að þetta
væru reykingarnar en annað kom á
daginn. Reykingum hætti ég svo fyr-
ir lífstíð.
Ég fékk gott tækifæri til að jafna
mig eftir þetta því ég fékk veikinda-
frí og svo námsleyfi frá kennslustörf-
unum. En fljótt sótti í sama horfið,
þó ég hafi verið við sæmilega heilsu
til 1986, en ég var ekki þróttmikill.
Kannski hef ég ekki verið nægilega
duglegur að þjálfa mig. Á þessum
tíma var ég gangavörður í skóla og
lék við krakkana í frímínútum en ég
þreyttist mjög fljótt. Eitt kvöldið fann
ég svo að dofi leiddi um allan hand-
legginn. Ég var fluttur á spítala og
þar fundu þeir að þetta var krans-
æðastífla," segir Valgeir.
Hættulegt
að spila brids
„Að lokinni rannsókn á spítalanum
átti ég svo að fá að fara heim. Þegar
ég var að reima skóna fékk ég fyrir
brjóstið svo ekkert varð af því að ég
færi heim. Ég fékk pláss á sjúkra-
stofu á Borgarspítalanum og var þar
í 4 mánuði eða allt þar til ég var flutt-
ur á Landspítalann fyrir uppskurð-
inn.
. Ég var orðinn mjög lélegur og þoldi
stundum lítið. Þess var til dæmis
gætt að láta mig ekki vita um manns-
lát eða annað óvænt nema ég væri
sprautaður áður. Á þessum tíma
voru þijár kransæðar stíflaðar.
Á sjúkrastofunni vorum við fjórir
saman sem eins var ástatt um. Við
spiluðum brids eitt kvöldið og það
var mikil spenna. Ég þurfti að hætta
að spila og fá sprengitöflur undir
tungurótina. Næsta kvöld fékk ég svo
57 punkta á hendi og það varð til
þess aö ég þurfti að fá lyf í skyndi
og leggjast í súrefnisvél. Ekkert
meira varð af þessari skemmtun."
Dreymdi fyrir því
að alltgengivel
- En var Valgeir ekkert smeykur að
vera sá fyrsti sem legðist undir hníf
hjartaskurölækna hérlendis?
„Ég var ekkert smeykur viö að
leggja í þetta og gekk að þessu róleg-
ur og yfirvegaður. Aldrei efaðist ég
um að þetta mundi ganga og dreymdi
meira að segja fyrir því að ég mundi
hfa þetta af. Ég hafði góða reynslu
af læknum hérlendis og treysti þeim
fullkomlega. Gissur Gottskálksson
læknir hafði á orði hvort ég vildi
verða skorinn innanlands og verða
fyrstur því stutt væri í að tækin yrðu
tekin í notkun. Ég féllst á það því ég
kærði mig ekkert frekar um að fara
út. Það dróst nokkuð að tækin kæmu.
Ég hélt að þeir vildu kannski ekki
skera mig fyrstan því ég var orðinn
svo slappur. Úrskurður kom svo um
það að ég ætti að verða sá fyrsti. Ég
held að hinir sem með mér voru á
stofunni hafi kannski öfundað mig
svolítið en það var meira í gamni en
alvöru.
Það var ágæt tilfinning að verða
fyrstur. Eg var farinn að hlakka til
að losna við þessi óþægindi og bar
fullt traust til læknanna."
Valgeir var um 6 tíma á skurðar-
borðinu og um 20 manns voru á stof-
unni þegar hann var skorinn.
„Ég féll svolítið saman andlega í
byrjun en það var búið að vara mig
við því að það væri alveg eðlilegt.
Ég var um mánuð að jafna mig og fór
heim af spítalanum 9. júlí. Eftir það
var ég fljótur að ná mér á strik og
læknirinn sagði við mig þegar ég var
útskrifaður af spítalanum að ég yrði
farinn að ganga á fjöll eftir mánuð.
Og sú varð raunin þvi mánuði seinna
gekk ég á Trölladyngju og daginn
eftir gekk ég í Grindaskörð. Strax
eftir að ég kom heim fór ég að þjálfa
mig með því að ganga þrisvar til íjór-
um sinnum á dag í tíu mínútur."
Mikilsvert
að læra að synda
Valgeir fór í þriggja vikna þjálfun
á Reykjalundi. Þar styrktist hann
mikið auk þess sem hann lærði að
þekkja sjálfan sig og vita hvað hann
gat boðið sér. „Þar var mikil þjálfun
og fyrir mig var mjög mikilsvert að
læra að synda. Þegar ég var ungur
og var að læra að synda var ég nærri
drukknaður og losnaði aldrei við
hræðsluna fyrr en á Reykjalundi.“
í dag er Valgeir mjög hress og pass-
ar upp á að hreyfa sig mikið. „Upp
frá þessu fór ég að ganga í sund, um
20 mínútna gang, á svo til hverjum
degi. Virka daga syndi ég ekki mjög
mikið en um helgar syndi ég oft
400-500 metra. Á Reykjalundi feng-
um við ýmsar ráðleggingar, bæði um
hreyfingu og mataræði. Númer eitt
er að forðast fltuna og sleppa reyk-
ingum auk þess sem hreyfing er mjög
mikið atriði og hreyfingin hefur
hjálpað mér mest.“
Valgeir vildi koma á framfæri
þakklæti til allra lækna og hjúkrun-
arfólks sem önnuðust hann í hans
veikindum sem og Landssamtaka
hjartasjúklinga.
Á sunnudögum tekur Valgeir þátt
í gönguferðum með félagsskap sem
heitir Flækjufótur. Það er hópur
sjúklinga sem hafa verið í endurhæf-
ingu á Reykjalundi auk maka þeirra
og kunningja. Fyrirfram er skipulagt
hvar komið er saman og gengið er í
um það bil klukkustund. „Mér finnst
þetta mjög gott því ég var orðinn leið-
ur á að ganga einn í kringum heimil-
ið. Bæði þetta og sundstaðurinn var
stórkostleg uppgötvun," segir Val-
geir G. Vilhjálmsson.
Allt annað líf
- En hverjar voru helstu breyting-
arnar í lífl Valgeirs eftir aðgerðina?
„Þetta var allt annað líf. Maður
varð miklu hressari. Sem dæmi ná
nefna að manni leið alltaf illa ef skap-
ið pirraði mann en nú finnur maður
ekkert fyrir því. Fljótlega fór ég aö
geta gert allt sem mér datt í hug.
Aðgerðin breytti mjög miklu fyrir
mig. Annars hefði ég ekki verið
nærri eins hress, ef ég hefði þá lifað.
Að vísu var ég að mestu við störf'þar
til ég lagðist en nú er ég miklu hress-
ari að öllu leyti. Þetta eru fimm góð
ár sem ég hef lifað síðan.
Það var stórkostlegt að vera kom-
inn á skrið 2 mánuðum eftir aðgerð-
ina, geta gengið .og jafnvel hlaupið.
Innan hálfs árs var ég farinn að
vinna og gat komist aftur út í þjóðfé-
lagið. Það er góð tilfinning að geta
aftur séð fyrir sér og sínum. í fáum
orðum var þetta gerbreyting fyrir
mig.“
Álag að þurfa að
fara til útlanda
Á síðasta ári voru framkvæmdar á
annað hundrað hjartaskurðaðgerðir
hérlendis og álíka margir fóru til
London í sama tilgangi. Þeim sem
fara til útlanda hefur eitthvað fækk-
að í ár. Hérlendis er stefnt að fjórum
aðgerðum að jafnaði á viku þannig
að þær verða um 200 á ári. Það mun
fara nálægt þörfmni en alltaf eru ein-
hverjir sendir út, einkum börn og
þeir sem þurfa að komast í aðgerð
strax.
- En hvaða gildi hefur það að geta
gert þessar aðgerðir hérlendis?
„Mér finnst stórkostlegt að geta
veitt mönnum sem hafa sérmenntað
sig í hjartaskurðlækningum vinnu
við sitt hæfi hérlendis. Fyrir sjúkl-
inginn hlýtur að vera erfitt að fara
til útlanda, stundum mállausan á
erlenda tungu. Það er alltaf mikið
álag að þurfa að fara til útlanda þó
hjálp þar sé nokkur. Allt sem er gert
hér innanlands er af hinu góða, bæði
fjárhagslega og á annan hátt. Ég vona
bara að þessar aðgerðir flytjist alfar-
ið inn í landið.“
Valgeir hvetur hvern og einn til að
vinna forvarnarstarf á sjálfum 'sér
með meiri hreyfingu og hollu matar-
æði. „Heilsan er það dýrmætasta sem
hver maður á. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur,“ segir
Valgeir G. Vilhjálmsson.
-hmó